Þjóðviljinn - 26.11.1947, Blaðsíða 4
4
Þ JÓÐVILJINN
Miðvikudagur 26. nóv, 1947.
þJÓÐVILJINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
JHtstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason
Ritstjörn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu-
i stig 19. — Sími 7500 (þrjár línur)
Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Frentsmiðja I’jóðvlljans h. f. '
Sósíallstaflokkurlnn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur)
s------------------------------------------------f
r-
' Dýrt andvaraleysl
Hátt á annað þús. sjómenn munu nú komnir til vetrar-
vertíðar við Faxaflóa og moka þar upp síld svo að með
eindæmmn er við íslands strendur.
Aðstaðan til þessara veiða og hagnýtingar aflans er
hinsvegar hin örðugasta. Mikil vöntun hefur verið á nótum
af þeirri gerð sem þarf til grunnveiðanna í Faxaflóa. Engar
ráðstafanir gerðar til að koma upp fljótvirkum löndunar-
tækjum, svo að bátar eru nú allt að sólarhring að landa
með görnlu frumstæðu aðferðunum því síldarmagni, sem
landað væri á 4—5 klst. með sjálfvirkum tækjum. Ráðstaf-
anir tii flutninga norður er ekki farið að gera fyrr en síld-
veiðin er komin í algleyming, og þá rokið til með meira og
minna heppilegar úrlausnir. Undirbúningur að verðmeiri
verkunaraðferðum, t. d. söltun og reykingu hefur lítill sem
enginn verið.
Þó sýndi reynslan í fyrravetur að alls þessa var brýn
þörf. Tveir þingmenn sósíalista báru fram á þinginu í
fyrra frumvarp um skipun þeiiæa mála er varðar síldveiði í
Faxafl., er hefði tryggt, að þessi vertíð hefði verði svo ræki
lega undirbúin, að þjóðinni hefði orðið fyllstu not af. Nú-
verandi stjórnarflokkar svæfðu málið, það fékkst ekki a.f-
greitt, og því verða sjómenn og útvegsmenn nú að glíma
við sömu örðugleikana og í fyrra, nema að því skapi meiri
sem nú stunda fleiri skip veiðar og aflinn er margfalt
meiri.
★
Hermann Guðmundsson og Áki Jakobsson flytja nú
á ný frumvarp sitt um skipulagningu síldveiðanna við
Faxaflóa, hagnýtingu aflans og markaðsleit fyrir hann.
Er óhætt að fullyrða að aðstaðan til síldarvertíðar við
Faxaflóa og hagnýtingar aflans væri nú öll önnur ef til-
lögu þessar hefðu komrft í framkvæmd í sumar.
Ætti að mega vona að frumvarpið verði nú samþykkt, svo
axarsköpt stjórnarvaldanna á þessu ári þurfi ekki að end-
urtaka sig næsta ár.
! „Þingleg afgreiðsla"
Alþýðublaðið skýrir frá því í gær í tvídálka frétt á 8.
síðu að ölfrumvarpinu hafi verið vísað til nefndar með
19 akv. gegn 13. Segir í fréttinni að allir þingmenn Al-
þýðuflokksins hafi greitt frumvarpinu atkvæði til þess eins
,,að það fengi athugun nefndar og þar með þinglega af-
greiðslu". Slík er umhyggja Alþýðuflokksins þegar brugg-
unarfrumvarp á í hlut, sem er rökstutt með því að eftir
samþykkt þess þurfi Bandaríkjaliðið ekki framar að smygla
bjór sínum inn í landið!
Þeir virða þingræðisreglurnar, þessir háttvirtu Al-
þýðuflokksmenn! Og þó geta jafnvel þeir brugðið vana
sínum. Öllum eru í fersku minni umræðurnar um þingsá-
lyktun Áka Jakobssonar um framkvæmd herstöðvasamn-
ingsins. Bjarni Benediktsson lýsti yfir því í byrjun umræðn-
anna að landsölumönnum væri að því ánægja að málið
færi til nefndar og fengi þar nákvæma athugun .En á-
nægjusvipurinn fór brátt af þeim háu herrum. Eftir fimm
daga umræður þorðu þeir ekki að láta nefnd athuga málið,
heldur létu vísa því frá. 7 af þingmönnum Alþýðuflokksins
voru þá andvígir „þinglegri afgreioslu".
★
En auðvitað er bjórbruggun stórum merkilegra mál í
augum Alþýðuflokksins en fullveldi og frelsi þjóðarinnar.
Þjónar nazista spóka
sig á götunum
„Réttlátur" sendir mér eftir-
farandi bréf:
„Kæri bæjarpóstur.
Það hefur verið heldur hljótt
um þá íslendinga, sem gengu í
þjónustu nazista á Norðurlönd
um, og létu hafa sig til marg-
víslegra illvirkja. Þeir voru að
vísu ekki margir, en þjóðin
hlýtur þó að harma að hafa átt
fulltrúa á því illa þingi, ekki
sízt þar sem nöfn sumra þeirra
og uppruni urðu alkunn um
Norðurlönd. Það var þó ekki
þetta sem ég ætlaði að minnast
á við þig í þetta sinn, heldur
hitt að þessir menn munu nú
allir vera komnir hingað heim
til íslands, og spóka sig hér á
götunum, ‘ háleitir og drembi-
legir."
★
Gilda aðrar reglur um
íslenzka kvislinga?
„Sumir þessara manna fengu
þunga dóma, 12 ára þrælkunar-
vinnu og 20 ára þrælkunar-
vinnu, enda höfðu þeir verið
riðnir við líflát föðurlandsvina,
sumir. Engu að síður hefur
þeim nú öllum verið sleppt, og
virðast nú vera lausir allra
mála. Þetta kemur mönnum
undarlega fyrir sjónir, þar sem
ekki er kunnugt að Norður-
landaþjóðirnar hafi gefið svik-
urum sínum upp sakir almennt.
Eru einhverjar aðrar reglur
sem gilda um íslenzka afbrota-
menn?
★
UtanríkisráðuneytSð
ætti að gefa skjbrslu
„Það er bezt að segja hverja
sögu, eins og hún gengur. Sá
orðrómur fer nú fjöllunum
hærra hér í Reykjavík, að
utanríkisþjónustan íslenzka
hafi verið óspart notuð til að
losa hina íslenzku kvislinga við
réttmæta refsingu. Má þó segja
að það sé að bæta gráu ofan á
svart að íslenzk stjórnarvöld
leggi blessun sína yfir starfsemi
þessara lélendinga með því að
forða þeim undan lögbundnum
dómum. Þessi orðrómur gengur
sem sagt um bæhin, og væri
sjálfsagt að utanríkisráðuneyt-
ið þaggaði hann niður, ef hann
er rangur. Bjarni Benedikts-
son hefur oft gefið skýrslu af
minna tilefni. — Réttlátur."
★
Mikið af kveðskap
Mér berast mörg kvæði og
vísur, og fjalla flest um her-
stöðvarmálið og þann ,,hæst-
virta heiðurshund" suður á
Keflavíkurvelli. Eg get aðeins
birt brot af þessum góðu send-
ingum, annars breyttist bæjar-
pósturinn í ljóðaþátt. En í dag
geri ég undantekningu og birti
kvæði sem ,,B“ orti ,,um þær
mundir, er ríkisstjórnin hélt
hátíðlegt eins árs afmæli her-
stöðvarsamningsins“. Kvæðið
er á þessa leið:
A eins árs afmæli
herstö ðvarsamningsins.
,,1 vestanhafsblænum blakti
hægt
Bessastaða-flaggið.
En þeir létu ekkert á sig fá
uppreisnarsinnað naggið,
— þeir sendu hver öðrum engil-
bros
og undirrituðu plaggið.
Og nú skyldi verndarinn vestan
liafs
væringar allar geyma,
og smávegis árekstrum áður
fyrr
var auðvitað sjálfsagt að
gleyma.
— Okkar er sóminn áfjáð hvað
„Önnur síðan“ hér heima.
Er byltingarsinna blekkingávef
búið er loks að eyða,
stórlátrar þjóðar mestu menn
málið til sigurs leiða.
— Og nær hefur maður manni
gert
jafn meinfangalausan greiða?
En þrátt fyrir ættjarðarum-
hyggjubros
á „Aimarar síðunnar" fési,
og alúð þeirra, sem unnu bezt
í þessu samningavési
þá fór ekki hjá því, að fölva sló
á flaggið á Álftanesi.
Og nær hefur blessun þeim
bagga fylgt,
sem í byrjun var illa fenginn?
„Annarar síðunnar" einkarök
eru til þurrðar gengin,
sóminn á þrotum, samvizkan
slæm.
— En sjálfstætt fólk kaupir
enginn!
B.“
TOPPSTÖÐVMtMáLIB:
Hvað dvelwr meiríhluta hæjarstjómar?
ElllílaársÉöMii getui* veriá tilbúiu fyrlr jéU
ef fflboði jápnsndðaniia er strax tekiú
Síðastliðinn sunnudag áttu
fulltrúar járnsmiðanna viðtaj
við borgarstjóra, að rafmagns-
stjóra viðstöddum, varðandi
toppstöðina við Elliðaár.
I þessu viðtali upplýstn járn-
smiðirnir borgarstjóra um það,
að Reykjavíkurbær hefði sjálf-
ur allt efni og öll verkfæri til
þess að fullgera toppstöðina,
auk þess sem rafvcitan hcfði
amerískan verkfmðing til þess
að stjórna verkinu, m. ö. o. að
Reykjavílturbær væri að engu
leyti háður einkavélsmiðjum
bæjarins með þetta verk.
Það hefur vakið furðu manna,
að einmitt járnsmiðirnir en ekki
rafmagnsstjóri bæjarins skyldu
þurfa að gefa þessar upplýsing
ar, en þær gerbrcyta allri að-
stöðu í málinu.
Miðað við þessar staðreyndir,
sem ekki verða með neinu móti
hraktar, verður það að skoðast
harla einkennileg og grunsam-
leg afstaða, sem yfirvöld
Reykjavíkur hafa tekið til bygg
ingar toppstöðvarinnar. I sex
vikur hefur nefnilega allt nauð
synlegt efni, verkfæri og tækni
leg yfirstjórn verið til staðar,
en bygging stöðvarinnar taf-
izt, vegna þess að meirihluti
bæjarstjórnar’ virðist hafa látið
stjórnast af einhverju öðru
sjónarmiði en því að flýta fyrir
byggingu stöðvarinnar.
Stöðin gat verið fullbúin nú.
Verkinu var hægt að ljúlta án
þess að greiða einkavélsmiðjum
að nauðsynjalausu tugi þús-
unda í ágóða.
Afstaða bæjarstjórnarmeiri-
hlutans hefur valdið Reykvík-
ingum stórkostlegum erfiðleik-
um nú þegar. Öfullnægjandi
ljós, of Jítill hiti og atvinnu-
tjón, sem nemur stórum fjár-
fúlgum. þar að auki kemur svo
það tap í rekstri stöðvarinnar,
sem tafirnar hafa óhjákvæmi-
lega í för með sér.
Nú hafa járnsmiðir gert
Reykjavíkurbæ tilboð um, að
enda þótt verkfallið haldi á-
fram, skuli þeir vinna að topp-
stöðinni, ef þeir fái greiddar kr.
170,00 í grunn á viku, Rafveit-
an annist útborgun, menn séu
ráðnir í sanrráði við félag þeirra
og bærinn taki afstöðu frá hin
um „svarta lista“ Claessens.
Þessar tillögur eru á allan hátt
mjög sanngjamar og það því
fremur, sem þær fela í sér að
Reykjavíkurbær myndi spara
tugi þúsunda króna, miðað við
þá álagningu, er runnið hefur
til vélsmiðjanna.
Því hefur veríð haldið fram,
að það væri hlutdrægni af
Reykjavíkurbæ gagnvart vél-
smiðjueigendum, ef bærinn
tæki þessu tilboði jámsmið-
anna. En því er þá til að svara,
að slíkur samningur væri ein-
mitt í fyllsta samræmi við yfir
lýsta afstöðu vélsmiðjueigenda.
þar eð þeir hafa lýst því yíir,
Framhald á 7. síðu