Þjóðviljinn - 30.11.1947, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.11.1947, Blaðsíða 1
Ráðizt á Mar- shaliáætlunina á alþjóðaþmgi sósí- aldemákrata Alþjóðaþinj*' sósíaldemókrata iiokka stendur yfir í Antwerp- en í Belgíu, og urðu þar í gær hárðar deilur um Marshalláætl unina. Fulltrúar ítalskra og tékkneskra sósíaldemókrata réðust harðlega á fyrirætlanir Bandaríkjanna með Marshaliá- ætluninni, en fulttrúar frá Hol- landi, Noregi og Bretlandi voru henni meðmæltir. Miklar deilur urðu einnig um það hvort ætti að veita sósíal- demókrataflokki Búlgaríu, sem er þar stjórnarflokkur,- sæti á þinginu, eða flokksbroti eem klauf sig út úr og er í stjórnar andstóðu. Franska afturhaldsstjórnin ber f ram þrælalög gegn verkalýðssamtökunum og beifir éspart hervaldi Blöð stjórnarandstæðiuga gerð upptæk — Kommúnistaflokkur Frakk- lands brjóstfylking franska verkalýðsins gegn kúgunarráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar — Verkalýðssamhandið reynir enn friðsamlega lausn 4rabar reyna á síðustu stundu að hindra skiptingu Paiestínu A íurnli allsherjarþings sam eiuuðu þjóðanna í gærlcvöld var tlutt yfirlýsing frá fulltrúnm Araba í Palestínu þess efnir að þeir gætu fallizt á að stofnað yrði í landinu sambandsriki Áraba og Gyðinga. Áður en fundi var frestað höfðu talað fulltrúar Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna og báðir lýst sig andvíga þessari lausn Palestínumálsins. Ætlar Fjárhagsráð að skera innflutn- Ing sements 1948 níður í þrjátíu þus-i und tonn? Enn bætist járnsmiðum stuðningur Hin heimskulega fjandsemi sem ihaldsmeiri- hhitinn í bæjarráði Reykjavákur liefur sýnt' járu- smiðunum verkar sem hnefahögg framan í öll önn- ur verkalýðssamtök og er {æim tvöföld livöt að styðja járnsmiðina til sigurs í deilu þeirra. Auk Dagsbrúnar, Bjarma á Stokkseyri og Blikk- smiðafélagsins, sem Öil hafa fyrir nokkru veitt jámsmiðum myndarlegan f járhagslegan stuðning, hefur félag húsgagnasmiða nú bætzt í hópinn og samþykkt að styrkja jámsmiðina með 1000 kr. Með því yrði skipulagt atvinnuleysi í byggingariðnaðinum og f jölda manna gert ómögulegt að byggja yfir sig Þjóðin verðnr að hindra þetta gerræði ein— okimarfelikiBiiiiar. Fjárhagsráð er enn ekki far- ið að birta hvorki þingi né þjóð áætlun sína fiTÍr árið 1948. Hinir steinrunnu embættismenn er það ráð skipa, virðast halda sig svo upphafna yfir þing og þjóð að þeir þurfi ekki að standa neinum reikningsskil fyr ir starfi sínu, en sem kunnugt er hafa engir embættismenn ís- lands, að undanteknum ráðherr unum, valdið íslenzku þjóðinni meira tjóni en þeir með ráðs- mennsku sinni. Aðeins síldar- gangan í Faxaflóa afstýrir því að nú þegar væri orðið ægilegt atvinnuleysi í landinu, sem af- leiðing af óverjandi ráðstöfun- um þessara skammsýnu og ó- trúu embættismanna, svo ekki sé verra sagt. Ofan á það tjón, sem þjóðin hefur þegar beðið af ráðstöfunum þessara manna á árinu 1947, bætist svo það að þeir hafa þegar valdið stór- skaða er fram kemur á árinu 1948. Felst það tjón í því að ,,stórráðið“ hefur emi ekki lát- ið veita nein gjaldeyris- og inn flutningsle>’fi f.vrir árið 1948, svo innflytjendur hafa ekki get að keypt inn hráefni og nauð- synjavörur, en hvorttveggja fer nú ört hækkandi og bíður þjóð- in stórkostlegt gjaldeyristjón af. En þessi heimskulega ráð- stöfun „stórráðsherranna" mun vafalaust eiga rót sína að rekja til hrunbólgtmnar á heila þeirra. Fjárhagsráð hefði, ef einhver snefill væri af virðingu fyrir þingræði og lýðræði hjá þeim, sem stjórna þessu ,,stórráði“, átt að vera búið að leggja á- ætlunina um þjóðarbúskapinn og sérstaklega útflutning og Lnn flutning fyrir Alþingi. En í stað þess að þing og þjóð fái þessa áætlun til meðferöar og umræðu, er þinginu sagt að „stórráðið" ætli að skera inn- flutninginn 1948 niður í 220 milljónir króna, — sem er hreint brjálæði, algerlega óþarf ur niðurskurður, sem enga stoð á sér í veruleikanum og svo berast út á skotspónum fréttir um að það eigi t. d. að skera sementsinnflutninginn niður í 30 þúsund tonn. Þjóðin krefst þess að þessi plögg séu tafarlaust lögð á borð ið, því hér er verið að ákveða um lífskjör hvers manns í lanö- inu. Ef meiningin er að fram- Framh. á 4. síðu. ■H-l-l-H-l-l-l. t- l-IM 1' !■ Félagsfundur í ;; SésíaBisfafélagr;; leykjavíkur Félagsfundur verður hald-;; Lnn n. k. mlovikudagskvöki;; ■ IU. 8,30 e. h. í sainkomusall! ; Nýju Mjóikurstöðvarhmar.!! ;;I>agskrá: Erir.di frá útlönd ■ !>m, Rætt verður um frurn-- !!varj> flokksius á Alþingi um-• ráðstafanir til að tryggja;; 4-rekstur útvegsins. — Nánar;; ■•auglýst í Þjóðviljanum síðar.;; íWhí-w+h-h-i-i+i-h-h-h Mikil átök urðu í gær í franska þinginu er rædd var þvingunarlöggjöf gegn verkalýðs- samtökunum sem ríkisstjórnin hefur borið fram. Heimtaði Schumann forsætisráðherra að frumvarpið yrði samþykkt þegar í nótt. Baráttan gegn þvingunarlögunum er á þingi háð af Kommúnistaflokk Frakklands, er ber þar fram málstað verkalýðssambandsins og allrar alþýðu. Þingflokkur Sósíaldemókrata er hinsvegar í afturhaldsfylkingunni, er reynir að koma þvingunarlögunum á. Sendinefnd frá hinu volduga franska al- þýðusambandi gerði í gærkvöld enn eina til- raun að fá friðsamlega lausn á málunum og koma stjórninni ofan af þeirri leið að setja þvingunarlög gegn verkalýðssamtökunum. Fór sendinefnd úr stjórn sambandsins, er í var bæði Frachon og Jouhoux á fund verkamála- ráðherrans og forsætisráðherrans til að ræða þau mál, en ekki höfðu borizt áreiðanlegar fregnir af viðræðum þeirra í gærkvöld. I lagafrumvörpum þeim sem franska stjórnin reynir að berja gegnum þingið er m. a. heimild til ríkisstjómarinnar að kalla til vopna 80 þúsund manna her lið til að beita gegn verkamönn- um, og ■ skerða athafnafrelsi verkalýðsfélaganna stóium, m. a. að beita glæparefsingum gegn mönnum er beita sér fyrir verkföllum. Er gert ráð fyrir að þvingunarlög þessi verði sex mánuði í gildi. Urðu umræðurnar í þinginu ákaflega lieitar. Deildu þing- menn. kommúnista fast á stjórn ina fyrir það að beita herliði gegn verkfallsmönnum og ætla að skerða hinn viðurkennda rétt verkamanna til verkfalla. €e Soir og Humanite gerð upjitæk Lögreglan í Pai'is tók á vald sitt um tíma í gær ritstjórnar- skrifstofur stjórnarandstæð- ingablaðanna Ce Soir og l’Huin- anite og gerði upptækt allt sem til náðist af aukaútgáfum þess ara blaða, er höfðu eindregið fordæmt aðferðir stjórnarinnar gegn verkfallsmönnum. Tókst þó ekki að hindra að Ce Soir kom annarri útgáfu út rétt á eftir, þar sem almenningi var skýrt frá þessu fasistíska til- tæki Schumannstjórnarinnar. Brynvagnar og táragas gegn verkamönnum 1 borginni St. Etienne í Mið- Frakklandi beittu stjórnarvöld in vélbúnu herliði og lögreglu með táragasi gegn verkamönn- um er safnazt höfðu saman í kröfugöngu til ráðhúss borg- arinna.i'. Liðsauki lögreglu og herliðs var einnig sent til Arrashéraðs- ins í Norður-Frakklandi, og út skýrði stjórnin þær liðsending- ar með því að reynt hefði verið að stöðva þar nauðsynlegar jámbrautarsamgöngur. Martin Larsen skipaður sendi- fulltrúí Martin Larsen sendikennari hefur nú verið útnefndur blaða fulltrúi við danska sendiráðið í Reykjavík, en mun jafnfi-amt gegna sendikennarastörfum við Háskóla Islands. Martin Larsen hefur sem kimnugt er dvalizt hér á landi hátt á annað ár og kynnzt ís- lenzkum málefnum mætavel. Hefur hann reynzt Islendinguni liinn bezti vinur og m. a. skýrt ýtarlega fyrir Dönum riálatr!) Islendinga í handritamálinu. Er ekki að efa að hann muni vinna mikið og nytsamt starf á hinu nýja verksviði sínu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.