Þjóðviljinn - 30.11.1947, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.11.1947, Blaðsíða 6
6 1» J Ó Ð VIL J 12? N Suoaudagui’ 30. nðv. Í947. 72.1 Samsæríð mikla 4. dapr eftir MICHAEL SAYERS ca ALBERT E. KAHN i GLÆPUR SYLVESTRE BONNARDS Vafði dregið kjark úr mörgum. „Græna liðið“ hafði leystst upp í ósamstæða smáhópa atvinnuhermdarverkamanna og glæpamanna. Innbyrðis tortryggni átti mikinn þátt í að sundra öðrum gagnbyltingarhópum. Svo virtist sem hin mikla gagnbylting yrði að bíða enn um hríð. „Sidney sá réttilega“, ritar frú Reilly, „að gagnbylt- ingin yrði að hefjast i Rússlandi, og að allt hans starf utan Rússlands yrði tU þess eins að vekjá óvirka andúð gegn bolsévikum. Nokkrum sirinum komu til hans fu'll- trúar samtaka í Moskvu„ líkt og Drebkoff í London, en hann fór sér hægt . . .“ Snemma vors 1925 fékk Reilly bréf með póststimplin- um Reval, Eistland, er kom honum í uppnám. Bréfið sem var á dulmáli var frá gömlum vini hans, E. flota- liðsforingja, er hafði unnið með Reilly í brezku leyni- þjónustunni á striðsárunum, og vann nú í brezku konsú- lati í einu Eystrasaltsrikjanna. Bréfið var dagsett 24. janúar 1925, og hófst þannig: „Kæri Sidney. Til móts við yður i París kimna að koma frá mér hjón að nafni Krasnostanoff. Þau munu segja að þau hafi skilaboð frá Kaliforníu og fá yður miða með vísu eftir Ómar Khayam er þér munuð kannast við. Ef þér viljið athuga nánar viðskipti við þau biðjið þau þá að dveljast. Ef þér hafið engan áhuga á viðskiptunum segið þér aðeins: „Eg þakka yður fyrir. Verið sæl“. í dulmáli þvi er E. flotaliðsforingi og Reilly notuðu þýddi ,,Krasnostanoff‘‘ gagnbyltingarerindreka að nafni Shultz og konu hans, „Kalifornia" þýddi Sovétríkin, „vísa eftir Ómar Khayam" þýddi orðsendingu á leyni- máli. I bréfinu segir ennfrem,ur: „Um viðskipti við þau er þetta að segja: Þau eru fulltrúar hrings, sem líklegur er til að hafa mikil áhrif í framtíðinni á markaði í Evrópu og Ameríku. Þau gera ekki ráð fyrir_að þurfi minna en tvö ár til að koma fyrirtæki sínu í fullan blóma, en aðstæður gætu boðizt í náinni framtíð sem ýtti æskilega undir það. Það er gífurlega stóra fyrirtæki og má ekki um það tal frekar". I framhaldi bréfsins segir E. að „þýzk deild“ hafi mikinn áhuga fyrir þáttöku í „viðskiptunum" og að „frönsk og ensk deild'1 séu í þann veginn að gerast þátt- takendur. Hann víkur aftur að hringnum, sem hann gefur í skyn að starfi í Sovétríkunum og segir: „Þeir neita enn að láta uppi við nokkurn nafn manns- ins sem stendur að baki þessa fyrirtækis. Ég get ekki sagt yður annað en að sumir aðalmennimir eru í and- stöðuarniiiium. Þér skiljið því nauðsynina á ýtrustu leynd. Ég læt yður vita um þessa fyrirætlun ef hún skyldi geta komið í stað hinnar miklu áætlunar yðar, sem mis- tókst svo hrapalega“., Sidney Reilly og kona hans lögðu af stað frá New York 6. ágúst 1925. Til Parísar komu þau næsta mánuð og Reilly fór strax til fundar við Shultz-hjónin er E. flotaliðsforingi hafði vísað til. Þau lýstu ástandinu í Sovétríkjunum, frá því Lenin lézt hefði andstöðuöflin kringum Leon Trotskí verið skipulögð í víðtæka leyni- hreyfingu sem ynnu að falli Stalínstjórnarinnar. Reilly sannfærðist brátt um að hér var ekki neitt smáræði að gerast. Hann vildi umfram allt kom- ast í persónulegt samband við foringja hreyfingarinnar gegn Stalín. Órðsendingar fóru á milli með leyniboðum. Loks var frá því gengið að Reilly hitti háttsettan full- trúa hreyfingarinnar við landamæri Sovétríkjanna. Reilly fór til Helsinki til fundar við herráðsforseta' finnska- hersins, náinn vin og félaga í-bandalaginu gegn bolsé- vismanum, er átti að gera ráðstafanir til að koma Reilly yfir sovétlandamærin. Skömmu síðar skrifaði Reilly konu sinni, er orðið hafði eftir í París: „Það gerast nú sannarlega nýstárlegir og stórmerkir atburðir í Sovétríkjunum". Viku síðar, 25. sept. 1925, sendi Reilly konu sinni flýtisbréf frá Viborg, Finnlandi, og segir þar: „Það er óhjákvæmilegt að ég fari í þriggja daga ferð til Pétursborgar og Moskvu. Ég legg af stað i kvöld og verð kominn aftur á þriðjudagsmorgun. Ég vildi láta þig vita að ég færi ekki í þessa ferð nema af brýnni nauðsyn og ef ég vissi ekki að í þvi felst nær enginl ilhætta. Ég skrifa þessar línur einungis ef fyrir mig eftir Anatoie Franee að sjá hana? Eg mundi fúslega fara til Miðafríku til að sækja hana, eða norður á pól, ef ég byggist við að hún væri þar. En ég veit ekki hvar hún er. Eg veit ekki hvort hún er geymd i eldtraustiun skáp, þrílæstum, hjá þjófhræddum bókavini, eða hvort hún er að grotna niður í vörzlu manns, sem ekki kann að noÓi? hana. Það fer hrollur um mig við til- hugsunina um, að blöðin hafi verið rifin úr henni til þess að nota þau í skóbætur. 30. ágúst 1850. Drungalegt loft og hitasvækja íþyngdi sporum mínum. Eg straukst við múrana út við skipalægin og við mér blöstu í dagsbirtunni fornbókaverzl- anirnar, listverzlanirnar og forngripaverzlanirnar, og mér hló hugur við. Eg ráfaði til og frá og skyggndist um, heyrði álengdar upplestur kvæða, sá í gegnum gleraugun yndislegan grímudansleik eftir Watteau, sá bregða fyrir stóru sverði, byssu úr stáli, hjálmi. Hve þröng er þessi stálhúfa, hve þung þessi herklæði, guð minn góður! Er þetta bún- ingur af trölli? Nei, það er skel utan af lindýri. I þá gömlu góðu daga klæddust menn í beinharða skel eins og járnsmiðir, en þar fyrir innan var ein- tómt þrekleysi. Nú er þessu snúið öfugt, nú eru menn hetjur hið innra og klæðast*mjúkum fatnaði, eða hafa styrka sál í þreklitlum líkama. Þarna sé ég mynd af konu frá fyrri öld. Þessi vera er döpur eins og skuggi, og samt brosir hún, hún ber gribl- ur á þeirri höndinni, sem sést og heldur á keltu- rakka, sem er skreyttur silkiböndum. Þessi mynd vakti hjá mér hugljúfa angurværð. Þeir sem ekki eiga hálfbliknaða mynd frá því forðum daga í brjósti sér, mega gjarnan spotta mig fyrir þetta. Eins og heimfús hestur hraðaði ég förinni til nátt- staðar mínS. Og þama var mensk býkúpa, þar sem ég gat fundið mér hólf til að gera mér sætt hunang úr hinu beiska innihaldi í bikar vísindanna. Eg þrammaði upp stigann í þessu húsi, og þá verð ég var við að skrjáfar í silkikjól. Eg staðnæmist og dreg mig út að riðinu. Konan, sem kemur, er ber- höfðuð, hún er ung, hún syngur, augu hennar og tennur skína í rökkrinu, augu hennar hlægja og munnur hennar hlær. Þetta er áreiðanlega ná- grannakona og það heldur af kunnugra tagi. Hún ber í fanginu fallégt barn, lítinn dréng allsnakinn eins og álfabarn og um hálsinn hangir peningur í silfurfesti. Hann sýgur puttann og horfir á mig stórum augum vel opnum fyrir þessum gamla heimi sem honum er nýr. Konan horfir á mig líka og hún er bæði leyndardómsfull og glettin í senn. Hún staðnæmist, mér sýnist hún roðna og hún réttir fram barnið í áttina til mín. Barnið hefur úlfliða- bönd, fellingu á hálsinum og svolitla spékoppa roðn- andi á björtu hörundinu. Móðirin sýnir barnið með stolti. Herra ,segir hún með hreimfagurri röddu, er hann ekki fallegur, drengurinn minn? Hún tekur hönd hans, ber hana að vörum sér, og réttir mér síðan litla, bjartleita hnefann og segir: —- Litli minn, færðu, herranum þennan koss. Herraim er góður, hami vil! ekki að lithim börn- um-;sé kaI%-Færðu hþnum kossinn. Svo þrýstir hún að sér baminu og stekkur upp stigann nkjót og frá eins og köttur. Hún hverfur inn í gang sem liggur að eldhúsdyrum ’eftir lyktinni að dæma. Eg fer inn í íbúð mína. — Theresa, hver getur hún verið, þessi unga kona, sem ég var að mæta áðan berhöfðaðri í stig- anum með fallegt ungbarn í fanginu. Og Theresa segir, að þetta sé frú Coccoz. Eg starði á loftið í stofunni, eins og ég byggist við að sjá þar einhverja skímu, en þá minnir Ther- esa mig á litla sölumanninn, sem kom árið sem leið til að bjóða mér almanök og bækur þegar konan hans lagðist á sæng. — Og hvar er Coccoz? Eg fékk það svar, að hann væri hættur að sjást. Aumingja litla manninum hafði verið holað ofan í jörðina stuttu eftir að barnið fæddist. Mér skildist líka á tali Theresu, að hún hefði látið huggast, og það fannst mér vel skiljanlegt. — En, segið mér, Theresa, vantar hana þá ekki allt til alls? — Þér erum mikið flón, herra, svaraði raðskon- an mín, að láta yður koma til hugar að hafa áhyggj- ur hennar vegna. Henni var sagt upp gejmslunni, þegar búið var að gera við þakið. Samt fór hún ekki. Hvorki eiganda hússins, né miðlaranum né húsverð- inum, né fógetanum, hefur tekizt að koma henni út. Það er engu líkara en henni hafi tekizt að töfra þá alla. Hún fer út úr geymslunni sinni, þegar henni .þóknast og í hvert skipti ekur hún burt í skraut- vagni. Þér hafið min orð fyrir þessu. Theresa hugsaði sig um andartak, síðan bætti hún við: Fallegar konur eru mikil ógæfa. Þó að ég vissi vel, að Theresa hafði verið Ijót og leið í ungdæmi sínu, kinkaði ég kolli og sagði með andstyggilegri illkvittni: — En þér Theresa, voruð þér ekki einu sinni falleg ung stúlka. Það hafið þér vafalaust verið. Aldrei skyldi maður freista neins, jafnvel ekki hins sannhelgásta dýrlings. Therésa Íeit niður fyrir sig og svaraði: — Það getur verið, að ég hafi ekki verið lagleg, en þó var mér ekki alls varnað. Ætli ég hefði ekki getað komið mér á framfæri eins og hver önnur, ef ég hefði kært mig um? — Hver efast um það ? En takið við stafnum mín- um og hattinum. Eg ætla að fara að lesa hann mér til afþreyingar. Þó að mér finnist hann lykta ekki ósvipað gomlum ref, skulum við bæta það upp með því að hafa gómsætan kjúkling til hádegisverðar. Vandið yður við matreiðsluna, stúlka mín, og svo skulum við hætta að lasta náunga okkar til þess ef D A V I Ð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.