Þjóðviljinn - 30.11.1947, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.11.1947, Blaðsíða 5
Sunnudagur 30. nóv. 1947. ÞJÓÐVILJINN 5 Á HVÍLDARDAGINN Á morgun er fyrsti desem ber. Þann dag hélt þjóðin öll hátíðlegan í rúma tvo ára- tugi og minntist endurheimts i'ullveldis, fagnaði sjálfstæði og frelsi. Og hún liafði til þess ærna ástæðu. I sjö aldir hafði hún búið við erlenda áþján og legið við algerri tortímingu af hungri og ves- öld. Sjö alda draumsýn var orðin að veruleika, og þjóðin öll átti einn liuga, einn vilja, eina rödd. Hugtökin fullveldi, sjálfstæði, frelsi voru hverj- um íslendingi veruleiki, og merking þeirra var engiun efa bundin. Eini skugginn sem féll á fullveldishátíðina var sú, að dómi þjóðarinnar, að erlend þjóð, Danir, fór enn með utanríkismál Islend inga og gætti íslenzkrar land helgi á dönskum skipum. En þjóðin hafði einsett sér að sá skuggi skykli hverfa, að íslendingar einir skyldu ráða í landi sínu og stjórna öllum málefnum sínum sjálfir. ★ Einliugur sá, sem mótaði þessa fullveldishátíð íslend- inga, er öllum í fersku minni. Allir stjórnmálaflokkar höfðu eina stefnu í sjálfstæð ismálum þjóðarinnar og túlk uðu hana á saina hátt. Að vísu hafði einn flokkurinn gerzt svo ósvífinn að kenna sig sérstaklega við sjálfstæði landsins öðrum fremur, en það var aðeins tilraun til að hylja eyður verðleikanna á öðrum s\iðum og staíaði ekki af skoðanamun. Á þeim árum var engin tilraun gerð til að dylja íyrir þjóð- inni, hvað væri stjórnarfars- legt fullveldi, frelsi og sjálf- stæði. ★ En síðan hafa viðhorfin gerbreyt/.t. 17. júní 1944 losnaði þjóðin að vísu við síð ustu leifarnar af yfirráðum Dana en 5. okt. 1946, rúm- um tveim árum síðar, játuð- ust 32 alþingismenn íyrir hönd þjóðarinnar undir nýj- an sanming, sem veitti Bandaríkjunum, einu \oldug asta herveldi heims, stórum hættulegri réttindi en þjóð- in hafði tekið af Dönum tveim árum áður. Þeir sömu menn sem töldu það alvar- lega skerðingu á fullveldi þjóðarinnar að Danir gættu landhelginnar á dönskum skipum börðust af alefli fyr- ir því að Bandaríkin fengju herstöð á Keflavíkurflugvell- inum, einum mildlvægasta flugvelli heims. Sá flokkur sem liafði rænt sjálfstæðis- nafninu gekk að því heill og óskiptur á þingi að svíkja af þjóðinni sjálfstæði henn- ar, en sá verknaður nefnist á íslenzku lagamáli landráð. ★ Síðan eru hugtökin frelsi, sjálístæði og fullveldi ekki lengur einnar merkingar í opinberum umræðum. Þeir menn sem fyrir allra augum bera stimpil landráðamanns- ins á enninu, hafa gengið að þ^i með oddi og egg að teygja þau og skrumskæla. Þess ar hugsjónir sem voru skírar eins og jöklar landsins i huga þjóðarinnar verða í munnum þessara manna að orðagjálfri, slepju sem hægt er að teygja í allar áttir. Það fullveldi ,sem bjó sem staðreynd í brjósti hvers ís- lenzks manns, verður á vör- um þessara manna mark- laus leikur að orðum. Slíkir menn hafa aldrei óttazt að nefna frelsi og fullveldi, þeir vita sem er að rangfærsla þeirra hugtaka er þeim sjálf- um lífsskilyrði. Að vísu á ailur þorri þjóðarinnar enn óspillta þá merkingu sem h\ilir á þmigbærri reynslu sjö alda liúgunar, en nú er markvLsst unnið að því að villa um fyrir þjóðinni og slæva sjálfsvirðingu hennar. ★ Herstöðvarsamningurinn við Bandaríkin veitti þeim óskor aðan yfirráðarétt yfir Kefla- víkurflugvellinum, eins og' reynsla fyrsta ársins sýndi ljósar en nokkur orð. ís- lendingar fá þar engu ráðið, enda hefur ekki verið eftir leitað af þeim sem nú fara með völdiu í landinu. Með leyfi sjálfs dómsmálaráð- herrans hafa hinir erlendu menn brotið milli 10—20 ís- lenzk lagafyrirmæli og brjóta enn. Ef þúsund ís- Ienzkir menn hefðu hagað sér þannig væru þeir nú all- ir í tugthúsi, en liinni er- lendu herraþjóð eru öll lög- brot heímil. Og Bandarikin hafa auðsjáanlega hvorki hugsað sér að tjalda til einn- ar nætur né 6V2. árs; með leyfi íslenzkra stjórnarvalda eru þau nú að byggja geysi- stórt gistihús, heil íbúðar- hverfi, skóla, kirkju o. s. frv. sem benda til mikillar lang- dvalar. ■fc Þessar staðreyndir liljóta að \ erða rífear í huga margra á morgun, þennan forna full veldisdag þjóðarinnar. En þjóðin má vissulega ekki sætta sig við að bern harm í huga og benda á þá stað- reynd eina að hún hafi ver- ið svikin í tryggðum af 32 alþingismönnum án eigin til- verknaðar. Svikin verða framin á ný, ef þjóðin gáir eklíi að sér. Þeir alþingis- menn sem brugðust öllum heítum 5. okt. 1946 munu \ issulega gera það á ný 5. okt. 1951, ef þeir þora. Og það er þjóðarinnar að sjá til þess að þeir þori ekki, og raunar á hún að hreinsa sinn forna helgidóm, Alþingi, og \ eita þeim einuin sess á þeim stað sem eiga í brjósti sér streng sem ómar af frelsis- baráttu sjö þungbærra alda. ★ En þjóðin verður sannar- lega að gæta sín vel og vill- ast ekki í því moldvirði ó- hróðurs og blekkinga sem nú er þyrlað upp af ráðnum hug. Þeir menn sem illvirldð unnu fyrir rúmu ári pata nú höndum í allar áttir og drótta að hverjum manni fyrirhuguðum svikum við sjálfstæði þjóðarinnar. Þeir vita sem er að smán þeirra sjálfra er staðreynd sem ekki tjóar að mæla bót en reyna þess í stað að draga alla aðra niður í s\aðið til sín, gera þeim upp áform og skoðanir, sem ekki styðjast við neina raun. En á sania hátt og liugsjónin um frelsi og fullveldi er íslendingum veruleiki en ekki orðagjálf- ur, vcrða svik við þessar liug sjónir metin eftir athöfnum en ekki fúkyrðum. Og þeim mönnum sein verknaðinn unnu mun sizt takast að feoma afbrotum sinum á aðra ísleadinga að tilefnislausu. ★ En þeir ir.unu halda á- fram orðagjálfri sínu og fúk yrðum. Og þeir munu halda áfram að vinna helgispjöll á liátíðisdögum jijóðarinnar. A morgun, fyrsta desember, hefur Heimdallur, æskulýðs- félag jiess flokks sem á þingi stóð óskiptur að landráðun- um, t. d. boðað til ókeypis dansskralls fyrir æskulýð bæjarins. í boðsbréfinu seg- ir svo: „Það heíur verið höf- uðmarkmið Heimdallar, allt frá byrjun, að varðveita og efla sjálfstæði jijóðarinnar, glæða þjóðernistilfinninguna og standa vörð um tungu þjóðarinnar og menningu. Hefur Heimdallur í meira en tuttugu ár verið brjóstfylk- ing og baráttufélag iiinnar frjálslyndu, sjálfstæðu og þjóðræknu æsku Reykjavík- ur. Stjórninni finnst því vel við eiga, að Heimdellingar minnist sérstaklega baráttu liðinna kynslóðar fyrir frelsi og sjálfstæði. Treystir stjórn in því, að félagarnir geri þennan fullveldisfagnað sem eftirminnilegastan og glæsi- legan með því að fjölmenna og minnast með því sjálfstæð isbaráttunnar fyrr og síð- ar“!! ★ Svo mörg eru þau orð, og þau jiurfa vissulega engra skýringa við. Slíkt orðagjálf ur gæti hver og einn hinna 32 borið fram án þess að blygðast sín. En þjóðin verð- ur að skyggnast bak við orð- in og minnast þeirra verka sem unnin hafa verið og unnin \erða ef ekki er að gert. Almenningur verður að varðveita þann veruleika sem býr bak við orðin sjálf- stæði, fullveldi, frelsi og glæða þann eld sem brann með þjóðinni í sjö aldir. SKÁK : Ritstjóri: Guðmundur Amlaugsson ■M ! Skákþing íslendinga Þátttakan í Skákþingi íslend- inga var að þessu sinni svo mik il að skipta varð í tvær deildir. Ánægjulegt var að sjá hve mik- ið var þar af ungum skákmönn um er stóðu þeim eldri fyllilega á sporðí og hrepptu verðlaunin. Öðru megin varð Bjarni Magn- ússon efstur, fyrir ofan Eggert Gilfer meðal annarra, hinum megin sigraði Guðmundur Pálmason. Af öðrum keppend- um þarna mætti nefna Svein Kristinsson, sem mér er sagt að hafi keppt aðeins tvivar áður: einu sinni í öðrum flokki og einu sinni í fyrsta — og orðið efstur í bæði skiptin. Hér varð liann aðeins annar til þriðji og virtist þó mega vel við una. Þeir Guðmundur og Bjarni og Guðjón M. Sigurðsson er efst- ur varð á haustmóti Taflfél. hafa allir hlotið rétt til að taka þátt í næstu landsliðskeppni og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim vegnar þar. Annars eru nöfnin á skákmótum okkar ekki nema í meðallagi heppilcg og mætti gjarnan taka þau til athugunar og samræmingar. Þeir sem ekki eru kunnir öllum hnútum halda ósjálfrátt að Skákþing íslendinga sé helzta skákmót landsins en við nán- ari athugun sést að landsliðið kemur þar hvergi nærri. Lands liðskeppnin sem ekki ætti síð- ur skilið að heita Skákþing ís- lendinga fer ekki fram fyfr en í vor. Nöfn flokkanna eru ann- að atriði sem komin eru nærri í óefni. Hver flokkurinn hefur hlaðizt ofan á annan, fyrst meistaraflokkur, nú síðast lands liðið. Fyrir rúmum fjörutíu ár- um var ekki til hærri flokkur á Norðurlöndum en fyrstiflokk- ur og virtust menn geta tclft vel fyrir því. Mhiningahátíð um Capablanca Þann 29. nóvember voru liðin 59 ár frá því að Capablanca fæddist. I tilefni þess efndu skákmenn í Cuba til mikilla há- tíðahalda. á Havanna. Það var minni tilviljun en í fljótu bragði virðist að Hav- anna skyldi verða fæðingarborg einhvers glæsilegasta skák- snillings sem heimurinn hefur séð. Á síðari hluta 19. aldar var þessi borg eitt höfuðsetur skákaririnar. Þar komu allir helztu meistarar lieimsins: Morphy, Steinitz, Tsigorin, Lasker, Pillsbury og margir fleiri. Þar voru háð skákþing og einvígi, jafnvel um heimsmeist- aratign. Og almennur áhugi og sýslan á einhverju sviði skapa venjulega fyrr eða síðar af- burðamenn á því sviði. Saga Capablancas er að vissu leyti tragísk. Hann vinnur ungur öll þau metorð sem hægt er og all- ur síðari hluti ævinnar er hæg- ^fara en greinileg hrörnun, aðrir komast fram úr honum og skyggja á hann. Þrátt fyrir frægð sína var hann hálfgleymd ur maður siðustu árin. En þetta er nú sem óðast að breytast aft ur. Tvær bækur hafa komið út um hann, önnur í Ameriku eftir rithöfundinn Fred Reinfeld, hin í Englandi eftir einn af beztu skákmönnum Breta, Golombek. Hér kemur svo að lokum ein skák Capablanca, lítt kunn en glæsilega falleg. Hún sýnir Capa frá óvenjulegri hlið —• sem galdramann kombínasjón- anna. DROTTNINGABRAGÐ Havanna, 1912. Capablanca. N. N. 1. d2—d4 d7—d5 2. e2—e3 e7—e6 Capablanea lék sér oft að því að tefla hlédrægt og bíða á- tekta í trausti yfirburða sinna. Annar leikur hans hér er á engan hátt til fyrirmyndar og gefur svörtum óþarfle^a frjálst val á svari en hann notar sér það ekki. 3. Bfl—d3 c7—c6 4. Rgl—13 Bf8—d6 5. Rbl—d2 17—15 Svartur velur „Grjótgarðinn“, trausta vöm sem hefur þann galla að loka drottningarbiskup hans inni. 6. c2—c4 Dd8—16 7. b2—b3 Rg8—h6 8. Bcl—b2 0—0 9. Ddl—c2 Rb8—d7 Þótt Capablanca fari að öllu með ró logar undir. Hann hefur varazt að hróka kóngs- megin og næsti leikur hans hót ar g2—g4 með beinni sókn. Svartur valdar því f-peð sitt og veikir með því hornalínuna, en um þá línu snýst skákin síð- an að miklu leyti. 10. h2—h3! g7—g6 11. 0—0—0! e6—e5! ? 12. d4xe5 Rd7xe5 13. c4xd5 c6xd5 Eiginlega gæti maður haldið að hvíti kóngurinn væri í meiri hættu en sá svarti (Be6- og Hc8), en nú skellur á óvænt glæsileg sókn. 14. Rd2—c4!! d5xc4 Svartur á ekkert betra, enda lítur þetta ekki illa út. 15. Bd3xc4 RI16—17 Auðvitað ekki Kh8 vegna Hxd6! 16. Hdlxd6! D16xd6 17. Rf3xe5 Bc8—e6 Svartur reynir að loka bisk- uþslínunni, enda er ekki um annað að ræða því að annars leikur hvítur Dc3, síðan ridd- ara frá og mát á g7 eða I18. 18. Hhl—dl Dd6—e7 19. Hdl—d7!! Fallegasti leikur skákarinn’ ar! Markmið Capas er að draga biskupinn aftur frá línunni. Svartur verður að drepa hrók- inn. (De8 20. Rxf7 (hótar Rh6 mát) Hxf7 21. Dc3 Hxd7 22. Dh8 t og 23. Dg7 mát). Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.