Þjóðviljinn - 30.11.1947, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.11.1947, Blaðsíða 4
4 Þ JÓÐVILJINN Sunnudagur 30. nóv. 1947. þJÓÐVIUINM Ötgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, áb,- Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Slcólavörðu- stíg 19. — Sími 7600 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 8.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmlðja Þjóðvlljans h. f. 1 Sósíallstaflokkurinn, Þórsgötu 1 Simi 7510 (þrjár línur) Bandaríska leiðin Allmargar þjóðir í Evrópu hafa orðið fyrir þeirri ó- 'gæfu að valdaflokkar þeirra hafa kosið að hlita forsjá bandarísks auðvalds um landsstjórnina. Aðaldrættir þróun- arinnar í þessum löndum eru áþekkir. Bandaríkin sækjast eftir fríðindum, í einu landinu herstöðvaréttindum, í öðru, ótakmörkuðu svigrúmi fyrir bandaríska auðvaldið til arð- ráns, — oftast undir því yfirskyni að Bandaríkjastjórnin ætli að ,,hjálpa“ hlutaðeigandi landi með dollaralánum. Sumsstaðar eins og t. d. hór á landi, er það sem fæst fyrir fríðindin öllum hulið nema auðvaldsklíkunum, sem höfðu jiólitískt afl til að láta landsréttindin af höndum. I öllum þeim löndurn, sem farið hafa þessa bandarísku leið, hafa húsbændurnir i Washington og Wall Street blandað sér meira og minna opinskátt í innanlandsmál. f sumum löndum er ekki reynt að fela ihlutimina, eins og t. d. í Grikklandi, þar sem stjórnarskipti og stjórnarmyndanir fara opinberlega fram undir handarjaðri og fyrir tilstilli sendiherra Bandaríkjanna. I öðrum löndum þykir væn- legra að fela íhlutunina bak við innlenda afturhaldsmenn, ar þekkja þá aðferð frá síðustu stjórnarmyndun, og var helzt foringja sósíaldemókrata, ef fáanlegir eru. íslending- sérstaklega lærdómsríkt að hevra Bjarna Benediktsson, manninn sem á að gæta hagsmuna Islands gagnvart er- lendum ríkjum, koma fram sem blygðunarlausan mál- færslumann Bandaríkjanna í umræðum á Alþingi í haust um framkvæmd heistöðvasamningsins. Bandaríska hjálpin virðist ekki hafa orðið brezku Verkamannaflokksstjórninni til gæfu, enda var dollaralánið dýru verði keypt, ekki sízt þess vegna hefur Bretland hengt sig aftan í Bandaríkin í alþjóðamálum, fylgt heims- veldisstefnu bandaríska auðvaldsins í flestum mikilvæg- ustu heimsmálunum. Enn ver hefur þó bandaríska hand- leiðslan farið með atvinnulíf og þjóðlíf landa eins og Frakk- lands og ítalíu. Bandaríkjastjórn hefur í þessum löndum haft nána samvinnu við innlend afturhaldsöfl, hvatt þau og stutt til árása á lífskjör alþýðunnar og bai;áttu gegn verkalýðsstétt landanna. Hvergi hefði verið þýðingarmeira en einmitt í þessum löndum að sameina alla krafta þjóðar- innar til endurreisnar atvinnulífinu eftir hina ægilegu raun stríðs og hernáms. En í stað endurreisnar hefur afturhaldi þessara landa tekizt að setja efst á dagskrá viðhald valda og sérréttinda auðvaldsins, árásir á lífskjör alþýðunnar allt það sem vant er að draga saman í hinu göbbelska slag- orði um „baráttu gegn kommúnismanum". Eftir beinum valdboðum Bandaríkjanna hefur verið reynt, t. d. í Frakk- landi, að gera laun launþega nærri verðlaus með gífurleg- ■um verðhækkunum á nauðsynjavörum. Þegar verkalýður landsins og aðrir launþegar reyna að verja lífsk^ör sín og bæta sér upp' hluta af hinum óhóflegu verðhækkunum með launahækkun eru öll kúgunartæki rikisvaldsins sett af stað og reynt að þrælbinda verkalýðssamtökin með þvingunar- lögum og hervaldi. Sósíaldemókratar Frakklands og fleiri ianda láta Bandaríkjaauðvaldið nota sig sem þátttakendur í þessum Hrunadansi. Þeir virðast ekkert hafá lært og engu gleymt, kjósa samfylkingu við afturhaldsöflin, auðvalds- flokka. Engir dollarar munu bæta Ramadiers, Blúm & Co. upp þann álitshnekki sem slik afturhaldsþjonusta bak- ar þeim meðal alþýðu, það sannar fylgishrun franska sos- íaldemókrataflokksins. BÆJARPOSTIRÍNÍNj 1. desember. Á morgun er 1. desember. Hinir þrjátíu og tveir rísa vænt anlega snemma úr rekkju til að fagna fullveldinu, og þeg- ar þcir ganga út á meðal fólks- ins verður tæplega séð á útliti þeirra annað en að þeir séu sannar þjóðhetjur og dygðum prýddir ættjarðarvinir. En fólk ið þekkir þessa 32 svikara og gleymir ekki verkum þeirra. Komandi kynslóðir íslendinga munu lesa um þá í bókum og heyra um þá í útvarpi. Börn munu læra um þá i skólum og fræðimenn munu semja um þá ritgerðir, þar sem greint verð- ur frá hvötum þessara óláns- manna, þessara attaníossa bandarísku auðvaldsseggjanna sem eru nú að hefja merkið er féll með Hitler og félögum hans. Sumum hinna þrjátíu og tveggja er þegar farið að verða órótt, þeir vita að dómur þjóð- ISÍiSiIiÍSiÉ arinnar er fallinn og þeim verð ur ekki bjargað. Á morgun mimu þeir fagna fullveldinu, en Keflavíkurflugvöllurinn mun ekki hverfa úr hugum þeirra eina einustu stund. Fullveldi og dökk föt. Hin prúða sveit, Heimdallur, efnir til fullveldisfagnaðar í Holsteini í kvöld, í dökkum föt- um og stuttum kjólum. Jóhann Hafstein ætlar að nudda sér utan í Jón Sigurðsson og pabba drengirnir ætla að klappa. Þar verður lofsamlega getið hins' mikla „engilsaxneska lýðræðis- rikis'* sem veitti okkur að lok- um frelsið. Frelsishetjan Haf- stein mun tilkynna að sjálf- stæðisbaráttunni hafi lokið 17. júní 1944, og þingheimur mun fagna. Að því búnu hefst sam- feld dagskrá, þættir úr sjálf- stæðisbaráttunni, allir á dökk- um fötum, upplestur og söngur. Fyrrverandi formaður stúdenta ráðs ætlar að segja frá hvern- ig stúdentar hafa hvílst í ró og næði síðan sjálfstæðisbar- áttunni lauk. Að lokum verða drukknar sjálfstaríisveigar og stiginn frelsisdans. Sjálfstæðis- baráttu heimdellinga er lokið með fullum sigri, ísland er orð- in herstöð Bandaríkjanna. Burt með Bandaríkja- mennina. Þjóðin krefst þess að Banda- ríkjamemiirnir fari af Keflavík- urflugvellinum, og nú verða all- ir að sameinast um að landráða samningnum verði sagt upp strax og leyfilegt er. Svikarar munu sameinast í baráttunni fyrir því að samningurinn verði framlengdur, og þeir munu ekki spara blekkingar og lygar í því sambandi. Á morgun fylkja stúdentar liði og krefjast þes's að verk hinna þrjátíu og tveggja verði afmáð. Stúdent- arnir vita líka að sjálfstæðis- baráttunni er ekki lokið. Kjör- orð morgundagsins verður: Burt með Bandarikjamennina. Stöðvun byggíngaiðnaðarins Atvinnulíf og endurreisn Evrópulanda sem ekki hafa farið inn á bandarísku leiðina er mjög á annan veg. Þar sem þjóðirnar hafa borið gæfu til að láta einingu og raun- venilega þjóðarheill ráða stefnunni, hefur tekizt þrauta- Ktið að sigrast á eftirstríðsfyrirbærum eins og verðbolgu «s; öðrum skyldum vandamálum. I stað afturhaldsarasa a Framh. af 1. síðu kvæma t. d. slíkan niðurskurð hvað byggingarefni snertir, þá er beinlínis verið vitandi vits og að óþörfu að skapa atvinnu- leysi í landinu og meina íslend- ingum að bæta úr hinum ægi- lega húsnæðisskorti, sem alþýða manna býr við. 1945 var innflutningurinn á sementi 43 þúsund tonn, verð- verðmætið 7*/2 milljón króna 1946 var sementsinnflutningur- inn 73 þúsund tonn, verðmætið tæpar 12 milljónir króna og fyrstu 9 mánuði þessa árs var innflutningurinn 42 þús. tonn, verðmætið 7Vs milljón króna. Semontið er undirstaðan að öll- um byggingaframkvæmdum landsmanna og ekki er verð- mæti þess svo mikið að þess- vegna þurfi að spara innflutn- inginn. Hvað snertir vinnuafl við Dyggingarvinnu, þá hafa bein- línis verið gerðar ráðstafanir til £>ess að afla nýrra tækja í mjög stórum stíl, til þess að geta afkastað miklu meira ; byggingariðnaðinum með minna mannskrafti en hingað til. Hin stórvirka steypustöð er nú kom ir. upp, fjöldi hrærivéla og vörubíla hafa verið keyptir til landsins og hverskonar önn- ur tæki, til þess að létta þjóð- inni það Grettistak, sem hún nú er að lyfta að byggja yfir sig alla á einni kjmslóð. Og nú ætlar steinrunnin aft- urhaldsklíka að leggja sina dauðu hönd á þetta stórvirki og stöðva það: láta vélarnar og flutningatækin standa að- gerðarlaus vegna sements- skorts, láta byggingarverka- menn og vörubílstjóra verða at- vinnulausa, — og dæma þessa menn og aðra til húsnæðisleys- is, þó allt sé til: tækin vinnu- aflið og erlendur gjaldeyrir, til þess að byggja. íslenzka þjóðin hefur áður orðið að þola það ástand að embættismannaklíka í umboði erlends valds bannaði henni allar bjargir. Þá voru hallir byggðar erlendis meðan íslend- ingar sultu í moldarkofum. Nú ætlar „stórráð" amerísku leppstjórnarinnar á íslandi að hindra íslendinga í því að byggja yfir húsnæðislausar fjöldskyldur, á meðan reistar eru í krafti lögbrota hallir fyrir amerísk auðfélög suður á Reykjanesi. En íslenzka þjóðin hefur ekki endurreist lýðveldi sitt til þess að láta bjóða sér slíka meðferð. lífskjör alþýðunnar er það alþýðan sjálf sem mestu ræður um stjórnarstefnuna og gengur með eldmóði og hrifningu að nýsköpunarstarfi og endurreisn. I löndunum sem eru að reyna. að fara bandarísku auð- valdsleiðina er afturhaldið að gera síðustu tilraunina að ráða þeim ríkjum í beinum f jandskap við verkalýðssamtök- in. Veltur á miklu fyrir mannkynið allt hvort þar tekst enn um hríð að bæla niður alþýðuna með grimmdarkúgun eins og Hitler, Mússolini og lærisveinum þeirra tókst milli heims- styrjaldanna. Þess vegna hafa átökin sem nú eru háð, hörðust í Frakklandi, djúptæka þýðingu fyrir þróun Ev- rópumála og alþjóðastjórnmála. Fréttasendingar til sjómanna Framh. af 8. síðu. fréttir frá Islandi eftir að siglt hefur verið 2—3 sólarhringa frá heimahöfn. Telja má víst að á næstunni fjölgi þeim mönnum mjög, sem svo verður ástatt um, ef ekkert er að gert, þar sem telja má víst að hinir nýju og stóru togarar verði að stunda veiðar langan tíma árlega fjarri íslandi. Einn ig fjölgar óðum þeim islenzk- um skipum, sem sigla að stað- aldri til fjarlægra landa, auk hinna, sem sigla til nágranna- landa. Það verður að teljast al- veg óviðunandi að þessum mönn um, sem vinna að framleiðslu- störfum, fjarri heimalandi sinu og heimilum, sé ekki gert mögu legt að fylgjast með heiztu fréttum lands síns og þeim merkustu málum innlendum, sem uppi eru á hverjum tíma. Allar nágrannaþjóðir okkar og yfirleitt öll menningarlönd, senda sjómönnum sínum frétta skeyti á stuttbylgjum á morse, svo að hvar sem skip þessara þjóða eru stödd í heiminum, á hafi úti eða í höfn, fá þau skýr ar en stuttorðar fréttir að heim an og jafnsnemma og útvarps- hlustendur í landi. Við erum því eftirbátar ann- arra þjóða í þessum efnum, en úr því má auðveldlega bæta strax án teljandi aukins kostn- aðar, með því að sem fyrst verði hafin fréttasending á stuttbylgjum á morse. Landssími íslands liefur sendistöðvar og starfskrafta til að senda skeytin út. Um borð í skipunum eiai öll skilyrði til að taka á móti skeytunum og birta þau, og telja má líklegt að fréttastofa útvarpsins tæki að sér að semja skeytin, eða að önnur heppileg leið yrði fundin til að afla þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.