Þjóðviljinn - 04.01.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.01.1948, Blaðsíða 4
4 Þ JÓÐ VIL JINI\ Sunnudagur 4. janúar 1948 þJOÐViL TJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíaliétaflokkurinn Hitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Hitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmíðja Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftaverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 Sími 7ol0 (þrjár iínur) Nýársboðskapur forsetans BÆ JARPOSrnilN N ijíi::- 1 1 - 1 >' 1! ,K i:-:—:fii ! ^ li Forseti Islands, herra Sveinn Björnsson, flutti þjóð sinni ávarp í útvarpinu á nýársdag, og þetta ávarp hefur nú birzt í Alþýðublaðinu og Morgunblaðinu. Að sjálfsögðu ber þjóðinni að leggja við hlustirnar þegar æðsti embættis- maður hennar tekur til máls og íhuga boðskap hans gaum- gæfilega, ekki sízt þar sem forsetinn lét sér ekki nægja al- menn fagurmæli og árnaðaróskir til landslýðsins, heldur tók ótvíræða pólitíska afstöðu og réðst jafhframt á heila stétt manna á furðu hvatvíslegan hátt. I ræðu sinni minntist foYsetinn á tvær ríkisstjórnir af hlýju og vinsemd, enda er honum mál þeirra skylt. Sú fyrri var utanþingsstjórnin sem hann skipaði sjálfur, en um hana segir hann að hún hafi viljað „takast á fangbrögð við dýrtíð og verðbólgu. Henni tókst með nokkurri sam- vinnu við Alþingi að halda. dýrtíðinni í skef jum í nærri tvö ár“! Sú síðari, sem tekur upp þráð Coca-cola stjórnarinnar, er núverandi stjórn, sem forseti kom ciimig á laggirnar með því að brjóta þingræöisreglur og feía Stefáni Jóhanni Stefánssyni stjórnarmyndun. Eyddi forseti nokkrum hluta ávarps síns til að verja hin nýju þrælalög hennar og hvetja launþega til að taka kjararýrnuninni með þögn og þolin- mæði. Var greinilegt að þessar tvær stjómir, sem fjand- samlegastar hafa verið íslenzkri alþýðu, eiga hug forset- ans allan. I þessu sambandi er rétt að drepa. á að forsetinn tók upp áróður ríkisstjómarinnar um markaðsmálin á ein- staklega klaufalegan hátt: „Markaður fyrir íslenzkar af-, urðir var svo, að á ýmsum sviðum var erfitt að fá greidd- an kostnað við útfluttningsframleiðsluna. Sumpart af þeim ástæðum þvarr erlendur gjaldeyrir til kaupa á ýmsum nauðsynjum.“ Sem sé, forseti heldur þvi fram að gjaldeyr- iseignir íslendinga hafi þorrið vegna þess hve illa afurða- salan hafi gengið á síðasta ári. Forseta landsins hlýtur þó að vera ljóst að afurðasalan hefur aldrei verið eins auðveld og einmitt á síðasta ári, að verðið hefur aidrei verið hærra né heildarandvirði meira, hann ætti að minnsta kosti að vita að verðmæti útflutningsafurðanna er nú komið upp undii’ 400 millj. kr. en var 290 millj. 1946! Það er erfitt að grandskoða boðskap forsetans eins og vert væri vegna þess að hann líktist mest rabbi mn daginn og veginn, tók fyrir hin óskyldustu atriði. Einn þáttur hans hefur þó vakið mjög mikla furðu, en það er árás hans á heila stétt manna, hina svonefndu gervimenn. Hann sagði að kjarabætur almennings hefðu leitt í ljós „að fullkomið réttlæti gæti leitt af sér mesta ranglæti". Og „mesta rang- lætið“ er að „það spratt upp ný stétt manna, sem oft voru kallaðir „gervimenn", þ. e. a. s. menn sem voru ófaglærðir, og þess vegna gátu ekki skilað nærri því jafngóðri vinnu, sem faglærðir menn og fengu þó vinnu greidda háu kaupi.“ Síðan hélt forseti áfram alllengi að lýsa þessu „mesta rang- læti“ og klykkti út með því að skipa þessari stétt sess á þennan hátt: „gervimaður, letingi, slæpingur eða óreglu- maður“! Það mun mega teljast til fádæma í heiminum á síðustu ái-um að þjóðhöfðingi ráðist svo hvatvíslega að heilli stétt manna. Og það er engum efa bundið að dómur forsetans er f jarri allri sanngirni. Þótt misjafn sauður hafi leynzt meðal gervimanna, eins og í öðrum starfsgreinum, unnu þeir sem heild nytsöm störf af mikilli prýði. Þeir fylltu skarð sem stóð opið vegna lokunar iðngreinanna, og margir þeirra hafa setzt á skólabekk síöan og áunnið sér full réttindi. Og sízt situr það á lang tekjuhæsta embættismanni lands- ins og einum tekjuhæsta Íslendíngi að fjargviðrast yfir launum þessara manna, þótt sæmileg væru, en víkja ekki orði að ofsatekjum stríðsgróðamanna og milljónara, þeirra manna sem forsetinn er þó kimnugastur. Forseta íslands er að sjálfsögðu frjálst að flytja þjóð- inni skoðanir sínar, en hann kemst þá ekki hjá því að vera Um dansleik á annan í jólum Stúlka nokkur biður mig að birta efitrfarandi: „Eg fór á ball í Tjarnarcafé á annan í jólum, og það var ljóta „geimið". Næstum allir voru fullir og hegðimin auðvit- að eftir því. Svo var svo margt um manninn, að ég er viss um að ekki er þrengra í síldar- tunnu. Dansinn varð þvi ckki annað en mismunandi kraft- mikil olnbogaskot og troðning- ur á tám náungans. Eins og nærri má geta, voru ekki til borð handa öllum þessum fjölda, ekki einu sinni sæti . . Aðgöngumiðinn að dan-sleik þessum kostaði kr. 25.00. . . eklú mér áð kenna“ „Það er undarlegt, að hægt skuli vera að bjóða fólki upp á slíkt átölulaust. Það ér eins og flestum húsráðendum danshúsa finnist alveg sjálfsagt að hafa þetta lagið á (því þetta er því miður ekkert einsdæmi). Þótt einhver, sem sækir í granda- leysi þessar skemmtanaómynd- ir, viiji bera fram kvartanir, þá fyrirfinnst enginn, sem vill taka að sér ábyrgðina. Það er eins og að eltast við afturgöngu. „Þetta er ekki mér að kenna“ segja dyraverðimir. „Þetta er afnir, og ég er viss um, að þó að þú kæmist til hæstráðanda á þessum stöðum þá myndi hann segja það sama, en almenn ingur á nú víst ekki greiðan aðgang að þeim. ★ Eklci lengi orðið eins sárgröm „Þeir hljóta að vera. vel varð- ir í felum, því ef þeir kæmu í ljós, ættu þeir á hættu, að ein- hver kastaði í þá fúleggi eða skemmdum tómat. Slíkt væri eiginlega réttast, þó að það þyki víst ekki beint menning. En ég bara spyr. Er það raenn- ing að troða fólki saman í daun- ill og lágloftuð húsakynni, og selja svo mörgum aðgang, að þeir, sem í grandaleysi kaupa sér aðgöngumiða í þeirri trú, að þeir séu að fara á skemmtun, lenda í hálfgerðum stimpingum og karpi við þá, sem eru til- neyddir að taka sér stöou á tán um á þeim eða bora olnboganum í síðuna á þéim. Þetta hljómar auðvitað dálítið ótrúlega, en sannleikurinn er oft ótrúlegri en lygin. Eg er ekki heimtufrekari eða ósanngjarnari en fólk almennt, gerist, en það segi ég satt, að ég komst í svo slæmt skap við þetta, að það er langt síðan ég ekki mér að kenna“ segja þjón- hef orðið eins sárgröm. Hve lengi eiga sjónenn að vera án sæmilegra hiííðarfata? Á meðan ríkisstjórn Stef- áns Jóhanns og Bjarna Bene- diktssoar hefur verið að hrúga upp hverju skrifstofu bákninu á fætur öðru, auka skattana og lækka launin, hafa sjómenn Islands orðið að stunda sína erfiðu vinnu votir í fæturna hvernig sem viðrað hefur. Handa þeim mönnum, sem skapa nær því allan gjaldeyri landsins, er ekki verið að sóa gjaldeyri til innkaupa á stígvélum né hlífðarfötum. Menn, sem stundað hafa sjómennsku í meir en 20 ár, minnast þess ekki, að hörguli hafi verið á sjóstígvélum né hlífðarfötum, jafnvel ekki á hinni minnisstæðu stjórnar- tíð Eysteins Jónssonar, sem elskaði þó sjómennina ekki út af lífihu. En nú, undir stjóm Stefáns Jóhanns og Bjama Bene- diktssonar, verða sjómehn að klastra upp á gamalt drasl, án þess þó að raunverulega sé hægt að líma það saman. í frostakaflanum í haust vorú nokkrir Jhásetar sendir upp á hvalbak og upp í reiða á togara, sem var við veiðar á Halanum. Þeir áttu að höggva klaka- Þegar vakta- skipti urðu kl. um nóttína, þurftu fjórir menn af sjö, sem fóru í koju, að vinda sokkana sína! Svo má segja, að alger skortur hafi verið á sjóstíg- vélum í vor og í sumar er leið. Þó voru flutt inn stíg- vél frá Kanada, sem entust í hæsta lagi í 1 túr án þess að leka, en voru alíka dýr og áður höfðu fengist, en entust venjulega 5—6 túra án þess að þurfa viðgerðar við. Og er dæmdur samkvæmt þeim. Hann ber sjálfur mikla ábyrgð á herstöðvasamningnum og myndun núverandi stjómar. I ræðu sinni í sumar reis hann til varnar herstöðvasamn- ingnum og nú gerist hann málsvari hrunstjórnarinnar. Það þarf því engan að undra þótt ræða hans mótist einnig af kulda til vinnandi manna og ótta við kjarabætur þeirra. Forseti íslands hefur tekið opinbera afstöðu í þeim átök- um sem nú eiga sér stað og staðfest djúp milli sín og ís- lenzkrar alþýðu. í fjárhúsum „Mig minnir, að í fjárhúsum sé aldrei haft þrengra en svo, að allar kindurnar koraist að garðanum í einu, og þykir ekki og hefur sennilega aldrei þótt nema sjálfsagt. En hér í höfuð- borg íslands á 20. öldinni er fólki boðið verri skilyrði á mannamótum, en sauðkindinni í sínum húsakynnum. Svo læt ég útrætt um þennan sarnjöfnuð, hann skýrir sig sjálfur. En ég vil ekki láta þetta óátalið G. F.“ ★ Nauðsynjavara, sem ekki fæst Önnur stúlka hefur sent mér bréf og beinir orðum sínum að- aðallega til karlmannanna. Fyrst eru nokkrar almennar vangaveltur um dýrtíðinp og síldina og svo segir stúlkan: „Umhyggjusamir og viðsýnir virðizt þið ekki vera, að hafa ekki léð því eyra, ao hér í bæn um hefur ekki nú um nokkurl skeið fengizt einn einasti pakki af nauðsynjavöru, sem varðar „kvenlegan krankleika“ og hver veit livenær slík vara kemur á markaðinn? Það er min skoðun, að við konur á þessu landi höf- um fullan rétt á því, að taka einlivern þátt í ykkar merkilegu „gjaldeyris-spekú!atíonum“ og fáum að minnsta kósti gjald- eyri fyrir áðurgreindri nau(5- synjavöru,. — og það helzt í hvelli. Eg vona, að hæstvirt gjáld- eyrisyfirvöld taki þetta mál til vinsamlegrar atliugunar.“ Ein í vandræðum. erfitt að sjá hvort svona inn- kaup eru gerð fyrir kaup- menn og heildsala en þá verð ur líka að spyrja, hversvegna frámunalega léleg vara á lágu innkaupsverði er ekki seld. sjómönnum ódýrari? Þá sjaldan góð stígvél (t. d. VAC eða Hood) hafa komið, hafa þau ekki fengizt í verzl- unum nema 2—3 daga. Hins vegar hefur þá oft verið hægt að kaupa þau hjá prívat mönnum í landi á 2—3-földu verði. Líkt gildir um olíustakk- ana og um stígvélin. Hér er ein sjóklæðagerð, sem full- nægir ekki eftirspurninni. Stakkarnir leka svo að segja- um leið og farið er í þá- Svo hafa einstaka sinnu fengizt enskir stakkar, seldir miklu ódýrari en þeir íslenzku, en verðmismunurinn nú næstum horfinn. í vor fengúst stakkar til- búnir úr fallhlífasilki. Þeir entust mjög vel. En kaup- menn sögðu, að innflutning- ur á því efni fengist ekki lengur. Þessir stakkar voru svo léttir, að maður varð varla var við þá, en entust samt mikið betur en aðrar tegundir stakka. Auk þess voru þeir mjög fyrirferðar- litlir móts við liina þungu olíu eða gúmmistakka. Það er fróðlegt að bera Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.