Þjóðviljinn - 04.01.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.01.1948, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJTNN Sunnudagur 4. janúar 1948 39. ifilkla eftlr MICHAEL SAYERS oq ALRERT E. KAHN Þriðja bók. FÍMMTA HERDEILD RÚSSLANDS XV. KAFLI Leiðin til svika. 1. Uþpreisnarmaður meðal byltingarmanna. Frá þeirri stundu, er Hitler kom til valda. í Þýzkalandi, varð hin alþjóðlega gagnbylting að óskiljanlegum hluta af áætlun nazista um að leggja undir sig lieiminn. I sér- hverju landi tólc Hitler gagnbyltingaröflin, sem undan- farin fimmtán ár höfðu verið að koma samtökum sínum •> á legg um allan heim, í sína þjónustu. Þessum öflum var nú breytt í fimmtu herdeild Nazista-Þýzkalands, sam- tök svika, njósna og hermdarverka. Þessar fimmtu her- deildir voru hin leynilega brjóstfjdking þýzka liersins. * Ein hin voldugasta og mikilvægasta af þessum fimmtu herdeildum starfaði í Sovétríkjunum. Foringi hennar var maður, sem ef til vill var merkilegasti stjórnmálalegi lið- hlaupinn, sem sagan getur um. Þessi maður hét Leon Trotsky. Er þriðja ríkið varð til var Leon Trotsky þegar foringi alþjóðlegs sovétfjandsamlegs samsæris, sem réði yfir serkum öflum innan sovétríkjanna. 1 útlegð sinni ráðgerði Trotsky að kollvarpa Sovét- stjórninni, snúa sjálfur aftur til Rússlands og taka sér þau persónulegu völd, sem um skeið vantaði svo lítið á, að hann hefði. ,,Sú var tíðin“, segir Winston Churehill í Great Cont- emporaries, „að Trotsky stóð mjög nærri hinu tóma há- sæti Romanoffanna.“ Á árunum 1919—1920 skýrðu heimsblöðin Trotsky „Rauða Napcleon.“ Trotsky var þjóðfulltrúi .hermála. Klæddur síðum, glæsilegum hermannafrakka í glansandi hnéstígvélum og með sjálfvirka skammbyssu á mjöðm- inni, ferðaðist Trotsky á milli vígstöðvanna og hélt þrum- andi ræður yfir mönnum Rauða hersins. Hann gerði bryn- varða járnbrautarlest að einkaaðalstöðvum sínum og tók sér vopnaðan einkalífvörð klæddan sérstökum einkennis- búningi. Hann hafði sinn sérstaka fylgismannahóp í her- stjórninni, í Bolsévíkaflokknum og í sovétstjórninni. Lest Trotskys.vörður Trotskys, svipur Trotskys, svartur hártoppurinn. litla, svarta geitarskeggið og snör augun bak við glansandi nefklemmurnar — voru heimsfræg. I Evrópu og Bandaríkjunum voru sigrar Rauða hersins tald- ir „forystu Trotskys" að þakka. Hinn Ærægi, bandaríski fréttaritari Isaak F. Marcos- son lýsir því á þessa leið, er Trotsky þjóðfulltrúi hermála ávarpaði einn af hinum stórfenglegu fjöldafundum sínum íMoskva: Trotsky birtist á þann hátt, sem lcikarar kalla vel heppnaða inngöngu. . . . cf'.ir nokkra bið og á hinu rétta, sálfræði'ega augnab'iki ltom hann inn á sviðið og gekk með hröðum pkrcfurr :>ð litla ræou- púltinu, sem ræðumönhum á öllum fundum í Rúss- landi er séð fyrir. Jafnvel áður en hann kom inn á sviðið fór eftir- væntingarskjálfti um hinn mikla áheyrendaskara.. Maður gat héyrt hvíslið: „Trotsky er að koma....“ Á ræðupallinum var rödd hans hljómmikil, djúp og mælsk. Hanri dró að sér og hrinti frá sér, drottnandi og yfirbugaði. Hann var einfaldur, næst- um frumstæður, í ákafa sínum — aflmikil mannvél. Hann demdi fossaföllum af ræðumennsku, svo að ég • hef aldrei heyrt neitt þvílíkt, yfir áheyrendur sína. Hégómaskapur og hroki yfirgnæfðu. Eftir hina sögulegtt brottvisun hans frá Sovétríkjunum 1.929, spunnu sovétfjandsamleg öfl um allan heim þjóð- áögu í kringum nafn og persónu Leon Trotskys. Sam- kvæmt þeirri þjóðsögu var Trotsky „hinn frábæri for- íngi bolsévíka í rússnesku byltingunni“ og „faðir hpg- mynda Lenins, nánasti samstai’fsmaður lians og eðlilegur eftirmaður.“ 20. dagur eftir Anatole IFrmiee hittast á stöðinni. En ég var svo niðursokkinn í hug- renningar mínar, að ég hafði steingleymt höllinni Lusance og íbúum herinar. Eg hrökk við þegar liann ávarpað:: mig, og fannst röddin vera annarleg. Eg hef ástæðu til að ætla, að maðurinn hafi séð á svip mínum hve annars hugar ég var, og að ég hafði i þetta skipti verið álíka viðutan og undarlegur og ég á vanda til þegar ég er úti á með- al fólks Mér geðjaðist hinsvegar vel að þessum íát- lausa og einlæga manni. — Eg þekki ekkert til þessara gömlu kláfskinns- bjóra, sagði hann, en lieima hjá mér er ugglaust einhver, sem þér getið talað við um þetta. Þó að við teljum ekki með prestinn, sem sjálfur er rithöf- undur, eða lækninn, sem er góð sál, þó ao hann sé frjálslyndur, verður þó að minnsta kosti ein sál til að stytta yður stundur. Það er konan min. Hún er ekki lærð, en þó finnst mér hún skilja alla skap- aða liluti. Auk þess vona ég, að þér verðið svo lengi hjá mér, að ég geti kynnt yður fyrir ungfrú Jeanné, en hún er gull að manni og það leikur allt í hönd- unum á henni. Þessi ungfrú sem er svona vel gefin, er hún ein af fjölskyldunni? — Nei, það er hún ekki, svaraði herra Paul og horfði fram fyrir Sig á eyrun á hestinum, sem tróð veginn bláskínandi í tungskininu. — Þetta er ung vinkona konunnar minnar. Hún er föður og móðurlaus. Faðir hennar kom okkur í slæma klípu; og þó að við slyppum úr henni, kostaði það okkur meira en áhyggjurnar eintómar. Síðan hristi hann höfuðið og fór að tala um ann- að. Hann bað mig að virða á betri veg, þó að höllin og garðurinn væru í slæmu ástandi, því að hvorttveggja hefði verið í eyði í meira en þrjátíu ár. Þarna sagði hann mér, að frændi sinn hefði átt í brösum við nágranna sína, og hefði skotvörður hans iðulega miðað á þá eins og væru þeir veiði- dýr. Einn þeirra, sem fengið hafði framan í sig fullt hylki hagla, hafði þvínær orðið frændanum að baná einu sinni er hann hafði skotið af honum broddinn á eyrnasneplinum. — Föðurbróðir minn reyndi að komast að því, hver skotið hefði, en hann sá engan mann og sneri heim- leiðis án þess að liraða ferðinni. Daginn eftir lét hann kalla fyrir sig ráðsmanninn og fyrirskipaði honum að harðlæsa höllinni og garðinum, og levfa engri lifandi sál inngöngu frarriar. Hann harðbann- aði að hreyft yrði við nokkru, að nokkuð yrði lagað eða haldið við á setri þessu fyrr en hanri'kæmi aftur. Tanngnístandi af heift sagðist hann mundi koma aftur á páskum eða hvítasunnu, og svo sem segir í kvæðinu, leið hvitasunna svo, að hann kom ekki. Hann dó í fyrra í Cannes, og við komum hingað fyrstir, ég og stjúpbróðir minn, til þessa staðar, rem verið hafði í eyði í þrjátíu ár. Við sáum hesli- hnotartré, sém vaxið h^fði gegnum gólfið í stóra salnum og garðurinn var orðinn að myrkviði, sem engin leið var að komast um. iiKiimiinmriiiíinnnnmmimiiFniniiiiiiininmiminiiniinintffliiiiiiiíiiiíniiiHinmilnimiinHiiiiiiiiHiíiiH::;;!!!!!!;: Félagi minn þagnaði og ekkert heyrðist annað en hófatök hestsins og suðið í flugunum á grasinu. Báðumegin við veginn stóðu kornbindin á ökrunum og tóku á sig í tunglskininu svip af stórum h\nt- klæddum konum, krjúpandi. Og ég lét berast út í töfrablandipn ævrntýraheim næturinnar. Þegar við vorum komnir gegnum dimm og þétt trjágöng, sner- um við til hægri og inn á konunglegt hallartorg og birtist þá höllin í fyrsta sinn, mikil bygging óg skuggaleg, með toppliettu á hverjum turni. Við ók- um eftir einhverskonar akbraut, sem lá upp að hall- arriðinu og yfir skurð af rennandi vatni og hafði þessi brú verið sett í staðinn fyrir vindubrú þá, sem löngu var ónýt orðin. Þessi fomi kastali og vígi hafði við missi vindubrúarinnar orðið fyrir liinni fyrstu auðmýkingu, en síðan hafði hver breyting orðið til þess, að gera hann friðsamlegri útlits. Stjömumar spegluðust í dimmu vatninu dásamlega skýrt. Herra. Paul fylgdi mér í kurteysiskyni að dýr- •um herbergið þess, sem ég átti að hafa, og var það á hæsta lofti. Hann bað mig afsaka, að hann gæti ekki kynnt mig fyrir konu sinni svo síðla kvölds og bauð mér góða nótt. Herbergið mitt var blámálað og klætt silki. I því búa kurteisi og þokki 18. aldarinnar. Á aminum týrðu glæður af eldi, sem kveiktur hafði verið til að eyða rakanum úr stofunni, og á arinhillunni mátti sjá brjóstmynd af Marie Antoinette. Á gamla spegl- inum, sem var blettaður og dimmur, voru tveir eir- krókar. Á annan þeirra hengdi ég úrið mitt, sem ég dró áður upp af mikilli alúð, því ég álít, að mað- ur hafi tímann, sem er sjálft lífið, þá fyrst í hendi sér, er hann hefur deilt lionum í klukkustundir, mínútur og sekúndur, þ. e. a. s., í fet, sem svara til vorra afmörkuðu ævistimda. Og mér kom í hug, að lífið virtist stutt vegna þess einungis, að við leggjum á það mælikvarða okkar heimskulegu vona. Öll þurfum við, eða höldum að við þurfum, eins og gamli maðurinn í ævintýrinu, að byggja eina álmu við hús okkar áður en við skilj- um við. Mig langar til að fullgera áður en ég dey, sögu klaustursins Saint-Germains-des-Prés. Tími sá, sem hverjum er úthlutaður, er dýrmætur vefnaður, sem hver skreytir útsaumi eftir sinni getu. Eg hef saumað í minn dúk ýmsar málfræðimyndir. Svona hugsaði ég, og er ég var að binda á mig nátthúf- una .lciddi liugmyndin um tímann af sér hugleiðing- ar um hið liðna, og ég fór að hugsa um yður, Cle- mentína, og ég blessaði yður framliðna. Síðan slökkti ég á kertinu og sofnaði við kvakk ‘frosk- anna. Lusance 9. ágúst. Á meðan ég sat að morgunverði, gafst mér gott tækifæri til h.ð tala við frú de Gabry. Hún sagði mér, að reirat væri í höllinni og að mest bæri á „frúnni með þrjár fellingar á baki“ og hafði hún verið eitur- byrlari meðan. hiin lifði, en síðan friðlaus sál. Eg get ekki dæmt um það hve miklum lífsanda frúnni tó': • tað glæða þessa gömlu draugasögu. Við drukk- íÉHninrimrraiR D A V Í Ð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.