Þjóðviljinn - 17.01.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.01.1948, Blaðsíða 4
& Þ JÖÐVILJINN Laugardagur 17. janúar 19-18. þlÓÐVILJIN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Préttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: AriKárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftaverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. J’rentsmiója ÞjóðvHjans h. f. Sósíaiistaflokkuriiiii. Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjár línur) Hverjir verða markaðir Islendinga 1956? Jafnvel Bjama Benediktssyni tókst ekki aó ná sér á strik er hann skrifaði mn „litJu kjararýraunina“ og ,,veru- legu verðlækkunina" á aðra síðu Morgunblaðsins. Eftir tvo daga lyppaðist hann niður fullkomJega, og liefur slikt og þvílíkt aldrei hent þann mann fyrr. Honum lætur þó ekki þögnin eins og kunnugt er, og i gær reiðir hann penna sinn á íoft að nýju í Morgunblaðinu, ekki tii þess að skrifa rnn ,,litlu kjararýmunina" og „vemlegu verðlagslækkunma", heldur eru það nú markaðsmálin sem tekin eru á dagskrá. Bjarai Benediktsson hefur nefnilega mikla reynslu ax slik- um skrifum og þykist vita af góðri æfingu að imi þau mál geti hann vaðið elginn þindarlaust, eins lengi og eyðufyll- inga er þörf í Morgunblaðinu. Maður skyldi nú ætla að Bjarni Benediktsson væri emi á sinni gömlu línu og lýsti markaðshorfunurn á sem ömur- legastan hátt, talaði imi sölutregðu og sílækkandi verðlag, og notaði það sem röksemd íyrir „litlu kjarai'ýi-nuninni'" sem þá væri vegin upp af „verulegu verðlækkuninni“. En þvi fer víðs f jarri. 1 þetta sinn er kúturinn að leyna að upphef ja sjálfan sig. Hann ‘hefur sviðið undan frásögn Þjóðviljans um skemmdarverk hans i sambandi við Austurevrópumark- aðimi, og derrir sig nú allan upp: „Afurðasalan vel undir- búin. Látlaust unnið að samningum. Tókst bezt þegar kom- múnistar komu hvergi nærri. Mikilsverður samningur imi Þýzkalands-markað" o. s. frv. o. s. frv. Hégómleikinn hefur að þessu sinni orðið hrunáróðrinuin yfirsterkari og á slíkum stundum trúir Bjarni Benediktsson eflaust i einlægni háðs- yrðum Ólafs Thors um hann og afurðasöluna: „Verkin lofa meistarann"!! Til þessa hefur þó „meistarinn" orðið að lofa verkin. ★ En þótt Bjarai Benediktsson sé kómisk persóna þegar hann lýsir afrekum sjálfs sín, eru afleiðingár verka hans mjög alvarlegar og munu hafa stórvaigileg áhrif á framtíð og afkomu íslenzku þjóðarinnar. Eins og Þjóðviljinn hefur áður bent á hafa Sovétríkin og önnur Austurevrópulönd nú gert samninga við helztu keppinauta okkar og eru að und búa samninga við þá til margra ára. En um samninga við okkur heyrist ekki neitt. Og það er á allra vitoiði að Bjarai Benediktsson leggur allt kapp á að losna við öll viöskipti við þessi lönd, hann ræðir aðeins við þau af semingi, til neyddur. Gott dæmi er það, þegar hann kállaði sendinefnd- ina sem var í Tékkóslóvakíu, heim í skyndi, sökum þess að hún var farin að vinna að mjög víðtækum samningum! Fyrirslátturinn var sá að ríkisstjórain vissi ekki hvaða vör- ur hægt værí að kaupa af Tékkmn! Þess í stað leggur Bjami Benediktsson allt kapp á að selja afurðirnar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Vestur- Þýzkalandi í samræmi við Marshalláætlunina. Og vissulega eru þar allgóðii- markaðsmöguleikar eins og nú standa sakir. En bæði Bretland og Vestm’-Þýzkaland byggja gamalreynd- ar fiskveiðaþjóðir, sem nú leggja allt kapp á að efia flota simi. Áætlun þeirra er að verða sjálfum sér nógar eftir nokkur ár, og hvað verður þá um markaði Islendinga þar? Um þetta efni mun rétt að kalla vitni sem jafnvel Bjarai Benediktsson trúir. Samkvæmt frásögn Alþýðublaðsins í gær segir svo í skýrslu utanríkismálaráðuneytisins banda- ríska í sambandi við Marslialláætlunina að hluverk íslands eigi að vera að birgja. Marshall-löndin upp af fiski en „bi'iizt sé við, að um 1950 verði framboð á fiski orðið rnelra en eft- 1 irspurnin, og gerir því skýrslan ekki ráð fyrir að framlag fslands haíi mikla þýðingu eftir þaun tíma“. Þamiig gerir Marshalláætlunin, guðspjall íslenzku ríkisstjóraárinnar-, iáð fyrir þvi, að markaðir þeir, sem Bjarai Benediktsson leggur allt upp úr á því herrans ári 1948, verði að engu orðnir 1950. \ En það eru önnur lönd, þar sera fraxnlag íslands gæti BÆJARPOSTIRINM ■. Sérkennilegt viðtal í Túnanum Það birtist í Tímanum i fjTra dag dálítið sérkennilegt viðtal við Hauk nokkurn Kiistjáns- son lækni, nýkominn heim eftir f jögurra ára námsdvöl í Suður- ríkjum Bandaríkjanna. Frétta-j maðurinn spyr, hvort hann hafi orðið mikið var við kynþátta- hatrið þar um slóðir. „Nei, ekki get ég sagt það,“ svarar Hauk ur, og heldur svo áfram: „Að vísu gilda ]>ar lögbundnar regl ur um umgengni hvitra manna og svartra, en sambúðin virðist annars árekstralítil. Svertingj- um eru sett ákveðin takmörk í umgengni við hvíta menn, og þeir reyna sjaldan að stíga >Tir þau. Þeir ferðast í séretökum vögnum í lestunum, og sé um áætlunarbifreið að ræða, sitja þeir aftast í henni........séu sjúkrahús sameiginleg, eru þeir í sérstökum deildum, algerlega fráskildum og með sérinngangi, sem merktur er............Þeir vinna öll hin erfioari og lítil- mótlegri störf .. \“ o.s.frv. ★ Ekki einasta ríkjancU, það er Jögbundið Það má glöggt sjá á öllu þessu viðtali, að því er á papp- inium hagað mjög að vilja fréttamannsins. Hann vill þama reyna að sannfæra lesendur Tímans um, að allt þetta tal um kjmþáttahatur í Bandaríkj- unum sé blekking ein.------ Og dæmi þau, sem hinn nýheim- komni læknir nefnir um „lög- bundnar reglur varðandi um- gengni hvítra og svartra" eru að hans dómi síður en svo vott- ur þess að negrahatur sé ríkjandi í Bandaríkjunum. —- Ber þetta útaf fyrir sig vitni um þann hug, sem • viðkom- andi fréttamaður hefur til negr anna. Maður gæti jafnvel haid- ið, að liann hafi gc-ngið í banda rískan skóla tii að temja sér þann hugsunarhátt, að negrar séu e-kki menn, iieldur dýr. Fréttamaðurinn telur auðsjáan- lega, að þetta viðtal geti orðið til að sannfæra menn um, að ekkert kynþáttahatur ríki i Bandaríkjunum, þótt maður sá, | sem hann ræðir við, segi það, berum orðum, að negraliatur er' þama elcki einasta ríkjandi, það er hreint og beint lögbundið. (Sbr. „lögbundnar reglur um umgengni hvitra manna og svartra.“) ¥ Tökum dæmi um Tíma- mannlnn Það væri ekki úr vegi að at- huga ofurlítið hinar „lögbundnu reglur" og láta þann Tímamann, sem hér á hlut að máli, verða þeiiTa aðnjótandi hér uppá okkar eigin landi, íslandi, með nokkrum dæmum, -— Við hugsum okkur, að hann sé að leggja af stað með rút- unni einhversstaðar utan af landi. Það hafa verið hátíðis- dagar og hann dvalizt heima hjá sér í friinu. Hann hefur borgað sama verð fyrir farseð- ilinn og aðrir, en þegar hann kemur inn í rútubílinn rekur hann augun í plakat með eftir- farandi áletrun: „Lögum sam- kvæmt eiga hvitir menn rétt á fremri (og hinum betri) sætum bifreiðarinnar. Tímamenn verða að setjast aftast.“ Tírnamað- urinn okkar er iöghlýðinn og sezt aftast. „ . . . . geta faríð út i móa" Rútubíllinn stanzar annað slagið, þar sem veitingastaðir eru, og þá er gott að geta skroppið inn í sérstakt her- bergi, áður en lengra er haldið. En yfir d.vnim hins sérstaka herbergis mætir augum Tíma- mannsins okkar annað dæmi um hinar „lögbundnu reglur.“ Þar stendur: „Salerai þetta er eingöngu fyrir hvita merrn. Tímamenn geta farið út í móa.“ Og það er ekki að spyrja að löghiýðninni hjá Tímamannin- um okkar. Hann reynir ekki að stíga yfir hin „ákveðnu tak- mörk." ★ „ . . . . við hliðhta á líkhúsinu" Og þegar rútubíllinn kemur til Reykjavíkur, hefur Tima- maðúrlnn’ okkar fengið slæman áverka á höfuðið; :— þvi vegir íslands eru viða ósléttir og hætt við, að þeir sem aftast sitja í rútubílum reki stundum höfuð sitt harkalega upp í bílþakið. Tímamaðuriim okkar ætlar að finna lækni á spítala einum, og fær þá enn að kenna á hinum „lögbundnu reglum." Yfir aðal- dyrum spítalans stendur: „Þessi inngangur er aðeins fyrir hvíta menn. — — Tímamenn gangi inn bakdyramegin, við liliðina á líkhúsinu." ★ En þetta er aðeins væg- ari hliðin Eg ætla svo ekki að ræða frek ar hið sérkennilega viðtal, og er þó enn margt ótalið um þann viðbjóðslega hugsunarhátt, sem í því felst. En ef Tímamaðurinn. okkar vildi hugleiða rækilega framan- greind dæmi, mundi hann áreið- anlega aldrei aftur láta sér til hugar koma að reyna að.sann- færa lesendur sína um, að kra- j þáttahatur sé ekki ríkjandi í i Bandaríkjiinum. Samt sýna þessi dæmi honum aðeins vægari hliðina á þeim órétti, sem Bandaríkjanegramir eru að staðaldri beittir. Þau segja honum ekkert um hungur Bandaríkjanegranna, líkamlegt ofbeldi, sem þeir verða oft að þola af hendi hinna hvítu, eymd ina og vonleysið, er umlykur þá í húsakyrmum, sem ekki mundu einu sinni skepnu bjóð- andi á íslandi. Þessi fáu dæmi segja honum ekkert um hinar lögbuudnu hörmungar 12 mill- jóna manna. — Saltfisksalan Framh. af 8. síðu. eyrisvirði fyrir hann ennþá, þrátt fyrir ábyrgðarlögin frá fj-rra ári. Ber þó ríkissjóði að sjálfsögðu einnig að ábyrgjast verð þessa fisks, ekki sízt þar sem hann var framleiddur sam lcvæmt belnum fyrirmælum sjávarútvegsmalaráðherrans og þar sem sá sami ráðherra hefur lagt hömlur á sölu hans. Auk þeirra 150 tonna sem í Vestmannaeyjum eru, er allmik ið magn víðar á landinu, og telja fróðir menn að um 1000 tonn af fullverkuðum og hálf- verkuðum saltfiski séu nú í landinu. En umliyggja sjávarútvegs- málaráðherrans fyrir þeim at- vinnuvegi sem honum er falið að stjórna sést vel af þessum dæmum sem nú hafa veríð talin. Þegar hann kemur þannig fram við kjördæmi sitt, hvað mun þá verða um aðra landshluta? ' Tt r. k i s w* ** ir. »• bf.b?.5íi-»».!í3» haft >rmikla. þýðmgu" eiruiig eftir 1950, ef rétt vœri á mál- um haldið. Þjóðir Austur-Emiópu eru litlar fiskveiðaþjóóir, enda þannig í sveit settar að þær iiafa ógreiðan aógang að fiskimiðum. Þær hafa verið mjög fúsar til samninga við okkui' og boðið mjög góða skilmála. Þar h.afa land- vimiingar íslendinga orðið mestir og þar ættu að vera allar likm' á öraggum mörkuðum um ókomin ár. En eimnitt þessa maá’kaði vinnui’ Bjarni Benediktsson markvisst að því að eyöileggja með þeim árangri að þessar þjóðir leita til keppi- nauta okkar, og hver veit nema þær ráðist sjálfar í að gera út fiskveiðaflota hingað norður í höf? Ef Bjaraa Bene- diktssyni takast ætlunarverk sín era framtíðarhorfur ís- lendinga sannariega ekki glæsilegar: Vestur-Evi'ópumark- aðirair þrotnir 1950 og Austur-Evrópumarkaðirmr glatað- ir aó fuilu og öllu, vegna einskærra skemnvdarverka. SlJ pp b o ð Opinbert uppboð verður 'haldið hjá áhaldahúsi bæjar- ins miðvikudaginn 21. þ. m. ^og hefst kl. 2 e. h. — Seldh’ Xverða 2 gólflampar, mikið af ðdömuveskjum, rakblöðum og ftaubláma. Einnig húsgögn, |saumavélar ög ýmislegt fl. x Greiðsla fari fram við ham Xarshögg. & Borgarfógetínn í Reykjavík. EW-l-H-i-l-H'| n [|,|n i'H-H'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.