Þjóðviljinn - 25.01.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.01.1948, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 25. janúar 1948. ÞJÓÐV ll> JIN N þlÓÐVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Kitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigur'ður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, JönasÁrnason Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár linur) Áskriftaverð: kr. 30.00 á mánuði. — LausasöJuverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Sósíalistafloidturinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) Hvenær hefur það komið fyrir? Hvenær hefur það komið fyrir að í Félagi íslenzkra stói'kaupmanna væri borinn fram listi við stjómarkjör sem hefðu þau málefni á dagskrá að draga úr ofsagróða heild- salanna, skila aftur rangfengnum auði, og gefa stjórnar- völdunum upp þau hundruð milljóna sem stolið hefur veriö undan í erlendi i mynt? Hvenær hefur það komið fyrir í Vinnuveitendafélagi íslands að borinn væri fram listi við stjórnarkjör, sem berðist fyrir þeim málefnum að hækka kaup og bæta kjör verkamanna? Hvenær hefur það komið fyrir í Félagi islenzkra botnvörpuskipaeigenda að borinn hafi vei-ið fram listi við stjóraarkjör sem héldi á loft þeim hugsjónum að bæta kjör og aðbúnað sjóma.nna og koma á 12 stunda hvíldai’tíma á sólarhring? Hvenær iiefur það komið fyrir í Fasteignaeigendafélaginu að borinn væri fram. listi við stjómarkosningar sem héldi því fram að rétt væri að lækka húsaleigu almennings, þó ekki væri nema um þau 10% sem felast í hinni frægu fyrirskipun stjórnarinnar? Þannig mætti lengi spyi'ja um hin ýmsu félög auðstétt- arinnar íslenzku, og svarið verður ævinlega á sömu lund. Þetta hefur aldrei komið fyrir, og þetta mun aldrei koma fyrir. 1 öllum þessum félögum snúast stjórnarkosningar um það, hvernig hægt sé að auka og efla hagsmuni stéttarinnar, um ný ráð til að auka gróðann. í Dagsbrún, stéttarfélagi reykvískra verkamanna, ger- ast hins vegar þau undur, að borinn er fram listi við stjóra- arkjör sem hefur þá stefnuskrá að rýra kaup og kjör stétt- arinnar, skerða hagsmuni verkamanna. Og er þó ólíku saman að jafna um Dagsbrún og þau félög auðstéttarinnar sem áður voru nefnd. Þau eru félög forréttindamanna, sem sölsað hafa undir sig stórvægilegan hluta af þjóðarauði og þjóðartekjum Islendinga á kostnað launþega, ekki sízt verkamannanna í Dagsbrún. Hver einasti meðlimur þeirra er staðráðinn í því að verja forréttindi sín með kjafti og klóm, halda áfram arðráni sínu frá öllum almenningi, í þeirra hópi er enginn sá maður til að hann vilji skila aftur rangfengnum auði. En í félagi Dagsbrúnarmanna, þeirra manna sem rændir eru veralegum hluta af þeim auði sem þeir afia, eru til menn, sem bjóða sig fram til kjörs á þeirri forsendu einni saman að þeir vilji sætta sig við síversnandi kjör, og fúslega láta af höndum meira fé í fjárhirzlur auð- stéttarinnar! Þessi litli hópur manna., sem þó hefur reynzt nægilega f jölmennur til að fylla heilan lista, mun fá hraklegar und- irtektir verkamamia yfirleitt. Hins vegar hefur hann þegar tryggt sér árnaðaróskir afturhaldsblaðanna, þeirra blaða sem meðlimir heildsalafélagsuis, atvinnurekendafélagsins, togaraeigendafélagsins og fasteigendafélagsins eiga, og er það mjög að vonum. Meðlimir þessara félaga líta á þenn- an lista sem sinn lista, ha-nn er borinn fram í þeirra þágu en ekki verkamannanna í Dagsbrún. Þess vegna segir Vísir að hann eigi vísan stuðning borgaraflokkanna og andstæð- ingar hans; allur þorri verkamanna, séu bæði „lítt reyndir og lítt greindir.“ Fulltrúar auðstéttarinnar vita mikið vel, að listi þeirra mun aðeins safna litiu fj'igi. En þeir vilja samt reyna að tvístra röðum verkamanna þó í litlu sé. Það vopn sem þeir beita er að rejma cð flokka vcrkamenn eftir þjóðmálaskoð- unum, draga þá í pólitíska dilka. Kauplækkanalistinn er kall- aður „listi Alþýðuflokksins" og honum heitið fylgi „hinna borgaraflokkanna". Listi einingannanna er hins vegar kall- aður „kommúnistalisti", borinn fram samkvæmt fyrirskipun frá Moskva og „fundargerð M“! En þessi hjákátlegi þvætt- ingur mun veróa algerlega áhrifalaus. Allur þorri verka- "jianna velur sér forustu í samræmi við hagsmuni sína og Áætlanir hinna óótskýrðu bókstafa í útlöndum eru nú farnar að birtast ýmsar áætlanir, sem merktar eru óútskýrðum bók- stöfum og gefa í engu eftir beztu leynilögreglureyfurum um spenning og dulrænt að- dráttarafl. Virðuleg utanríkis- ráðuneyti keppast um að lýsa því yfir, að þau hafi enga á- stæðu til að efast um raungildi þessara áætlana, en hafa hins- vegar ekki timi til að útskýra fyrir fólkinu, hvernig þau hafi uppgötvað hinn óttalega leynd ardöm. Enda mundi slíkt ó- þarfa fyrirhöfn. Fólkið á að taka trúanleg orð síns utanrík- isráðuneytis eiris og krakkamir taka, trúanlegar sögumar um Grýlu og Leppalúða. ★ Maður á ekki .... Fyrr mætti nú vera, að krakk arnir fæm að krefjast sannra heimilda'fyrir því, að Grýla sé raunverulega til og sé staðráð-j in í að taka hvern þann krakka, sem verða kann á vegi hennar, sjóða hann í potti eta svo upp til agna. Það á ekki að krefja fullorðið fólk um heimildir fyr- ir viðurkenndum Grýlusögum og ekki heldur virðuleg utanrík isráðuneyti um heimildir fyrir sannleiksgildi dulrænna áætl- ana. ★ „Áæthin Þ.“ Hér á íslandi var nýlega birt áætlun. Að vísu felur hún ekki í sér neinn samskonar spenning né dulrænt aðdráttarafl leyni- lögreglureyfaranna eins og á- ætlanir þær, sem virðuleg ut- anríkisráðuneyti í útlöndum hafa verið að birta uppá síð- kastið. Hún er meira að segja eins ómýstisk staðreynd og það að blaðið, sem þú hefur nú í höndunum, lesandi góður, heit- ir Þjóðviljinn. Þetta er áætlunin að auka áskrifendatölu Þjóðviljans um 1500 fyrir næstu áramót. Þetta er áætlun Þjóðviljans, „áætlun Þ.“ A Hvensu langt framúr áætlun? Áætlun þessi er þegar vel á veg kom'in og enginn efast um, að settu marki verður náð Spumingin er aðeins sú, hversu langt stuðningsmenn blaðsins fara framúr áætlun í áskrifenda söfnuninni. Það eiga að vera komnir 750 nýir áskrifendur fyrir 1. maí. Hversvegna ekkii að hafa þá t. d. 1000? Það eiga að vera komnir 1500 nýir áskrif endur fyrir áramót. Hvers- vegna ekki að hafa þá t. d. 2000? Eg er viss um það, lesandi góður, að þú þekkir eitthvað af ■ fólki, sem áreiðanlega mundi vilja gerast kaupendur að Þjóð viljanum, en hefur bara ekki komið því í verk. Hvemig væri nú að nota sunnudagsfríið til að heimsækja. þetta fólk og taka við áskriftarbeiðni frá því? Við skulum vinna vel og sleitulaust að því, að „áætlun Þ.“ komast sem lengst fram úr settu marki. ★ Dagsbrúnarkosningarnar Það standa jdir stjómarkosn Harmoniknhijó»!eikar■í Anstur bæjarbié Bragi Hlíðberg efndi til hljóm leika í Austurbæjarbíó s.l. fimmtudagskvöld, en hann er nýkominn heim frá Bandaríkj- unum, þar sem hann stundaði nám hjá frægum harmoniku- kennara. Bragi var talinri meðal beztu harmonikuleikara okkar áður en hann fór vestur og ekki hefur honum farið aftur við námið. Tækni hans er allmikil en brást þó stundum í erfiðustu hlaupunum, má vera að tauga- óstyrkur hafi valdið nokkru um. Það er sjálfsagt enginn leikur að sitja einsamall uppi á senu með hljóðfærið í fang- inu, en geta ekki leikið vegna síðbúinna áheyrenda sem mjak- ast fram og aftur um salinn ráðvilltir í leit að sætum. Eftir að leysast upp i einn allsherjar spássértúr í 17. júní stíl. Fór þó svo að lokum að menn settust niður og fékk Bragi að halda áfram nokkumveginn óáreittur uppfrá því. Húsfyllir var og létu áheyrendur óspart hrifn- ingu sina í ljós. Varð Bragi að leika nokkur aukalög og að lokum bárust honum blóm. Á efnisskrá vom 16 lög eft- ir 16 höfunda, allt frá Bach til Ellingtons. Braga tókst bezt upp í sígaunalögum, þar gafst honum tækif. til að „þenja nikk una“ af hjartans list. Einnig var gaman að hinum fræga út- varpsforleik Suppés, Skáldi og Bónda. Aftur á móti er liæpið að leika hina gömlu meistara á harmoniku ,einkum Chopin. Hann hefur verið kallaður sá.l hlýtur að þriðja lagio var engu líkara en að konsertinn væri um það bil píanósins og sú sál stéttar sinnar án tillits til ágreinings um ýmis þjóðmál. Ein- mitt þess vegna mun A-listinn, Iisti einingarmanna, hljóta yfirgnæfandi atkvæðamagn, en sprengilistinn, listi auð- stéttarinnar, fá hraklegá útreið sem honum ber. ingar í Dagsbrún, og þeim lýk- ur kl. 11 í kvöld. Kosið er um 2 lista. Annar þeirra er skipað- ur mönnum, sem ávallt hafa bar izt ótrauðir fyrir bættum kjör- um verkamanna. Hinn listinn er skipaður mönnum ,sem bein- línis hafa fengið skipun um það frá húsbændum sínum í herbúð - um afturhaldsins að svíkja mál- stað verkamanna og berjast fyrir skerðingu á kjörum þeirra. Og menn þessir eru hlýðnir húsbændum sínum. Stuðningsmenn fyrri listans hafa að markmiði djarfa sókn í verkalýðsmálum, stuðnings- menn seinni listans hafa að markmiði huglaust vndanhald f verkalýðsmálum. A Getur aðeins farið á einn veg, en .... Þegar nú Dagsbrúnarmenn greiða atkvæði með A-listanum leggja þeir áherzlu á að þeir eru sér fyllilega meðvitandi um mátt og réttindi stéttar sinnar og samtaka. Með því að greiða B-listanum atkv., væru þeir að gefa yfirlýsingu um, að þeir teldu samtök sín máttlaus, þeir væi'u að beygja sig í auðmýkt fyrir ofríki afturhaldsins. Auð vitað geta þessar kosningar í Dagsbrún ekki farið nema á ehm veg. Sigur A-listans hlýt- ur a.ð verða glæsilegur, — svo mikíll er félagslegur þroski reykviskra verkamanna. En verkamenn verða að minnast þess, að þeim mun fleiri atkvæði sem A-listinn fær og þeim mun færri sem B-listinn fær, þeim mun einarðlegri andstöðu lýsa þeir við þrælalög Stefáns Jó- hanns. Þessvegna, Dagsbrúnarmenn, er mikið undir því komið, að þið neytið allir atkvæðisréttar ykk ar. Munið, að kosningunum lýk- ur kl. 11 í kvold. verða fyrir mis|ijTmingum í búk harmonikkunnar. Einna verstir eru þó búningarnir sem harm- oniku-raddsetjarar klæða gamla húsganga (Sole Mio, Stardust o. fl.). Það eru margþvældar smekkleysur, til þess eins gerö- ar að sýna fingrafimi spilarans og eru skyídari leikfimi en músik. Nú ku vera uppi hrevf- ing harmonikumanna og er til- gangurinn að auka á virðuleik hannonikkunnar og skipa lienni á bekk með viðurkenndum hljóð færum. Raddsetjaramir mega vanda sig betur ef sú tilraun á ekki að mistakast. Eins og fyrr segir var efnis- skráin fjölbreytt, cn það vorú | áreiðanlega fleiri en undirritað- I ur sem spurðu: Því leikur Bragi ekki nokkra gamla og góða polka, mazurka og skottissa? JMÁ. Kveniia<ieild Slysavarnafélags ins heldur skemmtifund í Tjarn arcafé á morgun og hefst hann kl. 8.30 e. h. Lesið nánar í aug- lýsingu í blaðinu. Barðstrendingafélagið heldur aðalfund sinn á morgun, mánu- dagiftn 26. janúar kl. 8 sd. LelkiélagíA sýTiir Einu sinni var í kvöld kl. 8 í Iðnó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.