Þjóðviljinn - 24.02.1948, Síða 6
B
Þ JÓÐVILJINN
Þriájudagur 24. febrúar 1948.
130.
Samsærii mikla
eftir
MICMEL SAYEES oa ALBERT E. MHH
asthmað við óþefinn. Hann sat samanhnipraður í óþœgi-
legum stellingum, andlitið og líkaminn þrútinn og gat
varla hvíslað. Kasakoff hlustaði eftir andardrættinum.
Hann var erfiður og hryglukenndur, einkennandi fyrir
slæmt asthmakast. Kasakoff gaf Menshinski strax
sprautu, til að lina þjáningarnar. Svo reif hann alla
glugga á herberginu upp á gátt og skipaði ritara Mens-
hinskis að opna allar dyr og glugga á húsinu. Öþefurinn
þverraði smátt og smátt. Kasakoff var kyrr hjá Mens-
inski þangað til sjúklingnum var farið að líða betur.
Þegar kastið var afstaðið fór Kasakoff heim til sín.
Hann var varla kominn inn úr dyrunum, þegar síminn
hringdi. Það var hringing frá aðalstöðvum OGPU. Kasa-
koff var sagt, að Henry Jagoda vildi hitta hann strax.
Bill væri þegar kominn af stað að sækja Kaskoff og aka
með hann til aðalskrifstofu Jagoda ....
„Jæja, hveraig finnst þér heilsan vera hjá Menshinski?"
voru fyrstu orðin, sem Jagoda sagði, eftir að hann og
Kasakoff voru orðnir einir í skrifstofu hans. Hinn smá-
’vaxni, snyrtilegi, þeldökki varaformaður OGPU sat bak
við skrifborð sitt og horfði kuldalega á svipbrigðin á and-
lit Kasakoffs. •
Kasakoff svaraði, að úr því að asthmaköstin hefðu
svona snögglega tekið sig upp aftur, liti alvarlega út
með Menshinski.
Jagoda þagði dálitla stund.
„Hefur þú talað við Levin?“
„Já, það hef ég gert,“ svaraði Kasakoff.
Jagoda stóð snögglega upp úr sæti sínu, og tók að
ganga um gólf fyrir framan skrifborðið. Skyndilega sne.ri
hann sér að Kasakoff og hrópaði æðislega: „Úr því að
svo er, hversvegna hikarðu þá? Hversvegna gerirðu ekk-
ert? Hver er að biðja þig að reka nefið niður í annarra
málefni?"
„Hvað villtu að ég geri?“ spiurði Kasakoff.
„Hver bað þig að veita Menshinski læknishjálp?“ spurði
Jagoda. „Þú dekrar við hann til einskis gagns. Lif hans
er öllum gagnslaust. Hann er í vegi fyrir öllum. Eg skipa
£<<<><^<<<<<<<<<<<<<>e<<<><<<<<<<<<<<<>e<<<<<<><>e-
í
Vðrnbílstjórafélagið Þróttur
heldur almennan félagsfund í kvöld kl 8.30
í stöðinni.
B. TRAVEN:
1. DAGUR
Áríðandi mál á dagskrá.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
<>e<><>c>e<>e>c>e><>o<><<>e"e<>c<>c<<>e<<>c<>o<>e<>e<>e<>e<>c>c-
■o
1
I
I
Xaupfélagsstjéi
við Kaupfélag Skaftfeilinga, Vík í Mýrdal, er
laus til umsóknar frá 1. maí n. k. Umsóknum
um starfið sé skilað til Sambands íslenzkra
samvinnufélaga fyrir 15. apríl.
Stjórnin.
L
5> «<><>e<>o<<>e<>e>o<<<>o<<>c>o<><>e<<>c<<><*í<<>o<<>o>o<<>e><
f ,
: Trésmiðafélag Reykjavíkur
heldur aðalfund föstudaginn 27. febrúar í
Baðstofu iðnaðarmanna kl. 8 síðdegis.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
E R R A N
Andri Ugaldo var blóðhreinn Indíáni. Hann var
af liinum mikla kynþætti Tseltaranna. Hann var frá
Lumbojvil, stórjörð í Tsimajovelsýslunni. Fullt nafn
jarðarinnar var Santa Maria Dolorosa Lumbojvil.
Lumbojvil var hið forna heiti Indíánanna á
sveitarfélagi eða samfélagsskipulagi, og þýddi rækt-
að land, eða eitthvað á þá leið. Þegar Spánverjar
liemámu landið sviptu þeir Indíánana þessu skipu-
lagi, og landstjórinn breytti þvi í finca — stórjörð.
Indíánarnir, sem upphaflega áttu jörðina, bjuggu í
þorpinu, sem lá í miðju saméignarlandinu. Þeir
'bjuggu þar áfram, af því þeir höfðu ekki í önnur
hús að venda, og þeim fannst þeir bundnir fæðingar-
sveit sinni blóðböndum. Þeim varð líka von bráðar
Ijóst, að hvert sem þeir færu mundi það sama mæta
þeim — þeir voru ekki lengur frjálsir bændur á
eignarjörðum sínum. Finquer — nýji jarðeigandinn
— skammtaði þeim nú jarðarskika eftir eigin geð-
þótta, og af honum urðu þeir að afla sér viðurværis
fyrir sig og skyldulið sitt. Rétturinn til afnota á
þessum jarðarskikum var launin fyrir skylduvinn-
una hjá hinum nýju húsbændum, sem þeir voru
orðnir ánauðugir hjá.
Þegar Spánverjar svældu slík sveitarfélög undir
sig, létu þeir þau venjulega halda hinu gamla
indíánska heiti. Indíánarnir höfðu haldið tryggð við
þau öldum saman, og væru þeir sviptir þeim, vissu
þeir ekki lengur hvar þeir áttu heima. En til
þess að tryggja sér, að dýrðlingarnir leggðu bless-
un sína yfir hið nýja land, þá hnýttu þeir einhverju
góðu og kristilegu heiti aftan við það gamla — í
þessu tilfelli nafni Maríu móður Guðs og þjáning-
anna.
Með tímanum urðu oft eigendaskipti á stórjörð-
inni — bæði gekk hún í arf eða gekk kaupum og
sölum. En það, sem aldrei breyttist þrátt fyrir kaup
og sölu, var landið sjálft og hinir upphaflegu inn-
byggjar þess. Þar bjuggu enn þá afkomendur þeirra,
sem höfðu_búið þar löngu áður en Spánverjarnir
komu. Þeir voru trúir landinu og jörðinni og biðu
þolinmóðir þeirrar stundar, að jörðin kæmist aftur
í eign þeirra.
Núverandi eigandi jarðarinnar hét Arnulfo
Partida, Mexikani af spönskum uppruna. Hann var
hróðugur af spanska ætterninu — þó að auðsjáan-
lega rynni meira af mexíkönsku og indíánsku blóði i
æðum hans.
2.
Það kemur sársjaldan fyrir að Indíáni feri frá
stórjörðinni. Faðir sonur, dóttir og rnóðir verða oft-
ast peons — leiguliðar, það eru óskráð lög þar í
landi. En ef að það kom fyrir, að peon strauk til að
lifa upp á eigin spýtur, þá stakk jarðeigandinn
fimm pesos að bæjarstjóranum, og bæjarstjórinn lét
handtaka manninn og skila honum á stórjörðina,
þar sem hann varð að vinna af sér fimrn pesosana
og taka þar að auk út refsingu fyrir flóttatilraun-
ina. En venjulega er Indíáninn bundinn fjölskyldu
sinni og fólki svo sterkum böndum, og honum dettur
ekki í hug að strjúka.
Andri Ugaldo komst burt án þess að þurfa að
strjúka. Það er ekki æfinlega að það verði leigu-
liða til hamingju, þó honum takist að strjúka frá
stórjörðinni — jafnvel þótt nokkui's konar átthaga-
fjötur hvíli á honum þar. Það verður honum alveg
eins oft til tjóns og til gagns. En til þess að dæma
slíkt fyrirfram, eða til að haga sér skynsamlega og
í samræmi við breyttar kringumstæður — til þess
hefur enginn peon sálargáfur. Jarðeigandinn vakir
líka yfir þvi með stakri umhyggju, að hinar van-
ræktu sálargáfur öðlist enga þroskamögulfcika.
Reyni ríkið hinsvegar að þroska gáfur Indíánans,
hefur jarðeigandinn allt illt á hornum sér, og það
verður til leiðinda fyrir ríkið, éh þá verður jarð-
eigandinn byltingarsinnaður eða einræðissinnaður,
eða hvað sem er, ef hann getur bara með einhverju
móti hindrað, að ríkið skipti sér af Indíánunum
hans.
3.
Ein dætra don Arnulfos giftist í Tenejapa, en
það er lítill, hreinlegur bær, þar sem helmingur í-
búanna er mexíkanskur — þeir eru kallaðir ladinos
— liinn helmingurinn er Indíánar. Indíánarnir búa
út af fyrir sig í sérstöku bæjarhverfi og ladinoarnir
út af fyrir sig í öðru. En á torgum óg í verzlununr
blandast Mexíkanar og Indíánar saman, eins og
íbúar allra annarra borga um allan heim. Mexí-
kanarnir liafa sinn sérstaka borgarstjóra, og Ind/-
ánamir Lafa sirin sérstaka yfirmann eða jefe eða
höfðingja eða casique eða hvað þeir nú kalla haun
í það eða það skiptið.
Donna Emilía fékk ekki þjónustustúlku við sitt
hæfi í Tenejapa, eða þá að hún gat ekki vanizt
indíánastúlkunum í bænum, eða þá að hún hefur
viljað hafa á heimilinu einhverja, sem hún þekkti,
eða hver sem ástæðan nú var — að minnsta kosti
sendi hún indíánadreng með bréf til föður síns.
Hún bað hann að senda sér tvær stúlkur að heim-
an, og tók fram lrverjar það ættu að vera —
Ofelía og Pálína. Báðar stúlkurnar voru vinnukonur
föður hennar og donna Emilía þekkti þær vel. Og
til að spara bæði tíma og fyrirhöín, þá bað hún
föður sinn samtímis að senda sér velgefinn dreng —
manninn sinn vantaði vikadreng í verzlunina.
Don Araulfo gat ekki neitað dóttir sinni urn
nokkra bón, og allrh sízt þar sem hún gaf honum
óbeint í skyn, að í fyllingu tímans yrði hann
kannske afi. (Hún hafði uppgötvað það í vikunni
sem leið). Faðirinn sendi stúlkurnar samstundis og
drenginn með þeim.
Þessi drengur var Andri. Önnur stúlkan, Öfelía,
var móðursvstir hans — þess vegna veittist honum
léttara að yfirgefa föðurhúsin.
Þetta var í fyrsta sinn á hinni stuttu ævi hans,
að hann fór að heiman. Móðir hans grét, þegar
hún hnýtti fyrir malpokann hans. Faðir hans var
þögull og duldi tilfinningar sínar, en drengurinn
fann af eðlisávísun hina djúpu ást og beizka sárs-
auka föðursins, þó enginn einasti dráttur í andliti
hans breyttist, þegar feðgarnir kvöddust. En í aug-
um föðurins brá fyrir glampa, sem drengurinn hafði
aldiei séð þar áður. Þessi glampti lýsti svo
djúpri ástúð, að hann rak rogasfanz. Cis-
erio var einfaldur maður, sem þekkti ekki
D A V í Ð
> Qjn J