Þjóðviljinn - 13.03.1948, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.03.1948, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. marz 19ÍS. ÞJÖÐVILJTNN *■--------------------» Þingsjá Þjóðviljans 13. marz 1948. «---------------------♦ Hlýindin í yeðrinu hafa m. a. valdið miklum flóðum og nú er engu líkara en að flóð sé að koma á Alþingi. Fundum þessa þings í nær allan vetur hefur mátt líkja við litla og óásjá- lega lækjarsprænu, en nú taka þeir að flóa yfir mikinn hluta sólarhringains, stjórnarfrum- vörpum rignir niður, og eru flest með þeim hætti að gefa ríkisstjórninni færi á áð skipa í tug af embættum að nýju, þetta á að heita í sparnaðar- skyni, þó vel geti farið svo að hrunstjórnin spari ríkinu ein- ungis nokkra hæfa embættis- menn, sem „leyfa sér að hafa skoðun", og setji nokkra sauð- þæga en áleitna bitlingasnápa stjórnarflokkanna í þeirra stað. Einkum er Framsókn ýtin í þessu, en sá flokkur hefur mikla reynslu af bitlingaúthlut un frá valdatíð Hriflu-Jónasar, og sá lærisveinn hans sem hon- um þótti vænzt um og nú ræð- ur i flokknusn, Eysteinn Jóns- son, heldur uppi flokkshefðinni frá Hriflutímanum á þessu sviði sem öðrum. Má búast við að aftur komi mikið los á Fram sóknarklerka og kaupfélags- stjóra sem telja sig kallaða til að hrista af fótum sér ryk dreif- býlisins og setjast í þægilegar stöður í Reykjavík. Nýju stjórn arfrumvörpin ættu eitthvað að rýmka til. , En leysingin í Alþingi þýðir að ríkisstjórnin ætlar að reyna að hrista af þingið fyrir páska. Drátturinn á afgreiðslu fjár- laga f>TÍr þetta ár er orðið stór hneyksli. Þar dugði ekki að f jár málaráðherra íhaldsins legði fram nýtt f járlagafruva rp. seint í janúar, heldur hefur nú staðið i margar vikur rifrildi innan ríkisstjórnarinnar um endanlega afgjreiðslu fjárlag- anna. Fjárveitinganefnd var kvödd til funda 6. janúar, enda þótt þingi væri frestað til 20. janúar, en þá blossar upp rifr- ildið í stjórnarherbúðunum og störf fjárveitinganefndar eru hindruð og tafin allt fra.m í marz. Þá kemur loks fyrirskip- un frá ríkisstjóminni um að unnið sé með leifturhraða að málinu, og nefndin afgreiðir fjári aga fnirava r?)ið á þrernur sólarhringum I Franisögumaður minnihluta fjárveitinganefndar, Ásmundur Sigurðsson, átaldi harðlega þessi vinnubrögð í framsöguræðu sinrii, (aldi af- greiðslu fjárlaganna að þessu sinni slikt flaustursverk að ein- -dæmi væri, og vinnubrögðin með engu móti í'orsvaranleg. Um afgreiðslu fjárlaganna og þann stefnumun sem ’fram kemur við afgreiðslu þeirra verður tækifæri að ræða síðar. ★ Ófeimnir eru þeir, Alþýðu- flókksforingjamir! Ekkert finnst þeim athugavert við ao samþykkja með Pétri Ottemn og Sigurði Kristjánssyni um „afgreiðslu" nýju vökulaganna. Þeim finnst ekkert athugavert við það, að þessir tveir menn, sem útgerðarburgeisarair hafa jafnan brúkað að vild til bar- áttu gegn hagsmunamálum sjó- manna og annarra verkamanna, telji sig algerlega geta sætt sig við þá lausn að vísa vöku- lagafrumvarpi Hemranns Guð- numdssonar og Sigurða*r Guðna sonar til ríkisstjórnarinnar. Auðvitað vita Alþýðuflokks- menn að Pctur Ottesen, sem lét hafa sig til að berjast gegn 6 kiukkustunda hvíld togarahá- seta á sólarhi'ing, og Sigurour Kristjánsson vikaliprasti Thors- araþjónninn í þinginu, hefðu ekki sæít sig \ið neina lausn á þessu máli sem líkleg væri tiS að afla réttlætiskröfum sjó- manna framgangs. Og lausnin er fundin til að forða Alþýðu- flokknum frá því að drekka í botn þann smánarbikar að greiða atkvæði beint gegn nýju vökulögunum. Að tilhiutun Al- þýðuflokksins var málið tafið allt þingið í fyrra og látið da.ga uppi, án þess að nokkur þing- maður flokksins tæki afstöðu með málinu eða legði því lið, á þessu þingi hefur afgreiosla þess einnig verið dregiri von úr viti, þar til Alþýðuflokkshetj- urnar með Finn í fararbroddi hertu sig upp í að treysta sér til að vísa málinu út úr þinginu, — í innilegri samfylkingu við eindregnustu fjandmenn þess Pétur Ottesen og Sigurð Krist- jánsson. * Samt þýðir þessi afgreiðsla nokkum sigur fyrir sjómenn. Á þinginu í fyrra voru þjónax útgerðarburgeisanna alls ó- feimnir við að leggja til að mál- f ið væri fellt. En síðan frumvarp Hermanns og Sigurðar var bor- ið fram hefur það gerzt að tog- arahásetum hefur tckizt að láta rödd sína heyrast til Alþingis. Einnig nú í vetur hlökkuðu and stæðingar málsins yfir þvi, að aðalfélag togarahásetanna, Sjó mannafélag Reykjavíkur, hefði þagað um nýju vökulögin, ekki einungis látið þetta mikla rétt- lætismál sjómanna afskipta- laust, heldur trassað að svara sjávarútvegsnefnd neðri deildar Alþingis er nefndin bað um álit félagsins, sem að sjálfsögðu var talið að yrði álit tögarahá- setanna. Stéttarféíag togaraháseta svaraði ekki, stjórn þess senni- lega verið allt.of upptekin af því að ríghalda sér í völdunum með skipulögðum landher og ó- lýðræðislegu kosningafyrirkomu lagi. En togarahásetar svöruðu beint. Hundruðum saman sendu mennirnir, sem hafa verið dæmdir til að -vinna 1-6 klukku tíma vinnudag er aðrar starfs- stéttir flestar vinna aðeins 8 stundir, Alþingi eindregna á- skorun um samþykkt nýju vöku laganna, er tryggja þeim 12 klst. hvíld á sólarhring. And- stæðingar málsins hafa ekki komizt fram hjá þessum ein- huga. undirtektum, það liefur uunizt að þingmenn afturhalds ins þora ekki lengur að ganga hrcinlega gegn máliffu, teijá nauðsynlegt „til að hafa sjó- menn góða“ að finxia krókaleið- ir, afsakanir, gefa óákveðin lof- ör.ð langt út í framtiðina, — og í þessum skrípaleik er Alþýðu- j flokkurinn aðalleikfíflið. Finnur Jónsson bað Stefán Jóhann að skipt nefnd til að vt- huga málið, og Stefán Jóhann lofaði Finni Jónssyni því að nefndin skyldi skipuð, en báðir lögðu á það mikla áherzlu að koma yrði endurbótum á vinnu- tíma togarasjómanna þannig fram að það móðgaði ekki út- gcrðarburgeisana, sem hefðu mótmælt 12 ‘stunda hvíld tog- araháseta. Sósíalistarnir Her- mann Guðmundsson og Áki Jakobsson minntu hina skel- eggu verkalýðsleiðtoga Alþýðu flokksins á, að auðburgeisarn- ir hefðu mótmælt hverri einustu kjarabót, hverri einustu launa- liækkun sem verkafólk hefði knúð fram, þeir teldu það alltaf móðgitn við sig ef alþýðan beitti samtQkum sínum og áhrifum til að skapa sér lífvænleg kjör. k' Sjómenn munu fylgja þessu máli fast eftir. Þeir eru einhuga og óskiptir um það, og láta ekki blekkja sig með neinum útúr- snúningum. Með þetta liefur enn verið leitað til þingsins vegna fordæmie vökulaganna fyrri, og vegna þess að Sjó- mannafélag Reykjavíkur hefur látið undir höfuð leggjast að liefja baráttu fyrir styttingu vinnutímans á togurunurn. Tog- arahásetar láta eltki öllu leng- ur bjóða sér 16 klst vinnudag, þeir munu grípa til sinna ráða ef afturhaldið á þingi og stjórn arklíkan í Sjómannafélagi Reykjavíkur ætla að svæfa mál- ið eða drepa þvi á dreif. Út- gerðarburgeisunum og hinum vikalipru þjónum þeirra á þingi væri liollt að minnast þess, að togarar ganga bví aðeins að há- setar fáist til að vinna á .þeim. Svo langþreyttir geta togara- hásetar orðið á hinni ósvífnu andstöðu gegn réttlætismáli þeirra um styttingu vinnutím- ans að þeir færu í land allir sem einn og bæðu útgerðarburgeis- ana sjálfa að spreyta sig á 16 stiuida erfiðisvinnu á sólar- hring. Það er ekki nóg að tala um „hetjur hafsins“ á sjó- mannadaginn. Það er heldur ekki nóg að lama Sjómannafé- lag Reykjavíkur og geta hlakk- að yfir hlutleysi þess um nýju vökulögin. Sjómenn eiga heimt- dellingum Þeir atburðir gerðust suðar í Tékkóslóvakiu, að auðkýfingrtr landsins og þar á meðal nokkr- ir ráðherrar gerðu tilraun ti! samsæris gegn þáverandi ríkis- stjórn, með þeim göfuga ásetn- ingi, auðvitað, að bjarga þjóð- inni undan kommúnismaniim, Tilraunin mistókst og samsæris mennirnir urðu að víkja fyrir nýrri ríkisstjórn sem verka’ýfi- ur og bændur mynduðu, uridir forustu Kommúnistaflokksiis,' nieð þeim hætti sem borgarax-nir hafa ávalt talið óliugsandi þ. e. a. s. á lýðræðis og þingræðis- grundvelli. Islenzku ameríkuagentarnir voru leiðir yfir þessum misl.ök- um kolleganna í Tékkóslóvakíu og kölluðu þetta valdarán kom múnista. Sannast þar liið forn- kveðna að flestum er sárt fil i sinna. Útkoman varð svo sú að Heimdallur, félag ungra sjálf- stæðismanna, tók það ráð að boða til fundar og ákæra ís- lenzka sósíalista. Þessi fundur var á margan hátt skemmti'eg- ur frá sjónarmiði ungra sósíal- ista, sem hafa ekkert við pað að athuga þó Heimdellingar geri sig hlægilega. Þegar aðaldyr hússins voru opnaðar spruttu upp nokkur heildsalabörn sem geymd höfðu verið inni í e!d- húsi og settust þau á fremstu bekkina. Þarna var um að ræða æft úrvalslið þessa merkilega fyrirbrigðis í íslenzku stjórn- málalífi, og hafði það forustu í að ussa og hía og klappa saman lófunum í hvert skipti sem ræðumenn Heimdallar gáfu merki með því að stoppa. Þessi skrípalæti íhaldsbarnanna minn ir mann óþægilega á myndir sem maður hefur séð af Hitlers- æskunni, en hvað um það þau ingu á góðum kjörum, góðum vinnuskilyrðum. Það vilja þeir fá og því marki geta þeir náð á skömmum tíma með sam- stilltri baráttu. ★ Það hefur vakið mikla at- hygli að Sósíalistafl. og Fram- sókn samþykktu í neðri deild við 2. umr. frumvarp Sigfúsar Sigurhjartarsonar um breyt- ingu á fjárhagsráðslögunum, en sú breyting miðar að réttlátari skiptingu skömmtunarvara milli verzlana og iðnfyrirtækja. Gegn þessum vísi til „frjálsr ar verzlunar“, frelsis til að verzla þar sem nienn telja sér hagkvæmast, hefur Sjálfstæðis- flokkurinn auðvitað barizt mcð kjafti og klóm, enda er fram- hald núverandi ófrelsis í verzl- unarmálum orðið eitt aðalbar- áttumál þess flokks. Heildsal- arnir eiga dyggan vin í núver- sögðust samt ekki vera nazist- ar. Það sem ræðumönnum Heim- dallar lá á hjarta þegar komið var upp í ræðustólinn, var í aðalatriðum að halda því frum að nokkrir ungir menn suðt ■ í Tékkóslóvakíu, sem liöfðu nóga' peninga til þess að geta keypt sér þekkingu, liefðu verið rekn- ir úr háskóla. Þegar þeir í ein- feldni sinni ætluðu svo að fara heim til Benes forseta og tjá honum raunir sínar hefði mnn þeirra verið skotinn í fót.inn með þeim afleiðingum að hnnn er að öllum líkindum haltur c:>n þá. Frændi pennavinar, eins stúdents í Reykjavik hefði mi..st atvinnu sína án þess að Bretár, t Frakkar eða Bandaríkin skær- J ust í leikinn, sá hinn sami hefði j hrópað á hjálp til Islands. Ann- að var það nú eiginlega ekkí sem þeir höfðu fram að færa nema hvað þeir sögðu að korom únistar væru mjög vondir og svo heimtuðu þeir skilyrðis- laust frelsi fyrir Tékkóslóvakíu og aðrar þjóðir sem komrar væm undir yfirráð kommúm -.m ans. Ræðumenn Æskulýðsf. bentu Heimdellingum á margar óþægi legar staðreyndir í sambandi við þá hættu sem sjálfstæði ís- lenzku þjóðarinnar stafaði if heimsvaldastefnu Bandarikj- anna og þá ábyrgð sem hinir 32 tóku á sig með samþykkt ner stöðvarsamningsins 5. olit. 1916. Tugum þúsunda ungra manna í Bandaríkjunum væri meinað að menntast vegna litarmáttar síns, án þess að Heimdallur mótmælti. 1938 var Tékkósló- vakía svikin í hendur þýzku nazistanna með þeim afleiðing- um að landið var stuttu síðar innlimað inn í Hitler-Þýzkaland og þúsundir stúdenta voru fang elsaðir eða drepnir. Heimdalli hugkvæmdist ekki að mótmæla en maður sá sem fyrir svikun- tim stóð var hafinn upp til skýj anna af Morgunblaðinu og Tó- hanni Hafstein. Gegn þessum rökum varð belgingurinn í Heimdellingim- um lítils virði en þegar máður lilustar á þessi afkvæmi íslenzkr ar burgeisástéttar tala með fjálgleik um frelsi og manmétt indi, þá kemst maður ósjálfrátt að þeirri niðurstöðu að það eru til aðrir fuglar, alveg eins skemmtilegir en miklu ódýrari í rckstri sem geta líka lært að tala án þess að skilja merkingu þeirra orða sem þeir hafa lært að nota. Eg held nærri því að það yrði pólitískur dauðadórn- ur á þennan félagsskap ungra íhaldsmanna ef ríkisstjórn heild salanna á Islandi skyldi hug- kvæmast að leyfa innflutning á páfagaukum. l. r,.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.