Þjóðviljinn - 02.04.1948, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 2. apríl 1948.
B. TRAVEN:
KERRAN
157.
BCHAEL SATEBS os ILBEBT E. SSHH
Ákæra sovétstjómarinnar var þessi:
1. 1932—33 mynduou saktaorningar samsærisfé-
lag er nefndist „blökk hægrimanna og trotskista",
samkvæmt fyrirmælum hernjósna erlendra ríkja
óvinveittra Sovétríkjunum, í því skyni að reka
njósnir fyrir erlend ríki, vinna spellvirki og hermd-
arverk, grafa undan herstyrk Sovétríkjanna, undir-
búa hernaðarinnrás þessara ríkja í Sovétríkin, vinna
að ósigri Sovétríkjanna og sundurhlutun þeirra.
2. „Blökk hægrimanna og trotskista“ hafði sam-
vinnu við erlend ríki í þeim tilgangi að fá hern-
aðarhjálp frá þeim til að framkvæma glæpaáform
sín.
3. „Blökk hægrimanna og trotskista" starfaði að
skipulögðum njósnum fyrir þessi ríki og afhenti
hemjósnum þeirra hinar mikilvægustu leyniupplýs-
ingar..
4. Blökk hægrimanna og trotskista framdi skipu-
lögð spellvirki í ýmsum greinum atvinnulífs Sov-
étríkjanna (iðnaði, landbúnaði, járnbrautum, á
sviði fjármála, bæjarstjóma o. s. frv.).
5. Blökk hægrimanna og trot.skista skipulagði
hermdarverk gegn leiðtogum Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna og tókust tilræðin við S. M. Kíroff,
V. K. Mensinskí, V. V. Kújbiseff og A. M. Gorkí.
Málaferlin gegn blökk hægrimanna og trotskista opin-
beruðu í fyrsta sinni í sögunni starfsaðferðir fimmtu her-
deildar fasista. Allar aðferðir fasista við að vinna land
með leynistarfsemi innan frá komu þarna í ljós — áróð-
urinn, njósnirnar, hermdarverk, landráð háttsettra, laun-
ráð kvislinga, hugmyndin um leyniher er réðist aftan að
— þama var birt nákvæm lýsing á fimmtu herdeildarað-
ferðum sem nazistar beittu þá þegar til að grafa-undan
Spáni, Austurríki, Tékkóslóvakíu, Noregi, Belgíu, Frakk-
landi og öðmm ríkjum Evrópu og Ameríku. „Menn eins
og Búkharín og Rikoff, Jagoda og Búlanoff, Krestinskí
og Rosengolts eru nákvæmlega það sama og fimmtaher-
deildin", sagði Visinskí saksóknari er hann dró saman
ákæruatriðin 11. marz 1938.
Joseph E. Davies sendiherra, er var viðstaddur réttar-
höldin, fannst þau „stórkostlegur" mannlegur og póli-
tískur harmleikur. Hann ritar dóttur sinni 8. marz:
„Allir eðlislestir mannl'egrar náttúru, persónuleg
metorðagirnd í versta ham, koma í ljós í þessum
réttarhöldúm. Þau sýna aðallínur samsærisins er
var mjög nærri því komið að varpa þessari ríkis-
stjóm úr völdum“.
Nokkrir sakbomingarnir reyndu að snúa sig út úr
' ábyrgð á glæpum sínum, í viðleitni að bjarga lífinu, koma
sökinni á aðra, látast einlægir stjórnmálamenn ,aðeins
blekktir. Aðrir skýrðu frá afbrotunum án sjáanlegrar
geðshræringar eða vonar um að komast hjá dauðadómi,
skýrðu frá hinum „pólitísku“ morðum er þeir höfðu
framið, njósnum og spellvirkjum er þeir höfðu fram-
kvæmt undir stjórn þýzku og japönsku hemjósnanna.
í síðustu ræðu sinni í réttinum gaf Búkharín, er lýst
hafði yfir a.o hann væri ,,fræ5imaður“ samsærisins, skýra
-sálfræoilega lýsingu-á þeirri innri baráttu og efusemd-
um, sem í fangelsinu hefði.tekið að þjú þessa stjórnmála-
leiðtoga er gerzt höfðu landráðamenn, og ásamt Trotskí
unnið aó samsæri með Hitlers-Þýzkalandi og Japan
gegn Sovétríkjunum. Búkharín sagði:
„Þegar í aðalvitnisburði mínurn hér í réttarhöld-
unum sagði ég, að það væri rökrétt afleiðing bar-
áttunnar, sem rak okkur, hina gagnbyltingasinnuðu
samsærismenn, út í hið skuggalega neðanjarðarlíf,
er ‘drégið hefur verið fram í dagsljósið í Ix’ssum
málaferlum. Rökrétt afleiðing baráttunnar var spill-
ing hugmyndanna, spilling liugsanalífsins, spilling
okkar sjálfra, spilling fólksins. Það em vel kunn
dæmi um slíka spillingu. Þarf ekki að nefna nema
Briand, MúSsolini og aðra slíka. Og við spilltumst
líka ....
Eg skal nú tala um sjálfan mig, um orsakirr.ar til
iðrunar minnar. Að sjálfsögðu verð ég að játa að
hin dómfellandi sönnunargögn voru mikilvægur
þáttur. Mánuðum saman neitaði ég að segja nokkuð.
f ‘ Svo byrjaði ég að játa. Hvers vegna ? Vegna þess að
2.
Andreu hafði fengið launahækkanirnar með því
að beita smávegis blekkingum. Öreigum er aldrei
borgað fyrir það sem þeir afkasta, heldur aðeins
fyrir það, sem vinnuveitandinn sér þá afkasta. Það
er ekki öreiganum að kenna, þó siðferði hans verði
gloppótt. Sökin liggur hjá þeim, sem borga honum
ekki meira fyrir vinnu hans, en nauðsynlegt er til
að hann haldi starfskröftum og geti unnið áfram.
Einu sinni varð don Laureano samferða stórri
vagnalest heilan dag, aðallega vegna þess, að hann
þurfti sömu leið. Uxarnir fyrir einum vagninum voru
óþægir. Þeir voru órólegir og reyndu að slíta sig
lausa frá vagnstönginni. Lestarstjórinn og ökumað-
urinn sveittust blóðinu við að koma þeim úr sporun-
um, en árangurslaust. Don Laureano bar að, en
hann var líka ráðþrota. Vagninn stöðvaði alla lest-
ina. Don Laureano sagði, að ef uxarnir væru ónot-
hæfir, ætlaði hann að selja öðrum flutnmgamiðlara
þá. Meðan lestin sat föst og komst ekki úr sporun-
um vegna þverúðarfullu uxanna, slöngruðu öku-
mennirnir aftur og fram ,og ræddu málið, og margir
gáfu góð ráð, en ekkert dugði. Þá bar Andreu þar
að.
Hann reyndi að koma uxunum á stað. Þcir tóku
tvö skref og stönzuðu svo aftur.
„Eg held ég viti hvað amar að þeim“, sagði har.n.
„Jahá“, sagði einn, ökumaðurinn, „þú ert liklega
rétti maðurinn — ekki búinn að sleppa pelanum.
Þú ætlar þó ekki að fara að kenna honum pabba
þínum að pissa? Eg er nú búinn að ferðast á þess-
ari leið í þrjátíu ár, en það er augljóst, að þú veizt
betur. Farðu heim til hennar mömmu þinnar og
biddu hana að hafa bleyjuskipti á þér“.
Don Laureano stóð rétt hjá þeim, en lagði ekkert
til málanna. En Andreu lét þetta ekkert á sig fá.
Hann sagði þurlega: „Uxaruir eru reyrðir of fast
við vagnstöngina, eða þá að hörð ól særir bá ein-
hversstaðar".
Hann gekk til uxanna og leysti þá, án þess að
bíða eftir svari.
Don Laureano hefði setzt á stein í vegarbruninni
og kveikt sér í vindlingi. Hann fylgdist áhugalaust
með athöfnum Andreus.
Þegar Andreu var búinn að spretta ólinni, losaði
hann hana og mýkti hana með hráka sínum, og
spennti hana síðan aftur.
„Þessum uxum geðjast ekki að því að vera spennt-
ir of fast fyrir“, sagði hami. „Lucio er nýkominn
til okkar og þekkir ekki kenjar dýranna. Hann get-
ur ekkert gert að þessu“,
Með þessum orðum sýknaði hann Lucio félaga
sinn að allri sök. Nú gátu hvorki don Laureano né
lestarstjórinn sparkað í Lucio fyrir að hafa spennt
uxana of fast fyrir.
Þegar Andreu leysti iixana, snéri hann fcaki að
hinum, og gerði með höndum og handleggjum
nokkrar brellur, svo laglega, að hvorki don Laure-
ano né nokkur hinna tók eftir því.
• Kvöldinu áður hafði hann tálgað nokkr.ir litlar
keilur úr tré. Snemma um morguninn, þegar spennt
39. DAGUR,
var fyrir, sá hann sér færi á að smokra spýtunum
undir ólina. Fyrsta hálftímann urðu uxarnir þeirra
ekki varir og röltu á stað eins og venjulega. En þeg-
ar sólin kom upp og hitnaði í veðri, þá þornaði ólin
og keilurnar boruðust inn í húðina. Við hvern kíló-
meter boruðust þær lengra og lengra, og eftir að
þær voru einu sinni búnar að mynda sár, voru þær
ótrúlega kvalafullar. Þá ákváðu uxarnir að setjast
um kyrrt.
Andreu var kunnugt um að ökumennirnir notuðu
stundum smánagla eða þyrna í þessum ti'gangi,
þegar þeir voru að glettast hver við annan, en
þymarnir stungu strax, svo uxarnir þvertóku fyrir
að fara nokkurntíma á stað, og þá uppgötvaði öku-
maðurinn auðvitað hvað amaði að. Hann varð að
taka uxana frá og losa ólamar, og í því var skemmt-
unhi fólgin, því þar varð nýliðinn _að vinna tvöfalt
verk, og þar að auk var hægt að kalla hann þorsk.
En bragðið með tréflísarnar var hugmynd And-
reus. Þær vom seinvirkari og vöktu ekki athygli.
Jafnvel elzti og reyndasti ökumaður hefði ekki get-
að áttað sig á því, hvers vegna uxarnir, sem fyrst
unnu prýðilega, urðu allt í einu kenjóttir og síðan
rammstaðir.
Þegar Andreu var búinn að ganga frá óliuni aft-
ur, hottaði hann á uxana, og þeir lötruðu á stað
viljugir og ánægðir, eins og vel vandir kerruklárar.
Gamli ökumaðurinn rak upp stór augu, og ákvað
með sjálfum sér, að koma hér eftir fram við Andreu
eins og fullorðinn mann, sem' væri hyggilegra að
koma sér í mjúkinn hjá.
En mest undrandi varð don Laureano. Hann
kunni að vísu lítil skil á verkum ökumannanna, og
ef hann hefði átt að fara með vagnalest frá Arriaga
til Chiapa de Corso, þá er álitamál hvort hún hefði
komizt á milli á þessari öld.
Þegar aftur var haldið á stað, kallaði hann And-
reu afsíðis og sagði: „Heyrðu drengur, hér eftir
færðu þrjá reales á dag. Þú ert orðinn fuilnuma,
og verðskuldar að fá 36 centavos á dag“.
Seiuni launahækkuninni náði Andreu líka með
brögðum.
Hann var orðinn það veraldarvanur á þessum ár-
um, sem hann var búinn að vera ökumaður, að hann
vissi vel, að húsbóndi hans mundi hvorki veita
honum viðurkenningu né kauphækkun, hvað hart
sem hann legði að sér. Vinna hans var ekki metin
neins. Hann varð að vekja athygli á sér, og hann
varð að gera húsbónda sinn hræddan um að missa
óvenju góðan ökumann, sem hafði betri tök á ux-
unum en eldri ökumennimir — þá fyrst gat liann
gert sér von um kauphækkun.
3.
Andreu varð að vinna' kauplaust í rúma f jóra
mánuði, áður en 25 pesoa skuldin, sem don Leonardo
hafði hleypt sér í upp á hans nafn, var greidd.
Á þessum fjórum mánuðum hafði Andreu orðið
gð kaupa sér fimm skyrtur, þrennar nærbuxur, fern-
ar þúxur, stráhatt, ullarábreiðu og jaklca. Föt öku-
mannana grotna utan af þeim eins og í brenmsteins-
D A V I Ð