Þjóðviljinn - 02.04.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.04.1948, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. apríl 1948. Sigurður Þórarinsson: Marz. Þann 29. marz kl. rúmlega hálf sjö að morgni byrjar gos í Heklufjalli með vikurfalli. vatnshlaupi og hraunflóði. K'. 6.47 allsnarpur jarðskjálftakipp ur með upptökum á Hekluslóð- um, finnst frá Öræfum vestu. á Snæfellsnes. Um 7-leytið nær gosmökkurinn 27000 metra hæð. Hryggur Heklu rifnar að endi- löngu og hraun renna í allar áttir, þó einkum til austurs, í áttina til Mundafells, og tii vest urs. Gosdrunur heyrast frá Bol- ungarvik austur til Papeyjar og norður í Grímsey. Fyrstu tvo tímana spýr gossprungaa yfir 100 milljón. teningsmetra vikurs og ösku er herst til suðurs og langt á haf út. Vikurfallið veldur allmiklu tjóni í Fljóts- hlíð og undir Eyjafjöllum. Síð- ustu tvo daga mánaðarins er gosið enn mjög ákaft. Gígaröð myndast á sprungunni og eru stundum 8—10 gígir virkir í einu. Aska fellur í Finnlandi. — — Jarðfræðingar og að- stoðarmenn þeirra fara austur að Heklu þegar fyi'sta gosdag- inn og rannsaka gosið eftir því sem föng eru á. Aprfl. Fyrsta dag mánaðarins er gosið enn mjög ákaft en siðan dregur ört úr því. Gosið í Norðuröxl- inni má heita hætt 5. apríl. 13. apríl færist gosið aftur í auk- ana. Síðari hluta mánaðarins heyrast gosdrunur víðast um . land, einkum 17. og 27. apríl. Sprengigígur mjmdast í suð- vesturöxl fjallsins. Hraun renn- ur aðallega niður með Kauð- öldum og fram á Efrahvols- hraun. -----5. apríl er gengið upp í gígina á Norðausturöxl Heklu (Steinþ. Sig. og Sig. Þór.). 7. apríl er gengið í fyrsta skipti að hraungígnum suðvestast í gossprungunni (allir ísl. jarð- fræðingamir, Svíinn Gavelin og Daninn próf. Noe-Nygaard). 26 apríl er gengið á háhrygg Heklu norðan Toppgígs (Guðm. Kjart., Steinþ. 3ig. o. fl.). 30. apríl cr gengið á háhrygginn milli Axl- argígs og Toppgigs (Páimi Hanness. og Sig. Þór.). Maí. Þann 3. maí færist öskugos í Axlargíg og Toppgíg mjög í aukana og heldur áfram með mislöngum hvíldum allan mán- uðinn. Askan fellur einkum yfir norðanvert Land og Rangárvelli og Hreppa. Hið næsta Heklu spillist hagbeit mjög. Búpen- ingur rýrnar og fer að bera á gaddi í sauðfé. Hraunið rennur enn fram um Efrahvolshraun og kemst niður undir Kór eftir gamla Hekluveginum. 18.—19. riaí verða allmildar jarðhrærin: ar í Ölfusi með upptökum á Hveragerðissvæðinu. Hverir færast þar mjög í aukana og \’alda nokkrum skemmdum. Júní. Öskugos heldur áfram í Topp- gíg og Axlargíg, en fer áð draga úr því upp úr 20. júní. í júní- lok myndast sprengigígur norð- an í Axlargíg. Hraim rennur að- allega til norðvesturs, í áttina til Melfells, og umlykur það að mestu. -----29. júní er gengið á há-| tind Heklu (Ámi Stef. og Sig. j Þór.). Steinþ. Sig. mælir hátind-: inn og reynist hann vera 1503 metrar en var 1447 fyrir gosið. JÚlí. Axlargígur hættir að gjósa um miðjan mánuðinn. Spreng- ingar í toppgíg af og tii. Síðari hluta mánaðarins dálítið ösku- gos suðvestast í gossprungumii. Hraunrennsiið mikið og aðal- lega um Þrætustíg í stefnu á Selsund og lcemst niður í Stein- stígsbotna. Síðari hluta mánað- arins allmargir vægir jarð- skjálftakippir á Heklusvæðinu. ----- 26.—27. júlí er Hekla hringfarin á jeppum (Steinþ. Sig., Árni Stef., Gísli Gests., Þessi mynd var tekin úr flugvél um kl. 11 f. h. fyrsta gosdaginn. (Ljósmynd Vigfús Sigurgeirsson). Einar Sæm., Einar Páls., Sig. Þór.). Ágúst. Állan mánuðinn eru af og til sprengingar í Toppgíg og stund um smágos í suðvestasta gígn- um. Hraunið rennur mestallan mánuðinn um Þrætustíg og ým- ist niður fyrir innan Rauðöldur eða niður í Stóraskógsbotna. Margir vægir jarðskjálftakippir á Heklusvæðinu og snarpur kippur þ. 12. ágúst. September. Sprengingar hætta í Toppgíg. Hraun rennur aðallega til norð- vesturs, en hraunrennslið jafn- minna en áður. Fremur lítið um jarðhræringar. Seint i mánuð- inum gengur Guðm. Kjart. upp í Höskuldsbjalla og kemst að þeirri niðurstöðu að þeir gufu- strókar sem lagt hafði upp af norðurhlíð Bjallans síðan um miðjan ágúst, staii af eldsum- brotum í Bjallanum. —---2. sept. er5gengið á Axl- argíg og ’ioppgíg (Árni Stef. og Sig. Þór.). 7. sept. er gengiö eftir gossprungunni endiiangri (Steinþ. Sig., Einar Páls., Gísli Gestss. og Sig. Þór.). Október. Hraunrennslið fer minnkandi og er stefna þess breytileg Hraunið viroist meir þunnfljót- andi cn áður. Allsnarpur jarð skjálfakippur 13. október. Nóvember. Hraunrennslið svipað og áð- ur. Gígur neðarlega í suðvestur sprungunni (Axiarbrekkugjá) talsvert virkur og hleður upp goskeilu. Jarðskjálftakippur 8. nóv. Snarpari á Heklusvæðinu en kippurinn fyrsta morguninn. Allsnarpur kippur 27. nóv. -----2, nóv. verður Steinþór Sigurðsson fyrir glóandi hraun- grýti er hann kvikmyndar hraunstraum í suðvesturhlíð fjallsins. Bíður hann þegar bana. 30. nóv. er gengið á há- tind Heltlu (Guom. Kjart., Þorbj. Sigurgeirss. o. fl.). Desember. Hraunrennslið fyrri iiluta mánaðarins aðallega til suðui's austan Höskuldsbjalla, sem um- lykst af nýju hrauni. Hraun- ið 1 lok mánaðarins meir þunn- fljótandi en áður. Jarðhræring- ar vægar. Toppgígurinn á Heklu. Þegar mjnidin var tekin, helgina 25. maí ’47, reyndist hann hafa hækk- að í 1503 metra, en var áður en gosið hófst 1447 m. (Ljósmynd: SigurðuUÞórarinsson). Janúar- Hraunrennslið fremur iítið. Hraunið rennur til vesturs og norðvesturs en ltemst ekki út fyrir eldri mörk. Nokkrar vægar, jarðhræringar. Febrúar. Gosio svipað og í janúar. .23. febrúar síoasti jaröskjáiftakipp ar sem vart liefur orOiö á Hcklu jv.æðinu. I Marz. 5. marz opnast gígur neðar- i !eg.a- í Axlarbrelikugjá og gýs ! aokkuð þann dag og irestu. t Vai't verður öskufalls. Uraun- rennslið nokkuð misjafnt en yf- | irleitt fremur lífcið. í lok 'yrsta | gosársins er áætlað að ; nan- ; lagt hraunmagn Heklug u' sins ! sé oröið um 1000 miilj. tenings- j metrar. Er gosið þar meo orðið* eitt allra mesta hraunr 's á. þessari öld. Og enn renunr him glóandi elfa án afláts. . c

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.