Þjóðviljinn - 04.04.1948, Page 4
4
ÞJÓÐVILJINN
. Sunnudagur 4. apríl 1948,
Ctgetandl: Samelnlngarflokkur alþýOu — Oosiallstaflokkurlnn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Ouðmundsson (éh.)
Préttantstjón Jón Bjarnason
Blaðamenn: Ari KÁrason, Magnús Torfi Olafsson, Jónas Arnason
Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðu-
stig 19 — Siml 7600 (þrjór línur)
Aakr*ftaverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasoluverð 60 aur. elm
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
8ósíalistaflokkurlnn Þórseötu 1 - Sjmi 7510 (þrjár linur)
MÍRDisinerki um lýðveldisstofnunina
í gær birtu dagblöðin og útvarpið frétt og ávarp frá fjöl-
mörgum félagssamtökum, þar sem skorað var á þjóðina að
hefja undirbúning að minnismerki um stofnun lýðveldisins
á tíu ára afmæli þess, 1954. Er þessi hugmynd að sjálfsogðu
bæði fögur og nytsamleg, en þess er þó að vænta að minnis-
merkið verði ekki grjótvarða eða eitthvert fánýtt pírumpár,.
heldur stofnun sem geti orðið þjóðinni til gagns og menn-
ingaraúka. Og hins ber þó fyrst og fremst að gæta að minn-
ismerki er hjóm og 'hégómi, hversu glæsilega sem það kann
að vera búið, ef hugsjón sú sem knúði lýðveldisstofnunina
fram, hugsjón frelsis og sjálfstæðis, lifir ekki og eflist með
þjóðinni og heldur áfram að vera veruleiki. Að öðrum kosti
^er einsætt að breyta minnismerkinu í legstein hins íslenzka
lýðveldis.
★
Einmitt af þessum ástæðum er vert að íhuga nánar að-
•draganda þessarar nýju hugmyndar. Nokkrum mánuðum
æftir að herstöðvarsamningurinn var. samþykktur á Alþingi,
hin dýrmætustu landsréttindi ofurseld, hélt Samband ungra
, ,Sjálfstæðismanna' ‘, þess flokks sem óskiptur stóð að land-
ráðunum á Alþingi, fund á Akureyri. Á fundi þessum var
samþykkt ályktun þess efnis að reisa bæri minnismerki til
-virðingar við lýðveldið, frelsi þess og sjálfstæði, og var þar
farið fögrum orðum um ást „Sjálfstæðismannanna" á þess-
um hugsjónum. Þjóðin skildi þegar hvað undir þessum fag-1
urmælum bjó, þau voru einstaklega klaufaleg tilraun til að
þvo af „Sjálfstæðisflokknum“ þann smánarblett sem aldrei
mun af honum mást. Fögur orð hafa enga stoð, þegar at-
hafnir tala þveröfugu máli. Sú tillaga komst brátt á loft að
„Sjálfstæðismenn" ættu sjálfir að reisa sérhugsjónum sín-
um minnisvarða — á Keflavíkurflugvellinum.
★
En hugmyndin um minnismerkið um stofnun lýðveldisins
-var að sjálfsögðu góð og gegn þó „Sjálfstæðismenn ættu
^ekki mannorð til að standa undir henni enda eldri en sam-
þykkt.þeirra, og þess vegna hafa ýms ágæt félagssamtök
tekið höndum saman um að hrinda henni í framkvæmd og
hinir ungu „Sjálfstæðismenn' fengið að fljóta með, þrátt
fyrir mannorð sitt. En enn ber þess að gæta að fela ekki
veruleikann bak við minnismerkið. Þeir atburðir sem gerð-
ust 5. október 1946 voru aðeins hörmulegt upphaf geigvæn-
legrar þróunar sem nú stendur sem hæst. Það afsal lands-
réttinda sem þá fór fram hefur haldið áfram siðan eins og
öllum er kunnugt.. Hið bandaríska setulið hefur með aðstoð
„Sjálfstæðismanna" traðkað á öllum þe)m réttindum sem
þó fólustu í herstöðvarsamningnum. I efnahagsmálum hefur
þróunin verið á sömu leið. Markvisst er unnið að þvi að
grafa undan efnáhagslegu sjálfstæði ísienzka lýðveldisins
-og binda það fjárhagslega á klafa Bandaríkjanna. Næsta
^krefið er þegar ákveðið: Marshalllán, sem veitir Banda-
ríkjunum alger yfirráð yfir atvinnulífi íslendinga. Og þegar
hefur mikill uggur gripið þjóðina um nýjar herstöðvakröf-
ur hins vestræna kúgunarveldis. Allri þessari geigvænlegu
þróun hefur verið stjórnað af bahdarískum leppum hér á
landi, fyrst og fremst forustmnönnum „Sjálfstæðisflokks-
ins“. Og flestum mun finnast ógeðslegt að hlusta á fagur-
•mæli þessai’a sömu leppa um þær hugsjónir sem þeir eru
að svíkja.
★
Þjóðinni er það vandamál iífs eða dauða að sameinast af
alefli gegn því að stefna hinna bandarísku ieppa verði sigur-
sæl. Undir því er komið tilvera lýðveldisins, frelsi þess og
sjálfstæði. Ef þjóðin verður undir í þeirri baráttu verður
minnismerki hinna ágætu félaga aðeins legsteinn á kalkaðri
gröf.
Við erum fólk án
sjóbaðstaða
Víðasthvar í heiminum, þar
sem landafræði og veðurfar á
annaðborð leyfa slíkt, nota
menn sjóinn sér til skemmtun-
ar og hressingar að synda í hon
um. Flestar þjóðir, sem eiga
land að sjó og sólina nógu hált
á himni, eiga líka sjóbaðstaði,
— og hjá sumum eru sjóbaö-
staðir vinsælu'stu vettvangar
sumarleyfis. — Það er nóg af
sjó í kringum okkur Ish.ndinga,
og oft hefur sumarsólin vel-
þóknun á okkur, — samt erum
við fólk án sjóbaðstaða, — Við
drögum mikið af fiski úr sjón-
um, en við syndum lítið í hon-
um okkur til skemmtu.nar.
★
Of langt á milli
Það er kannski of mikið sagt,
að við séum fólk án sjóbað-
staða. Það sem mestu um veld-
ur, að Islendingar baða sig lít-
ið sem ekki í sjó, eru vegalengd
irnar milli hentugra sjóbað-
staða og fjölmennisins. — Ibú-
ar höfuðstaðarins eiga t. d.
hvergi nálægt sér aðgang að
hentugum sjóbaðstað. Fyrir
stríð fengu Reykvíkingar sér
bað í Nauthólsvíkinni. Svo kom
stríð og vík þessi varð bækistöð
bryndreka loftsins en ekki
Reykvíkinga í sundfötum. Síðan
hafa íbúar höfuðstaðarins eig-
inlega ekkert synt í sjó sér til
skemmtunar og hressingar.
★
Barnakennarar taka
af skarið
Oft hefur verið um það rætt„
hver heilsufræðileg nauðsvn
það er Reykvíkingum að hafa
nálægt sér aðgang að sjóbað-
stað. Ýmsar tillögur hafa komið
fram um að útbúa sljkan stað
fyrir Reykvíkinga, úrþvíað
stríðið tók af þeim bann stað-
inn, sem náttúran hafði útbúið
handa þeim að fá sér sjóbað. En
allar tillögur í þessa átt hafs
verið fremur fálmkenndar og
engin átök samtaka herða. Þar
til nú fyrir skömmu, að Stéttar-
félag barnakennara í Reykjavík
samþýkkti áskorun til bæjar-
stjómarinnar að lát.a hendur
standa frammúr ermum.
Kennararnir skora á bæjar-
stjórnina að láta þegar farr
fram val á hentugum sjóbað
stað og fylgi því tafarlausar
frámkvæmdir, sem nauðsýnleg
ar eru til að Reykvíkingar get:
synt í sjónum sér til skemmt-
ar og hressingar strax næsta
sumar. — Það er von okkar,
að bæjarstjórnin verði við til-
mælum bamakennaranna.
★
Ráðherrabústaðurínn
á Þingvöllum
Svo birti ég bréf, sem skrif-
að var 25. marz:
„Góði Bæjarpóstur.
Eg læt það ráðast, hvort. þú
tekur þessar línur eða ekki. —
Eg var á ferð um Þingvelli í
gær, og komu mér þá í hug ný-
afstaðnar útvarpsumræður og
hin snrekklega klausa hæstvirts
forsætisráðherra í sambandi við
ráðherrabústaðinn á Þingvöll-
um. — Einmitt daginn eftir er
verið að bera út sprunginn mið
stöðvarketil og gera við
sprungnar vatnsleiðslur > þess-
um sama ráðherrabústað, senni-
lega til þess að forsætisráðherr-
ann geti mókt þar yfir páskana.
— I þessu sambandi mætti
kannski spyrja, hvort þr.ð væri
ekki verkefni fyrir hæstvirtan
fjármálaráðherra að vfirheyra
þann eða þá, sem eiga að líta
eftir viðhaldi á opinberum bygg
irigum —- og eitthvað ætti Þjóð
garðsvörðurinn að gela upp-
lýst um það, sem fram íer inn-
ari Þjóðgarðsins; — er ekki ó-
sennilegt að hann hafi eftirlit
með ráðherrabústaðnum að ein-
hverju levti.
Rvík 25. marz, ’48. M. J.“
★
Scttvarnarhúsið
vestur við sjó
Bréfritarinn nefnir dæmi um
slælegt eftirlit með eignum hins
opinbera og í því sambandi ætla
ég að nefna annað dæmi sams-
konar. Ilér vestur við sjó stend
Rvík í gærkvöld 3. 'i. kl. 22.00 I
hringferð vestur um land. Lagar-
foss er í Reykjavík, fer 5. 4. til
Kaupmannah. um Vestmar.naeyj-
ar. Reykjafoss væntanlegur ti!
Rvíkur kl. 15.—16.00 í gær 3. 4. frá.
Halifax. Selfoss er i Rvík. Trölla-
foss er í Havana. Knob Knot fór
frá Reykjavík 19. 3. til N. Y. Sai-
mon Knot kóm til N. Y. 31. 3. frá
Halifax. Horsa kom til Amster-
darn 30. 3. hefur væntanlega farið
þaðan í gær 3. 4. til Rotterdam.
Lyngaa er á Akranesi. Betty kom
til Rvíkur 31. 3. frá N. Y.
Ráðstefna sósíalista í Reykjavík
heldur áfram í dag kl. 1,30 á Þórs-
götu 1.
Férming í dag í Laugarnessókn.
Séra Garðar Svavarsson fermir,
Nöfn barnanna eru á 3. síðu.
KROSSGÁTA NR. 1.
Joarecc, SK/ring: 1. Asiubúi, 4.
fæddi, 5. ull, 7. spjótshluta, 9. gaml-
an skipstjóra, 10. gælunafn, 11. á
litinn, 13. tala, 15. tónn, 16. setja
úr skorðum.
Lóðrétt, skýring: 1. Verkfæri,
2. flýti, 3. á fæti, 4. hótun, 6. ung-
viði, 7. sérgrein, 8. eggjárn, 12.
níð, 14. tveir eins, 15. söngfélag.
Útvarpið í dag: 11.00 Morguntón-
leikar (piötur). 14.00 Messa í Frí-
kirkjunni (séra Árni Sigurðsson
fríkirkjuprestur). 15.15— 16.25. Mið
degisútvarp: titvarp til Islendinga
erlendis: Ávarp, fréttir og tónleik-
ar. 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö.
Stephensen o. fi.). 19.30 Tónleikar:
________, r ... , , . „ > . „Hafið” — lagaflokkur eftir Frank
ur gamla farsottarhusið. Þeir ’ .. , .... ,
gluggar hússins, sem að götunni
vita, er vandlega fyrirnegldir,
en gluggarnir hinumegin, sem í
austur snúa, skarta brotnum
rúðum, rifnum gardinum og öðr
um táknum óhirðu. Yfirleitt má
segja um þessa eign hins opin-
bera, að hún sé öll eitt talandi
tákn hirðuleysis. — Kunnugir
telja ekki ólíklegt, að sérstak-
ur maður hafi atvinnu af að líta
eftir húsi þessu, fái m. ö. o. iaun
fyrir að láta það standa einsog
það stendur. — Þannig fer nú
um fólksins hús undir eftirliti
hins opinbera.
★
Indriði Waage sem Jack Wheel-
er og Alfreð Andrésson sem
Billy Barlett í Grænu lyftunni
Leikluisið: Fjaiakötturinn synir
Grænu lyítuna kl. 3 e. h. í dag.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir Eftir-
litsmanninn kl. 8 í kvöld.
; -íX >v k - »• -v ><• HrX.->VX-XiX'X-X-X-X’X- K-X-X* ’
Klukkunni var flýtt um eina
klukkustund kl. 1 í nót.t..
Píanósónata í E-dús op. 11 nr. 1
eftir Beethoven (plötur). 20 35 Er-
indi: Um óvild; niðurlagsorð (dr.
Broddi Jóhannesson). 21.00 Ein-
söngur. Alexander Kipnis (plöt-
ur). 21.15 „Heyrt og séð“: Atvinnu-
blstj. eina nótt (Gunnar Stefáns-
son). 21.40 Tónléikar (plötur). 21.45
Úr skólalífinu. Handíðaskólinn.
22.05 Danslög (plötur).
Útvarpið á morgún: 18.30 Is-
lenzkukennsla. -— 19.00 Þýzku-
kcnnsla. 19,30 Þingfréttir. 20.30 Út-
varpshljómsveitin: Rússnesk al-
þýðulög. 20.45 Um daginn og veg-
inn (séra Jakob Jónsson) 21.05 Ein
söngur (Jón M. Árnason): Negra-
lög. 21.20 Erindi: Um vörufræði
og tolla (dr. Jón E. Vestdal). 21.45
Tónlist (plötur) 21.50 Spurningar
og svör um náttúrufræði (Ástvald-
ur Eydal licensiat). 22.05 Létt lög
(plötur).
JR HEIMI DOLLARANNA
Hvers vegna skyldi Jón
Maríusson, batikastjóri
Landsbankans, hafa dval
izt í Bandaríkjunum um
Iangt skeið . undanfarið ?
Söfnin: Landsbókasafnið er opið
1. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virka
'aga nema laugardaga, þá Jcl. 10—
2 óg 1—7- Þjóðskjalasafnið kl. 2
-7 alla virlca. daga. Þjóðminia-safn-
) kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga
>g sunnudaga. Listasafn Einars
Tónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu-
dögum. Bæjarbókasafnið kl. 10—10
alla virka daga og kl. 4—9 á sunnu-
dögum.
Ljósatími ökutækja er frá kl.
20.00 að kvöldi til kl. 5 að morgni.
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, Austurbæjarskólanum. Simi
5030. Næturvörður er í Lyíjabúð-
inni Iðunni. Sími 1911. Næturaksf-
ur í nótt annast Hreyfill. Sími 6633.
Aðra nótt Litla bílstöðin. Simi 1380.
Helgidagslæknir er Alfreð Gísla-
son, Barmahlíð 2. Sími 3894.
Veðurspá í gærkvöld: Suðvcstur-
land og Faxaflói: Norðan og norð-
Skipafréttir: Brúarfoss er á aua(_an stinninkskaldi. Hapari
Breiðafirði lestar frosinn fisk. Fjall
foss er á Húsavík. Goðafoss fór frá dag’ sumstaðal' smáél en a
milli.