Þjóðviljinn - 04.04.1948, Side 6
ÞJÓÐYILJINN
SurmudagUF 4. apríl 1948.
159
efíir
MICHAEL SHYEES ©s ILBEET E. MM
gagnrýni og ofar ríkinu", sagði Trotskí í athugasemd við
réttarhöldin. „Það er óhugsandi að steypa honum nema
með morði“.
Stofnuo var í New York amerísk nefnd til varnar Leon
Trotskí, af fylgjendum hans í Bandaríkjunum, en að nafn-
inu til skipuðu stjórnina blaðamenn og menningarfröm-
uðir. Fyrst tóku sæti í nefndinni kunnir frjálslyndir menn.
Einn þeirra, Mauritz Hallgren, rithöfundur og aðstoðar-
ritstjóri blaðsins The Baltímore Sun sagði sig úr nefnd-
inni sfrax og honum varð Ijóst að nota átti hana sem
áróðursstöð gegn Sovétríkjunum. Hinn 27. janúar 1937
birti Hallgren yfirlýsingu um afstöðu sína og segir
þar m. a.:
,,Eg er sannfærður um, og get ekki annað eins
og öllu er varið, að hin ameríska varnarnefnd Leons
Trotskís hefur, ef til vill óviljandi, orðið verkfæri
trotskista til pólitískrar íhlutunar við Sovétríkin .
Eg bið því um að nafn mitt sem nefndarmanns verði
strikað út“.
Varnamefnd Leons Trotskís skipulagði mikla áróðurs-
herferð, þar sem Trotskí var lýst sem hetju rússnesku
byltingarinnar og píslarvotti, og Moskvamálaferlunum
sem „leiksýningum" Stalíns. Eitt af fyrstu verkum nefnd-
arinnar var að skipa „bráðabirgða. rannsóknárnefnd" er
rannsaka átti kærur þær gegn Trotskí er fram komu í
Moskvamálaferlunum í ágúst 1936 og janúar 1937. 1
þeirri nefnd voru liinn aldni heimsspekingur John Dewey,
rithöfundurinn Carleton Beals, fyirverandi sósíalistaþing-
maður þýzkur Otto Riihle, blaðamaðurinn Benjanun Stol-
berg og hinn ákafi aðdáandi Trotskís, blaðamaðurinn
Suzanne La Follette.
Með miklum áróðri og gauragangi hóf rannsóknar-
nefndin yfirheyrslur í Coyoacan, Mexíkó, hinn 10. apríl.
Einu vitnin voru Léon Trotskí og einn af riturum hans,
Jan Frankel, er ekki hafði orðið einn af lífvörðum
Trotskis fyrr en 1930 í Prinkipo. Lögfræðiráðunautur
Trotskís var hinn bandaríski málaflutningsmaður hans,
Albert Goldman.*
Yfirheyrslurnar stóðu í sjö daga. „Vitnisburður“ Trot-
skís er birtur var mjög víða í amerískum og evrópiskum
blöðum, var að mestu áköf árás á Stalín og sovéístjórn-
ina, og skefjalaust sjálfshól um hlutverk sitt í rússnesku
byltingunni. Hinar nákvæmu ákærur á Trotskí er fram
höfðu komið í Moskvamálaferlunum voru að heita mátti
hafðar að engu af rannsóknarnefndinni. Hinn 17. apríl
sagði Carleton Be/ils sig úr nefndinni. Beals birti opin-
bera yfirlýsingu og segir þar m. a.:
„Hin takmarkalausa aðdáun annarra nefndarmanna
á Trotskí hefur algerlega eyðilagt heiðarlegan
rannsóknaranda í yfirheyrslunum . . . Þegar íyrsta
daginn var ég látinn heyra það að spurningar minar
væru óviðeigandi. Lokayfirheyrslan var í því formi
að vgírnað var allri sannleiksleit. Tekið var í mig
fyrir að spyrja um skjalasafn Trotslds . . . Loka'
yfirheyrslan var ekki annað en að Trotskí var lát-
inn spúa áróðursákærum og trylltum svivirðingum
og kom varla fyrir að reynt væri að láta hann sanna
fullyrðingar sínar . . . Nefndin getur gefið fólkinu
hin lélegu plögg sín, en ég vil ekki Jána na^n mitt
til slíks barnaskapar og þegar hefur frarn farið.“
Að tilhlutun hinnar amerísku varnai’nefndar var hafin
herferð til að koma Trotski til Bandaríkjanna. Bækur,
greinar og yfirlýsingar Trotskís áttu greiðan aðgang að
bandarískum blöðum, samtímis því að sannindín um
Moskvamálaferlin voru læst inni í utanríkisráðuneytinu
eða lokuð í hugum Moskvafréttaritara sem trúðu, eins og
Walter Duranty ritaði síðar, á hina „miklu tregðu banda
rískra lesenda að heyra nokkuð nema illt um Sovétríkin.“
* Hinn 1. desember 1941 var Albert Goldman dæmdur af
ríkisdómstól í Minneapolis, Minnesota, fyrir samsæri til að
veikja baráttuþrek bandariskra hermanna og sjóliða.
B. TRAVEN:
31. DAGIJR.
ERR AN
hann standa skör ofar í þjóðfélagsstigan.an en
leiguliðinn.
Heimurinn er barmafullur af réttlæti. Það or sök
ökumannanna og það er sök leiguliðanna og það er
sjálfskaparvíti allra annarra öreiga, ef þeir not-
færa sér ekki allt þetta yfirfljótandi réttlæti. Það
setur enginn hlaðna skammbyssu fyrir brjóst öku-
manninum og skipar honum að hleypa sér í skuldir
og ágjarnasti óðalsbóndi getur ekki neytt leigu-
liðann til að hleypa, sér í skuldir. Að hleypa sér í
skuldir eða hleypá sér ekki í skuldir — það er hið
mikla frelsi öreiganna.
Frá fæðingu eru allar manneskjur, unda.itekn-
ingarlaust, gæddar frjálsum vilja, og það eru til
tvær leiðir fyrir alla menn: leiðin til helvi'.is cg
leiðin til himnaríkissælu paradísar: Það var and-
Kristur, sem fann út úr fjárhagslegum kringum-
stæðum orðin þræll og launaþræll. Það er san.i ana-
Kristurinn, sem postularnir lýstu svo óbrigðulega
með orðunum: Gætið yðar fyrir honum. Það er
.heilög skylda allra góðra, allra réttlátra og alha
göfugra manna að hengja slíka. hunda eða setja þá
í rafmagnsstólinn eða útbásúna þá sem æsinga-
hunda og drottinsvikara.
1 8. KAFLI.
Það var í síðustu viku janúar. í miðjum febrúar
var haldin í Balun Canan minningarhátíð heilags
Caralampio.
Heilagur Caralampio var verndardýrlingur bæjar-
ins Balun Canan. Samtímis var hann verndardýrð-
lingur Sapaluta, sem er þorp á stóru sléttunni um
20 kílómetra frá borginni.
Hvernig heilagur Caralampio varð verndardýrð-
lingur Balun Canan gæti hann tæplega skýrt sjálf-
ur. Það vissi raunverulega enginn, hvers vegna heil-
agur Caralampio var útvalinn til þess að vernda
Balun Canan fyrir djöflinum og öllum hans tálsnör-
um, eða hver hafði útnefnt hann til þessa virðulega
embættis. íbúar Balun Canan kæmust í slænia klípu,
ef þeir ættu að segja í fáum orðum tildrög þess,
að Caralampio var orðinn svo þýðingarmikill dýrð-
lingur fyrir borgina. Og enginn jafnvel ekki
prestarnir — gátu sagt með vissu, hver Caralampio
var í lifanda lífi, og hvaða dáðir hann hafði drýgt,
sem verðskulduðu að hann var tekinn í helgra
manna tölu. Menn létu sér nægja þá staðreynd, að
í aðalkirkjunni í Balun Canan stóð trélöcneski af
honum, og líka í kirkjunni í Sapaluta, og þar gát.u
allir, sem vildu séð hann og sannfærzt jjm, að það
hafði raunverulega verið til einhver San Cara-
lampio.
Hátíðahöldin til minningar um heilagan Cara-
lampio voru hreinviðskiptalegs' eðlis.
Hátíðahöldin stóðu í heila viku. En þar sem þar
voru auk þess bæði formálahátíðar og eft.irmálahá-
tíðar,- þá stóð hátíðin raunverulega í tvær vikur
samfleytt. Þessar vikur voru kirkjunni betri tekju-
lind, en allar hinar vikur ársins samanlagðar.
Mörg hundruð umferðasala og spilabankamanna
flykktust þangað frá öllum landshornum, til a.ð
hjálpa hinum frómu hátíðagestum við að létta á,
pyngjunni og þeir gerðu líka góða ferð
Heilir hópar af fólki flykktust að" betlarar,
kripplingar, vasaþjófar, svikarar, falsspilarar, spá-
menn, eldætur, sverðagleypar og slöngumenn.
í veitingarkránum var þjónustuliðið aukið með
„þjónustustúlkúm", sem komu í smáhópum með
„mæðrum" sínum eða „fóstrum". Mæðurhar og
fóstrurnar voru fjármálafulltrúar þessara stúlkna.
Það var ekki til það atvik, sem yfirvöld bæjarins
létu. gerast óáreitt á þessum frómu hátíoum. Því
þessar -tvær vikur voru líka bezta tekjulind fyrir
borgarstjórann, skattstjórann, bæjargjaldkerann og
lögreglustjórann.
Vegna. þessara tveggja vikna og teknanna af þeim,
ætlaði allt vitlaust að verða við bæjarstjómarkosn-
ingar, og skammbyssuskot kváðu við hundruðum
saman. Allir umferðasalarnir urðu að borga álitleg-
an skilding fyrir að fá að setja upp búðina sína.
Fjárhættuspil voru bönnuo með lögum um allt
landið, en þorgarstjói’inn og lögreglustjórinn og
formaður þess flokks sem völdin hafði, máttu veita
undant.ekningar. Þar af leiðandi varð spilabanka-
maðurinn að borga leyfi sitt með blóðugum upp-
hæðum. En það voru fleiri, sem urðu að borga svo
blæddi: Veitingamennirnir fyrir að fá að ráða nýju
„þjónustustúlkurnar", og „mæður“ þjónustuatúlkn-
anna urðu að borga bæjaryfirvöldunum stórfé fyrir
að leyfa stúlkunum að skreppa andartak „bak við“
með gestunum. Og hinir guðhræddu borgarar, sem
leigðu þessum góðgerðasömu jómfrúm herbergi í
húsum sínum, fyrir visst á tímann, urðu að kaupa
leiguleyfi af yfirvö'dum bæjarins, því það fæst ekk-
ert endurgjaldslaust hér í heimi. Og læknirinn, sem
hafði einkaleyfi til að skoða stúlkurnar og gefa þeim
heilbrigðisvottorð, varð að komast að samkomulagi
við borgarstjórann um þetta einkaleyfi, því annars
var það veitt öðrum sem bauð betur. Allar þjón-
ustustúlkurnar urðu að endurnýja heilbrigðisvott-
orðin þrisvar í viku, því borgarstjórinn og lögreglu-
stjórinn mæltu svo fyrir. Hvert heilbrigðisvottorð
kostaði þrjá pesos. Af þessum ástæðum voru þessi
hátíðahöld til heiðurs heilögum Caralampio bezta
tekjulind læknisins á árinu. Hinir góðu, borgara-
legu sjúklingar létu bara lækna sig út í reikning,
og þessir reikningar lágu oft ógreiddir í tvö, þrjú,
fjögur ár. Þjónustustúlkurnar voru aftur á móti
heiðarlegir viðskiptavinir, sem borguðu út í hönd,
og það án sýnilegrar óánægju.
Yfirvöldin framkvæmdu sitt af hverju fyrir þessa
peninga, svo það gat enginn sagt, að þeir rynnn í
vasa þeirra, sem með völdin fóru. /firvöldin keyptu
flugelda og púðurkerlingar fyrír fleiri hundruð
pesos og héldu flugeldasýningu til að gleð ja fólkið.
Þeir höfðu aldrei lesið hin sígildu rit, en samkvæmt
meðfæddu hyggjuviti hegðuðu þeir sér alveg eins
og gömlu Rómverjarnir: Brauð og leikir. Þeir
gleymdu ekki heldur brauðinu. Það var sleiktur
heill uxi og nokkrir grísir á torginu, og allir fátæk-
lingar fengu þar bita. Annars græddu nú yfirvöldin
á flúgeldasýningunni og kjötveizlunni, því maðurinn
sem seldi flugcldana og maðurinn sem seldi nautið
og grísina handa fátæklingunum, urðu að borga
D A V I Ð