Þjóðviljinn - 16.04.1948, Blaðsíða 3
Föstudag'ur 16. apríl 1948.
Þ J ó Ð V I L J I N N
ÍPRÚTTIR
Ritstjóri: FRÍMANN IIELGASON
Áshoranir atvinnuflugnmnnu
til flngráðs um ráðstafanir til
aukins Urgggis rið
Félagsmisí s IS
Margir þeirra, sem með fél-
agsmál íþróttamanna fara, gera
sér ekki fulla grein fyrir þvi
skipulagi, sem íþróttahreyfingm
byggist á. Menn telja það oft
fánýti og vilja leiða það hjá sér.
Þeim finnst þeir hafa annað við
tíniann að gera, en að vera að
leggja niður fyrir sér í smáat-
riðum það samband sem er milli
félags þeirra og þeirra aðiia sem
það tilheyrir, cða þannig þar
sem svo háttar: sérráð íþrótta-
hérað, sérsamband, Í.S.Í.. Ef tií
vill stafar þessi deyfð frá þeim
tímum að aðeins var um Í.S.Í.
að ræða og nókkur sérráð, og
dreifð íþróttaráð, upp og ofan
starfandi.
Með breytingunni, sem varð
á lögum Í.S.Í. nú fyrir nokkr-
um árum, þar sem landinu er
skipt í íþróttahéruð og gert er
ráð fyrir stofnun sérsambanda
og framkvæmd þeirra hafin, or
nauðsynlegt fyrir hvem ráðandi
mann í félagi, að gera sér fulla
grein fyrir því, hvérnig gang-
ur málanna er rnilii þeirra aðila
sem nefndir voru hér að ofan.
Framkvæmd laganna hefur sýnt
að þetta er framtíðin, og enginn
mundi leggja til nú að þessu
yrði breytt. Þetta fyrirkomulag
er líka ríkjandi t. d. á Norður-
löndiun og er byggt á margra
ára reynzlu þeirra.
Það er þvi hér sem annars-
staðar, þar sem á að fram-
kvæma eitthvað, að þeir sem að
framkvæmdinni eiga að viruia,
(og það eru fyrst og fremst
ailir sem að stjórn félagsmáia
starfa ) verða að skilja hvað
meint er og taka virkan þátt i
framkvæmdinni.
Ef til vill munu menn spyrja:
Hvernig er iiægt að taka virkan
þátt í framkvæmd skipulags í-
þróttahrejdingarinnar ? í fyrsta
lagi með þvi að skipul. starfsemi
síns eigin félags. I öðru lagi
með því að sýna þeim aðilum,
sem félagið heyrir undir, sam-
starfsvilja, sem kemur fram í
því að sýna þeim traust, svara
þeim fljótt og glögglega. í
þriðja lagi &ð láta málin hafa
hafa þann gang sem réttur er
að ekki sé gengið framhjá nein-
um aðila er málin snerta.
Hvað eykur á starfsöryggi
þeirra sem með hin sameigin-
legu mál fara. Þeir finna að þeir
eru hlekkur í skipulagskeðju tii
að byggja upp íþróttahreyfing-
ima á traustum og haldgóðum
grundvelli félags og samstarfs.
Gera má ráð fyrir að í öliu
þessu samstarfi mætist menn
með mjög svo mismunandi skoð
anir á mönnum og málefnum, og
mönnum hættir um of til að
ganga framhjá kjarna málanhá
og þeirri hugsjón sem verið er
að framkv. Þarna stefna raun-
verulega allir að sama marki, og
því betur sem tekst að samein-
ast um höfuðatr. í hverju máli
þvi betri og meiri árangur. Það
hvílir því sú ábyrgð á hverjum
sem tekur að sér skipulagsstörf
í íþróttahreyfingunni að leita að
kjarna málanna, og flytja þau
á skipulegan hátt og með tilliti
til heildarinnar og í félagslegum
anda.
A fundi Félags íslenzkra atvinnuflugmanna, sem haldiuu
var að Hótel Ritz þann 30. marz 1948, voru eftirfarandi tiHögur
um öryggismál flugsins samþykktar og ákveðið að seuda þær
í heUd til Flugráðs með áskorun unr að hef jast þegar handa urr
framkvæmdir. Það er álit atvinnufiugmaniía að kosinaour við
framkvæmdir þess, er um ræðir í tillögunum, sé eklti niiidll en
aftur á móti séu þetta nauðsynjatnál, sem ekki megi draga mikið
tengur að franikvæma.
Annan páskadag var keppt í
18 ion. göngu á skíðamóti ís-
lands. Þátttakeiidur voru 16
frá sex íþróttabandalögum. Þar
áttust við beztu skíðagöngu-
menn landsins, svo sem: Jóhann
Jónsson göngumeistari 1947 og
Guðmundur Guðmundss. göngu
meistari 1946, ásamt fleiri
þekktum A og B-flokksmönnum.
Menn biðu því úrslitanna með
mikilli eftirvæntingu um. land
allt, því að íþróttir yfirleitt
eiga miklum vinsældum að
fagna hjá þjóðinni.
Við, sem verðum svo hepp-
in að geta verið áhorfendur
að skíðagöngunni, munum seint
gleyma þeim einstæða árangri,
sem B-flokksmaðurinn Jón
Kristjánsson frá H. S. Þ. náði
þar, er hann vann alla keppi-
nauta sína bæði í A og B-flokki,
með þeim glæsileik, sem hezt
verður séð á því, að liann er sex
mínútur og 20 sekl á undan J.J.
méistaranum frá 1947 og eina
mítútu 55 sek. á undan G.G.
meistaranum frá 1946.
Það mun altírei hafa komið
fyrir áður að B-flokksmaður
hafi sigrað alla keppinauta sína
í A-flokki á íslandsmóti og
munu þetta vera sá bezti tími,
sem náðst hefur á íslandsmóti
á þessari vegalengd.
Menn, sem horfðu á skíða-
mótið, urðu því ekki lítið undr-
andi, þegar sú fregn kom í út-
varpinu kl. 8 um kvöldið, að
Guðmundiu- Guðmundsson hefði
unnið skíðagönguna og þar með
skíðakappatitilinn 1948. Ekki
minnst einu orði á Jón Krist-
jánsson, en þao tekið fram, að
nánar yrði sagt frá skíðamót-
inu í síðari fréttum. Ef tekið
hefði verið fram í fréttinni, að
Guðmundur Guðmundsson hefði
unnið gönguna í A-flokki og
þar með skíðakappaheitið 1948
þá var ekki hægt að segja, að
um vísvitandi rangan frétia-
flutning væri að ræða, enda
þótt A og B-flokkur gengju í
sömu braut og drægju um
gongunúmer sem einn flokkur
væri.
í seinni fréttum er endurtek-
ið, að Guðmundur hafi unnið
gönguna og lesin nöfn og tími
3ja beztu manna í A-flokki. Þar
næst lesin nöfn og tími 3ja
beztu manna í B-flokki. Til þess
svo að finna hinn raunverulega
sigurvegara göngunnar, verður
að bera saman tíma A og B.
flokks. En þá kemur í ljós að
tími Jóns Kristjánssonar er
einni mínútu og 55 sek. betri
en tínii Guðmundar, sem sagður
er vinna gönguna.
Nú vaknar sú spurning: Hvað
liggur til grundvallar svona
fréttaflutningi og hverjir eru
þeir menn innan íþróttahreyfing
arinnar á íslandi, sem reyna
að draga f jöður yfir þann bezta
árangur, sem náðist í umræddri
skíðagöngu ?
Allir sannir íþróttamenn og
íþróttaunnendur fagna hverjum
nýjum sigri, sem unninn er og
ekki sízt, þegar nýir menn koma
fram og keppa við meistarana
við sömu skilyrði og sigra þá
glæsilega.
Hitt er svo annað mál hvaða
reglur eru látnar gilda um verð
launaveitingar og nafnbætur
milli A og B-flokksmanna í
göngu og ræði ég það atriði ekki
frekar hér.
En fólkið, sem beið eftir frétt
um frá mótinu, átti að fá að
vita, hver gekk brautina ~á
skemmstum tíma því að fólk
út um land veit- yfirleitt ekki,
að A og B-flokksmenn í göngu
keppa í sömu braut samtímis,
enda var það stóra atriði ekki
upplýst í fréttinni.
Haganesi, 2. apríl 1948
Rögnvaldur Rögm aldsson.
: , Þjóðviljinn birti í gjær fyrstu
tillögu flugmannanna, um að
allir naúðlendihgarfiugvel!1 r á
iandinu yrðu kortlagðir. Hér
fara á eftir aðrar tillögar at-
vinnuflugmannanna:
2. Að í nágrenni hvers flug-
vallar skuli vera valinn ábyrg-
ur maður, er gefi flugumferða-
stjóminni a.m.k. vikulega
skýrslu um ásigkomulag vallar-
ins og sjái um minniliáttar lag-
færingar.
3. Að settir verði upp vindþok
ar við alla lendingarstaði svo og
kattaraugu meðfram þeim flug-
brautum, sem ekki eru þegar
upplýstar.
4. Að flugvöllurinnn á Sandi
(Snæfellsnesi) vérði athugaðui
og lagfæringar gerðar á NA
enda brautarinnar, en sá hluti
hennar verður ónothæfur þegar
jörð er blaut.
5. Að þegar verði send til
allra flug\ralla nauðsynleg ör-
yggistæki svo sem slökkvitæki
og sjúkragögn einnig verði öll-
um flugvallagæzlumönnum af-
hent merkjabyssa og skot.
6. Að eftirlit á legufærum,
fyrir sjóflugvélar, verði aukið
og fleirum komið fyrir einnig að'
séð verði um að þau séu ávalt
í nothæfu ástandi. Þá er nauð-
synlegt að ávalt séu bátar til
taks á hverjum lendingarstað
sjóflugvéla.
7. Að flugumferðastjórn leyfi
flugvélum í farþegaflugi ekki
flugtak, nema ákveðinn maður
sé á ákvörðunarstað, er geti gef-
ið nauðsynlegar leiðbeiningar og
aðstoð.
8. Að endanlegar aðgerðir á
radíóvitanum við Kálfshamarvík
verði gerðar hið bráðasta einnig
að talstöð verði sett upp í sam-
bandi við stöðina og glöggur
maður hfður þar til staðar til
þess að gefa flugmönnum upp-
lýsingar um veður.
9. Að setir verði upp radió
vitar (beacons) á Stykkishólmi
eða Flatey, Vestmannaeyjum,
Fljótsdalshéraði og „fanmark-
er“ á SA legg RK stefnuvita við
Þorlákshöfn.
10. Að talstöðin í Æðe^ verði
athuguð og maður sendur þang-
að til þess að kenna meðferð
stöðvarinnar og viðskipti við
flugvélar, álnkanlega með tilliti
til veðurupplýsinga.
11. Að talstöðvakerfið verði
endurbætt og talstöðvum komið
upp við sem flesta lendingar-
staði
12. Að loftferðaeftirlit ríkis-
. ins geri hærri kröfur um útbún-
að loftskeytatækja í farþegaflug
vélum.
Í3. Að gera ráðstafanir til þess
að VFR og IFR réglum sé fylgt
og.nýjar settar ef ástæða þykii'.
Að flugvélum sé ekki heimilað
flugtak nema veðurskilyrði séu
fyrir ofan sett lágmark.
14. Að loftferðaeftirlit ríkis-
ins gefi út flugreglur.
15. Að flugmönnum sé ekki
veitt réttindi til fai’þegaflugs
nema þeir hafi nægilega þekk-
ingu og æfingu í blindílugi.
16. Að flugvélaeftirlitsmaður
ríkisins hafi reglulegt eftirlit
með öllum farþegaflug'vélum og
gæti þess að þær séu þannig út-
búnar og í því ásigkomulagi að
þeim megi treysta til blindflugs.
Að öðrum kosti verði þær stöðv-
aðar nema í VFR veori.
17. Að séð verði um að veður-
fræðingur verði sendur til allra
veðurathugunarstöðva á land-
inu til þess að gera efiirfarandi:
a) Að athuga alla veðurmæla
og gera tillögur um aukningú
þeirra og endurnýjun.
■ b) Að brýna fyrir athugunar-
mönnum hversu mikilsverðar
réttar og nákvæmar veðurupþ-
lýsingar ern, ekki aðeins fyri’r
innanlandsflug, heldur einnig
fyrir uppbyggingu veðurkorta
fyrir allt norður Atlantshafið..
e) Að athuga gaumgæfilegá
hæfni þeirra, sem gefa veðurupn
lýsingar og einkanlega á þeirn
stöðum, er mikilsverðar eru talö
ar vegna flugsins.
d) Að vindmælar verði settir
upp sem allra víðast og vhul-
mælirinn á Akureyri fluttur taf
arlaust úr því skjóli, sem haun
nú er í.
18. Að veðurathugunarmaður
verði á Hveravölíum yfir sum-
armánuðma og annar i sæluliús-
inu á Holtavörðuheiði og þeir
hafi talstöðvar er gætu haft sam
band við landstöðvar í byggð og
einnig flugvélar á fiugi".
Bíiarnir
Framh. af 8. síðu.
dæma: Reykjarik: 5514 (þar af
3321 fóllcsbifreið og 232 bif-
hjól), Gullbringu- cg Kjósars.:
1322, Akúreyri og Eýjafjörður?
744, Árnessýsla: 511, Mýra- og
Borgarfjarðarsýsla: 268, Þingl
eyjarsýsla: £53, Rángárvállas.f
217, Skagafjarðarsýsla: 206, ísa
fjarðarsýsla: 204, Húnavatnss.,:
198, Skaftafellssýsla: 191, á,-
Múlatýsla: 169, Akraneskauþ-
staður: 160, Snæfells- og
Hnappadalssýsla: 129, Siglufj.f
129, Vestmannaeyjar: 115, Nc
Múlasýsla: 111, Baroaatrandarr
sýsla: 91, Dalasýsla: 76 Stranda
sýsla: 58 og N eskaupstaður: 38.