Þjóðviljinn - 16.04.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.04.1948, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Föstudagxir 16. april 1948. 166.] Samsærlð mikla eítir MICHML SAYEHS ov ALBEHT S. KAHN Tuttugu árum áður hafði brezki njcsnarinn Sidney Reilly höfuðsmaður, hrópað: „Hvað sem það kostar verð- ur að mola þá leiðu ófreskju sem fædd er í Rússlandi. Frið við Þýzkaland; Já, frið við hvern sem er! .. .. Frið, frið með hvaða skijmálum sem er og samfylkingu gegn hinum raunverulegu óvinum mannk\’nsins.“ Hinn 11. júní 1938 ságði 'Sir Arnold Wilson, einn af fylgismönnum Chamberlains í bre’zka þinginu: „Eining er aðalatriðið og aðaíhættan sem yfir heim- inum vofir nú stafar ekki frá Þýzkalandi né Italíu .... heldur Sovétríkjunum.“ En fyrstu fórnarlömb Múnchensáttmálans gegn Sovétríkjunum urðu ekki sovétþjóðimar. F.vxstu fórnar- lömbin urðu lýðveldisþjóðir Evrópu. Elnn einu sinni voru svikin við lýðræðið falin undir grímu andstöðunnar gegn Sovétríkjunúm. í febrúar 1939 viðurkenndu ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands fasistaeinræði Francos hershöfðingja sem lög- mæta ríkisstjóm Spánar. Síðustu dagana í marz, eftir hálfa þriðju árs hetju- og harðræðisbaráttu gegn miklu ofurefli varð lýðveldið Spánn að fasistískri hjálendu. Hinn 15. marz lauk sjálfstæði Tékkóslóvakíu. Vélbún- ar sveitir þýzka ngzistahersins streymdu inn í Praha. Skoda-hergagnaverksmiðjumar og tuttugu og þrjár her- gagnasmiðjur aðrar, hergagnaiðnaður þrefaldur að magni á við hergagnaiðnað hinnar fasistísku Italíu, varð eign Hitlers. Hinn fasistasinnaði hershöfðingi Jan Sirovy, sá er eitt sinn stjómaði íhlutunarherjum Tékka í Sovét-Síbeiíu afhenti þýzku herstjórninni vopnabirgðir, matvælabirgðu-, eitt þúsund flugvélar og allan hinn ágæta herútbúnað Tékka. Hinn 20. marz 1939 lét Litúva (Litháen) einu höfn sína, Memel, af hendi við Þýzkaland. Að morgni föstudagsins langa 7. april réðst lier Mússólinis yfir Adríahaf og hóf innrás í Albaníu. Fimm dögum síðar tók Viktor Emanúel konungur sér nafnið konungur Albaníu. Frá Moskva bárust aðvörunarraddir, meira að segja um það bil sem Hitier tók Tékkóslóvakíu varaði Stalín undanlátssmna Englands og Frakklands við því að bar- átta þeirra gegn Sovétríkjunum myndi enda með skelf- ingu fyrir þá sjálfa. Stalín hélt rasðu í Moskva 10. marz 1939 á 18. þingi kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Hið óyfirlýsta stríð, sagði Stalín, sem fasistaríkin heyja í Evrópu og Asíu, undir grímu bandalags gegn kommúnisma, væri ekki einungis beint gegn Sovétríkjun- um, heldur einnig og aðallega gegn hagsmuniun Englands, Frakklands og Bandaríkjanna. „Stríðið er háð,“ sagði Stalín, „af árásarríkjum sem skerða á allan hátt hagsmuni friðsömu ríkjanna, fyrst og -fremst Englands, Frakklands og Bandaríkjanna, meðan þessi ríki hörfa og hörfa, og gefa árásarríkjunum einn vinning eftir annan .. án minnstu tilraimar að verjast og meira að segja með einskonar samþykki. Ótrúlegt, en satt.“ Afturhaldsamir stjórnmálamenn í hinum vestrænu lýðræðisríkjum, einkum í Englandi og Frakklandi hafa hafnað sameiginlegu öryggi,. sagði Stalín. í stað þess dreymdi þá enn um bandalag gegn Sovétríkjmium, sem B. TRAVEN: 39. DAGUR KERRAN en ég er heiðarlegur maður. Við skulum byrja aftur, caballeros. Cuince negra — hver hefur svart ? Hver liefur svart nr. 15? Enginn? Leggið undir, caball- eros, það er byrjuð ný umferð!“ Hinir séðu unnu sannanlega. Tuttugu pesos, þrjátíu pesos. En þeir ætluðu að vinna 100 pesos, og hætta svo. En þegar kúluspilinu var lokið klukk- an eitt, var eigandinn einn í gróðanum. Hinir séðu voru jafn snauðir og peningalausir og skussarnir. Eigandinn fór með alian vinninginn. Kúluspilaskálinn, og aðrir staðir þar sem var spilað, máttu ekki hafa opið nema til klukkan níu. En það var fyrst eftir klukkan níu, sem að sóknin fór að aulcast. Kúluspilseigandinn fól þá aðstoðarmanni sínum spilið um stund, og fór inn á krá, þar sem hann hitti lögreglustjórann. „En copita, jefe — eitt glas?“ spurði hann. Og án þess að bíða eftir svari yfirvaldsins, pantaði hann tvö stór glös af comiteco anejo-brennivíni. Og áður en þau voru hálftæmd, pantaði hann tvö til. Þar næst tók hann fimm pesos upp úr vasanum. fekk lögreglustjóranum og sagði: ,,Þér eruð heim- ilisfaðir, jefe, er það ekki? Hérna er svolítil gjöf handa bömunum." Fyrir klukkan tíu sáust ekki fleiri lögregluþjónar í nánd við kúluspilsborðið. Spilið gekk fjörlega. Samkvæmt lögum mátti hvær spilamaður ekki leggja meira en fimm centavos undir við sama borðið, en hver sem vildi gat auðvitað lagt fimm centavos undir við tíu borð eða fleiri. Strax um sjöleytið um kvöldið var greinilegur vanþóknunarsvipur á kúlu- spilsmanninum, ef einhver lagði minna en peso undir. Klukkan átta sáust aðeins hálfir pesoar á borðinu. Klukkan niu leyfði eigandinn mönnum að setja þrjá pesos á hvert númer, ef þeir vildu. En klukkan tíu kom aftur lögregluþjónn með skilaboð um að spilið yrði að hætta tafarlaust. Kúluspilsmaðurinn gaf lögregluþjóninum einn pe30. Síðan fór hann aftur inn á krána. En í þetta sinn var það önnur krá — og mikið rétt— þar rakst hann á lögreglustjórann. Kúluspilsmaðurinn hafði eitthvert sjötta skilningsvit, sem hann fann lögreglu stjói'ann með. 1 þetta sinn kostaði viðtalið aftur tvö glös af brennivíni — en nú varð hann að gefa böm- unum tiu pesos. En það nægði ekki heldur. Lög- reglustjórinn beindi höfðinu í áttina til herramanns, sem sat við borð nálægt þeim, með ölflösku framan við sig. ,,Það er borgarstjórinn,“ sagði lögreglustjórinn. Kúluspilsmaðurinn var strax með á nótunum. Hann gekk að borðinu. „Como esta, senor presidente — hvernig líður yður, herra borgarstjóri ?“ „O, don Claudio, que tal — hvernig gengur at- vinnan, don Claudio? „Annars verð ég að tilkynna yður, að við getum ekki undir nokkrum kringum- stæðum leyft yður að hafa opið eftir klukkan níu — þér þekkið Iögin.“ „Eg skal loka strax, senor presidente, við eigum bara eftir tvær umferðir. Það eru nokkrir herra- meim, sem heimta uppreisn æru sinnar, og þeir eru svo æstir, að það gætu hæglega brotizt út óeirðir, iimimiimBBimniBiiiniiiniimiiinmiumimiiiiBiBniiiiinigiiifliininniiEniMiii’.n'nnniigniiiniiinTiiiiinniiiiiiiuiiiiiiifliiniiiimiwuimiiiiiiiiiiiiaiiBcaa—MMnBMu—nmininiiiBnni aiSSHBGianfSisiinDiinDininiiiiníSsisaiiBJTOBíMníiHiza D A V í Ð ef þeir fá ekki vilja simi — já, guð veit nema þeir gi-ipu til skammbyssunnar.“ „Þér mælið rétt, don Claudio," sagði borgarstjór- inn samþykkjandi. „Undir slíkum krmgumstæðum e-u-mh — en eklci of lengi, munið það. Viljið þér ekki ölflösku?" „Afsakið, senor presidente," sagði kúluspilsmað- urinn, og vék sér fimlega undan boðinu, sem alls ekki var ætlast til að hann þæði. „En vel á minnst," sagði hann, „ég var að frétta, að þið hefðuð í huga að byggja sjúkrahús hér í bænum. Leyfist mér að leggja minn litla skerf til þess?“ „Vissulega — með ánægju,“ svaraði borgarstjór- inn. Kúluspilsmaðurinn dróg fimm gullpeninga upp úr vasanum, og stakk þeim fimlega undir þann hand- legg borgarstjórans, sem hvildi á borðinu. Gullpeningarnir voru horfnir áður en kúluspils- maðurinn var búinn að draga að sér liöndina. „Með yðar leyfi, herra borgarstjóri, ætla ég að flýta mér að spilaborðinu til að koma i veg fyrir óspektir.“ „Bueno, don Claudio — en munið: ekki of lengi.“ Klukkan eitt var enn spilað. Nú var mesti gróða- timinn, því nú spiluðu óðalsbændurnir. Þeir, ,em ekki gátu lagt nema hálfan eða eimi peso undir, þorðu ekki að koma nálægt borðinu — þeir fengu ekki einu sinni keypt spilamerki. Nú voru ódýrustu spilamerkin á fimm pesos. Og þar sem spilamerkin voru notuð í stað peninga, þá gat eigandinn, ef þess þurfti með, sannfært borgarstjórann og lögreglu- stjórann um, að merkin væru ekki nema fimm centavos virði — það gat enginn séð það á merkj- unum. Þegar kúluspilsmaðurinn var búinn að heimsækja lögreglustjórann þrisvar sinnum á knæpunni, skip- aði hann lögregluþjóninum að leita uppi fulla menn og óróaseggi, í staðinn fyrir að vera að ónáða óðalsbændurna við kúluspilið. Borgarstjórinr. hafði líka fengið þrjár heimsóknir — viðvíkjandi sjúk.ra- húsinu. Síðan fór hann heim og háttaði, og skildi bæinn eftir í umsjá kúluspilandi óðalsbænda. Og þar var bærinn í góðum höndum, því þeir aðhyllt- ust frið og reglu og sögðu allt hvíla í guðs hendi, 10. Kafli. 1. Andri kom til bæjarins að áliðnu kvöldi. Tilgangslaus troðningurinn fór hríðversnandi. Öskrin frá búðunum voru hærri en nokkru sinni fyrr — en líka hásari. Alstaðar voru óp og óhljóð —■ enginn gat sagt hvers vegna. En það er sér- kennandi fyrir mannskepnuna, að þegar margir safnast saman á einum stað, þá þurfa þeir að öskra og grenja. Hver einn einstaklingur vill yfirgnæfa hina, og finnst hann hafa merkilegri boðskap að flytja en allir hinir. „Ekta franskt silki, einasta ekta franska silkið. Það fæst hvergi annai'staðar, það er aðeins til hér — hjá mér. Skítódýrt — alódýrast!“ Þetta ekta franska silki, sem seljandinn veifaði í fagurlegum fána, til að sýna hvað það glansaði vel, var trjákvoðufrámleiðsla frá Yucatan. En hann öskraði svo hátt og sannfærandi, að þetta væri franskt silki, að allar konumar í kring um hann trúðu því, því ef maðurinn væri að ljúga, þá hlaut hann að kafna í lvgunum — eins hátt og hann hljóðaði. Silkisalinn var Arabi frá Tabasco. Hann var bú- inn að dvelja nógu lengi í landinu, til að liafa lært þá list að svíkja íbúana á fljótandi spönsku. I búðinni við hliðina á honum var Kúbabúi, sem seldi meðöl. Það var ekki til á jarðríki sá sjúkdóm- ur, sem hann hafði ekki einmitt rétta meðalið við. Pillur, brugg, seyði, mixstúrur, duft og saftir. Spánverji nokkur við lítið borð seldi tannduft fra Perú. IJann hélt því járnkaldur fram, að það væri þetta tannduft, sem Inkarnir hefðu notað. Hann hafði grafið það upp í neðanjarðarhvelfingu í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.