Þjóðviljinn - 08.06.1948, Síða 3

Þjóðviljinn - 08.06.1948, Síða 3
Þriðjudagur 8. júní 1948,- ÞJÖ9VILJINN 3 ÍPRÚTTMR Ritstjóri: FRÍMANN HELGASON Fyrri umferð Reykjavíkurmótsins íslaiidsmétið: K.R. — Víkingur 1: K.R.-ingar hófu sókn þegar, rétt utan vítateigs; knettinum eftir leiksbyrjun og héldu hennij er spyrnt að marki, en Víking- fyrstu mínúturnar. Þegar ná- lægt 5 mín. voru liðnar af leik er dæmd aukaspyrna á 'i'íking, „fsiands Haand Þessi fyrirsögn var í Berlin- gske Tidende 2. júiií eftir tíeim- komu dönsku handknattleiks- mannanna er hér voru í boði I. R. Blaðið - liafði tal af Knud Roper, og .segir hann frá á þessa leið: Þetta var skínandi ferð, og var á allan hátt sk-emmtileg. tslendingarnir voru þeir beztu gestgjarar sem hugsazt gat, og gerðu allt sem hægt .var fyrir olikur. Þegar við auk þess feng- um gott veður og unnum f jóra leiki okkar, er skiljanlegt að þetta. hefur verið skemmtilegt. — Hvernig léku tslending- arnir? spyr blaðiðy -— Sannarlega betur en búizt hafði verið við. Bezta liðið, Val- ur, lék að mörgu leyti eins og sænsk lið gera, með hröðum á- lilaupum og „hvinende' hörð- um skotum. Þeir áttu frábæran miðherja og ekki lakari mark- mann, sem varði það ótrúleg- asta. Það er álit okkar, að ts- lendingarnir leiki betri hand- knattleik en bæði Norðmenn og Finnar, og með fleiri kennurum og þjálfurum gætu þeir orðið -verulega sterkir. Þeir skjóta á- gætlega á mark, en vantar nokkuð leikni og skipulag. Allir leikirnir voru skemmti- legir. Harðasti leikurinn var í sal, sem er aðeins 12x28m. Var þar svo þröngt að næstum var. ómögulegt að komast ,,bak við“ vörnina. tslendingar hafa mikinn á- huga fyrir handknattleik og um 4500 manns kom til að sjá okkar fyrsta leik; sem fór fram hálftíma eftir að flugvélin lenti. ■ Höfundurinn lætur þess get- ið, að flokkurinn hafi séð Gull- foss, Geysl, Þingvélli og marga gðra staði, og þar með fengið tækifæri til að hrífast af ís- , lenzkri náttúrufegurð. ar fá nauðulega bjargað. Síðan skiptast liðin á upp- hlaupum, sem oft voru sæmi- leg, fyrst framan af, en enduðu jafnan í óná.kvæmum sending- um, eða tilgangslausum mark- skotum. — Þó komst mark Víkings nokkriun sinnum í all- verulega hættu í þessum hélf- leik, t. d. komst Ólafur, hægri útherji, tvisvar sinnum frír inn- fyrir, en skaut í bæði skiptin framhjá markinu. Þegar um 10 mín. eru eftir af hálfleik setur Iv.R.-liðið svo mark sitt. Síðari hálfleikur var allmiklu harðari og rösklega leikinn, sérstaklega af Víkings hálfu. Þeir fengu nú nokkur tækifæri og sum allhættuleg, en þeim virtist vera- ómögulegt að setja mark. Um miðbik hálfleiksins er svo dæmd vítispyrna á markmann Víkings-. Gunnar skaut að mark inu, en hitti stöngina og knött- urinn hrökk aftur út. Þarna virtist dómarinn ekki taka tillit til þess að markmaðurinn stóð ekki kyrr, þar til knettinum hafði verið spyrnt, heldur flögr aði um markið, en slíkt muii vera óleyfilegt. Eftir þetta ger- ist fátt markvert þar til um það bil 15 mín. eru eftir af leik, að dæmd er aukaspyrna á markmann K.R., við markieig- inn. Víkingar sentra fyrir mark ið og skjóta síðan, boltinn lirekkur af vörninni út aftur og myndast nú nokkur þvaga fyr- ir framan markið, sem endar með því að maður sér 4 K.R.- inga á marklínunni og að því er virtist frá áiiorfendapöllunum s§ð, boitinn aðeins fyrir innan mark. K.R.-liðið mótmælti, en dómnum verður ekki haggað, þó gengur línuvörður til dóm- aráns og gefur honum sína skýringu, hver sem hún . hefur verið, en dómarinn bendir á 'miðju vallarins, sem sagt á- kveðinn og óliagganlegur dóm- ur. K.R.-liðið þyrpist nú saman og gerir sig svo líklegt til að ganga út af vellinum, þeir hætta þó við það og leikurinn hefst á ný. Nú kemur töluverð harka, menn ítast á allharkalega, en ekkert skeður, sem gæti ráðið sigri annars liðsins, svo leikn- um lýkur lrl.Nokkuð sanngjörn úrslit þótt- þau halli kannski að- eins á K.R. Þessi leikur var á köflum skemmtilegur, þótt tæplega sé hægt að segja, að sézt hafi nokkur tilþrif, eða sæmilega leikin knattspyrna. Til bess voru sendingarnar alltof óná- kvæmar og heimskulega háar, því stundum var lielzt að sjá, að allt riði á því að koma knett- inum, sem hæst í loft upp. K.R.- liðið lagði of lítið vit en of mikla krafta í spörkin (Óli B. og Gunnar þó undanskildir). Víkingsliðið á að geta leikið mikið betur, en það gerði, því það hafa þeir oft og mörgum sinnum sýnt, Guðmundur Sigurðsson dæmdi leikinn og var bæði strangur og ákveðinn, en hefði mátt taka meira'. A—X. Það er í fyrsta ' sinn sem sænskt knattspyrnulið keppir hér, ogt er það mjög ánægju- legt að ná sambandi við þá. ;— Djurgárden er frá Stokkhólmi og er annað af tveim liðum þar sem leika í All svenskan, eða sterkasta flokknum. Félagið Djurgárden er stofn- að 12. marz 1881, og hefur á stefnuskrá sinni margar íþrótt- ir. Má þar t. d. nefna skíðaí- þróttir, og hefur það oft átt á- gæta stökkmenn. Félagið hefur átt um 200 sænska meistara í! ýmsum greinum s. s. skíðaí- þróttum, frjálsum íþróttum, hnefaleikum, glímum, göngu knattspyrnu, hjólreiðum og skautaiþróttum. I knattspyrnu hefur' Djur- gárden verjð lun- langa hríð a eitt af beztu liðum Svía og á árunum 1912—20 voru þeir bezta lið Svía, þá sænskir meistarar 1912 — ’15, ’17 og’20, og í úrslitum liefur félagið ver- ið í 7 skipti. Félagið lék í sænsku ,,seríunni“ frá 1911 til 1924, en komst í All svenskan eftir að sú skipan var tekin upp, 1927—28 og svo 1936—37 og hefur nú um hríð leikið þar. Það hefur átt 23 menn í lands liði Svía, og að þessu sinni er með liðinu einn úr landsliðinu Stig Nyström. Þess má - líka geta að markmaður þeirra hef- ur verið kjörinn landsliðsmark- maður. Að þessu sinni hefur baráttan verið hörð hjá þeim að halda sér uppi í All svensk- an enda hefur þeim oft gengið illa á vorin, ,en verið betri á Fyrir stuttu er lokið fyrri umferð Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu. Sú nýbreytni að taka upp tvöfalda keppni í þessu formi, virðist ætla að gefa góða raun. Almennt var ekki búist við því að knatt- spyrnumenn yrðu konmir í þjálf un svo snemma, sem leikirnir hsfjast að þessu sinni, én það undarlega hefur skeð að meira að segja í fyrstu leikjunum voru menn komnir í sæmilega þjálfun og kemur þar fram að það er hægt f-yrir knattspj'rnu- menn okkar að vera komnir í þjálfun í apríl ef þjálfun þeirra er rétt upp byggð. Með þessu er raunverulega verið að lengja okkar stutta sumar. Ef athugaður er hinn knatt- spyrnulegi árangur í þessu móti (fyrri hluta), þá er hann alvarlega lélegur. I aðeins tveim leikjum hefur komið fram all- sæmileg knattspyrna, og var það leikur KR við Val og ’eik- ur Vals við Fram. Allir hinir leikir liðanna hafa verið léleg- ir, og t. d. leikur KR og Víkings (2:0) var svo lélegur, að mann furðar á að slíkt geti komið fyrir í meistaraflokki, ef ann- ars á að gefa slíkum leik svo veglegt heiti. Því var slegið föstu hér að framan að þjálfun manna væri nokkuð sæmileg, en á hv.erju stendur þá? Senniiegt er að höfuðorsökin sé hugsun- arleysi sem sumpart er sprott- in af því að menn nenna ekki að hugsa, sumpart af því þeir skilja ekki hvað þeir eru að gera og hvað við liggur hverju sinni. Þess vegna verður leikur þeirra utangátta, bæði fyrir þá sjálfa og samherjana. Það tíef- ur aldrei komist inn í höfuðið á þeim að knattspyrna er flók- inn leikur, sem krefst skipulags og samstarfs, en öll flókin vandamál krefjast hugsunar. Maður spyr: Hvers vegna spyrnir maður 20 m. til mót- herja þó hann standi nær hinu þráða marki ef samherji er frír og 10 m. nær? Af hverju getur stundum, og það oft verið ómögulegt fyrir þann sem hefur knöttinn að finna samherja, samherja sem spvrna má til? Svarið verður á þessa leið: 1 fyrra tilfellinu hugsar sá ekki sem spyrnir, í því síðara hugsar enginn sam- herjanna, og svona mætti lengi spyrja og svörin eru flest á sömu leið. Það sem vantar hér fyrst og fremst, er því hugsun og lifandi áhugi, Nú vill svo til að þrjú félögin hér hafa er- lenda þjálfara. Valur Devine, Fram Mac Krea og nú síðast liefur Víkingur fengið þýzkan, gamalkunnugan þjálfara hér Fritz Buchlok. Hann var hér fyrir stríð og hafa Víkingar nú fengið hann aftur og vænta sér mikils af honum. Óli B. sér um þjálfun KR og með tilliti til þess að Óli hefur alltaf vérið einn af okkar beztu ieikmönn- um og hefur farið í þjálfskóia í Englandi, ætti hann að þelckja leyndardóma knattspyrnunnar. Þessi þjálfarafjöldi hér ætti að vera nokkur trygging fyrir þvi að ekkert væri til sparað um þroska og þróun knattspyrn- unnar. En það þarf meira en góða þjálfun það þarf vilja og áhuga þeirra sem læra eiga, en það er mjög dregið í efa að það sé fyrir hendi nema þá sem undantekningar. Takist þjálfurunum að glæða hugsun leikmanna, svo að þeir komi nokkurnveginn auga á kjarna knattspyrnunnar þá er stór árangur fenginn. Þó við verðum svo að bíða nokkuð þar til sá þroski er fenginn sem við getum viðunað. íslandsmótið er nú byrjað og spáir engu góðu Hvemig verður síðari hluti Reykjavíkurmótsins ? Við sjá- um hvað setur. haustin. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort félagið verð l'ur áfram í All svenskan eða ^það fellur í lægri flokk. Það verður gaman að sjá [þennan flokk hér. Þar gefst tækifæri til að sjá sænska fé- lagaknattspymu, og béra hana saman við okkar, og vissulega munum við fá að sjá góða knattspyrnu hjá þessu liði. W>AÐ er staðreynd að< Þjóðviljinn er næst-útbreiddasta blað bæjarins. er því Ijóst að< Þjóðviljinn hefur aíla möguleika til að vera gott auglýsingablað. ÞAR er þess vegna sjálfsögð skylda allra velunnara blaðsins að vinna að því að svo verði ÞAÐ getið þið gert m. a. með því að lesa auglýsingarnar í blaðinu að staðaldri, fara eftir þeim þegar hægt er að koma því við og láta þess getið að það sé vegna auglýsingar í ÞJÓÐVILJANTJM. y ‘ x -

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.