Þjóðviljinn - 08.06.1948, Page 4

Þjóðviljinn - 08.06.1948, Page 4
PJGÐ VILJ INW Þriðjudagur 8. júni 1948. þJÓÐVILJINN ruwi' SAiu«i»fiiQi£arrioknur aUDvnu ooöitiiiataílokJLumxií Rltstjórar. Magnús Kjartansson, SlgurSur Ouflmundmoii 'áf> P'rettarltstjOrl JOn Bjarnasor Blaðamenn Aii Kárason, Magntie Tortl Olafsson. Jönas Arnaaon R.ltstj6rn afgxelðsla, auglýsingar, prentsmlðla Skólavörðn •tíg 19 Síml 7500 (þrjör Iinur' * «kr*ftaverð kr 10.00 á mánuSl. — Lauaasóluverfl 60 aur elnt Prentsmlflja ÞjASvtljana b. f Sósfailstaflokkurlnn. Þórsgötu 1 — Sfml 7510 (þrj&r linur) ..Ekkert um mannætur?" Fyrir nokkrum dögum birti Þjóðviljinn leiðara með nafn- inu „Svertingjar og trúboðar", Var ]iar minnzt á algert for- dómaleysi láleadinga gagavait oSru vísi litum þjóðuxa og tekið sem dcemi óblandin a<Viáiin þeirra á svertingjanum McDonald Bailey er keppti hér á íþróttavellinum. Bent var á ómenningu kynþáttaofsóknanna í Bandarílcjunum og boð- endum bandai’íkjatrúboðsins liér á landi ráðlagt að reyna heldur að kenna vinum sinum vestra eitthvað um mann- réttindahugsjónir íslendinga í stað þess að vinna. að því að troða bandarískri ómenningu upp á íslenzku þjóðina. Þessi hógværa ráðlegging virðist hafa komið óvenju sárt við kaun Bandaríkjapostulamia. Morgunblaðið, Vísir og Tíminn hafa birt ritstjómargreinar um málið, hvert nokkuð eftir sínu innræti. Að sjálfsögðu gekk Vísir lengst, ritstjór- inn virðist hafa skrifað leiðarann alveg glórulaus, fann það t. d. út að Þjóðviljinn væri eina blaðið sem hefði hneykslazt á komu Baileys hingað til lands. Vísir fullyrti að það væri eitthvað annað en engilsaxar kynnu ekki að meta íþrótta- menn þó blökkumenn væni! íþróttamönnum Vísis skal ráð- lagt áð lesa nýlega grein eftir einn af meðlimum alþjóðlegu olympíunefndarinnar, Sir Noel Curtis-Bennett, um kjör hins heimsfræga svertingjahlaupara Jesse Owens, er færði Bandaríkjunum hvorki meira né minna en fjóra gullpen- inga. á ólympíuleikjunum í Berlán 1936. Að þessum ágæta íþróttamanni var þannig búið að tveimur árum eftir hina glæsilegu sigra í Berlín hafði hann varla til hnífs og skeiðar, „stjma í gær — ekkert í dag“ segir hann sjálfur. Morgimblaðið játaði að ýmislegt væri ljótt gert við svert- íngja í Bandaríkjunum, en það stæði allt til bóta, og flýtti -sér svo að segja að menn ættu miklu bágara í Rússlandi! Tíminn- tók undir þessa röksemdafærslu, sem ekkert er annað en vesæl, gegnsæ tilraun að réttlæta svertingjáof- sóknir af því þær passa ekki inn í áróðursglansmyndina af -alsælunni westra. En Tíminn var svo óheppinn að birta í sama blaði á for- síðu viðtal við íslenzka frú úr Suður-Afiíku, sem virðist á fáiun árum hafa dmkkið í sig fyrírlitninguna á blökkumönn n.m, sem ríkir í því „lýðræðislandi". Frúin fræðir blaðið og iesendur á því að hún hafði fjóra svarta þjóna sem vinni öll erfiðustu verkin. Tíminn spyr um „viðhorf negranna til þeirra hvítu“ og fær þær upplýsingar að ómenntaðir svert-. ingjar líti upp til hvítu mannanna, þyki sjálfsagt að hlýða þeim í hvívetna og beri djúpa virðingu fyrir þeim. „En í mörgum þehn menntuðu sýður beizkjan og hatrið undir niðri til hvíta kynstofnsins“, segir frúin, og bætir við að bvítir menn treysti ekki svertingjum bctur en svo a.ð þeir hafi alltaf skammbyssu til taks í heimahé.e . og aldiei sé þorandi að skilja eftir hvíta konu eina síns liðs! Eftir þessar , upplýsingar" eru hárin farín að rísa á Tímamannmum svo næsta sj)uniing hans verður: „Ekkert um mannætur?“ En þá siær þó frúin undan, „nei, ekki hygg ég það,“ o. s. frv.! Það hefur stundum verið sagt, að sú útflutningsvara, íslenzk sem sízt mæli með landi og þjóð sé það íslenzkt kven- fólk sem út slæddist á stríðsárunum. Hvað sem því líðxu' ei' sá hroki og áróður sem kemnr fram í þessu viðtali mjög f jarrf íslenzkum hugsunarhætti, svo fjarrí að furðulegt er að sjá íslenzkt blað liá slíkum þvættingi rúm. Hefði blaðið í þess stað frætt lesendur sína um þá gegndarlausu kúgun sem mikill meirihluti Suðurafríkubúa býr við hefði þao umiið þarfara verk og drengilegra en að reyna að lauma inn 'í íslenzku þjóðina viðbjóðslegum áróðurstuggum kynþátta- liaturs og hroka. ; BÆJARPOSTIUINN] -"■■■■nHnÉína Afloldð hræsnisromsu Afturhaldið á Islandi er búið að ljúka af sinni árlegu hræsn- isromsu um „hetjur hafsins, ‘ sem alltaf séu reiðubúnar að drukkna, ef slíkt gæti stuðlað að því, að þessi þjóð eignaðist nóg af þorski til að selja úc- lendingum. — Sjómannastéttin hefur hlotið sinn árlega blóma- búkett fagurra lýsingarorða með ástarkveðjum frá auðctétt inni. — Þaö er búið að óska sjó mannastéttinni til hamingji með það dásamlega hlutskipti að mega strita fyrir lífi allrar þjóðarinnar og skapa þann gjaldeyrisgrundvöll m. a.,- að nokkrir menn geti haldið áfram að aka lúxusbílum og byggja villur. Einstöku fulltrúar aftur- haldsins hafa meira að segja ekið £ lúxusbílum sínum niðrað Austurvelli til að þegja þar í eina mínútu til heiðurs þeim „hermönnum íslands,“ sem hafa fallið á „orustuvellinum." — Sjómaxmadagurinn 1948 er liö- inn. * Hvíldardagur! Fulltrúi útgerðai-manna á svölum Alþingishússins í fyrra- dag, Jakob Hafstein, lýsti því yfir, fyrir hönd stéttarbræðra sinna, að þeir væru dæmalaust ósköp ánægðir fyrir því, að sjó menn skyldu hafa valið sér einn dag á ári sem hátíðis- og ,,hvíldar“-dag. Hvíldardag! Vissi þá ekki Jakob Hafstein að einmitt er hann mælti þessi orð var mikill meirihluti íslenzkra sjómanna á hafi úti, stritandi við hin erfiðu framleiðslustörf, þar sem hvíldartíminn er við- líka stuttur og vinnutími sumra þeirra, sem í landi starfa og stærstar eiga villumar, •— og er þá mikið sagt. — Sjómanna- dagurinn er yfirleitt ekki meiri hvíldardagur sjómanna en vana legír dagar. Þann sólarhringinn gilda t. d. á togurum lögin rnn 8 stimda hvlld og 16 stunda strit, ekki síður en aðra sólar- hringa. ★ l>ögu um vökuJögin nýju Roskinh háseti minntist í út- varpsviðtali á fyrri vökulögin, og hina fíflalegu baráttu gegn þeim, en hinir opinberu ræðu menn dagslns sýn.du útgcrðar- mönnurn þá kursteisi að minr - ast ekki á „nýjú vökulögin.' Það skorti hvorki hróssyrði né hástemmdar lýsingar á gildi.sjó mannastéttarinnar fyrir þjóðai- búslcapinn, - en um það hags- munamájið, sem togarasjómönn um er nú efst í huga, vökulögin nýju, ríkti alger þögn. — Al- þýðublaðið sýndi sjómönnum þann heiður að tvöfalda sig, og meira en það, þennan dag, — en þó nægði ekki plássið til að nokkurstaðar væri hægt að koma fyrir klausu um það mál, sem nú er mál málanna í hags- munabaráttu sjómanna. Alþýðu blaðið sagði mikið um að ís- lenzkir hásetar eru ekki sömu réttlausu þrælarnir, sömu vinnu dýrin og áður fyrr — en ekki eitt orð um vökulögin nýju. ★ Ilversvegna? Samt vita allir, að einsog stendur er hér um að ræða helzta áhugamál starfandi sjó- manna. En hversvegna ríkir alger þögn um þetta mál þann dag ársins sem á að vera helg- aður hagsmunamálum íslemJcra sjómanna? Ástæðan er sú, að skipan hátíðahalda þennan dag er nú að mestu í höndum manna, sem beint eða óbeint starfa í þjónustu þeirra afla, er telja hagsmuni sína skerta í hvert sinn sem sjómenn, eða annað vinnandi fólk, öðlast rétt arbætur. Sjómannadagurinn grundvall ast á fagurri liugsim. Og hann er helgaður þeirri stétt, að hann ætti að geta verið einn fegurst- ur hátíðisd. á Islandi. Sjómönn- um eru vissulega verðug fögur ummæli frá okkur öllum. En þeir, sem þessi ummæli flytja, eiga að sýna í verki, að hugu” fylgi máli. — Annars er sjó- mannadagurmn dagur hræsninn ar. Vfslr hefur nú geflð þá skýr- ingu á daga- tali sínu, að aldrei sé reilcn aður með, dag urinn sem blaðið kemur út. Dagurinn' f dag er sem sé daglega gleymdur þarua á ritstj.skrifstofunni. I>að kemur m. ö. o. aldroi fyrir að þeir Vísismenn lifi á líðandi stundu — „við lokkandi söngvanna klið, tra, la, la!“ títvarpið í dag: 19.30 Tónleikar: Zigeunalög (plötur). 20.20 Einsöngur: Maggie Teyte syngur (plötur). 20.35 Er- indi: Skordýraplágan og skordýra eitur (dr. Áskell Löve). 21.00 Tón- leikar: Haydntilbrigðin eftir Erahms. 21.35 Upplesíur: Úr ferða- bók Tómasar Sæmundssonar (Jakob Benediktsson). 21.50 Tón- leikar (plötur). 22.05 Djassþáttur (Jón M. Árnason). KBOSSGÁTA NB. 50. Tí © TryKgvi gamli kom frá Eng- landi í gærmorgun. Færeyskur tog ari kom hingað í gær af veiðum Drottninginn kom bingað í gasr- morgun. Isflsksalan. Togarinn Akurey seldi í Hamborg á laugardaginn 285 9 tonn. Þessi fiskiskip hafa selt í Fleetwood síðan 1. júni: Ágúst Þórarinsson 869 klt fyrir 3747 pund, Pólstjarnan 3799 kits fyrir 8925 pund, Stjarnan 891 kits fyrir 1642 þund. Straumey 3406 kits fyr- ir 8471 pund og Slelpnir 865 vættir fyrir 1499 pund. — 5. þ ,m. seldi Hrafnkell 63,5 tonn í Hamborg. Skip Eiuarssonar og Zöega: Foldin losar frosinn fisk í Dundee. fermir i Hull 11. þ. m. Vatnajökúll er í Reykjavík, M. s. Lingestroom er í Reykjavík, E.s. Marleen fermir í Amsterdam 8. þ. m. vörur beint til Reykjavíkur. E I M S K I P: Brúarfoss er í Leith. • Goðfoss koin til Rvíkur kl. 01.00 i fyrrinótt frá Hull. Fjallfoss fór frá Siglu- firði 3. 6. til Danmorkur. Lagarfoss kom til JÆÍth 5. 6. frá Rvík. Reykjaíoss er í Reykjavík. Selfoss fór frá Vestmannaeyjum 3. 6. til Inningham og Antwerpen. Trölla- foss fór frá N.Y. 5. 6. til Halfas. Horsa fór frá Antwerpon 5. 6. til Leith. Lyngaa er i Finnlandi. KIKISSKIP: Esja kom til Siglufjarðar kl. 10 í gærmorgun á austurleið. Herðu- breið kom til Hornafjarðar kl. 7 í gœrmorgun. Súðin var á Djúpa- vogl. Þyrill kom til Hvíkur um kl. 4 í gær. Skjaldbreið er í Rvík. Skip 8.I.S.: Hvassaiell er í Kotka i Finn- jandl. Vigör er í Hull. Varg er á Fáskrúðsfirði. Vord er 4 leið frá Álaborg til Borgarhess með sem- ent. IÁrétt, skynng: 1. í>vo, 4. ílát, 5. lengdarmál, 7. mylsna, 9. hvíla, 10. vin, 11. ílát, 13. ung, 15. forfeð- ur, 16. vökvi. Lóðrétt, skýring: 1. Hvildist, 2. ríki, 3. keyr, 4. auman, 6. helgiat- höfn, 7. lítill, 8. mánuður, 12. per- sónufornafn, 14. hljóð, 15. tímabil. Lausn á krossgátu ur. 49. Lárétt, ráðniug: 1. Kaldi, 4. há, 5. La, 7. fát, 9. æfa, 10. raf, 11. snú, 13. ar, 15. ær, 16. ótrúr,. Lóðrétt, ráðnlng: 1. K4, 2. ljá, 3. il, 4. hræða, 6. aðför, 7. fas, 8. trú, 12. nár, 14. ró, 16. ær, Smnarheimlli templara að Jaðri verður opnað í dag. Síðar í sumar verður tekið á móti dvalargestum til jengri eða skemmri dvalar. Hjónaband. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Garðari Svavarssyni, ungfrú Erla Eyjólfsdóttir og Ragnar Jónsson. Heimili þeirra er á Bargstaða- stræti 50 B. Fvlltrúaþing Sambands íslenzkra barnakennara hefst í Melaskólan- um i Reykjavík miðvikudagiun 9. júni kl. 20.30. Bergmál Vísis i-æðír íræðslustarfsemi sína si. laugardag á — , eftirfarandi hátt. (Með orðinu ,,koiin - arar" er hér átt við blaðameun Vísls): „Það er al- kunua, að þótt kemmrar séu af- bragðsvel aö sér, geta orðið á vogi þeirra þvílíkir autar í hópi nem- endanna, aó þe;r fái engu f þá troðið. Er það aðeins hliðstæða sögunuar um heimskiugjann og hina spöku menn". — (Með orð- unum „hlnir spöku menn" er auð vitað elnnlg átt j-ið hlaðamenn Vísis). Næturakstur í nótt annast Hreyf- ill. Sími 6633. Næfurvörður er í Ingólfsapóteki, — Simi 1330. Veðrið í dag. Suðvesturlano og Faxaflói: Norðan og norð- austai' kaidi eðn stinniugskaldi.. Víðast lettskýjað. Nýja bíó: N 0B HILL Revíufihna af svipuðu tagi og allar aðrar, „litskrúðið" feykur á ógleðina, sem þessar tildurs- legu „skniutsýningar“ á fót- Framhald é 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.