Þjóðviljinn - 08.06.1948, Qupperneq 6
ÞJÖÐVILJINN
v
6
Þriðjudagnr 8. júní 1948.
200.
1 ...
Samsæríð mikla
[
eftlr
í
MICHAEL SAYEES oa ALBEBT E. KAHK
Um þetta leyti voru í rauninni til tvaer pólskar ríkis-
stjórnir. Auk útlagastjórnarinnar í London var bráða-
birgðastjórn, hin svonefnda Varsjárstjórn, í Póllandi
sjálfu. Varsjárstjórnin, sem byggðist á bandalagi andfas-
istiskra stjórnmálaflokka Póllands, lýsti ógilda hina fas-
istisku Pilsudiskistjórnarskrá frá 1935, sem Pólverjar í
London héldu fast við. Varsjárstjórnin var fylgjandi víð-
tækum efnahags- og stjórnmálaumbótum í Póllandi af-
námi lénsgóssanna og náinni, vinsamlegri sambúð við
Sovétríkin. ■
Á Jaltaráðstefnunni í febrúar 1945 ræddu Roosevelt,
Churchill og Stalín framtíð Póllands ýtarlega og komu
sér saman um, að Varsjárstjórnin skyldi „endurskipu-
lögð á breiðari, lýðræðislegiun grundvelli með þátttöku
lýðræðissinnaðra leiðtoga í Póllandi sjálfu og meðal Pól-
verja erlendis," og síðan viðurkennd sem lögleg bráða-
birgðastjórn landsins.
Pólsku útlagarnir í London og brezkir og bandarískir
bandamenn þeirra snerust öndverðir gegn Jaltasamkomu-
laginu. Það var fordæmt sem ,,svik við Pólland." Dipló-
matisk launráð voru brugguð til að hindra framkvæmd
Jaltaákvarðananna.
Hinar sovétfjandsamlegu æsingar og ráðabrugg varð-
andi Póllandsmálin náðu hámarki í maí 1945 er sovét-
stjórnin tilkynnti, að hún hefði látið handtaka 16 erind-
reka útlagastjórnarinnar í London og ákært þá fyrir
sovétf jandsamlegt samsæri.. Pólsku útlagarnir í London
lýstu yfir, að þessi framkoma- soyétstjómarinnar væri
skýrasta dæmið um þá fyrirætlun Moskvamanna, að
kæfa „pólskt lýðræði" og þröngva „rauðliðaeinræði upp
á pólsku þjóðina....
Nafnkunnastur þessara 16 Pólverja, sem sovétstjórnin
lét handtaka, var Leopold Bronislaw Okulicki hershöfð-
ingi, fyrrverandi herráðsforseti útlagahersins. Þessi her
hafði leikið aðalhlutverkið í hinni sovétfjandsamlegu her-
ferð pólsku útlaganna.....
Þessi pólski her var í upphafi stofnaður1 í Sovétríkj-
unum árið 1942 með sovét-pólsku samkomulagi til þess
að berjast við hlið Rauða hersins gegn Þjóðverjum.
Honum var stjórnað af Wladislaw Anders hershöfð-
ingja, fyrrverandi meðlim í „ofurstaklíkunni," sem hafði
ráðið öllu í Póllandi á tímum einræðisstjórnar Pilsudskis.
Til að æfa og útbúa her Anders til hernaðaraðgerða gegn
Þjóðverjum veitti sovétstjórnin 300.000 rúblna vaxta-,
laust' lán og gerði honum fært að afla nýliða og setja upp j
herbúðir. En samt voru Anders hershöfðingi, Okulicki og
aðrir pólskir hernaðarsinnar á laun andvígir bandalag-
inu víð Rauða herinn. Þeir héldu að Sovétríkin hlýtu að
bíða skjótan ósigur fyrir Nazista-Þýzkalandi og hög-
uðu sér eftir því.
Skýrsla frá Berling ofursta sem síðar varð yfirmaður
heráfla Varsjárstjónarinnar, leiðir í ljós, að 1941,
skömmu eftir myndun fyrstu pólsku hersveitanna í
Sovétríkjunum, hélt Anders hershöfðingi ráðstefnu með
foringjum sínum og sagði þá: j
Þegar rauði lierihn hrynur saman undan högg-
um Þjóðverja, sem ekki verður seinna en eftir
nokkra mánuði mun okkur takast að brjóta okkur
leið til Iran um Kaspiahaf. Þar sem við verðum
eina vopnaða valdið á þessu svæði, munum við hafa
\B.TRAVEN:
K E R
74. DAGUR.
R A N
veitanda gagnvart skuldugum vinnuþiggjanda. Lög-
reglustjórinn sagði hreinskilnislega, að stúlkan
væri enginn þjófur, þetta væri auðsjóanlega fölsk
ákæra.
Læknirinn sagðist ætla að tala við konuna sína.
Konan sagðist ætia að reyna stúlkuna. Hún tól.
Rosario til prófs, og var svo ánægð með vinnubrögð
hennar og þrifnað, að hún fékk manninn sinn til að
borga sektina.
Þannig seldi lögregiustjórinn lækninum Rosario
upp í sektina og málskostnaðinn. Kona læknisins
var ekki nærri sér, hún borgaði Rosario óheyri-
lega hátt kaup — hvorki meira né minna en sjö
pesos á mánuði, og lét stundum þá atliugasemd
fylgja, að Rosario verðskuldaði að minnsta kosti
tuttugu pesos á mánuði, því hún væri fullfær um
að stjórna heimili hjálparlaust.
En Rosario varð nú að vinna kauplaust í átta
mánuði, til að borga skuldina. Hún var ennþá
j fangi, og það var hægt. að „stinga henni inn,“ ef
I hún reyndi að strjúka, áður en skuldin var greidd
að fullu — læknirinn hafði fengið lögreglustjórann
til að samþykkja það.
Auðvitað þarfnaðist Rosario ýmislegs — nærfata,
kápu og þessháttar. Hún varð að fá lánaða pen-
inga hjá frúnni fyrir því, og þannig óx skuidin.
En átta mánuðum seinna var hún skuldlaus, og
gat farið hvert sem hún víldi. Hún ætlaði til
Tuxtla, því hún vissi, að þar var kaupið miklu
hærra, en læknisfrúin bauð henni tíu pesos á mán-
uði, og Rosario gekk að því. Þessi launahækkun
varð til þess, að allir betri borgarar í bænum bann-
færðu frúna, fyrir að spilla þjónustuetúlkunum og
hrista grundvallarstoðir þjóðfélagsins/
Rosario var i tvö ár hjá læknishjónunum. Að öll-
um líkindum hefði hún orðið þar'í tvö ár til, ef allt
hefði gengið að óskum. En lækninn fór að langa
í tilbreytingu — hann þekkti konuna sína orðið állt
of vel; hún fullnægði honum ekki lAgur. Og hanrt
fór að gefa Rosario hýrt auga, eins og hann bygg-
ist við að hún gæti gefið honum eitthvað meira en
konan hans.
Dag riokkurn fór frúin í heimsókn til grannkon-
unnar. Læknirinn var einn. Hann.bað stúlkuna að
koma inn á viðtalsstofuna. og sagð! við hana:
„Rosario, ég hef tekið eftir því, að þú ert eitthvað
veil í lungunum’ — þú getdr hæglega verið með
, berkla.“
! Hann skýrði fvrir henni hvað berkla.r væru, og
hræddi hana með því, að hún gæti dáið, eða orðið
svo mögur og ljót, að enginn karimaður vildi líta
við henni, og ef henni hlotnaðist einhver, þá myndu
börnin þeirra hrynja niður, og hver óhamingjan á
fætur annarri dynja yfir hana.
Þetta síðasta reið baggamuninn. Rosario langaði
til að giftast st.rax og hún fyndi rétta manninn. Hún
var of heilbrigð kona, til að geta þola.ð t.il lengdar
að vera án ‘samneytis við karimann. Og fvrst og
fremst langaði hana til að ala. manninum sínum
hraust og heilbrigð börn.
Hún lét lækninn rannsaka sig, eftir að hann var
búinn að tala lengi við hana, og hræða hana álíka og
prestarnir skriftabörn sín, þegar þe.r ógna þeim
með eilífum helvítiskvölum, svo að þau gefi nógu-
örlátlega í guðskistuna.
Hann sagði, að það væri eins og sig hefði grunað,
annað lungað væri illa farið, það væru síðustu for-
vöð að hefjast handa. En þetta varð kostnaðarsöm
lækning. Hann ætlaði nú ekkert að taka í verka-
laun, þar sem hún vann á heimilinu, en meðöiin —
sprautuefnið —- varð hún að borga.
Hann sprautaði hana strax, til að stöðva sjúk-
dóm, sem liún hafði aldrei fengið snert af. Hún var
svo hraust og heilbrigð, sem aðeins blóðhrein
Indíánastúlka getur verið.
Þegar hann var búinn að hreinsa sprautuna
sagði hann: „Sprautan kostar sex pesos, en ég skal
sleppa þér með tvo. Þú þarft að fá að minnsta
kosti þrjár sprautur í viku, ef þú átt að ná fullri
heilsu.“
„Já, en senor doktor — lierra læknir,“ sagði stúlk-
an, „hvernig á ég að borga sex pesos á viku, þegar
kaupið mitt er ekki nema tveir og. hálfur?“
Hann rjátlaði við lækningaáhöldin — eða bótt-
ist gera það. ' 1
Síðan snéri hann sér að henni og sagði:'„Eg skil
það vel, Rosario —* þér er um megn að borga það.
En ég get ekki gert þetta endurgjaldslaust. Þetta
er nú sérgrein mín, atvinna mín. Það er andstætt
stéttarheiðri okkar læknanna að gefa vinnu okkar.
Námið er dýrt, lækningaáhöldin kosta stórfé, og
meðölin eru hryllilega dýr. En hvað er að fást um
það, ef það getur bjargað lífi þínu — þig langar
líklega ekki til að deyja?“
„Nei, nei! Eg.vil ekki deyja,“ sagði hún. „Góði
senor doktor, hjálpið mér svo ég deyi ekki“.
Hann varð ísmeygilegur á manninn og d&gði:
„Það var rétt. Iívers vegna ættir þú líka að deyja,
þegar þú getur lifað og orðið hamingjusöm með
eiginmanni og börnum?"
Rosario hló, en augu hennar voru vot.
„Eg hef verið að hugsa um þetta, Rosario,“
sagði hann. „Sjáðu nú til, ég þai-f að segja þér svo-
lítið, en þú mátt ekki segja frunni það, því þá ber
hún þig. Frúin er ekki alveg frísk «em stendur, þó
hún líti út fyrir að vera það. Hún getur ekki sofið
hjá mér — skilurðu livað ég á við?“
„Já — ég skil það,“ sagði hún.og grunaði strax
áffámhaldið. Þetta- var nokkurnveginn það sama -og
fyrsti húsbóndi hennar hafði sagt — bara ruddaleg-
ar og berorðar. Hann hafði beitt valdi við hana,
barið hana og jafnvel hótað að skjóta hana, ef hún
vildi ekki ganga sér í eiginkonu stað.
„Jæja., Rosario," sagði læknirinn, „þú skilur mig
þá. Eg verð að hafa kvenmann. Eg get ekki farið
mánaðarlega til ffapachula eða Tonala til að fá mér
kvenmann. Eg skal gefa'þér þrjár sprautur viku-
lega, og þú borgar — ég á við að þú vérðir. svo til-
kippileg við mig á eftir hverri sprautu. Svo mikils
hlýturðu þó að meta heilsu þína og líf —■ og barn-
anna þinna, eða hvað finnst þér ?*‘
Hún hugsaði sig um. „J-a-á. En ég vil ekki eigr
barn með yður, senor doktor, því þá get ég aldrei
eignast góðan eiginmann — það vitið þér vel,
senor doktor.“
Hann klappaði henni friðandi á öxlina og sagði:
„Eg er þó læknir — er það, ekki? Eg skal sjá um
það. Eg vil ekki eiga í neinum erjum við Esposu
mína, því máttu trúa. Ef þú verður- barnshafandi,
Hitler Pólverjum að hrifsa Tschenhérað frá Tékkum þegar
Tékkóslóvakíu var skipt. Árið 1939, rétt áður en nazistar réð-
ust á Pólland, neituðu pólsku hernaðarsimiarnir enn að
hverfa frá sovétfjandsamlegri stefnu sinni þótt hún þýddi
sjálfsmorð fyrir þá, þeír höfnuðu tillögu um hernaðarbanda-
lag við Sovétrikin og vildu ekki leyfa Rauða hernúm að fara
yfir Pólland gegn her nazista. Afleiðingar þessarar stefnu
fyrir Pólland voru skelfilegar, og næstum strax eftir innrás
nazista flýði pólska stjórnin úr landi og tók með sér pólska
gullforðann. 1 Pralcklandi og síðar í Englandi héldu fulltrúar
þessarar pólsku stjórnar, sem kölluðu sig pólsku útlaga-
stjórnina, áfram hinu sovétf jandsamlega ráðabruggi sem
hafði leitt.ógæfu yfir þjóð þeirra. 1 þessu ráðabruggi nutu
þeir stuðnings sterkra afla meðal leiðtoga í efnahagsmálum,
stjórnmáium og trúmálum, sem álit.u .sigur Soyétríkjanna í
stríðinu við Nazista-Þýzkaland ógna hagsmunum sinum.
.
D A V I Ð
I