Þjóðviljinn - 10.06.1948, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.06.1948, Blaðsíða 1
1 aríkin að ^anuftim m m$ an alges*Iega segja II '’etar ©g Frakkas* Paul Hoífman, yfirstiórnandi Marshalláætlunar- j innar heíur nú sent ríkisstjórnum Marshalllandanna 16 uppköst að samningum þeim, sem ákveðið er mælt fyrir í lögunum um Marshalláætlunina, að þau skuli aera við Bandaríkjastjórn. Fréttaritarar hafa það eftir embættismönnum í London og París, að uppköstin séu svo óhagstæð Evrópuríkjunum, að engin líkindi séu til, að gengið verði að þeim ó- þreyttum. Litlar upplýsingar hafa verið gefaar um efni uppkastanna, en þó er vitað, að þau eru öll á þann veg, að krafízt er mikilla skuldbindinga af Vestur-Ev- rópuríkjunum, en Bandaríkin lofa litlu í staðinn. Þannig er þess t. d. krafizt, að Evrópu- ríkin skuli vera bundin af skuld- bindingum sínum í f jögur ár e.i i aðstoðarloforð Bandaríkjanna nær aðeins til eins árs, og at- burðir síðustu vikna á Banda- ríkjaþingi hafa sýnt, að því er varlega treystandi. Verzlimarfrelsi EvTÓpuland- anna skert Hin hálfopinbera, franska fréttastofa France-Presse segir, Gfðisiga? eg hxáh&z feafa skilysðsslans! samþykkt Sjögtttta vskna vopaahlé Bemadotíc greifi, sáttasemjari SÞ í Palestími skýrði Tiygve Lie, aðalritara SÞ frá því í skeyti í gær, að bæði Gyðingar og Arabar hefðu skilyrðislaust falGzt á tiliögur símr rnn vopnahlé í Palestmu. Vopnaliléið hefst kl. 6 í íymimálið eftir ísJeiszkum tíraa og á að standa í fjórar viliur, en á meðan á að leita um sættir milli ísraelsríkis og A rabaríkjanna. að það sem brezk og frönsk yf- irvöld hafi sérstaklega á móti, séu þær ströngu hömlur, sem í uppköstuniun er settar á verzl unarfrelsi landanna. Talið er að samningaumleitanir Banda- rikjamanna og hvers einstaks af Marshalllöndunum hefjist f Washington í lok þessa mánað- ar. I London er fullyrt, að Bret- ar samþykki aldrei samning, sem ekki er breytt frá uppkasti Hoffmans. fær eins atkvælis fneirihluta Utanríkismálanefnd franska þingsins samþykkti í gær með eins atkvæðis meirihluta, 21. gegn 20, tillögu sósíaldemó- krata og kaþólskra að mæla með ákvörðunum sexveldaráð stefnunnar um Vestur-Þýzka land og lýsa trausti á stjór'i Schiunans. irmis skilyrði voru þó sett varðandi ákvarðanir rá ? stefnunnar. de Gaulle hefur for dæmt ákvarðanir- sexveldaráð stefnunnar og segir, að þær muni annaðhvort leiða til styrj aldar eða sigurs kommúnista í Þýzkalandi. Rússar neita að rýma útvarpshús Sovétyfirvöldin i Berlín hafa hafnað kröfu Breta, að þau láti rýma útvarpshúsið í hinum brezka hemámshluta borgarinn ar, sem Rússar hafa haft til af nota síðan þeir tóku Berlín 1945. Segja þeir Breta ekki hafa neinn rétt til að vísa þeim ? burt. Scgjast Rússar ekki taka það alvarlega, er Bretar gefa í skyn í orðsendingu sinni, að þeir kunni að reka starfslið sovétútvarpsins úr byggingunni með valdi, því það myndi haf i mjög óæskilegar afleiðingar. VsrSer Gottwald Miðstjórn Kommúnistaflokk-j Tékkóslóvakíu hefur lagt til við miðstjórn Þjóðfylkingarinr. • ar, sem stendur að núverandi stjóm, að Þjóðfylkingin bjóði á ©Iimm degi I Giikklandi Fjöldamorð bandarísku leppstjórnarinnar í Aþenu halda stöðugt áfram. I gær voru tveir menn teknir af lífi í Kosani í Makedóníu. átta dæmdir til dauða t Lamia, fjórir í Saloniki, 14 r Aþenu, tveir í Florina og 12 annarsstaðar í Makedoníu, eða 42 menn líflátnir og dæmdir til dauða á einursi degi. Tilkynnt er í aðalstöðvum Markosar, að Lýðræðisher- inn hafi tekið 15 þorp ! Epírus. fram Gottwald forsætisráð- herra, er þingið kemur sama.i til að kjósa forseta í stað Ben- esar. Miðstjórn Kommúnista • flokksins leggur tii, að Antonin Zapotocky, forseti Alþýðusam- bands Tékkóslávakíu og núver- andi varaforsætisráðherra, taki við af Gottwald sem for- sætisráðherra. vilja la Sósíalistar á Akureyri séndu bæjarstjórn Akureyrar í gær erindi, þar sem skorað er á bæjarstjómina að beita sér fyrir því að Akureyrarbæ i'erði úthlutað tvéim af þeim nýju togurum er rikisstjómin hefur nú samið um smíði á. Ennfremur að bæjarstjóm skori á síjórnina að sjá svo um að stofnlánadeild sjávarútvegSins verði aukin svo hægt verði fyrir bæjarfélög að fá lán til togarakaupa með a. m. k. jafnhagkvæmum björum og giitu um lcaup nýsköpunartogaranna. Vopnahlésskilmálarnir, eins og öryggisráðið og Bernadotte greáfi hafa ákveðið þá eru þess- ir kelztir: Þær f jórar vikur, sem vopna- hléið stendur em allar hernað araðgerðir bannaðar á landi, r. lofti og á sjó. Vígstöðvamar -siga að ver^ óbreyttar. Eíngir liðsflutningar milli ein staJkra landa eða mnan landa : áttina til Palestínu mega eig.i «ér stað. Elnginn innflutr.ingur vopn • aðm manna eða hemaðar- þjáifaðra til Palestínu er lcyfð- ur. Þeir vopnfærir menn, sem til landsins flytjast, verða hafðir í sérstöluun búðum imdir eftirliti óviíhallra raanna. Alþjóða rauði krossinn má ekm annast flutninga matvæla og annarra nauðsynja til hinna innikróuðu Gyðinga í Jerúsa- lem. Shertok, utanríkisráðherra ? stjórn Israelsríkis sagði í Tel Aviv í gær, að Gyðingar vær:i fúsir til samvinnu við sátta- semjarann, en þeir myndu líta á hverja tilraun til að hindra eðlilegan innflutning Gyðinga sem óleyfilega íhlutun. Sömu- leiðis kvaðst hann Vona, að gerð ar yrðu ráðstafanir til að hindra tilraunir Arabaiíkjanna til að setja hafnbann á Isra- elsríki. Fréttaritari France-Press • Tel Aviv sagði í gær, að Gyð- ingum veitti nú betur nær all- staðar á vígstöðvunum. Orust- an um Latrun, og þar með veg- inn milli Tel Aviv og Jerúsalem gangi þeim í vil, innikróuðu liði Egypta suður af Tel Aviv hafi mistekizt að rjúfa lierkví Gyð- inga og vígstaðan í Galíleu sé Gyðingum hagstæð » Á árshdað samvinnumanna í Höín, Hornaíirði 30. maí s.l. hélt Hermann Jónasson r'æðu þar sem hann skýrði írá því að íundnar væru í Bandaríkjun- um 130 millj. króna í dollurum. Enníremur minntist hann á innstæður íslend- ir.ga í Breilandi. — Er þetta samkvæmt upplýsingum Kermanns, sá hluti af hínum ólöglega gróða íslenzkra lieildsala sem þegar er ,,íundinn", og verður varla skilið öðruvísi en svo að ríkisstj órnin viti um eigendur þessa íjár. Þjóðviljinn hefur áður skýrt írá því að ríkisstjórinni muni fyrir alllöngu síðan vera kunnugt urn að í Bandaríkjunum séu faldar 48Vi millj. dollara (ca. 320 millj. kr.), sem íslenzkir einsiaklingar eiga. Ríkisstjórnin hefur engu svaráö- þessu nema út í hött, kvaðst enga „sundurliðaða" skýrslu hafa íengið. Er þetta í fyrsta skipti, sem stjórnmálamaður úr stjórnarherbúðunum goíúr opinberlega upplýsingar um þetta mál. Ásmundur Sigurðsson alþingismaour riíar ýtarlega grein um mál þetta á 5. síðu blaðsins í dag. Munu þessar upplýsingar, sem þar eru teknar til ýtarlegrar meðferðar vekja alþjóðar athygli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.