Þjóðviljinn - 06.07.1948, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.07.1948, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 6. júlí 1948. 3 Ritstjóri: FRÍMANN EELGASON Hörðúr Öskarsson setti öll mörkin Annar leikur Finnanna fóf fram á sunnudagskvöld, og lauk með sigri íslenzka liðsins, 4:1. Eftir . gangi leiksins var þessi sigur alitof stór. Finnar höfðu mörg markatækifæri, en skot- menn þeirra voru mjög óheppn- ir eða veikir á því sviði. Úti á vellinum sýndu þeir yfirburði í samleik og leikni, en þegar innað marki kom, fór allt út um þúfur. Meiri hluta síðari hálf- leiks lá alveg á Fr-K.R. og sköp uðu Finnar sér þá mörg og góð tækifæri, en flest fóru skotin framhjá eða fyrir ofan. íslend- ingar léku þó óvenjulega létt og náðu oft, sérstaklega í fyrri hálfleik, nokkuð góðum samleik, sem þeir Sæmundur og Óli. B. undirbjuggu í flestum tilfellum. Strax á annarri mínútu hefur Ríkarður þrotist í gegn, en skot ið fer yfir. Þegar 4 mín. eru af leik fá Finnar á sig horn. Knötturinn lendir í þröng við markið, Hörður fær komið fæti á hann og gert mark. Næstu 20 mífi. skiptast liðin á að gera'á- hlaup, hafa báðir nokkur tæki- færi, og er offlétt yfir þessum áhlaupum. Tilþrif Finnanna eru skemmtilegri, það er meiri leikni og hugsim í þeim, en maður hefur það á tilfinningunni að markið. sé þeim lokað. Skotin eru af of löngu færi. Það er eins og þá vanti baráttukjark til að brjótast inní vörnina og skjóta þaðan. Annað markið set ur Hörður, eftir að markmaður hafði misst knöttinn. Það hefðu Finnar átt að sleppa við. Þriðja ' markið setur Hörður með skalla frá hornspyrnu og þannig endar liálfleíkurinn.. Síðari hálfleikur byrjar með sókn frá Fr-K.R., en liún er brotin á bak aftur og halda Finnar nú uppi sókn en ekki tekst þeim að gera mark fyrr en 20 mín-.- eru af leik, og gerði miðframherji það. Er á leið gerðu Fr-K.R. þó á hlaup við og við. Úr einu þeirra er 7 min. voru eftir, er dæmd aukaspyrna . sem Sæmundur spyrnir vel fyrir og Hörður nær að skalla í mark. Þarna átti markmaðurinn að. verða fyrri til. Eftir það skeði ekkert mark- vert, Sem sagt, of stór_ sigur. 2:1 hefði verið nær sanni eða eftir öllum tækifærum hefði 4:3 ver- ið réttara, og' vissulega ájttu okkar menn ta'kifæri sem ..þ.eir. misnotuðu. Framlína Fr-K.R. var óvenju virk, þó bæði Hörður og Ríkarð ur séu einstaklingshyggjumenn í leik, ef til vill hafa þeir Öli B. og Sæmundur bundið liðið s’am- an. Hörður gerði mörkin og var vel vakandi fyrir tækifærum, en samleikurinn við hina var ekki í lagi, og svipað er um Ríkarð að segja. Hann hefur dugnað og skothörku en ekki samband við samherjana. Gunnar hefur ekki tekið þeim framförum sem búast hefði mátt við eftir leikj- um hans í vor. Samleikur þeirra Hermanns og Þórhalls var oft laglegur. Aftasta vörnin var nokkuð sæmileg, en með lakari framverði er hætt við að stað- setningsveilur þær sem fjrrir komu, hefðu getað haft slæmar afleiðingar. Adam var nokkuð öruggur í markinu, en útspörk hans eru slæm ennþá. Annars féll liðið nokkuð vel saman. Lið Finnanna var nokkuð breytt frá landsleiknum, og ekki eins sterkt og þá (því ér alltaf auglýst að félögin keppi við landslið Finna? Var það ekki í fyrsta leiknum?) Beztu menn í liði Finna voru miðframherjinn, hægri fram- vörðurinn, innherjarnir og mið- framherjinn. Það óhapp kom fyrir að mark maður Finnanna, kastaðist með höfuðið á aðra marksúluna og varð að hætta. Áhorfendur voru margir og veður gott. Dómari var Haukur Óskarsson og slapp engan veginn vel frá því starfi. rílíaiót „SkarpléSins" í ’órsártúni UMF Seifoss hlau! ílest siig og vann íarandgripinn 11.23 12.23 Ibróttamóti Héraðssambandsr ins Skarphéðinn, hinu -34. í röð- inni, lauk ‘ s. 1. sunnudag að Þjórsártúni. Eins og að undanfarin ár var mótið tvískipt, fyrri hluti þess, sundmótið, fór fram í sundlaug Hveragerðis, í maí s. 1. en frjálsu íþróttirnar svo og glíma fór fram sem fyrr segir að Þjórsártúni.. Þátttakendur voru alls 100 frá 11 félögum, í sund- inu kepptu 45 og í frjálsíþrótt- unum 55. Mótið var sett á sunnudags- morguninn með ræðu Sigurðar Greipssonar, skólastjóra íþrótta skólans að Haukadal. Sigur- björn Einarsson, dósent, flutti ræðu. Að henni lokinni gengu keppendur fylktu liði með ís- lenzka fánann í fararbroddi, inn á leikvanginn. ' Lúðrasveitin ..Svanur, lék öðru hvoru undir stjórn Lanzky-Otto. Mótgestir voru mjög margir og undu sér vel, veður var hið fegursta. Árangur var yfirleitt góður, 80 m. hlaup kvenna (úrslit): þegar tekið er tillit til þess hve Slgr- Stefáns<i. Umf. Hvöt n,3 2. Gíslína Þórarins. Umf. Vöku 11,4 3—4. Ragnh. Gíslad. Umf. Vöku 11,S 3—4. Bjarkey Sigurðardóttir Umf. B.aldur 11,8 11,28, hlupu 4 keppendur undir eldra ,,Skarphéðinsmetinu“. í þrístökki stökk Oddur Svein- björnsson, Umf. Hvöt 13,75 og í langstökki 6,65 m. I langstökk- inu stukku 5 keppendur yfir 6 m. Sigfús Sigurðsson, Selfossi kastaði kringlunni 37,69 m. Árangur í einstökum greinum: 3000 m. lilaup: 1. Eiríkur Þorgeirss. Umf. Hrunamana 2. Sig. Sighvatss. Selfossi 3. Vilhj. Valdemarsson Umf. Ingólfur 12,27 4. Helgi Halldórs. Umf Baldur 12,29 Hástökk: 1. Kolb. Krisins. Selfossi 1,75 2. Ásg. Sigurðs. Selfossi 1,70 3. Matth. Guðmunds. Selfossi 1,65 4. Gisli Guðmunds. Umf. Vaka 1,65 Stangarstökk: 1. Kolb. Kristinss. Selfossi 3.50 2. Guðni Halldórs. Selfossi 3.00 3. Friðrik Friðriks. Selfossi - 2.50 4. Sigfús Sigurðss. Selfossi 2,40 Jón Helgason innleiddi dag- skrána með erindi um Arn- grím lærða. Á fáa menn er öllu betra að hlusta, bæði sakir raddar, flutnings og efnismeð- ferðar. Eg varð þó fyrir vissum vonbrigðum: ég hef alltaf haldið, að Arngrímur lærði liafi verið stórum merkari persóna en prófessorinn vildi vera láta, og auðvitað tek ég hann miklu trú- anlegri um það efni heldur en sjálfan mig. Það hafa nú allmargir spreytt sig á Heyrðu og séðu, og allir' sem ég hef hlustað á, hafa verið með tærnar bakvið hælinn á þeim, er ruddi þessum þætti braut í fyrrasumar, enda tókst útvarpinu fljótlega að losa sig við hann. Sá, sem hlustað hef- ur á þætti Gimnars Stefánsson- ar, spyr sig gjaman einnar spumingar: Hve lengi er hægt að tálga sömu litlu spýtuná ? Sá sem hefur gaman af landa fræði, eins og - undirritaður, hlustaði opnum eyrum á erindi Baldurs Bjamasonar um Alaska og nálæg lönd. Það var fróðlegt, en ekki vel flutt, og ég held málið hafi ekki verið i bezta lagi. Er ekki þetta ólógísk setning: Enginn vissi, þegar það var keypt, lyrr en löngu síðar. En þetta er nú víst smá- atriði. Og síðan lás Níels Dungal afla úr væntanlegri.bók sinni, Blekkingu og þekkingu, og fjallaoi þessi um viðskipti kirkj- uiinar við læknisfræðina: Var það satt að segja ófagur lest- ur, og er prófessorinn ekki um að saka, heldur þá mammons- ambátt fyrri tíma, er nefndist kristin kirkja og var voldug- asta glæpafyrirtæki miðalda. Leikur mörgum forvitni á að lesa þessa bók, og væri hún ail- þörf, ef hún gæti opnað augu einhverra lesenda sinna fvrir skaðsemi trúarbragða og þeim- skemmdarverkum, sem unnin eru í nafni þeirra og undir yfir- skyni guðs. Frú Melitta Urbantschi.^^n flutti erindi um býflugur. Á Akureyri var býflugnabú og vissi að höfuðgötunni. Þegar leið að vori hylltist ég til að lcrækja fj7rir þetta bú, því ég var hræddur við það eins og alla staði, þar sem von er á smákvikindum. En ég hlustaði mjög ,,góðfúslega“ á erindið og iðraðist þess ekki, því það var þrungið þeirri einlægni, sem sjaldgæf er í ræðum íslendinga, og auk þess fullt af skáidskap, þótt urn flugur væri. En eng- in fjarstæða væri að ætla, að næsta erindi Kvenréttindafé- lagsins fjallaði um hrossarækt eða áveitur. Það getur vel verið, að leik- rit Arvids Brenners hafi átt að vera gott. Samt bilaði það, þar sem mest á reyndi: í karakter- lýsingu Sigríðar. (Hvers vegna leið henni svóna illa ?) Og háðið í síðasta atriði er svo slitið og margþvælt, að engu tali tekur. Og man ég nú ekki meir, enda fer úvarpsáhugi minn dvínandi með hverjum degi og þrýtur vafalaust með öllu, áður en langt um líður. B. B. Knattspyrnufélagið Valur víglr félagsheimili sitt völlurinn er’slæmur. Sett voru 6 „Skarphéðinsmet": Sigrún Stefánsdóttir, Umf. Hvöt hljóp 80 m. í undanrás,á 10,8 sem er pndir ísl. metinu, sýndu 3 klukk ‘ ur sama tíma, en ræst var með klúti. Friðrik Friðriksson, Sel- fossi hljóp 100 m. í undanrás á ll,5. Eiríkur Þorgeirsson Umf .Hrunamanua lvijóp. 3000- m. n 100 m. hlaup karla, (úrslit): 1. Sigfús Sigurðs. Selfossi 11,6 2. Símon Kristjáns. Selfossi 11,3 3. Friðrik Friðriks. Selfossi 11,7 4. Skúli Gunnlaugs. Umf. Hrunamanfta 11,9 Framhald á 7. síöu. Knattspyrnufélagið Valur hefur að undanförnu imnið að því að koma sér upp félags- heimili á landi sínu Hlíðarenda við Laufásveg. Á laugardag fór vígsla heim- ilisins fram og framkvæmdi sr. Friðrik Friðriksson hana, en Friðrik má kalla föður Vals. Sagði Friðrik þar frá atvikum frá fyrstu dögum félagsins á sinn skemmtilega hátt. Þá flutti Einar Björnsson snjallt erindi úm aðdraganda þessa fyrirtækis og fleira. Borg- arstjórinn flutti ávarp og full- trúar frá ýmsum félögum og samböndum sem Valur er að- ili að. Var vígsla þessi öll hin hátíðlegasta. Veitingar voru þar góðar og sáu stúlkur fél- agsins um það með mikilli prýði. Um kvöldið var dansleikur í heimilinu fyrir félagsmenn og skemmtu menn sér þar hið bezta frani eftir kvöldi. Félagsheimili Vals er í alla staði hiá vistlegKsta, og er þar. séð fyrir bæði þeim, sem koma til íþróttaiðkana og eins því að öll fundarstarfsemi og annað fé- lagsstarf getur farið þar fram. Fundarsalurinn er rúmir 70 fer- metrar, veggir klæddir að neð- an með mahognivioi, og er Jiinn. smekklegasti. Á veggnum i öðr- um enda salsins er merki fé- lagsins, mjög haglega gert úr snúnum koparvír eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. Hús- gögn eru þar öll hin vö.nduð- ustu. Þá er þar einnig rúmgóð- ur búningsklefi og böð, bæði steypiböð og svo stór og rúm- góð kerlaug, sem' íþróttamenn ■geta gengið í eftir æfingar og leiki. Þó ekki sé komið á land félagsins nema þetta heimili, þá cr ætlunin að koma upp æfinga- völlum fyrir knattspyrnu, hand- knattleik, tennis og svo keppn- isvelli með áhorfendasvæfum. Ef til vill er möguleiki að koma þar upp útisundlaug, sem starf- rækja mætti yfír sumarmánuð- ina og nota til þess -vatn frá hitaveitunni. Framliald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.