Þjóðviljinn - 06.07.1948, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 06.07.1948, Qupperneq 6
6 ÞJÖÐVILJINN Þi’iðjudagur 6. júlí 1948. 11. sarar söiinnar (SögulegS ySIrliS) i Það er enfremur augljóst af skýrslunni um þetta sam- tal að brezka stjórnin leit með velþóknun á fyrirætlanir Hitlers um „innlimun Danzig-borgar, Austurríkis og Tékkóslóvakíu. Þegar Halifax hafði rætt við Hitler um afvopnunarmálið og Þjóðabandalagið, og skotið bví að, að þessi mál þörfnuðust frekari umræðna, sagði hann: „Það má líta á öll önnur mál sem heyrandi undir breytingar á skipulagi Evrópu, breytingar sem vænt anlega verða fyrr eða síðar. Undir þau mál heyrir Danzig, Austurríki og Tékkóslóvakía. Bretland hef- ur einungis áhuga á því að þessar breytingar fari fram með friðsömum hætti til þess að komizt verði hjá aðferðum sem gætu orsakað frekari byltingar sem hvorki Foringinn né önnur lönd óska eftir.“ 1) Það er greinilegt að þetta samtal var ekki aðeins eftir- grennslan milligöngumanns, slík er stjórnmálaástæður gera stundum nauðsynlega; þetta voru fastmæli, leyni- legur samningur milli brezku stjórnarinnar og Hitlers tii þess að stilla landvinningargræðgi hans á kostnað annarra TÍkja. 1 þessu sambandi er athygiisverð yfirlýsing er brezk; ráðherrann Sir John Simon flutti í brezka þinginu 21. febrúar 1938, þess efnis að Bretland hefði aldrei tekið á sig sérstaka skuldbindingu um að ábyrgjast sjálfstæði A.usturríkis. Þetta var vísvitandi lýgi þvi siík ábyrgð var tekin í samningunum í Versölum og St. Germain. Brezki forsætisráðherrann, Chamberlain, lýsti sámtímis yfir því að Austurríki gæti ekki vænzt nokkurrar verndar frá Þjóðbandalaginu. „Vér megum ekki blekkja sjálfa oss, né heldur smáar, veikar þjóðir með því að Þjóðabandalagið veiti okkur nokkura vörn gegn árás, og verðum að haga okkur í samræmi við það að einskis slíks er að vænta.“ 2) *JH'r' --------------- 1 — Á þenna hátt hvöttu þeir menn, sem réðu stjórnmála- stefnu Bretlands, Hitler í útþensluáformum sínum. Meðal þeirra skjala sem rauði herinn komst yfir í Berlín er einnig afrit af sámtali Hitlers og Hendersons brezka sendiherrans í Þýzkalandi, sem fór fram 3. marz 1938, í viðurvist Ribbentfops. Hendersón hóf mál sitt með þvj að leggja áherzlu á að viðræðurnar væru algert trúnað- armál og hvorki Frökltum, Belgíumönnum, Poi’tugölum né ftölum yrði sagt frá efni þeirra. Þeim myndi einungis sagt að viðræðui’nar hefðu verið framhald af viðræðum þeirra Haiifax og Hitlers, og snúizt um mál varðandi Þýzkaland^og Bretland. I þessum viðræðum, þar sem Henderson talaði í nafm brezku stjómarinnar, lagði hann áherzlu á að markmiði að skapa nýjan og fullkominn gagnkvæm- an skilning." 3) - „Þetta er 'ekki viðskiptasamningur heldur tilraun til að skapa grundvöll að einlægri alúðarvináttu við Þýzkaland, sem hefst með bættri sambúð með því 1) Áfrit af samtali milli Foringjans og Halifax lávarðar, það sama og síðast var vitnað til. 2) „Times," 23. fetnúar 1938, bls. 8. 3) „Afrit af viðræðum milli Foringjans (og ríkiskgnslarans) og sendiherra Hans hátignar, Bretakonungs, er fram fóru 3 márz 1938 að viðstöddum von Ribbendrop, utanríkisráðherra Þýzkalands," úr skjaiasafni þýzka utanríkisráðuneytisins. Ný spennandi Iramhaidssaga Æjouis Bromfield 11. DAGUR STUNDIR. ar forðaði henni frá því að verða vitlaus í honum eins og flestar stollur hennar. Um leið og karlmennimir komu inn tók Hekto- eftir því að Fanney, friðlaus og miður sín, leit snöggt til Melbourns sem þóknaðist ekki að sjá hana. En það var frú Wintringham sem athygli Hektors gamla beindist að. Það var eins og hann hefði aldrei séð hana fyrr. Hún liafði snúið sér dá- lítið frá glugganum, og hin ósjálfráða reisn hennar töfraði sjón hans. Eitthvað við þessa fögru konu, er bar við Inksorta næturinnar milli lifrauðra glugga tjalda snerti hina næmu skynjun hans á öllu sem fagurt var og lýtalaust. Einnig hún leit til Mel- bourns, en stillilegar en Fanney. Og Melbourn horfði til hennai'. Savina stóð upp og settist að bridsborðinu, fok- vond af því að Hektor hafði boðið sjö gestum, svo enginn leið var að koma þeim óþægindalaust að tveimur bridsborðum eða einu. Hún dro spil og sagði: „Komið hingað og drag- ið. Við höfum eytt nógum tíma til einskis.“ En Hektor gamli sem venjulega kom sér hjá að draga svo hann ætti fast sæti við bridsborðið, sagð • ist nú þreyttur, sig langaði ckki að spila, og frú Wintringham sagði hógværlega að hún spilaði ekki nógu vel og vildi heldur masa. Hún leit til Savinu er hun sagði þetta og milli þeirra flaug tillit skiln- ings og samúðar, er gerði þær samstundis að banda mönnum. Það tillit sagði Savinu: „Mér er ljóst að þetta boð er alveg misheppnað, og sitji ég við samc borð og Fanney Towner verður senna því hún vill það endilega. Það er baraaskapur. Eg spila nógu vel og hef gaman af því, en ekki þegar svo er í pottinn búið.“ Hin tóku að hvetja hvert annað með uppgerðar áhuga að setjast að borðinu, eyðandi enn dýrmæt- um tíma, þar til Savina sagði einþeitnislega: „Við skulum hætta þessu þófi. Eg veit að Hektor og fn'i Wintringham kæra sig ekki um að spila. Komdu Fanney, Þú og ég spilum við tvo af karlmönnunum.1’ Hún vissi að Fanney mátti hvorki hafa mann sinn né elskhuga með sér, og henni var orðið ljóst að Hektor hafði varpað brygðunarlaust öllum á- hyggjum af boðinu á herðar henni. Hún var óþol- inmóð eftir spilunum, þvf hún hafði til Siðs að spila eina sex tíma á dag, og var með kunnáttu sinni og dugnaði fær um að sigra hve vond spil sem hún fékk og lélegan meðspilara. Karlmennirnir þrir drógu og spilin léku sér að því að velja saman Melbourn, elskhugann og Jim eiginmanninn, en Philip sat hjá. Savina stokkaði með miklum brestum og -ýtti stokknum ögran'di til Jims að draga'. Hektor gamli sagði við frú Wintringham: „Við skulum sétjast inn í bókaherbergið svo við getum masað án þess að trufla hin.“ Þegar hann gekk á eftir henni inn í herbergið varð liann snögglega snortinn af likamsfegurð henn- ar og herðum er sáust vel vegna hins síðskorna kjóls og hann fann til næstum líkamlegrar örv- unar, er spratt ekki af girad, því hann hafði aldrei girnzt konu, heldur af ímyndunarafli. Hann hugsaði sér hve æsandi hún hlyti að vera fyrir ungan mann eins og Philip, og hugsunin um Philip og frú Wintringham saman vakti enn einu sinni þá fjarstæðu hugsun að sameinast Philip svo hann fengi að njóta gegnum liann allrar þeirrar holds- nautnar sem liann hafði aldrei kynnzt. Samt vildi hann jafnframt vera hann .vjálfur svo hann gæti notið með þeim þroska sem ungir menn áttu ekki í æskuhita sinum. Það var girnd svo flókin og af- káraleg og spillt að hann hugsaði aftur að hana hlyti að vera ruglaður ekki síður en veikur. Frú Wintringham fór yfir að litia ai’ninum undir Ingres-myndinni, er var eins og gimsteinn í öskju myndaðri af fegurð litla dökka herbergisins. Hún leit til hans og sagði: Þetta er fagurt herbergi. Þér eigið gott að hafa bæði góðan smekk og fé til að fullnægja honum.“ Vegna vanans af umhverfi er taldi fegurð og auðlegð, sjálfsagða hluti féllú þessi orð í góðan jarð- veg hjá gamla lívitleita manninum, og gerði hann snöggvast viðfelldinn og vingjaralegan. Hann dáðist. að búningi hennar, og hugsaði aftur hve fögur hún væri, allt frá rauðum og gullnum skónum að svarta grisjusilkiklútnum með rauðu fangamarki, bundn- um í mittisst.að og litla vildlingaveskinu sem var alsett roðasteinum, er hún handlék. Hann girntist snöggvast þetta litla veski með ástríðu safn- arans og gat þess til að svo dýrmætur hlutur hlvti að vera gjöf frá Melbourn. Það var þess háttar leik- spil að það hlaut hafa kostað of f jár. Hann sagði: „Hvernig gengur verzlunin?" _ „Ágætlega.“ Hún kveikti í vindlingi og leit út uin gluggann eins og annars hugan. „Fornminjaverzlun er skemmtileg atvinna.“ „Já,“ Hún brosti til hans, og í brosi hennar var örlítill .vottur háðs og beizkju. Það snart hann ó- vænt að það var eitthvað hörkulegt við hana sem hann hafði ekki tekið eftir fyrr, einhvers konar alger sjálfsstjórn, sem gnt hafa átt sömu upptök og hið harða öryggi Melbourns. Hann var vanur Marlsstmurm Uiill. Trítill og fuglarnir ÆVINTÝRI — Skrássii aí Magnúsi Grímssyni — sínum. Undraðist kóngur mikíllega æfintýri karlssonar, en fagnaði dóttur sinni, svo sem von var. Sló hann nú upp fagnaðarveizlu móti dóttur sinni og bjargvætt hennar, og lauk veizlunni á brúðkaupi þeirra kóngsdóttur og karlssonar. Gerðist karlsson fyrst landvarnamað- ur og ráðunautur konungs; en eftir and- lát tengdaföður sms, erfði hann allt kóngsríkið, og stýrði hann því síðan bæði lengi og vel til dánardægurs. Og þó er sagan úti.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.