Þjóðviljinn - 07.07.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.07.1948, Blaðsíða 4
4 PJOÐVILJINN Miðvlltudagur 7. júli 1048. þlÓÐVILIiNN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn l Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb). Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Ritstjórn,- afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja. Skólavörðu- Btíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Sósíalistafloltkurinn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) SMáM _ Það hlýtur hvern íslending að svíða undan þeirri smán, sem íslandi nú er gerr af ríkisstjórn þess. Aldrei hefur ísland verið ríkara en nú, aidrei hefur þjóðin staðið betur að vígi, til þess að hagnýta auðlindir sínar sjálf og njóta sjálf þess arðs vinnu sinnar, aldrei hefur land vort haft betri aðstöðu til þess að vera raunverulega sjálfstætt um efnahagsmál sín en nú. Og þá ofurselja valdhafar landsins ríkisstjórn erlends stórveldis og auðfyrirtækjum þess rétt til þess að hafa áhrif um hagnýtingu íslenzkra auðlinda, geta krafizt ís- ienzkra efnivara með ,,sanngjörnu“ verði, geta skipulagt framleiðslu þeirra, jafnvel með amerísku auðmagni, geta bannað íslendingum að selja vissar vörur til annarra landa, geta fyrirskipað Islendingum að safna birgðum af ákveðn- um vörum handa Bandaríkjunum, o. s. frv. ísland undirgengst skyldur, einhliða skyldur gagnvart Bandaríkjunum, — þau takast engar skyldur á herðar. ísland afhendir réttindi, sem það hingað til hefur varðveitt sem sjáaldur auga síns, — ísland fær engan rétt, Bandarik- in láta ekki svo mikið á móti sem skylduna til þess að kaupa þær vörm', sem íslendingar vildu selja, í dollurum, svo íslendingar gætu þó borgað aftur í dollurum hugsan- leg lán. En amerískt auðmagn fær rétt til starfsemi á Is- Jandi, þ. e. a. s. samkvæmt reglunni- blóta má, en þó á laun. Ameríska auðvaldið virðist eiga að leppa auðmagn sitt hér, svo þægir „sjálfstæðisleiðtogar" fái að gerast leppar og ráðherrarnir séu ekki einir um leppmennskuna. Þessi samningur er sú argasta smán, sem Islandi hef- ur verið gerð. Oss rak engar nauðir til þessa réttindaafsals, — vér hungruðum ekki Islendingar eins og sumar þær Evrópuþjóðir, sem nú krupu undir okið. Og jafnvel þó oss hefði eitthvað skort, þá var oss ekki vandara mn en for- íeðrum vorum. Vér mættum minnast andans frá 1908, ef úm slíkt hefði verið að ræða, þegar þá var ort urn afstöðu 'til Dana, það, sem nú ætti við um Bandaríkjamenn, svo sem vísa Stephans G. segir: „Glaður vildi ég vera frjáls, Vita ei björg til næsta máls, Heldur en vera æti orðinn Út’ við dönsku húsgangsborðin". En það fer lítið fyrir þeim anda nú hjá syni Benedikts Sveinssonar og öðrum ,,sjálfstæðis“leiðtogum. Marshallsamnmgur B,jarna Ben. er efnahagslegur land- ráðasamníngur. íslenzka afturhaldið skýtur lokiun frá hurðum til þess að lileypa amerísku auðmagni inn í landið. Það ætlar sér þar með að fá sterkan baiulaimam í baráttu við íslenzkan verkalýð, íslenzka samvinnuhreyfingu, ís- ienzkt sjálfstæði. Það er auðséð á málsvörn afturhaldsblaðanna, að þau vita ekkert hvernig þau eiga að verja réttindaafsalið. Eitt segir að ísland verði að taka. þátt í viðreisn Vest- ur-Evrópu! Hvaða þátttaka er það í viðreisn Vestur-Evr- ópu að gefa Bandar. yfirráðarétt yfir islenzku atvinnulífi? Annað segir að við þm-fum að tryggja okkur dollara! —- Það er ekkert atriði í samningnum, sem tryggiir okkui’ dollara- greiðslur fyrir vörur okkar! Þá er sagt að við þurfum að fá lán. — Bandaríkin hafa neit- að okkur um lán, nema við göngum að pólitískum kúgunarskil- málum. En rikisstjórnin hefur hvorki reynt fyrir sér með lán í Alþjóðabankanum, — og á þó ísiand 2 milljón dollara hluta- fé þar og í Gjaldeyrissjóðnum, né Sviss, af því ríkisstjórnin vildi fá átyllu til þess að svíkja landið undir Marshallokið. Það er smánin, sem mun svíða alla ærlega íslendinga sárast nú. En nú verður að sameina þjóðina um að berjast.gegn. af- Jeiðingum þeirra svika, sem í þessum samning felast. AUtaf er það sama sagan Margir eru þeir sem minnast á viðskiptanefnd, ríkisstjórn og önnur stjómarvöld á þessum síð ustu og verstu tímum, og alltaf er það sama sagan: allir hafa þeir einhverja kvörtun fram að færa, enginn finnur hjá sér þörf til að þakka þeim herrum fyrir neitt (að undanskildum þeim 200 ríku, — og þeir hafa vit á að vera ekki að flagga með þakklæti sitt). I dag birti ég eitt þeirra mörgu bréfa sem stöðugt ber- ast frá mönnum í öllum flokk- um, sem öll hafa inni að halda lunkvartanir út af gerðum stjórnarvaldanna. í þetta sinu er það bréf frá verzlunarmanni, svohljóðandi: ★ Fyrirsporn til viðskiptanefndar ,,Það er orðin venja þegar tal- að er við einhvern nefr.darmann, og hann beðinn að taka til með- ferðar beiðni um innflutning, að hann biður um að ný umsókn sé send, þar sem ómögulegt sé að finna áður senda umsókn. 1. spurning: Týnir viðskipta- nefnd umsóknum er liafa verið lagðar inn á skrifstofu nefndar- innar? 2. Eða eru umsóknirnar allar í einum graut, þannig að ómögu legt sé að finna einstakar um- sóknir ? 3. Er það skilyrði fyrir því að fá innflutningsleyfi að maður tali persónulega við einhvern úr nefndinni. Hvað á að segja er- lendum firmum, sem beðið hafa í 3—4 mánuði eftir því hvort vörur þeirra fást innfluttar og ekkert svar fáanlegt frá nefnd- inni ?“ Verzlunarmaður. ★ Er ekkert verðlagseftir- Iit á fatahreinsun ? Hér er svo annað bréf svip- aðfar tegundar frá G.J.: „Nýlega fór ég og sótti föt er ég átti í hreinsun. Mér voru sögð þau gleðitíðindi að þau væru tilbúin svo ég þyrfti ekki að gera mér aðra fer til að sækja þau, en þegar mér var sýndur reikningurinn brá mér í brún, því hreinsunin kostaði helmingi meira en á-s. 1. hausti, þegar ég lét hreinsa föt hjá einmitt þessari sömu fatahreins un. Getur þú ekki sagt mér bæjar póstur góður hvernig á þessti stendur. Er virkilega ekkert eft- irlit með verðlagi á fatahreins- un? — G.J.“ Bæjarpósturinn býður verð- lagseftirlitinu hérmeð rúm til þess að svara þessu. * Furðuleg kureisi „Gamall fótboltamaður” skrif ar Bæjarpóstinum alllangt bréf um komu fiuasku knattspymu- mannanna hingað .fil lands, og segir meðal annars: „ . . . Þeg- ar svo kom að fyrsta leiknum, hinum svonefnda landsleik, var ég auðvitað mættur á velliuum með þeim fyrstu og beið eftir hinni venjulegu ræðu og byrj- un leiksins. Innan skamms ganga hin glæsilegu lið inná leikvanginn og raða sér upp fyrir framan stúkuna og síðan eru leiknir þjóðsöngvarnir. En nú skeður það merkilega. Knatt spyrnumennimir hlaupa út á völlinn og raða sér upp til leiks, án þess að nokkur af knatt- spyrnufrömuðunum finni livöt hjá sér til að bjcða þá velkomna hvað þá bera fram óskir um áframhaldandi samvinnu land- anna á íþróttasviðinu. Þetta þykir mér allfurðuleg kurteisi, ekki aðeins vegna þess að þessi ágæta venja er lögð niður, heldur einnig vegna þess að hér er um að ræða fulltrúa þeirrar þjóðar, sem fyrir nokkr- um árum varðaði allt að þvi við Iög að nefna án þess að kalla hana frændþjóð okkar. — Þetta skyldi þó ekki hafa gengið dá- lítið öðruvísi fyrir sig á þeim árum“. Þetta ev vissulega ekki falleg saga, en því miðui' hefur Bæjar- pósturinn fengið alláreiðanlegar fregnir um að hún sé sönn. Ingólfiir Amarson og Egill Skallagrímsson komu af veiðum í gær og fóru til útlanda. EIMSKIP: ) Brúarfoss er í Iæith. Fjallfoss er i Reykjavík. Goðafoss er i Ant- werpen, fer þaðan væntanlega 7.7. til Reykjavikur. Líigarfoss er á Akranesi. Selfoss fór frá Reykja- vík kl. 22.00 í gærkvölcl 6. 7. vestur og norður. Reykjafoss fór frá Lar- vik 5.7. íil Hull og Reykjavíkur. Tröllafoss er í N. Y. Horsa fór frá Leith kl. 24.00 4.7. tii Reykjavíkur. Madonna lestar í Hull 7.7. IIÍKISSKIP: * \ Slíjaldbreið, Heióubreið, Súðin og Þyriil eru í Reykjavík. Esja er í Glasgow. SKIP S. í. S. Hvassafell er á Siglufirði. Varg fór frá Hull i fyrradag álelðis til Reyðarfjafðar. Vigör cr væntan- legt til Isafjarðar. Plicu fór frá Álaborg 1. þ. m. til ísafjarðar. Stefán Islandi, óperusöngvari, syngur í Austurbæjarbíó kl. 7.15 í kvöld með aðstoð Fritz Weiss- happel. Heilsuverndarstöðln i Templ- arasundi 3, fyrir ungbörn og barns hafandi konur,-verður lokuð fyrst um sinn, um óákveðinn tímá vegna vlðgerða. Auglýst verður siðar hvenær stöðin tekur aflmr til starfa. I-ausn frá emÍMettú Á rikisráðs- fundl 3. þ. m. var Guðmundi Hann- essyni, bæjarfógeta á Sisrluílrði veitt lausnfrá embætti frá i. ágúst n. k. að teija. Útvarplð f dag: 19.30 Tónleikar: Lög leikin árbanjó og balalaika (plötur). 20.30 Út- varpssagan. 21.00 Tónleikar: Sym- fónía nr. 2 i D-dúr eftir Sibeliús (endurtekin). 21.30 Þýtt og endur- sag.t Myndir úr tónlífi Vínarborgar fyrir aldamótin (J6n Þórarinsson). 22.05 Danslög (plötur). 22.30 Veður fregnir. — Dagskrárlok. KROSSGÁTA NR. 68 Lárétt skýring: 1. Voði, 4. Lög, 5. Samhljóðar, 7. Þukl, 9. Blundur, 10. 1 hálsi (eignarf.), 11. Drykkjar, 13. Komast, 15. Kurteisistitill, 16. Gabba. Lóðrétt skýring: 1. Upphrópun, 2. Segja fyrir, 3. Ókyrrð, 4. Ham- ingjusaman, 6. Talar, 7. Ölstofa, 8. Skemmd, 12. Pest, 14. utun, 15. Hvað ? Ráðniiig á krossgátu nr. 67. Lárétt: 1. Grýta, 4. Ló, 5. Kú, 7. Áta, 9. Fól, 10. Raf, 11. Ask, 13. Ræ, 15. Úr, 16. Floti. Lóðlétt: 1. Gó, 2. Ýft, 3. Ak. 4. Lafir, ð. Úlfar, 7. Ála, 8. Ark, 12. Sko’, 34. Æf, 15. Mi. Ræðismaðui' Islands í Rió de Janeiro. Á rikisráðsfundi 3. þ. m. skipaði fprseti Islands, John Kemp Litey, íæðisnmnn Islands í Rio d3 Janeiro. IIjónaefai: Nýiega hafa opinbex'- að trúlofun sína Soffía Kristbjörns dóttii', Bei'gstaðastræti 6c og Ólaf- ur Stephensen, stud. med., Hring- braut 154. — Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína Katrin Einars- dóttir, Hringbraut 137 og Bragi Sigurðssoa, stud. jur., sama stað. Nætnrakstur í nótt annast Hreyfill. — Sími 6633. Næturiæknir er í læknavarðstof- unni, Austurbæjarskólanum. — NætnrvörSur er í Ingólfsapóteki. — Sími 1330. Veðrið í dag. Suð-vesturland og Faxaflói: Norðan eða norðvestan gola eða kaldi. Víða léttskýjað. fealdið samsæti Síðastliðhm þriðjudat; hélt Itáskólí ÍHhuids kveldverð; ► bo V í Tjarnarcafé til heiðurs Sir William A. Craij>ie hiunm mik- ilsvii'ta málfræðliigi og heiðurs- doktor háskólans. Varaforseti háskólaráðs, pró fessor Ásmunduir Guðmundsson stýrði hófinu, en meðal boðs- gesta voru sendiberrn Breta, háskólakennar í ísleuzkum fræð nm, fulltrúar Bókmeuntafélags- ins, Rímnafélagshis og Kvæða- mannafélagsins og nokkrir aðr- ir firæðimenn. Skemmtu menn sér hið bezta við ræður og rímnakveðskap, m. a. hélt heið- ursgesturinn merkiiega ræðu. um fyrstu kynni sin af íslend- higum og um ferðir sínar hér á landi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.