Þjóðviljinn - 11.07.1948, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.07.1948, Blaðsíða 4
4 þJGÐVILJiNN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn Hitstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb). Préttaritstjóri: Jón Biíirnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsáon, Jónas Árnason. Ritstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðu- Btíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur) Áskriftarverð: kr. 10.00 á mánuðl. — Lausasöluverð 50 aur. elnt. Pi'eutsiuiðja ÞjóðvUjans h. f. SósíaUstaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjár línur) Undanbrögð landráðamanna Þær málsvarnir sem marshallblöðin hafa flutt eftir und- irritim landráðasamningsins hafa verið með þeim endem- ’um sem málstaðniun hæfir. Aldrei fyrr hefur sá lýður sem að þeim stendur verið jafn berskjaldaður, ekki einu sinni þegar herstöðvasamningurinn var undiritaður. Sektarkennd marshallmanna hefur grafíð svo um sig, að hvorki Alþýðu- blaðið, Tíminn né Vísir hafa þorað að birta samninginn. En þegar þessi blöð minnast á samninginn er það í vselu- tóni og ritstjórar þeirra bera sig í sífellu upp undan þvi að Þjóðviljinn sé of stórorður íun verknað landráðamann- anna. Hannes vesalingurinn á Horninu segir meira að segja að honum finnist hann óhreimi eftir að hafa lesið ÞjÖð- viljann, og mun það algert nýmæli að hann geri sér ljóst ástand sitt. Það er vissulega rétt að þeir sem Þjóðviljarm i'ita hafa ekki hirt um að temja sér fágað orðaval og kurt- eislega stimamýkt í lýsingum eða sungið „Heill þeim fólum sem frelsi vort svíkja" til virðingar við Bjama Benedikts- son og kumpána hans. En sannast mála mun þó að engin þeiira orða, sem íslendingar hafa tamið sér frá upphafi til þess að lýsa hinum verstu afbrotum, hrökkva til við lýs- ingar á síðasta ógæfuverki íslenzkrar sögu. Þjóðviljinn mun ásökunarverðari fyrir að skjóta undir markið en yfir. Þá hefur verið gripið til þess ráðs að reyna að vekja æs- ing út af óskyldum málum 1 þeirri von að landráðasamn- ingurinn gleymdist. Marshallblöðin hafa dag eftir dag klifað á síldveiðum Rússa og haft stórum meiri áhuga á þeim en síldveiðum íslendinga. Eru það vissulega hörmu- leg tíðindi að Sovétríkin skuli nú eimiig leita á íslands- mið sér til aðdrátta og þungur áfellidómur um stefnu nú- verandi ríkisstjómar í afurðasölumálum, en það er beint samband milli þeirrar stefnu og þess landráðasamnings sem nú hefur verið undirritaður. En hitt er bókstaflega ógeðs- legt þegar talað er um þennan sérstaka leiðangm’ með vandlætingu af j>eim mönnum sem alla sína tíð hafa hjálp- að erlendum mönnum til fanga á íslenzkum fiskimiðum, verið agentar fyrir þá í landi, hjálpað þeim að brjóta ís- lenzk landhelgislög og jafnvel reynt að veita þeim aflarétt í íslenzkri landhelgi. Og enn hefur verið reynt að búa til nýja bombu, og að þessu sinni hefur átt að lýsa Bjama Benediktssyni sem galvöskum forsvarsmanni íslenzkra landsréttinda sem stæði ötullega á verði gegn erlendum yfirgangi! Hann hefur látið sækja tékkneska vísindamenn til Vestmannaeyja, en landsréttindabrot þeirra og yfirgangur er í því fólgii sam- kyæmt opinberri skýrslu Rannsóknarráðs að fjórir menn tóku myndir af fuglum í eyjunum í stað eins sem leyfi hafði fengið! Fátt sýnir betur vanstillingaræði afturhaldsins þessa dagana en þessar fólslegu aðfarir við tékknesku vís- indamennina og sá rógur sem út er borinn samhliða — á sama tíma og landið er krökkt af bandarískum og brezkum njósnurum, erlend herstöð er 1 landinu og landráðasamningur hefur verið undirritaður. Hundflatur landráðalýður ætti að minnsta kosti að eiga þá sómatilfinningu að hann létist ekki hneykslast á myndatökum af íslenzkum fuglum! Þögnin, vælutónninn og æsingurinn út af óskyldum hlutum sýnir glöggt hugarástand marshallmanna þessa dagana. Þeir hafa ekki einu sinni þá afsökun að þeir fremji verknað sinn í grandaleysi. Opnum augum ganga þeir veg landráðanna, og allar tilraunir þeirra til að losna undan réttmætum dómi hafa þc-gar mistekizt og munu mistakast. ÞJOÐVILJINN Snnnudagur 11. júll 1948. .... ■' —i ■' 1 '’■** Kartöfluleysið og fóð- urkartöflumar virðist það vera á tali allan tímann frá 10—12. Sé það rétt virðist full þörf á a-ð liafa lengri Á hverjum degi berast Bæj- viðtalstíma. arpóstinum raddir iuu kartöflu- ^ Útvarpshijámsveitin: Sumariög. 20.45 Um dagin og veginn (Vilhj. S. Vllhjálmsson ritstjóri). 21.05 Ein söngur (ungfrú Hanna Bjarnad.): a) Sólskríkjan (Jón Laxdal). b) Fjólan (Þórarinn Jónsson). c) Ljúf ur ómur (rússneskt þjóðlag). d) La Rosa (T'osti). 21.20 Norræna heimilisiðnaðarþingið. — Erindi: Islenzkur heimilisiðnaður á liðnum öldum (Inga Lára Lártisdóttir). 21.45 Tónleikar (Plötur). 21.50 Spurningar og svör um náttúru- fræði (Ástvaldur Eydal licensiat), 22.0S Vinsad lög (plötur). leysið og er sjáanlegt að fólk unir illa því dæmalausa sleifar- lagi sem er á útvegun þeirrar nauðsynjavöru. M. segir: „Eg sá nýlega mynd af Hr. Jóni Ivarssyni ásamt öðrum fjár hagsráðsmönnum, og skildi strax betur hvemig stendur á kartöfluleysinu. Þeir eru orðnir svo vanir að stoppa allt, fjár- hagsráðsmennimir, að Jóni, sem er líka forstjóri Grænmetis- sölu ríkisins, hefur bara ætlaö að nota fjárhagsráðsaðferðina víðar og stoppa kartöfluátið í Reykvíkingum. Sjálfsagt hefur sá litli kari líka gaman af að leika höfuðstaðarbúa líkt og Homfirðinga áður og láta finna til vaids síns. Fyrst selur hann Reykvíkingum í nokkrar vikur lélegar fóðurkartöflur, og sé ekki gleypt við þeim, fá þeir ekki neitt. En skyldi ekkert af fóðurkartöflunum sem seldar hafa verið stil manneldis hér í Reykjavík í vor hafa komizt inn á borð einhvers meiriháttar valdamanns í matvælaeftirlit- inu? Það getur þó varla verið, því annars hefðu þau matvæli varla verið látin halda áfram í umferð. En væri ekki reynandi að láta þá ótrúu embættismenn sem bjóða fólki slíkt hvíla sig frá þeim störfum sem þeir eru sýnilega alveg óhæfir til“. ■¥■ Yöm gegn baraaveiki Minni fólks nær skammt. Þó mun öllum Reykvíkingum i fersku minni að fyrir mánuði veiktust böm af bamaveiki hér í bænum, og á öllum bamaheim- ilum greip um sig ótti við þessa skæðu veiki. Þeir sem böm eiga á aldrinum hálfs árs til sex— sjö ára, en það er talinn hættu- legasti aldurinn, komu þúsund- um saman til að láta bólusetja börn sín. Enginn vildi láta þess ófreistað að gera börain sín ó- næm fyrir bamaveikinni. Til alirar hamingju urðu veik- indátilfeiim ekki upphaf að far- sótt. En þá var eins og hættan gleymdist og áhuginn dvínaði. Fjöldi foreldra sem þusti með böm sín til bólusetningar hefur gleymt eða ekki hirt um að láta endurbólusetja þau, en það er sízt þýðingarminna. Líkn hef ur beðið blaðið að minna for- eldra á endurbólusetninguna, og panta í síma 2781 milli 10—12 alla daga nema laugardaga. ★ Erfitt að ná í Líkn Hins vegar kvarta foreldrar yfir því að erfitt sé að ná í núm erið hjá Líkn, a.m.k. suma daga frá hófni & Horsa kom í fyrrakvöld. Lagar- foss fór í fyrrakvöid. Kári kom af veiðum i fyrrakvöld. Skeljung'ur fór béðan í fyrrak\'öld. Karlsefni kom af veiðum í gær og fór til Þýzkalands. Belgaum koni af veið- um í gær. Vltaskipið Hermóður kom í gær úr strandferð. Askur var væntanlegur af veiðum í gær. Súðin fór norður kl- 8 í gær. Hval fell var væntanlegt frá útlöndum. i nótt . E IM S KI r : Næturakstur í nótt: BSR — Siml 1720. Aðra nótt: Hreyfill — Sími 6633. Helgidagslæknir: Kristján Hann- esson, Auðorstræti 5. — Simi 3836. Eg vænti Jiess áð ríklsstjórnin hall strangt eft- irilt með þvt að Bandarikja- mennlrnlr á Keflavíkurflug- veliinum taki ekkl myndlr af fuglum án leyfls Kannsóknarráðs ríkLslns. SumarhelmUi tempiara að Jaðri er nú byrjað að taka á móti dval- argestum til lengri og skemmri dvalar. Ennfremur er þar kaffi og matsala fyrir ferðafóik. Brúarfoss er i Leith. Fjailfoss fór frá Reykjavík í gærkvöíd 10. 7. kl. 20.00 vestur og norður, og til útlanda. Goðafoss fór frá Ant- werpen 7. 7. til Reykjavíkur, vænt anlegur á mánudaginn 12. 7. Lagar foss fór frá Reykjav’ík 9. 7. kl. 20.00 tU •Leith, Rotterdam og Kaup mannahafnar. iVykjafoss. hefur senilega farið fré Hull í gær 10. 7. tll Reykjavíkur. Selfoss er á Siglu firðt Tröllafoss er í New York. Horsa kom tll Reykjavikur kl. 21.00 9. 7. frá Leith. Madonna er að lesta í HuU. Southernland lest- ar i Antwerpen og Rotterdam 16— 20. júlí. Míirinier iestar i Leith og siðan i Hull til Reykjavíkur. Hjónaband. í gær voru gefin saman i hjónaband, ungfrú Ing- unn Einarsdóttir, T>-sgötu 1 og Brynjólfur Árnason fulttr. í Stjórn- arráðinu. Hetmili ungu hjónanna varður að Blönduhlíð 7. Hjónaefni. S. 1. laugardag opin- beruðu trúlofim sína, ungfrú Sig- urbjörg Kristinsdóttir frá Ólafs- firði og Franz Pétursson, Njálsg. 60. — Nýlega hafa opinbenið trú- lofun sina Ingibjörg Pálsdóttir, frá Litlu-Reykjum. Hraungerðishreppi og Gisli Ágústsson, rafvirki, Sel- fossi. BIKISSXIF; Esja var væntanleg til Reykja- vikur i gærkvöld. Súðin fór um há degi i gær austur um land til Seyðisfjarðar. Herðubreið liggur i Reykjavik, vegna vélbiiunar. Skjaldbreið var á ísafirði i fyrra- dag á norðurleið til Sej-ðisfjarðai'. Þyrill er á lelð til Norðfjarðar með oliufarm. Skip SJ.S.: Varg er á Reyðarfirði. Vigör er í Reykjavik. Hvassafeli er vænt- anlegt tii Rotterdam í dag. Plico var væntanlegt tii ísafjarðar í gær . Útvarpið í dag. 11.00 Morguntónleikar (plötur): a) Fiðlusónata i e-moll eftir Corelli b) Píanósónata í As-dúr, op. 110 eft ir Beothoven. c) Cellosónata í F- dúr op. 99 eftir Brahms. 14.00 Prest vígslumessa i Dómkirkjunni (Bisk up vigir kandídatana Andrés Ólafs son og Þórarin Þór. Vigslu lýsir séra Jakob Jónsson. Andrés Ólafs- son prédikar. Séra Bjarni Jóns- son vigslubiskup þjónar fyrir ait- ar)i 15.15 Miðdegistónleikar (plöt- ur): a) Impromptus op. 90 eftir Schubert. b) Norðurlandakórai; syngja. c) L’Arlesienne-svitan eftir Bizet. 16.15 Útvarp til lslendinga erlendis: Fréttir, tónleikar og er- indi. 18.30 Barnatimi (Þorsteinn Ö. Stephensen o. fl.). 19.30 Tónleikar Vatnasvítan eftir Hándel (plötur). 20.20 Samleikur á víólu og píanó (Sveinn Ólafsson og Fritz Weiss- happel): Dúett op. 16 i D-dúr eft- ir Goltermann. 20.35 Erindi: Dagar í Róm (Sigurbjörn Einarsson dós- ent). 21.00 Tónleikar: Kvartett í A-dúr op. 41 nr. 3 eftir Schunmnn (plötur! — kvartettinn verður end- urtekinn næstkomandi miðviku- dag). 21.35 Erindi: Æskulýðsstarf- semi á Norðurlöndum (séra Eirík- ur J. Eiríkssonl. 22.05 Danslög iplötur). Útvarplð á rnorgun. 19,30 Tónleikar: Lög úr óperett- um og tónfilmum (piitur). 20.31 Söfnln: Landabókasafpið er opi3 kL 10—12, 1—7 og 8—10 aUa virka daga nema laugardaga, þá kl. 10—■ 12 og 1—7. ÞJóðskJalasafnlð kl. 2 —7 alla virka daga. Þjóðminjasafn- lð kL 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga og Bunnudaga. Listasafn Einara Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu- dögum. Bœjarbókasafnið kl. 10—10 aÞa virka daga, nema yflr sumar- mánuðina, þá er safnið opið kl. 1—4 á laugardögunc. og lokað á Bunnudögum. Nteturheknlr er í læknavarðstof- untd, Austurbæjarskólanum- — Nseturvörðux er í Ingólfsapóteki. — Simi 1S30. Bóhisetning gegn bamavelkl held ur éfram og er fóik minnt á að láta endurbólusetja böm ein. Pönt- unnm veitt móttaka ftá kl. 10—12 alla virka daga nema laugardaga síma 2731. Kvennaflokkur Ármanns sýnir fimleika tírvalsflokkur kvenna tir Ár manni sýnir fimleika næstkom- andi þriðjudagskvöld kl. 8.30 „Sjálfstæðishúsinu". Þessi flokk ur hefur ekki sýnt hér síðan í fyrra, áður en hann fór til Finnlands. Nú sýnir hann undir stjóm nýs kennara, Guðrúnar Nielsen, og æfingarnar eru með nýju sniði, gerðar eftir hljóð- falli. Er ekki að efa að marga muni fýsa að sjá þennan ágæta flokk og þá nýju leikfimi sem hann iðkar nú.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.