Þjóðviljinn - 29.07.1948, Síða 4
1
Þ JÖÐVIL31NN
K
í'immtudagur 29. júlí 1948
þJÓÐVILJINN
Dtgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokkurínD
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb).
Fréttaritstjórl: Jón Bjs.rnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Toríi Ólafsson, Jónas Árnason.
Áskriftarverð: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðu-
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Sósialistaflokkurinn, I>órsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár linur)
Yfirfjárhagsráð
Fjárhag'sráð ríkisstjómarinnar, sem hefur haft það hlut-
verk að skipuleggja í rúst atvinnulíf landsins, hefur að
vonum verið mjög illa þokkað af þjóðinni. Það hefur að
kalla má alræðisvald yfir allri fjárfestingu landsmanna, er
á mörgum sviðum valdameira en Alþingi, og alkunnugt er
hvernig það hefur notað vald sitt til þess að draga úr öll-
um framkvæmdum, lama athafnaþrek og lifsþrótt þjóðar-
innar. Þetta alvalda stórráð, sem hefði með réttri og já-
kvæðri stjóraarstefnu getað orðið hin nytsamasta stofnun,
hefur í staðinn orðið dragbítur á alla framþróun.
★
En valdadagar þessa mikla stórráðs eru nú taldir., Ekki
svo að skilja að það verði lagt niður, en það fær yfir sig
volduga húsbændur erlenda, bandarískt stórráð. Hin „sér-
staka sendinefnd" sem Bandaríkin senda hingað samkvæmt
Marshallsamningnum verður einskonar yfirfjárhagsráð, og
sérréttindi hennar og völd eru öllu öðru ofar. Hún á að
hafa sömu „sérréttindi og forréttindi" og erlend sendiráð.
Henni á að „láta í té þau hlunnindi og aðstoð, sem nauð-
synleg eru.“ Ríkisstjórnin á að „hafa fullkomna samvinnu
við hina sérstöku sendinefnd . . . Skal sú samvinna ná til
hverskonar upplýsinga og fyrirgreiðslu sem nauðsynleg
«ru". Og þannig mætti lengi telja.
★
Enn er ekki kunnugt um það hversu f jölmennt þetta yf-
irf járhagsráð verður eða hvenær þfss er von. Þess ber þó
að geta að í fylgiskjali með samningnum er skráður við-
auki sem sýnir glöggt hversu glæsilegum árangri íslenzka
ríkisstjómin hefur náð í viðskiptum sinum við „hið vest-
ræna lýðræðisríki." Hann er þannig að ríkisstjórn Banda-
ríkjaima „muni hafa í huga, að æskilegt er að takmarka svo
sem hægt er f jölda. þeirra embættismanna, sem fullra sér-
réttinda er óskað fyrir.“!! Ber að sjálfsögðu að þakka rík-
isstjórninni á verðugan hátt fyrir þennan stórvægilega ár-
angur.
★
En þótt bandaríska yfirfjárhagsráðið sé enn ókomið til
landsins er íslenzka undirf járhagsráðið þegar farið að laga
sig að hinum nýju aðstæðum. Eins og Þjóðviljinn 'hefur
þegar skýrt frá er nú hafin mikil skýrslugerð handa Banda-
ríkjamönnum um efnahagsmál Islendinga. Á yfirfjárhags-
ráð síðan að fara yfir skýrslurnar, Ieggja blessun sína yfir
það sem leyfilegt verður en fordæma annað. Fyrsta verk-
efnið er innflutningsáætlun Islendinga, og eiga hinir er-
lendu menn m. a. að ákveða hvaða vörur við megum flytja
inn og hverjar séu ónauðsynlegar, og þá að sjálfsögðu einn-
ig hvar við megum kaupa þann varaing sem heimill er. Það
er saga dönsku einokunarinnar sem endurtekur sig á ný-
tízkan hátt.
k
Ekki er annars getið en undiif járhagsráðsmenn sætti sig
amætavel við þessa nýju skipan. Langlundargeð íslenzkar
auðstéttar virðist ótæmanlegt, og stoltið og sjálfsvirð-
ingin eftir því. Sumir virðast jafnvel því ánægðari sem þeir
geta beygt sig dýpra fyrir hinu erlenda valdi.
Já, það er dásamlegt að vera íslenzkur þegn, meðlimur
frjálsrar og óháðrar þjóðar og búa við endurreist lýðræði
«ftir sjö kúgunaraldir.
Verðið á nýja kjötinu
Nú hefur verðið á nýja kjöt-
inu verið auglýst: 21 — íuttugu
og ein króna — fyrir kílóið.
„Er ríkisstjórnin að verða vit-
laus?“ spurði maður einn, þegar
hann frétti þetta. Áreiðanlcga
hefur verð á ísl. kjöti alclrei
komizt svona hátt. Ekki slæ-
lega rekin baráttan gegn dýrtíð-
inni! — Það sem meira er, nýja
kjötið hefur engin áhrif á vísi
töluna. Og þetta verð á því skal
gilda fram í miðjan september.
Það á ekki að flokka kjötið fyrr
en um miðjan september. —
Já, hver var annars að tala um,
að hún væri ekki vel lukkuð
„fyrsta stjórnin sem Alþýðu-
flokkurinn myndar?“
*
Of margir þátttakendur
okkar á Olympíuleikj- •
unum ?
Surnir eru þeirrar skoðunar,
að þátttakendur okkar á 01-
ympíuleikjunum séu of margir.
Hér er bréf um það efni:
.....Hljótá allir, sem eitthvað
fylgjast með íþróttamáium okk-
ar, að sjá, að svo stór hópur
frá okkur, er alls ekki fullskip-
aður afreksmönnum, sem til
greina kemur að geti vakið á
sér athygli þarna. Eg gæti jafn •
vel trúað, að sumir keppendur
okkar kæmu varla til greina i
venjulegum undanrásum, hvað
þá i úrslitum. Það er alveg rétt
sem stóð í blaði nýlega, að
þetta gæti orðið vafasöm land-
kynning. Auðvitað áttum við að
láta nægja að senda nokkra af
allra færustu mönnum okka-.
D“.
★
Það var siður að sópa
gólfið . . .
Það er lítið vatn í Tjörninni
núna og hún því ekki ásjáleg.
Gremja manna útaf þessu hefur
víða komið fram í blaðaskrifum.
Eftirfarandi bréfkafli fjallar
um þetta:. „Eg veit ekki hvort
sú er orsökin tíl vatnsleysis
Tjarnarinnar, að fram eigi að
fara hreinsun. Það er ekki ólík-
legt. En þá má líka benda hlut-
aðeigendum á það, að þarna
velja þeir óheppilegasta tíma til
að framkvæma hreinsunina. Eiu
mitt núna kemur margt er-
lendra ferðamanna til bæjarins,
og er það hreint ekki góður
vitnisburður, sem Tjörnin gefur
okkur: Ólykt og sóðalegt út-
lit . ... “ — Annar maður hefur
komið að máli við Bæjarpóstinn
og látið í ljós svipaðar skoðan-
ir. „Það hefur verið venja á fs-
Iandi,“ sagði hann „að sópa þó
ekki væri nema af miðju gólfi,
þegar gesti bar að garði. Núver-
andi ástand Tjarnarinnar er
herfilégt brot á þeirri góðu,
gömlu venju.“
*
Vegurinn upp með
' Sunnuhvoli
Þá er það bílstjóri, sem spyr:
„Er það meiningin að hafa fram
vegis sama fyrirkomulag og nú
er þar sem vegurinn liggur frá
Hringbraut og upp með Sunnu-
hvoli. Það hefur verið lögð gang
stéttarbrún þarna, en það er
hvergi neitt skilti sem bannar
manni að aka þar upp. Og þessi
gangstéttarbrún er til mikilla
óþæginda fyrir okkur og fer illa
með bílana. Raunar skilst
manni, að meiningin sé, að ein-
hverntíma komi vegur upp þar
sem Sunnuhvoll stendur nú, en
allir vita að svoleiðis fram-
kvæmdir geta dregizt nokkuð
lengi. Þess vegna mundi ég vilja
leggja til, að brúnin verði tekin
og látin bíða. þangað til að kom
inn er hinn fyrirhugaði vegur.
, — Bílstjóri:“
★
Danska freigátan Niels Ebbe-
sen kom með Hans Heðtoft
í gær. Helgafell fór á vciðar. Dýpk-
unarskipið Grettir kom frá Vest-
mannaeyjum. Auk þessa eru nú í
höfninni: Westhorn^Horsa, Þyriil,
Herðabreið, Súðin og Tröllafoss.
Isfisksalan
Síðan Akurey seldi sl. mánudag
hafði aðeins einn íslenzkur tOi;ari
selt afla sinn, þegar blaðið átti
tal við skrifstofu Fiskifélagsins i
gær. Var það Neptúnus, sem seldi
324,5 tonn í Bremerhaven.
RIKISSKI’P
Hekla er á norðurleið um Aust
firði. Esja er á leið til Glasgow
frá Reykjavík. Súðin kom hingað
síðdegis í fyrradag af Vestfjörðum
og Húnaflóahöfnum. Herðubreið
kom hingað síðdegis í fyrradag að
austan og norðan. Skjaldbreið var
í gær á Húnaflóa á norðurleið.
Þyrill er hér.
Skip Einarssonar og Zoega
Foldin og Westhorn eru 1
Reykjavík, Vatnajökull er á
Breiðafirði, Lingestroom er í Ant-
wcrpen, Vlingstroom fer frá Amst-
erdarn 29. þ. m. um Antwerpen'og
Hull til Reykjavíkur.
EIMSKIP
Brúarfoss er í Leith. Fjallfoss er
í Hamborg. Goðafoss kom til New
York 26. júlí frá Reykjavik. Lag-
arfoss fór frá Gautaborg kl. 22 30
27. júlí til Leith og Reykjavíkur.
Reykjafoss fór frá Akranesi í gær-
kvöld 28. júlí til Reykjavikur. Sel-
foss fór frá Antweipen í gær til
Hull og Leith. Tröllafoss er -í
Reykjavík. Horsa fór frá Reykja-
vík í morgun 29. júlí til Akraness
og Keflavikur, Vestmannaeyja og
Hull. Madonnæ fór fiá Reykjavik
22. júlí til Leith. Sutherland fór
frá Hull 27. júlí til Reykjavíkur.
Marinier fór frá Reykjavík 22. júlí
til Leith.
Útvarpið í dag:
15.30 Miðdegisútvarp. 16.25 Veð-
urfregnir. 19.30 Tónleikar: Óperu-
lög (plötur). 19.40 Lesin dagskrá
næstu viku. 20.20 Útvarpshljóm-
sveitin (plötur): a) Mars eftir
Sousa. b) Gamalt enskt lag. o)
Nocturne og „1 garðinum” eftir
Rosse. d) „Morgenblátter" eftir
Strauss. 20.45 Frá útlöndum (Jón
Magnússon fréttastjóri). 21.10 Dag-
skrá Kvenréttindafélags Islands.
— Erindi: Dagur er runninn (Þór-
unn Magnúsdóttir rithöfundui).
21.35 Tónleikar: Sorenade í D-dúr
fyrir strengjatrió eftir Beethoven
(plötur). 22.05 Vinsæl lög (plötur).
VIBSJÁ Vísis segir frá því í gær,
að jafn sakleysislegt orð og „John“
geti i skeyti tií
duimálsskrif stof u
Bandarflsjanna
þýtt „bylting". Aðr-
ar heimltdir liernia
að jafnsakleysis-
legir stafir og V. S.
V. geti þýtt „atóinsprenglng í
Reykjavíkurhöfn”, og óskil.janlegt
tákn eins og St. Jóh. St. geti þýtt:
„Marshall, I love you!“
Ferðaféiag Templara • efnir til
þriggja daga skemmtiferðar vest-
ur á Snæfellsnes .laugardaginn 31.
júli n. k. Farið verður frá G. T,-
húsinu kl. 2 e. h. og ekið vestur
að Búðum og tjaldað þar. Sunnu-
dagurinn 1. ágúst verður svo not-
aður til þess að koða, Búðahraun
og umhverfi, og síðan ekið út að
Stapa. Þaðan til Ólafsvikur og til
Stykkishólms um kvöldið. Komið
getur til mála, að þeir sem þess
óska fari ekki til Ólafsvíkur, held-
ur til Grundarfjarðar. Þó þvi að-
eins að fullskipaður bill fari þang-
að. Mánudagurinn 2. ágúst verður
notaður til að skoða Stykkishólm
og umhvcrfi, m. a. verður gengið á
Helgafell. Séð hefur verið fyrir
mat og kaffi fyrir ferðafólkið, atla
dagana. Einnig verður séð fyrir
tjöldum i ferðina fyrir þá, sem
þess óska. Vegna þess að bilakost-
ur er takmarkaður ,en þátttaka
verður sennilega mikil, er það
nauðsynlegt að þátttakendur hafi
gefið sig fram og tekið farmiða í
Bókabúð Æskunnar Kirkjuhvoli
fyrir kl. 6 í k\ájld.
Gefið ykkur tíma tll að
iesa auglýsUtgarnar í blað-
inu. ,
Bótusetning gegn barnavciki
heldur áfram og er tóik minnt á
s,ð láta endurbólusetja börn sin.
Pöntunum veitt mottaka í sima
2781 alla daga kl. 10—12 nema
laugardaga.
VISIR birtir í gær
heilan leiðara um
höggmynd af Stalín.
sem bandarískt rit
hefur sagt, að fyrrv.
ríkisstjórn hafi pant-
að, og hefur Vísir af
því áhyggju mikia, livar sú hugg-
mynd muni niðurkomin. — Lang-
ir mundu ieiðarar Vísis, ef hann
fengi allt í einu löngun til aö vita
hvað orðið hafi af þeim nillljóna-
gjaldeyri, sem ákveðnar persónur
hafa stoiið undan til Bandaríkj-
anna. — En hvers vegna bregður
Kristján Guðiaugsson sér eltki í
kafarabúning með Hannesi á
horninu? Veit hann þá ekki það,
sem allir vita ,að Stalín er í pakk-
anum dularfulla í Reykjavíkur-
höfn?
Skrifstofa borgarlæknis, Póst-
hússtræti 7,'er opin alla virka daga
á venjulegum skrifstofutíma. Við-
talstími er kl. 10—11. Sími 1200.
Næturakstur í nótt annast Bif-
reiðastöð Reykjavikur. Sími 1720.
Næturvörður er í Iðunnar apó-
teki, BÍmi 7911.
Barnaheimilið Voiboðinn Rauð-
hólum. Allar heimsóknir strang-
lega bannaðar á heimilið.
Söfnln: Landsbókasafníð er opiS
kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virka
daga nema laugardaga, þá kl. 10—
12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 2
—7 alla virka daga. Þjóðminjasafn-
ið kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga
og sunnudaga. Listasafn Einars
Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu-
dögum. Bæjarbókasafnið kl. 10—10
alla virka daga, nema yfir sumar-
mánuðina, þá er safnið opið kl.
1—4 á laugardögun? og lokáð &
sunnudögum.
t-M~-»4-I-i-l~H-H' M-H-I-I-l-M ! 'l-h
Veðrið — Faxaflói: Suðaust-
an og austan gola. Skýjað með
köflum en víðast úrkomulaust.
*.