Þjóðviljinn - 05.10.1948, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN
Þriðjudagur 5. október 1948.
3
(jtgoíar.fU. BamelnlngarflolUíur alþyöu — Scaiallntaflokkurlm
Ritstjórar: Magnúa KJartansson, SlgurSur Guðmundsson (Ab
FrCttarltstjón. J6n BJarnasou
BlaðajxL; Arl KArasón, Magnús Torti Olaísson, jónas Amaooa
fUtstJóm. afgrelSsla, auglýslngar prentsmiSla 8kólavxiröt
stíg 16. — Bími 7500 (þrjár linur)
AakriftarvorS: kr 10.00 á mánuSt — Lausasóluverö 50 aur. eiift.
PrentsmiSje ÞjóOvllJans h. t
S6sfalÍ3taQokkurtim. Þórogötu 1 SímJ 7510 (þrjér Hnur',
Landráðasamningurinn
~ trríi.
Sjálfstæðisbaráttu Islands lauk ekki með stofnun lýðveldisins.
Verkefni þess örlagaríka kafla hennar seni nú er háður skil-
greindi Einar Olgeirsson i stórmerkri Réttargrein íyrir ári
þannig:
Uppsögn Keílavíkursamningsins án endurnýýunar í nokk-
urri mynd, brottilutniugur alls hins ameríslta starfsliðs af fiug-
vellinum og algerlega ísJenzk stjóm á honum sem fyrst og það
áðiu- en upjtsögnin fer fnun. Barátta á alþjóðavetCvangi fyrir
því að tryggja friðhelgi íslands ef til styrjaidar skyidi koma.
Það eni þessi verkefni sem Sósíalistaflokkurirm hefur miðað
við stefnu sína í sjálfstæðismálinu og utanríkismálum þjóðar-
innar. Um þessi verkefni hefur Sósíalistaflokkurinn reynt að
sameina alla frjálshuga Islendinga.
I dag eru tvö ár síðan herstöðvasamningurinn um Keflavik
vax gerður. Þeir þrjátíu og tveir þingmenn sem samþykktu hann
gerðu það að þjóðinni fornspurðri, meira að segja þvert ofan í
yfirlýstan vilja íslenzkra kjósenda. Vegna þátttöku Sósíalista-
flokksins í rikisstjóm tókst að hindra að Bandaríkin fengju
Jeigða þrjá staði á Islandi til herstöðva í heila öld. Það var á
síðasta ári kjörtímabilsins 1942—1946. Upplýst hefur verið af
cinum agent Bandaríkjastjómar hér á landi að það var með
ráði gert að láta herstöðvafcröfurnar liggja i þagnargildi fram
%’fir alþingiskosningamar 1946. Auðrítað óttuðust Bandaríkja-
leppamir íslenzku dóm þjóðarinnar, og i kosningtuium mun að-
oins einn frambjóðandi, Jónas frá Hriflu, hafa lýst yfir ætlun
i-inni um afsal landsréttinda. Aðrir sóru og sárt við lögðu að
vcrnda íslenzk landsréttindi.
Enginn veit hvomig Alþingi væri nú skipað, ef mcginjxirri
Iijósenda liefði séð fyrir ógæfuverk mannanna sem sendir voru
á þing vegna svikmælgi og fagnrgala flokka þeirra siunarið
1946. Það eitt er víst að hefði meginþorri íslemzkra Kjósenda
’.’itað að þessir menn ætluðti að samþykkja Keflavikursamning-
:nn haustið 1946 og skríða saman um bandaríska leppstjóm í
febrúar 1947 hefðu margir þeÍ2Ta fengið að sitja heima. Þeir
máttu heldur ekki heyra nefnt þjóðaratkvæði um lierstöóva-
samninginn, en sósialistar lögðu það til, og sýnir sú afstaða
bezt að hinir 32 ríssu hug þjóðarinnar, vissu að þeir voru að
í remja níðingsverk.
Framkvæmd samningsins hefur veríð með þeim endemum sem
álþjóð er kunnugt. Meira að segja þvert ofan í ákvæði hans hef-
ur leppstjóm Bjaraa Ben. og Stefáns Jóhanns leyft hinum er-
]öndu húsbændum símun hinn svívirðilegasta yfirgang, lögbrot.
og ósvífni við íslendínga. Bafidarísk stjómarvöld eru steinhætt
að reyna að láta iíta svo út að fara eigi eftir samningnum, á
þinginu í Washington ræða fulltrúar ríkisstjórnarinnar opin-
skátt um hinar furðulegustu ráðstafanir liermáfáráðuiieytis
Bandaríkjanna í sambandi við Keflavíkurflugvöllinn án jæss að
ríkisstjóm Islands látist vita af því.
Tvö ár em liðin af tíma herstöðvasamningsins. Á þeim tima
hefur heimsyaldastcfna Bandaríkjanna komizt í algleyming og
er ekki ólíklegt að reynt verði að lierða kverkatakið á íslending-
nm í náinni framtíð. Til þess að geta mætt nýjum árásum verð-
ur þjóðin að géra upp við fimmtu lierdeildina, Bandarikjalepp-
ana, sem hrifsað hafa völdin í landinu í óþökk þjóðarinnar. Nú
jiegar verða öll heilbrigð öfl þjóðarinnar að bindast samtökum
• im að hrinda smáninni frá 5. okt. 1946 eins fljótt og kostur er,
sameinast um að knýja fram uppsögn Keflavíkursamningsins og
að lafarlaust verði komið í veg fvrir yfirgang og lögbrot hins
eríe.ida liðs sem dvelur á íslandi með þann samning að yfirskmi.
tnnmugmnTgam
-• ; á. -iÍ£Í:u"^ttHmHmHatTOq|
'BÆJAKPOSTiBiNN
BnuBBiiaiisaBHaBit
5. október
Hið íslenzka skammdegi var
gengið í garð, laufið á björkinni
íslenzku fallið til jarðar, sóley
og fífill horfin af túnum sveit-
anna, stöngull brágresisins
brostinn í lautum hraunsins,
berin, sem börnunum láðist að
tína, kalin í nepju hinna fyrstu
frostnátta, fuglar sumarsins
hættir að syngja, fjallalækim-
ir, sem léku sér tærir óg kátir
um vorið, lagztir í klakabönd,
og 32 íslenzkir alþingismenn
komu saman til að svíkja þjóð
sína. Það var 5. október 1946.
Dökkur skuggi
Þennan dag féll dökkur
skuggi á íslenzka stjórnmála-
sögu. Allt það starf sem beztu
synir þjóðarinnar höfðu unn-
ið við bjarmann af íslenzkum
drengskap, hugrekki og þraut-
seigju, var þá svívirt og saurg-
að af mönnum, sem höfðu glah-
að þessum dýggðum þjóðarinn-
ar og kusu sér skuggann til að
vinna sln verk. Þetta var dagur
hinna ægilegustu myrkraverku
í íslenzkri stjómmálasögu.
Klalcaböndlu losna
Við vitum að björkin ís-
lenzka á eftir að laufgast á
ný, sóley og fífill munu aftur
fæðast á túnum sveitanna, nýr
og traustur stöngull mun lyfta
blágresinu i lautum hraimsins,
börnin munu tína safarík ber á
lyngi, fuglar sumarsins syngja
aftur, klakaböndin losna af
lækjum fjallanna, — og þeir
munu leika sér tærir og kátir.
. . . og samþykktu allir
I staðinn fyrir eldmóðinn og
ættjarðarástina í skrifum Fjölr.-
ismanna forðum, voru nú komin
skrif mannsins, sem liamast á
hominu, og örlög þjóðarinnar
ráðin eftii’ óskum hans. A sams-
konar hættutímum öldúmi áður
stóðu upp fuiltrúar fátækra
sveitabænda og mótmæltu all-
ir; —• nú stóðu upp fulltrúar
siðspilltxar auðstéttar og sam-
þykktu ollir. I örlagþsölum
þjóðarinnar, þar sem áður hafði
rikt svipur Jóns Sigurðssonar
forseta, sást nú andlitið 4 lit>-
um manni frá Vigur.
Nýr }>áttur í sjálfstæðis-
baráthmni
En á sama augnabliki og svik
þessi voiu framin, hófst nýr
þáttur í sjálfstæðisbaráttunni.
Þau öfl með þjóðinni, þar sem
íslenzkur drengskapur, hug-
rekki og þrautseigja eru emi
jafn traustar dyggðir og áður,
þau öfl ■m.unu ávalt verða hin
sterkustu. Það er hægt lun
stundarsakir að traðka á rétti
þjóðarinnar á Reykjanesi, á
öllum nesjum og við all-
ar víkur landsins, en það
er ekki hægt aö kæfa þann
eld, sem heldur þessum öflum
lifaodi, frekar en hægt er að
hindia hið íslenzka vor í að
koma aftur, þegar skammdegið
má sín ekki ineir. Sigur þessara
afla er jafn áreióanlegur og
endurkpma hins íslenzka vors.
Tryggvi gamli lcorn frá Englandi
í gær. Marz, Akurey og Karlseíni
fóru á veiðrcr í gær, og olíuskip
kom i Hvalfjörö. Esja og Þyrill
eru hér í höfninni.
ISFISKSALAN:
Bjarni Ólafsson seldi 283,5 lestir
í Bremenhaven 1. J). m. Fylkir seldi
265,5 lestir í Hamborg 2. þ. m.
EIKISSKIPí
Hekla var á Akureyri í gær.
Esja er x Reykjavik. Herðubreið
er á Austfjörðum á norðurleið.
SkjaJdbreið fer frá Reylcjavík i
Icvöld til Vestmamiaeyja. ÞyriU er
i Reykjavík.
EIMSKir:
Brúarfoss er i I.eith. Fjallfoss er
í Roykjavík, fer i kvöld 6.10. til
N. Y. Goðafoss er í Keflavik, lest-
ar frosinn flsk. Lagarfo.ss fór frá
Reykjavík 2.10. til Austfjaróa og
xxtlanda. Reykýafoss ixefur væntan-
lega Icomið til Stettin \ Póllandi í
gær 4.10. Selfoss er í Reykjavík.
Tröllafoss var væntanlegur tll N.
Y. 3.10. Hors.a kom til London 2.10.
frá Reykjavík. Vatnajökuli lestar
í Hull og Lcdth S,— 10.
^ . ..
19.30 Log leikin á
bíóorgel (plötur).
19.45 Auglýsingar.
20.00 Fréttir. 20.20
Tónleikar; Kór-
ltaflar úr „Missa solemnis" eftir
Beethoven (piötur). 20.35 Erindi:
Mataræði og manneldi, I.: Matar-
æði á lelandl í fornöld (d;-. Skúli
Guðjónsson), 21.00 Tóixleikar;
„Hciry Jáaos“ eftir Zultun ICodály
(plötur). 21.25 Uppiestur: „Konaa
5 Hvanxsdalabjörgum" kvæöi eftir
Jón Trausta (Jón Norðfjörð leik-
ari Jes). 21.50 Tónleikar (pjötur),
22.00 Fréttir. 22.05 Djassþáttur
(Jón M. Árnason). 22.30 Veður-
fregnir. - Dagski-árlok.
Friinsku x; ámskeið Alli an ce
Frafneaise i Háskóla íslands, tíma-
bilið okt.-des., hefjast næstu daga.
Kenruxrar vexða þeir Magnús G.
Jónsson, monntaskólakennari og
André Rousseau sendikcnnari.
Nýlega voru
gefin saman í
hjónaband, ung
frú Svava Jo-
hannesdóttir og
Valdimar Eincrrsson. sjómaðui-.
HeimiJi ungu hjónanna ex á Njáls
götu 62, Reykjavik. — Nýlega voru
gefin samctn x hjónaband, ungfrú
Guðrún Valdimarsdóttir og ívar
Nikulásson, bifreiðaratjóri Kjart-
ansgötu 8.
.YadwxUortur í nótt: Hreyfill. —
Sími 6Ö33.
Næturvörður er í Lmxgavegsapo-
teki. — Sími 1616.
Nýlega opinber-
,i5| uðu trúlofun sína,
f Kristrún Malm-
quist, Flókagötu
45 og Þór-ir Karls-
son, Ásvallag. 29.
Ungbarnavernd Líknar Templar
sxmdi 3 er opin þriðjud., flmmtu-
daga og föstudaga kl. 3,15—4. Fyr-
ir barnshafandi konur máhudaga
og miðvikudaga kl. 1—2.
Geyslr er í Reykja
vjk og óx-áðið hve-
nær hann heldur á
fram för sinni til
• New Yoi’k. Hekla
er í Amsterdam. Gullfaxi er í
Reylcjavík. Kom í fyrrakvöld kl.
8 fxá Kaupmannahöfn og Pi-est-
vílc með 32 farþega. Var það
fyrsta ferð Gullfaxa með alís-
Jenzkri áhöfn. Flugstjóri var Jö-
hannes Snorrason, en Þorsteinn
Jónsson aðstoðarflugmaður. Vélin
verður í æfingaflugi næstu daga,
og næsta áætlunarferð hennar
verður á laugardag. Flugrélar Flug
félags íslands fluttu samtals 3713
farþega í september, þar af 3272
innanlands og 471 milli íanda. Eru
þetta rúmlega 50(?> fleiri farþegar
en flugvélarnar fluttu í septcmber
1947. Fyrstu níu mánuði þessa árs
hafa flugvélar Fiugfélagsir.s flutt
22894 farþega, en fluttu 13552 á
sama tímabili i fyrra. Aukning far
þegaflutnings nemur því 69% frá
árinu 1947.
Krossgúta
Lárétt skýrtng: 1. 32 gerðu þaö
í dag; 2. hvíidi; 5. eldsneyti; 7.
ljósta; 9. sjófugl; 10. forskeyti; 11.
tiðurn; 13. makindi; 15. neitun; 15.
myndir (fornt).
Lóðrétt skýrlng: 1. búa til va ct-
ar; 2. óblíð; 3. forsetning; 4. dreg-
ur mátt úr; 6. fyrrnefndir ullu því;
7. þáhnig; 8. tryggir venjul. fyrir-
myndar samkomulag; 12. Hreyf-
ing á miíli staða; 14. uppbaf; 15.
að því tilskyidu.
Handíðaskóiinn. Kenndla í
barnafjokkum skólans hefst upp
úr miðjum þessum mánuði. Börn-
um, sem sótt hafa um þátttöku í
námskeiðum í telknun, sm}ði,
föndri o. s. frv. verður tilkynnt
slcriflega hvenær þau eigi að koma
til námsins.
\V
j Hjónunum Doris
/ og Gunnari Tómas
. y'C j*"- sjTui, verlcfrceðingi,
I *ji V* Barmohlíð 31.
£? s fæddist 12 marka
dóttir s. i. Jaugai-
dag. Hjó&unum Hönnu Ingvars-
dóttur og Ásimmdi Ólasyni, Drápu
hlið 23, l’æddist 38 mailca sonur
sl. laugardág, 2. oktcber.
Freyr — tímarit
Búnaðartélag’sins
-— er lcominn út.
Þetta er ágústheft
ið og flytur það
grein um áburðarmál eftir Guðm.
Marteinsson, grein um framkvæmd
jarðræktarlnganna eftir Hannes
Paisson, Undlrfélli, grein um vetr-
arfóðrun kúnna eftir Pál Zópónias
son, grein um sæðingastöð SNE á
Grisabóii, grein um belgjurtir eftir
Björn Bjarnason ráðunaut o. fl.
Heftið er prýtt myndum . eftir
Guðna Þórðarson.
Veðrið í tlatt: AJlhvass éða
hvass suðvestan. ítigning -öð.-a
liverju.