Þjóðviljinn - 05.10.1948, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.10.1948, Blaðsíða 6
ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 5.. október 1948. 43. Gardon Schaffer: AUSTUR- Lögreglunni eru alltaf að berast nýjar ákærur, eink- um á fólk sem er sakað um að hafa gefið Gestapó upp- lýsingar. Oft liggja persónulegar ástæður til grundvallar fyrir slíkum ákærum, en þýzkur lögfræðingur er setið ■hafði árum saman í fangabúðum, fullvissaði mig um það að allir vitnisframburðir væru rannsakaðir mjög' gaum- gæfilega og að bæði lögreglan og dómsmálaráðuneytið visuðu fjölda mála frá án þess þau kæmu fyrir rétt. Uppkvaðning dóma er þó tiltölulega veigalítið atriði í nazistahreinsuninni; aðalálierzlan hefur verið lögð á að uppræta nazistisk áhrif á öllum sviðum úr opinberu lífi. Það var ákveðið að hreinsa burt alla nazista úr st^rfs- liði uppeldis- lögreglu- og dómsmála og opinberurn stjórn- arembættum. Þetta hefur valdið nokkrum seinagangi í stjórnarstörfum, en kappið og áhuginn við að kenna nýjum starfskröftum er eitt af því athyglisverðasta á rússneska heniámssvæðinu. Eg rakst á einstök dæmi þess að fólk sem hafði verið i nazistaflokknum hafði verið látið halda störfum sínum og það jafnvel stjórnar- störfum, en það var aðeins hverfandi minnihluti. Strax á fyrstu dögum hernámsins var öllum nazistutr vikið úr ábyrgðarstöðum í dómsmálum; þeir sem ‘grún- aðir voru um afbrot voru teknir fastir, en hinir settir til annarra starfa. Fyrrverandi nazistiskir dómarar og málaflutningsmenn vinna nú sem byggingaverlfamenn, verksmiðjuverkamenn eða í námum. Það var gert hreint fyrir dyrum í þessu efni með sér- stakri tilskipun sem gefin var út í september 1946. Öllum starfsmönnum dómsmálanna er verið höfðu í naz- istaflokknum eða öðrum stofnunum lians, skyldi vikið frá störfum. Tilskipun þessi náði til allra að undanskýld- um þeim er verið höfðu í Vinnufylkingunni, en í hana höfðu menn verið neyddir til að ganga. Jafnvel skrif- stofustúlkum er verið höfðu í fiund Deutscher Mádel var sagt upp. Þá þegar voru gerðar ráðstafanir til þess að fylla í skörðin. Dómarar og málflutningsmenn er höfðu látið af störfum fyrir eða um valdatöku Hitlers voru settir til starfa á ný. Þeir fáu Gyðingar eða menn af Gyðinga- ættum er enn voru á lífi og lært höfðu lögfræði, voru settir í störf sín á ný. Það var komið upp skólum fyrir „alþýðudómara1' (undir það heyra -bæði málflutnings- menn og dómarar samkvæmt okkar skilningi á þessum orðum). Lýðræðisflokkainir þrír veljá menn á þessa skóía og nokkur hluti þeirra skal vera verkamenn. Ríkið veitir þeim námsstyrk. Námstíminn er átta mánuðir og námið er erfitt — svo erfitt að við einn skólann í Dresden voru aðeins 25 af 125 nemendum er stóðust prófið. Dr. Nyma Kroschal, austurrískur andfasisti og lögfræð- ingur sem flýði frá Win þegar Hitler tók Austurríki cn var handtekinn af Gestapó í Belgrad 1941, sagði mér að hinir nýju dómarar aíþýðudómstólanna sýndu mikla hæfni. Dr. Kroschal,' en hún sat i fangabúðum þar til Bandaríkjamenn björguðu henni, er eina konan er gegnir málflutningsstörfum fyrir ríkið á rússneska hernáms- svæðinu. „1. umdæmi Áeipzighorgar gegnir ein 30 ára gömul skrifstofustúlka Gerda Schnirring dómarastörfum," sagbi hún mér. „Hún hefur ekki aðeins sýnt sig að vera snilld- arlögfræðingur heldur ágætur sérfræðin^Ur í afbrotamál- Louis Bromfield 82. DAGUK, STUNDi 11. áð.ur. Að vera eirin með henni þannig í þessu fallega herbergi með Ijósu sirsi og hægindum virtist honum forsmekkur paradísar. Ef þau gætu aðeins verið þann ig alla sina ævi, alein hugsaði hann, án þess að veita nokkrum hlutdeild i samvist sinni eða lúta hinni ruddalegu harðstjórn lífsins! Stundum hrelldi það hann að hún skj'ldi vera leikkona, ekki vegna þess að hann gerði sér neinar grillur um ætlað sið- leysi ieikara, heldur vegna þess að hann gat ekki þolað þá hugsun að hún lékí á leiksviöi undir skí.i- andi Ijósum, frammi fyrir hundruðum manna, léki ást og sorg og þrá á meðan þetta ókunnuga fólk glápti sjúklega á haria. Hann hugsaði ofsalega hvort hún myndi nokkurn tíma elska sig svo heitt að fórna öllu þessu lífi, og næstum því á samri stundu hugsaði hann: „Hvernig get ég búizt við því? Eg veit ekki einu simii hvort hún viil giftast mér. Hvað gét ég boðið .henni?" Og á svipstundu hi’apaði hann úr háloftítm hamingjunnar í djúp örvænting- arinnar. Þegar að kaffinu kom hugsaði hann loks með sér: ,.Eg þoli þessa óvissu ekki lengur. Eg þoli ekki þessa fölsku hamingju. Eg verð að komast til botns í þessu nú.“ Hann roðnaði og heyrði sjálfan sig segja: „Janie, það er dálítið sem mig hefur langað til að spyrja þig um lengi." Síðan þagnaði hann, gripinn skelfingu af hljómi sinnar eigin raddar. Hún teygði sig yfir borðið og snart hönd hans. „Við skulum setjast fyrir framan eldinn og Lala um lífið. Mér þykir vænt' um þig, Philip." Hún steig á fætur og slökkti öll ljósin nema á lampanum sem stóð á borðinu við hliðina á stóra hægindastólnum. Hann hugsaði með sér: „Veit hún hvað ég ætla að segja, og er hún að vísa mér á bug? Hann náði i stól og settist við hliðina á henni. Hún tók í höndina á honum og sagði: „Þetta er inndælt. Liggur þér nokkuð á heim?" „Nei, ég vildi helzt aldrei þui-fa að fara." Hún hugsaði með sér að nú myndi hann áreiðan- lega biðja hennar og að hún þyrfti aðeins að vera vingjamleg til að örfa hann upp og eitt augnablik var hún. snortin af hinni klaufalegu, blíðu feimni hans. En hún hafði engan tíma til að hugsa um það, því heilinn hélt áfram, önnum kafinn við hugsanir um nýja opinbera sigra og frægð. Hún sá fyrir sér myndina af sér í öllum blöðunum, fyrirsagnirnar: „Kunnur ungur hefðarmaður kvænist vinsælli leik- konu.“ Bara að það gæti gerzt á morgun, sama dag- inn og greinarnar kæmu um nýja leikritið; pá myndi hún móta allar fréttir dagsins. Fólk myndi koma í leikhúsið í hrönnum til þess að sjá hana, aðeins vegna þess að hún var nýgift — eins og þegar lostafuilar gamlar konur koma í brúðkaup —i og hún myndi komast vel yfir vanda fyrstu dag- anna eftir frumsýningu. Meðan hún' hugsaði um þetta allt saman, var lítill fallegur munnurinn stirðn aður í ljúfu brosi, varirnar örlítið opnar á sama hátt og þær voru opnar í þriðja þætti, þegar hún lét í Ijós „blíðan áhuga" á meðan Mervyn leitaði eftir ástum hennar. Hann var þögull lengi og sagði að lokum: „Mig langar til að spyrja þig um nokkuð, Janie, sem skiptir mig mjög miklu máli: ég hef aldrei gert það áður. Eg á við að ég hef aldrei spurt nokkra aðra konu að því, sVo að ég geri það víst ekki sérlega vel.“ Síðan sagði hann það me§ hetjulegu viðbragði. ,,F,g bið þig að giftast mér.“ Hún leit á hann, brosandi, og fór síðan að hlæja, svo að hann kólnaði af ótta við að henni fj-ndist hann hlægilegur. En hún þrýsti hönd hans og sagð': „Elsku vinur! Eg vissi hvað þér var í huga; það var bara það, Eg hafði alltaf hugsað mér að giftast þér, ef þú gæfir mér bara tækifæri tih“ Það var ekki fyrr en. á eftir að henni varð ljóst að húu hafði sagt setninguna úr fyrsta leikritinu sem hún lék í. Siðan stóð hún upp og settist í kjöltu hans og iiuiiiiiiiimiiiiiiitiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiifiiiiii umimiiiimmiimmiiMiiimmmiiiiiiimiiiimniiiiiiiiiiiiiii Bogmennirnir tJnglIngiisaga nm Hr6a hött og félaga hans — eftlr ----- GEOFREY TREASE --------------------------- I t- •x: $ • Júnímánuður var á enda, og nú leið á ágústmánuð. Lítið var að gera, annað en að leggja veiðigildrurnar og vitja um þær, kljúfa í eldinn og annað, sem til fellur daglega í slíku útiíífi. Stundum hófu þeir leiki eða höfðu skotkeppni. Oft gekk Dikon einn um skóginn eða þá með öðrum unglingspiltum, þeir böðuðu sig þá oft í Doverlæknum eða öðrum lækj- um, sem um skóginn runnu. Bezt var þó að taka sér bað á einum stað, þar sem Doverlækurinn breiddi úr sér og mynd- aði dálitla tjörn inni á milli furutrjáa og burknavaxinna hæða. Eitt sinn, er þeir höfðu rænt nokkra ríka kaupmenn — og slíkt var svo auð- velt, að það var vafla í frásögur færandi — hafði Dikon hlotið tuttugu silfur- skildinga í sinn hlut. Tíu þeirra tók hann með sér og heimsótti móður sína á laun að næturlagi. Hann lagði ríkt á við hana, að eyða þeim smátt og smátt, svo að engan grunaði neitt. Kvöld eitt í molluveðri um miðjan á- gúst ráfuðu þeir um skóginn, hann og Marteinn, rauðbirkinn iðnnemi. sem strokið hafði frá Barnsley. Þá rákust þeir á Álfatjörn, sem var um mílu vegar frá útlagakofunum, þar ákváðu þeir annan sundstað. Þeir flýttu sér úr grænu skógarmanna- fötunum og stungu sér í sólhitað vatn- ið. Þar busluðu þeir góða stund og eltu hvor annan -undir og yfir stóran eikar- bol, sein fallið hafði fram í vatnið. Þeir skemmtu sér svo vel, að þeir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.