Þjóðviljinn - 23.10.1948, Síða 4
4
ÞJ ÖÐVIL JIN N
.Laugaxdagur 23. október; 1948.
þlÓÐVIUINN
tJtgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb).
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ar'. Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason.
Ritstjórn, afgroiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðu-
■tíg 16. — Síml 71500 (þrjár llaar)
ÁskriftarveríT: kr. 10.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjár línur)
„Öskadraumur" og „skýjaborgir"
Þegar Einar Olgeirsson markaði þá uppbyggingarstefnu
sem síðar varð stefnuskrá nýbyggingárstjórnarinnar, um-
hverfðust forustumenn Alþýðuflokksins og kölluðu nýsköp-
un atvinnulífsins ,,froðu“ og ,,skýjaborgir“ og ýmislegt
þaðan af verra í alkunnum Alþýðublaðsleiðara. Síðan hefur
orðbragið breytzt, þó hugurinn sé samur og áður. En það
er athyglisvert að rifja upp fyrir sér þessi orð nú, þegar
hin nýja „f jögurra ára áætlun“ er básúnuð af hvað mestum
ákafa. Hún er nefnilega ekki heldur kennd við veruleikann
hjá forsprökkum Alþýðuflokksins heldur kaíiaði Emil Jóns-
son hana sjálfur „óskalista" og „óskadraum“, og þessi orð
hafa verið notuð í öllum stjórnarblöðunum.
„Froða“ og „skýjaborgir" eða „óskalisti“ og „óska-
draumur" — á merkingu þessara orða er stigmunur en
ekki eðlismunur. Öll orðin má nota um sömu fyrirbærin,
eftir innræti og hug þess sem talar. Þetta sýnir glöggt. að
sjálfir höfundar hinnar nýju „fjögurra ára áætlun" hafa
alls enga. trú á henni, telja hana aðeins lið í þeirri áróðurs-
stefnu sem ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig til samk\'.
8. gr. Marshall-samningsins. Og að þessu sinni skal þeim
ekkert láð vantrúin. Áætlunin EK nefnilega ekkert annað
en „óskalisti". Það er ekki á færi þeirrar ríkisstjórnar sem
nú situr að framkvæma hana eða nokkurn hluta hennar
upp á sitt eindæmi. Það eru bandarískir ráðamenn sem fella
úrskurð um hvert einstakt atriði, samþykkja eða hafna, það
eru þeir og þeir einir sem ráða því hvort áætlunin vcrður
„froða“ og ,,skýjaborgir“ eða í henni felst einhver snefill
af veruleika. Þáttur ríkisstjórnarinnar er að leika hlutverk
hins auðmjúka umsækjanda, betlarans og bónbjarga-
mannsins.
Þegar þannig stendur á er ekki von að ríkisstjórnin
treystist. til að tala-digurbarkarlega um framkvæmd áætl-
unarinnar — það kynni að hefna síil síðar! En fátt sýnir
betur hvernig komið er högum íslendinga á þessum lepp-
stjórnartímum en einmitt „fjögurra ára áætlunin“. Nú eru
það ekki lengur fslendingar sem ákveða sjálfir hvað gert
skuli og ógert látið hér á landi heldur Bandyíkin, eina að-
ild íslendinga er að senda bænaskrár, „óskalista”! Og þókn-
ist Bandaiákjunum af miskun sinni -að verða við einhverj-
um óskanna, þá fylgja þeirri samþykkt afarkostir Marshall-
skilyrðanna sem reyra íslenzkt fjárhagslíf æ fastar í vest
ræna fjötra. Þegar þannig er málum komið mun sú ósk
hollust framtíð íslenzku þjóðarinnar að Bandaríkin verði
ötulli við að hafna en játa ,,óskalistum“ ríkisstjórnarinnar.
En þótt ríkisstjórnin kalli framkvæmdir þær sem felast
í „fjögurra ára áætluninni" aðeins „óskalista“ og „óska-
draum“ — eða ,,froðu“ og „skýjaborgir" — þá eru þær all-
ar vissulega þess eðlis að íslenzka þjóðin æitti auðvelt með
að gera þær að veruleika upp á eigin spýtur án erlendra
hermdargjafa. fslenzka þjóðin hefur fullt bolmagn til að
halda áfram af fullum þrótti nýsköpun þeirri sem hafin
var fyrir atbeina Sósíalistaflokksins. En til þess þarf ríkis-
stjórn og alþingi sem trúa á landið og þjóðina, en ekki dáð-
iaus þý sem enga framtíð sjá aðra en þann „óskadraum"
bónbjargarmannsins að molar kunni að hrjóta af borðum
hinna voldugu og ríku.
Ut.l AUPOSTIKIN \
_____
Bncmi, Bjargarstíg 5 og„' ^gjloyd
iNowby, starfsmaður á Keflayikux-
Iflugvelli.
Næturakstur i nótt Hreyfill. —
[ Sími 6633.
Næturvörður er í lyfjabúðinnl
Iðunn. — Síini 7911.
Stipuhögg vetrarins.
I fyrradag horfði ég á það út-
um gluggann á skrifstofunni,
hvemig veturinn kom á Njáls-
götuna. Hann var ámóta leiðin-
legur og montinn sveitamaður,
sem þeysir í hlaðið hjá frið-
sömu fólki, sveiflar svipunni
einsog hann eigi heiminfl
og heimtar gistingu. — Snjór-
inn þyrlaðist upp og kófið var
stundum svo mikið, að ekki sást
innfyrir Frakkastíg. Þannig
dundu fyrstu svipuhögg vetrar-
ins á Njálsgötunni. Æ, mikið
væri gott, ef þessir montnu leið-
indaskarfar vildu vera kyrrir,
þar sem þeir eiga heima.
Góðan daginn.
En morguninn eftir var gest-
urinn búinn að sofa úr sér mon;
ið. Kurteis og prúður bauð hann
bænum góðan daginn, og enginn
gat haft á móti því, að hann
gisti aftur næstu nótt. — Þeg-
ar ég hélt til vinnunnar um
hádegið í gær, mætti mér al-
staðar sá vetur, sem vert er
að fagna einsog góðum gesti. —
Húsin í bænum þurftu ekki leng
ur að blygðast sín fyrir illa mál
uð þök. Veturinn hafði hulið
sekt þeirra sínum hreina dúki,
og rauðleitir geislar sólarinnar
komu honum til hjálpar að
fullkomna snyrtinguna. Yngsti
kynslóð Reykjavikur hafði sótt
sleða sína. niðrí kjallara, því
brekkurnar voru ekki lengur
malbik. Slík er barngæzka vetr-
arins.
Endur — dúfur — máfar.
Tjörnin var orðin að fagur-
bláum spegli með loforð um
skautasvell. En í krikanum hjá
K.R.-húsinu horfna höfðu end-
urnar tryggt sér vök, og gömul
kona gaf þeim brauð úr poka.
— Sólin prýddi suðurvegg Odd-
fellowhússins, þar sem dúfurn-
ar sátu á I. O. O. F. — Fjórar
þeirra fengu pláss á F-inu. —
Á isnum útá miðri Tjörninni
sátu máfar í hóp. Sá, sem vill
eiga vök á Tjörninni, verður að
treysta þeim, sem á bökkunum
ganga. Endur eiga vök, en ekki
máfar.
Víðari
sjóndeildarliringur.
Svo var ég kominn í vinnuna
og farinn að skrifa þetta. —
Nú var Njálsgatan ekki lengur
laminn svipuhöggum vetrarins,
heldur umvafin blíðu hans. —
Lítill snáði stóð með skófluna
sína og mokaði snjónum uppúr
ræsinu. Öðru hverju leit hann
í kringum sig, ef ske kynni að
bæjarvinnumennirnir væru nær-
staddir til að meta hjálpsemina.
- Tveir stærri snáðar höfðu
hnoðað hrúgu af snjóboltum —
og það var maður með hatt. —
Y \
Nýlega opinberuðu
trúlbfun sína, ung-
frú Iíolbrún Þor-
valdsdóttir, Meðal-
holti 15, Rvilc. óg
Ingvar Guðtnunds-
Heigafell og Hvalfell voru vænt
anleg frá útlöndum í gærkvöld eða
nótt. Lingestroom, Tröllafoss,
Horsa, Vatnajökull, Hekla og
Esja voru í Reykjavík i gær.
Skip Einarsson & Zoega:
Foldin fór frá Austfjörðum 20. þ.
m. til Grimsby. Lingestroom er i
Reykjavík. Reykjanes er á Eyja-
firði, lestar saltfisk til Italíu.
BIKISSKIF:
Hekla er í Reykjavík og fer héð
an næstkomandi mánudag austur
um land til Akureyrar. Esja átti að
fara frá Reykjavik kl. 20.00 í gær-
kvöld vestur um land til Akureyr-
ar. Herðubreið fór í gærmorgun
frá Reykjavík austur um land til
Akureyrar. Skjaldbreið er væntan-
leg til Reykjavíkur í dag. ÞyriII er
norðanlands.
EIMSKIF:
Brúarfoss er i Hull. Fjallfoss fór
frá N. Y. 20.10. til 'Reykjavíkur.
Goðafoss er í Kaupmannahöfn.
Lagarfoss er í Gautaborg. Reykja-
foss kom til Reykjavíkur 19.10. frá
Gautaborg. Selfoss er á Siglufirði.
TrÖIIafoss kom til Reykjavíkur 20.
10. frá Halifax. Horsa kom til R-
víkur 19.10. frá Leith. Vatnajökull
kom til Reykjavíkur 21.10 frá Hull.
Ný.ia skóviiinustofu hefur Bjarni
Kolbeinsson opnað á Nönnugötu 8.
Ný blómabúð verður opnuð í
dag á Njálsgötu 65.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir
Gullna hliðið annað kvöld kl. 8.
I dag verða gef
in saman í
hjónaband,
Helga Guð-
tnunda H.araldS
dóttir og Þorgeir Þórarinsson,
sjómaður. Heimili ungu hjónanna
verður að Garðav. 9. Hafnarf. Séra
Garðar Þorsteinssón gefur brúð-
hjónin saman. 1 dag verða gefin
saman í hjónaband ungfrú Guð-
finria Árnadóttir skrifstofumær,
Hringbraut 78 og Atli Örn Jen-
sen, húsasmíðanemi, Leifsgötu 3.
Séra Árni Sigurðsson gefur brúð-
hjónin saman. Heimili ungu hjón-
anna verður fyrst um sinn að
Hringbraut 78, — S. 1. sunnudag
voru gefin saman í hjónaband Sól-
ey Svanfriður Sveinsdóttir og
Rafn Árnason sjómaður. Heimili
þeirra er að Bergþórugötu 14. Séra
Sigurjón Þ. Árnason gaf brúðhjón
in saman. — 1 gær voru gefin sara
an í, hjónaband, ungfrú Sigríður
Samsonardóttir frá Þingeyri og
Hermann Ólafsson málari frá
Patreksfirði. Heimili þeirra verður
á Hellisgötu 5 Hafnarfirði. —-
Séra Garðar Þorsteinsson gaf brúð
hjónin saman. — Nýlega voru gef-
in saman í hjónaband, ungfrú
Fjóla Bærings Guðnadóttir, iðn-
Ljóshærðtelpa í bláum galla
með rauða hettu kom brunandi
á skíðasleða og hvarf niður^
Klapparstíg. — Njálsgatan
ljómaði þannig öll í birtu hins
tæra vetrardags. Það sást nú son, Kirkjuvegi 28, Keflavík. — Ný
. . „ , , . - •„ lega opinberuðu trúlofun sína, ung
innf-yrir Frakkastig, mnfynr Guðjónódóttir!
Vitastíg, innfyrir Barónsstíg;— Njáisgötu ioa og Gunnar B. Gísla
það sást alla leið uppí Bláf jöll. son, óðinsgötu 16.
Á slíkum stundum er það ó- gengisskr A n I N G.
satt, að veturinn eigi svipu. sterlingspund 26,22
★ 100 bandarískir dollarar 650 50
100 kanadiskir dollarar 650.50
100 franskir frankar 2.169
100 belgískir frankar 11.36
100 svissneskir frankar 152,20
100 hollensk gyllini 245 51
100 tékkneskar krónur 13 05
100 sænskar krónur 181.00
100 norskar krónur . .. ,131:10
100 danskar krónur , 133,57.
Hjónunum Vigdísi
Jónsdóttur og Jóni
Jó nssy n i v.e rka m.,
Kirkjuyegi. 36.
HafnarfirðiV fíédd-
ist 12 marka dóttir
í fyrradag, 21. október. — Hjónun-
um Jónu Guðmundsdóttur og Gestj
Gamelíelssyni, Kirkjuvegi 8,' Hafn-
arfirði, fæddist 15 marka. dóttir i
gær, 22. október. — Hjónunum
Hrefnu Guðmundsdóttur og Páli
Jónssyni, Hraunsholti við Hafnar-
fjarðarveg, fæddist 15 marka son-
ur 20. október.
Gullfaxi fór til
j Prestvíkur ,og
B Kaupmannahafnar
kl. 9 í morgun með
32 farþega. Kemur
hingað á sunnudag um Paris og
Prestvík og fer á sunnudagskvöld-
ið til Rómaborgar. Geysir er ;
Kaupmannáhöfn til viðgerðar.
Hekla er væntanleg frá Amster-
dam.
19.30 Tónleikar:
Samsöngur (plöt-
ur). 20.00 Fi’gttir
20.30 Kvöldvaka:
a) Hugleiðing við
missiraskipti (séra
Gísli Brynjólfsson). b) 20.50 Upp-
lestur: Draumvísur (Einar Ól.
Sveinsson og Pálmi Hannesson).
c) 21.40 Útvarpskórinn: Islenzk lög
(Stjórnandi: Robert Abraham).
22.00 Fréttir. 22.05 Danslög: J)
Gömul og ný danslög úr útvarps-
sal. — b) Danslög af plötum. —
(22.30 Veðurfregnir). 01.00 Dag-
skrárlok
Laugarnespresta
kall. Messa kl. 2 e.
h á morgun. Barna
guðþjónusta kl. 10
f. h. ■— Séra Garð-
ar Svavarsson.
Fríkirkjan. Messa á morgun kl. 2
e. h. — Séra Árni Sigurðsson.
Dómkirkjan. kl. 11 f. h. á morgun.
Séra Jón Auðuns. Aldarminning
Dómkirkjunnar. —■ kl. 5 e. h. á
morgun. Séra Bjarni Jónsson.
Aldarminning Dómkirkjunnar.
Nesprestakall. Messa i Mýrarhúsa-
skóla kl. 2.30 e. h. á morgun. —
Séra Friðrik Hallgrímsson predik-
ar. Káifatjörn. Messað kl. 2 e. h. -í
morgun. -— Séra Garðar Þorsteins-
son. Hallgrínissókn. Messa í Aust-
urbæjarskóla kl. 11 f. h. á morg-
un.'—r Séra Sigurjón Þ. Árnason.
Söfnin: Landsbókasafnið.er opiO
kl. 10—12, 1—7 og 8—10 alla virka
daga nema laugardaga, þá kl. 10—
12 og 1—7. Þjóðskjalasafnið kl. 2
—7 alla virka daga. Þjóðminjasatn-
lð kl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga
og sunnudaga. Listasafn Einars
Jónssonar kl. 1,30—3,30 á sunnu-
dögum. Bæjarbókasafmð kl. 10—10
alla virka daga.
Veðurútlit í dag: Hægviðri úr
komulaust, víðast léttskýjað.