Þjóðviljinn - 03.12.1948, Side 3

Þjóðviljinn - 03.12.1948, Side 3
Föstudagur 3. des. 1948. VJÓ^VÍLJINN 1 Nordahl Grieg: Fárii Noregs. Helgafell 1848. Á íyrra hausti voru verk Nordahl.?. Grieg gefin út í lieild í Osló: Kvseði í einu bindi, skáld. sögur í tveimur, leikrit í tveim- ur ritgerðir og frásagnir 1 bindi. Einnig var gefið út úrval úr greir.um hans í Veien fram, en það var tímarit, er hann gaf út um tveggja ára skeið. Sjö- unda bindi af heildarverkunum hefur að geyma frásögur, er áð- ur komu út í þremur bindum. Daga í Kína, Spær.skt sumar og Fánann. Hin síðast talda hefur nú komið út hjá Helgafelli, í ís- lenzkri þýðingu Davíðs Stefáns sonar frá Fagraskógi. 1 dag, 3. desember, eru rétt fimm ár lið- in síðan Nordahl Grieg dó svo að við hin mættum lifa, og því skal hér aðeins minnt á þessa bók hans. Fáninn, sem í þýðingu heitir að óþörfu Fáni Noregs, er lýs- ingar og frásagnir frá stríðs- árunum seinustu. Þessi bók verð ur ekki talin með mestu verk- um höfundarins og sem lista- verk ekki sambærileg við Frels- ið, ljóð hans frá sama tíma, enda vart til þess ætlazt. Og þó ber hún fullgilt vitni um mann- inn, sem reit hana: mannúð hans, baráttugleði og sigur- vissu. ísland kemur hér ofurlít- ið við sögu, og má því vel vera að landinn kunni að hafa nokk- urn áhuga fyrir bókinni, þótt ekki væri öðru til að dreifa. En það værí nógu ánægjulegt, ef Helgafell vildi koma Spænsku sumri á framfæri við íslenzka lesendur og eins sögunni Skipið heldur áfram. Þá mætti á sín- um tíma skjóta því að væntan- legum ráðsmönnum Þjóðleik- hússins, hvort Ósigurinn og Heiður vor og vald mundu ckki sóma sér vel á sviði þess, ef einhvern tíma skyldi lánast að ljúka því húsi. Hins vegar munU| flest leikrit Nordahls Grieg miður fallin til útvarpsflutn- ings. Frakkar gátu gefið Fögru veröld út á frönsku. Þá ættu Islendingar að geta gefið Frels- ið út á íslenzku, þar sem sú bók er nálægt því að vera þeim mun meira verlc en sú fyrr- nefnda sem Frakkar eru stærri þjóð en Islendingar. Og þegar maður les hinn tiltölulega litil- f jörlega formála Davíðs Stefáns sonar fyrir Fána Noregs, þá langar mann að heyra eitthvað meira og betra um þennan mann. En borgaralegur fagur- keri mætti ekki vinna að því verki. En þvi er þessa alls hér við getið, að Nordahl Grieg er, einn ágætasti persónuleiki, sem uppi hefur verið á Norðurlönd- um á þessari öld. Og fyrir utan það, að skáldskapur hans er Stórmerkur er líf hans eftir- breytnisvert, enda verður hvor- ugt frá öðru greint, þar sem Amfínnar Jónsson skólastjóri Tuítngn ©g fliMiia ára Nordahl Grieg Nordahl Grieg á hlut að máli. Hann mun þó enn eiga eftir að hækka og stækka í norrænni þjóðvitund, og þó væri honum i því betur launað því fleiri sem ' færu að dæmi hans. En eins og j nú horfir í veröldinni er for- , dæmi hans í fullu gildi, og verð- j ur þó enn gildara síðar, ef stríðs 1 brjálæðingarnir hafa sitt mál fram einu sinni ennþá, í krafti kapítalismans- Atburðir þeir, sem Fáni Nor- egs greinir frá, gerast í mörgum stöðum: í Noregi, á íslandi, í Ameríku og Brctlandi, á höf- um úti og í lofti uppi- Og fyrst og fremst lýsir höfundur norsk- um mörmum -— og norskri heim þrá. Það er næstum furðulegt, hve miklu lífi honum tekst að gæða þessa vini sína, og þó er hitt ótrúlegra, hve létt honum veitist það. Allt er merkt þeim einfaldleik, sem er aðal mikiis i listamanns,. þqtt það við fyrstu sýn virðist ef til vill engin list. Annars þarf ekki að rekja þessa bók sundur fyrir þeim sem lesa hana. Hún liggur öll í augum uppi. Þeir, sem ekki lesa hana, græða lítið á slíkri upprakn- ingu. En ég vil minnast örfáum orðum' á þýðinguna. Þess má fyrst geta, að vandi er að þýða bækur Nordahls Crieg eins og allra mikilla lista manna. Vandinn felst í því að fara ekki út fyrir landamæri einfaldleikans, forðast klúður og ná upp hinum fíngerðu blæ- brigðum máls og hugsunar. I þessu samb. má geta þess, að Nordahl Grieg er bæði húmor- isti og háðfugl (það er engin léttúð í orðinu), þegar hann tek ur sér penna í hönd. En hvort tveggja, kímnin og háðið, er svo nett og fínlegt í dráttum, að það munar oft mjóu manni sjáist yfir það. Og þá er ekki síðri vandinn að segja það á annarri tungu. Ég hygg að íslenzkan hjá Davíð Stefánssyni sé öllu betri en þýðingin- Ef við líkjum stílnum við rithönd, þá skrifar Davíð fastar, en Grieg er flink- ari. Bókin er þyngslalegri, stíll- inn svifaseitmi og þyngri í vöf- um á íslenzkunni en á norsk- unni. En — því miður. Ef þýð- ingin er ófullkomin í sér, kemur það líka niður á ís- lenzkunni ,,sem slíkri“. Dæmi j um útlenda setningaskipun: Og mér er nær að halda, að tilfinn- ingar minar, þó að ég vissi ekki, hvernig í öllu lá, samsvari því hugarástandi .... o. s. frv. Þvi ekki að segja: Og þó að ég vissi ! ekki, hvernig í öllu lá, er mér , I nær að balda .... o. s. frv. Eíi j auk þess sem þetta er slæm ís- lenzka, er þýðingin beinlínis röng, og er það auðsannað, ef á þarf að halda. Ein setning endar svo á norskunni: .... i det stenete, elskede landet várt. Þetta þýðir Davíð svo: klettalandinu, sem okkur er svo hjartfólgið. Þ- e. a. s. Höfuðaf- riði norsku (aðal)setningarinn- ar: elskede landet várt, smellir þýðandinn í gjörsamlega mátt- lausa aukasetningu: sem(!) okkur er svo (!) hjartfólgið. : Auk þess mun „steinet" frcmur — eða eingöngu — þýða grýtt- ur. í sömu setningu talar þýð- andinn um ,endurskin þess bless aða .... heimafólks", hvað sern hann á við með því. En höf- undur talar um „gjenskæret hos menneskene der nede“ Iiann er að tala um endurskin af gleði og hryggð á andlitum fólksins. Eg hef því miður ekki tíma til að skýra alla setning- una út, en einnig það er auðveit. ef á þarf að halda. Það er held ur ekkert mjög skemmtilegt að ræða um íslenzka þýðingu á fimmtu ártíð hans. Annað er fimmtu ártlð hans, Annað er mér ofar í liuga. Það er þetta: Þegar nazisminn reið á ösnu þjóðhrokans og lieiftrækninnar inn í borgarvirki evrópskrar menningar og stjórrimálalífs á f jórða tugi tuttugustu aldar, hóf Nordahl Grieg merki norrænnar I dag á Arnfinnur Jónsson sjálfri skó!astjóri Austurbæjarskól- ans í Reykjavík 25 ára starfs- afmæli gern barnakennari. Arnfinnur hefur lengst af verið skólastjóri barnaskólans a Eskifirði, eða frá 1923 til 1939. Frá Eskifirði fluttist hann til Reykjavikur og gerðist kennari við Austurbæjarskólann, en síðar skólastjóri hans. Arnfinnur lauk stúdentsprófi 1920, en las heimspeki og upp- eldisfræði í háskólanum í Leip- zig 1921—23. Nokkru síðar, eða 1927, sigldi hann aftur til Þýzka ; lands til þess að kynna sér þar j skóla- og uppeldismál. Arn- • , finnur hefur reynzt hinn ágæt- * i asti kennari og fyrirmyndar skólastjóri; það er umsögn allra, sem kynnzt hafa honum í starfi hans. Arnfinnur hefur ekki bundið starfstíma sinn við þrengstu tak mörk kennslustundanna. Hann hefur jafnan eytt miklum tíma og almannlegrar mannvitunda” í hin almennu uppeldismál, fylgzt með nemendum sínum, leiðbeint þeim og aðstoðað í liví- vetna, en slíkt er einmitt einn ágætasti kostur góðs kennara. Arnfinnur hefur líka verið dáður meir af nemendum sínum, en títt er um kennara og hefur ystu fyrir þeim í blaðaútgáfu og ýmiskonar félags- og flokks- starfsemi. Þær eru ótaldar blaða ’ greinar hans og hvatningaræð- ur um framfara- og hagsmuna- mái aústfirzkrar alþýðu. Það kom í hlut Amfinns að stjórna hreppsmálunum á Eski- firði á hörðustu og verstu kreppuárunum eftir 1930. Það var erfitt verk og óskemmtilegt að vera oddviti og skólastjóri í bláfátæku hreppsfélagi, með það iniskunnarlausa skilnings- leysi ráðamanna ríkisins, sem þá I var. En almenningur á Eskifirði vildi engum manni frekar fela þessi vandasömu störf en Arn- finni. Traust almennings á Arn- finni var þá eins og alltaf síðar óbilandi. Starf Arnfinns í þágu verka- lýðsmálanna á Austfjörðum er mikið og allir austfirzkir sósíal- istar þakka honum trausta og heilladrjúga forystu einmitt þegar mest á reyndi og grund- valla þurfti starfsemi sósíalista á Austurlandi. Anrfinnur Jónsson er Aust- firðingur, fæddur 7. maí 1896 á Hryggstekk í Skriðdal í Suður- Múlasýslu. Hann giftist þýzkri konu 1922, Charlotte Korber. Þau hjónin búa nú í skólastjóra bústaðnum í Austurbæjarbarna- skólanurr. í Reykjavík- Sonur þeirra er Jón Róbert Arnfirinsson, sem þegar hefur hlotið góöa dóma sem upprenn- andi leikari og nokkrum sinnum hefur leikið hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Vinir og kunningjar Am- finns óska honum og fjölskyldu hans til hamingju með starfsaf- mælið og óska þess, að hann megi enn eiga langt og heilla- drjúgt starf fyrir höndum. Lúðvík Jósepsson. og frelsisástar hátt á loft og af i þar á sannazt hvílíkur mann- meiri glæsile;k en nokkur sam- j kostamaður hann er og hve tíðarmaður hans um gjörvöJ nærnur hann er á, að hjálpa Norðurlönd. Tíu árum síðar féd ^ þeim> sem hjálp þurfa, liann undir því merki við ódauð-^ starf Jians í kennslu og upp- legan o.’ðstír. Nú virðist nýr e](iismálum í 25 ár er mikið og nazismi á leiðinni að vestan og fyrjr þag mnn hann hljóta al- sunnan. Og það þarf nýja menn mennf ]Qf 0g þakklæti þeirra, til varnar. Okkur er að visa sem nja honum liafa numið, eða Námsiyrkus kennt, að merkið standi, þótt maðurinn falli- Þó er það spurn ing, sem ekki verður svarað með orðskviðum einum, hvort það sigurmerki, sem Nordahl Grieg hóf á loft á Norðurlönd- um stendur jafnrétt að honum föllnum. „Nú getur hver einn skyggnzt um sína sveit“. B. B. með honum starfað. En Arnfinnur hefur ekki bund- ið sig við kennslumálin ein. Hann hefur auk þeirra unnið austfirzkri alþýðu ómetanlegt gagn með forystu sinni í hags- munamálum hennar. Arnfinnur varð fljótt, eftir að hann kom til Eskifjarðar, aðalforystumaður- inn þar í öllum hreppsmálum- Hann var þar oddviti hreppsins í mörg ár, formaður ýmsra fé- laga, þar á meðal verkamanna- félagsins á staðnum. Arnfinnur var allan þanu tíma, sem hann var á Eskifirði einn aðalforystumaður sósíal- ista og annarra róttækra manna á Austudandi. Hann hafði for- haldsnámi í verzlunarfræðum, haldi fyrirlestra eða hafi æfing j a.r ineð nemendum Verzlunar- skóla Islands í samráði við skólastjúra'þess skóla. ! Að þessu sinni verður styrk- urinn ísk kr. 3000 00 og verður hann greiddur styrkþega i tvennu lagi, kr. 2000.00 1. ágúst 1949 og kr. 1000.00 3. janúar 1950. Umsóknir sendist oss (í póst- hólf 995) fyrir 1. febrúar 1949 og skal þar tekið fram: 1. Hvort umsækjandi sé fé- lagi í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. 2. Hvort umsækjandi hafi lok ið burtfararprófi úr Verzlunar- skóla Islands- 3. Hvaða nám umsækjandi stundi nú. 4. Hvort umsækjandi hugsi sér að stunda framhaldsnám hér á landi eða erlendis og þá i hvaða landi og við hvaða skóla. , Stjórn Námssjóða Thors Jensen,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.