Þjóðviljinn - 03.12.1948, Qupperneq 4
4
ÞJÓÐVILJÍNN
Föstud^gur 3. des. 1948.
þJÓÐVlLJIN
Utgefandl: Sameiningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson Cáb).
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi (Ylafsson, Jónas Árnason.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmið.ia. Skólavörðu-
stíg 19 — Síml 7500 (þrjár línur)
Áskriftarverð: kr. 12.00 á mánuði. — Lausasöluverð 50 aur. eiat.
Prentsmiöjá l»jóðviljans h. f.
Sóslalistaflokkurliui. Þórsgötu 1 — oimi 7510 (þrjár línur)
Islenzkir hagsmnnir eða bandarískir?
Frctt sú, sem Þjóðviljinn birti i gær um frásagnir banda-
rískra blaða og umræður hernaðarsérfræðinga í VVas-
hington um þátttöku Islands í hernaðarbandalagi Banda-
ríkjanna, sýnir glöggt hvernig málum er komið á 30 ára
afmæli íslenzks fullveldis. Bandaríkin telja sér og hernað-
arblökk sinni nauðsynlegt að íslendingar verði aðilar, og
þeir sem kunnugastir eru telja víst „að Bandaríkin fái vilja
sinum framgengt á þessu sviði“. Og þegar þannig er að orði
komizt í Washington veit þjóðin af sárri reynslu hver
verða viðbrögð þeirra stjómarvalda sem nú fara með völd
í landinu.
Að þessu sinni þarf raunar ekki að leita til Bandarikj-
anna til þess að fá vitneskju um fyrirætlanir islenzku
ríkisstjórnarinnar, þær koma glöggt í ljós í stjórnarblöðun-
um, bæði í því sem þau segja og hinu sem þau þegja um.
Þar er ekki um neitt að vlllast. Til dæmis má taka forustu-
grein Morgunblaðsins í gær. Þar er veitzt með fáryrðum að
séra Sigurbirni Einarssyni dósent fyrir hina áhrifamiklu
og alvöruþrungnu ræðu sem hann flutti í Háskólanum í
fyrradag og birt er hér í blaðinu í dag. Eru orð hans að
sjálfsögðu talin „kommúnistískur áróður“, þótt allir viti að
séra Sigurbjörn er langt frá því að vera kommúnisti, en nú
er svo komið að það er hinn versti kommúnismi að vera
íslendingur, liugsa og tala sem Islendingur.
En aðaluppistaða í Morgunblaðsgreininni er sú að ís-
lendingar verði ,,að treysta öryggi sitt“, og hlutleysi dugi
ekki „örygginu til verndar.“
Varla er nokkur íslendingur svo skvni skroppinn að hann
ímyndi sér að Bandarikin seiiist til þess að gera ísland að
hernaðarstöð sinni til þess að tryggja öryggi íslenzku þjóð-
arinnar. Hver einasti maður \’eit að Bandaríkin gera það í
sína eigin þágu, vegna þess að ráðamenn þeirra telja sér
liag í því að klófesta Isiand sem bækistöð til sóknar í styrj-
öld þeirri sem hið vestræna auðvald skarar nú elda að af
ofurkappi. Hagsmunir og öryggi íslenzku þjóðarinnar
skipta þessa menn að sjálfsögðu engu máli.
Og hvert er öryggi íslendinga, ef þjóðin er orðin aðili að
hernaðarbandalagi og landið orðið atómstöð, vettvangur
stóndrkustu drápstækja, sem þekkzt hafa? Það er ekki
hægt að verja land gegn kjarnorkuárás. Hinsvegar er hægt
að haga svo málum hér á landi að engmn sjái ástæðu til
árása. En með þeirri stefnu sem núwrandi ríkisstjórn virð-
Ist fylgja er bókstaflega verið að bjóða hættunni heim, og
hvernig geta nokkrir menn tekið á sig slíka ábyrgð? Að
nminnsta kosti eru það engir íslendingar sem það gera.
Það er engum efa bundið að yfirgnæfandi meirililuti þjóð-
arinnar fylgir stefnu þeirri er Sigurbjörn Einarsson dósent
markaði í hinni snjöllu ræðu sinni í fyrradag, að bindast
engum hvorki í vestri né austri, heldur fylgja leiði íslenzkra
hagsmuna og íslenzks málstaðar. Þetta vita einnig þeir
menn sem nú eru að brugga þjóðinni hermdarráð að tjalda-
baki, þess vegna þora þeir ekki að koma fram opinberlega
og spyrja íslenzka alþýðu: viljið þið að Island verði banda-
rísk herbækistöð, peð í tafli stórveldanna ? En ætlunin er
að fylgja hinni gamallamnu aðferð, að tilkynna þjóðinni
orðinn hlut, segja lienni að illvirkin séu búin og gerð og
jþeim varði ekki riftað. Það virðist ekki vera langur tími til
stefnu til að koma 1 veg fyrir að framtið Islands verði
bundinn sá hnútur sem seint mun rakna, aðeins einbeitt og
ákveðin mótmæli þjóðarinnar geta breytt þar nokkru um.
BÆJAUPOSTÍSUNN]
Nætarakstur í nótt anna3t B.S.R.
— Sími 1720.
Kæða, sem vakið hefur
aiþjóðarathygli
Ræða sú, sem séra Sigurbjörn
Einarsson flutti 1. desember,
hefur að verðleikum vakið al-
þjóðarathygli. Margir menn
hafa hringt til mín eða skrifað
og beðið mig að færa séra Sig-
urbirni þakkir sínar fyrir: Hér
er útdráttur úr einu bréfinu
,,.... Ræða sem þessi verður
eilíf í mipningu þjóðarinnar fyr
ir snilldf r sakir og þeirrar sann-
íslenzku ábyrgðarkenndar, sem
í henni birtist .... Eg hygg, aö
ræðan hafi túlkað tilfinningar
alls hins bezta í hinni íslenzku
þjóðarsál. Á meðan áhrifavaid
manna eins og séra Sigurbjörns
nær að snerta þjóðina, munu
andvíg öfl aldrei megna að
svæfa hana með öllu ....
*
Þ jóð va rna rf élagið.
„.. Skúli Guðjónsson spurði
réttilega í blaðinu ykkar í morg-
un (1. des.): „Hvar er Þjóðr
varnarféíagið ?“ — Það er öm-
urleg staðreynd að yfir þessu
félagi hefur lengstum hvílt mik-
il deyfð .... En má nú ekki
aftur vænta hraustlegra átaka
af hálfu þessa félags? Og var
ekki grundvöllurinn fyrir átcjk
þess einmitt lagður í hinni
snjöllu ræðu séra Sigurbjörns ?“
— Fleiri lesendur Bæjarpósts-
ins bera frarn slíkar óskir um
endurvakningu Þjóðvarnarfé-
lagsins. — Einn maður hefur
ennfremur beðið mig að færa
Þorsteini Valdimarssyni sínar
innilegustu þakkir fyrir kvæðio
„Bróðir, ráddu drauminn minn“.
— „Það er rétt atliugun hjá
Jóhannesi úr Kötlum," segir
hann. ,Þetta unga skáld virðist
hafa allar gáfur til að skipa
virðulegan sess í vitund íslenzkr
ar a!þýðu“.
Skurður yfir akbraut-
Þá er hér bréfkorn, sem „bíl-
stjóri sendi fyrir nokkrum
dögum: ..Kæri bæjarpóstur! —
í sambandi við nýja byggingu
sem fyrir skömmu er risin
neðst á Skólavörðustíg, þarf að
grafa skurð fyrir einhverjar
leiðslur yfir þvera götuna. En
vinnubrögðin eru þannig í þetta
sinn, að í gærkvöld, þegar ég ók
þarna um, lá skurðurinn opinn
yfir því nær alla akbrautina, og
var ekki viðlit að komast fram
hjá nema með því að aka upp
á gangstéttina. Svona vinnu-
brögð finnst mér ættu ekki að
leyfast. Þegar skurðir eru grafn
ir yfir þvera akbraut, á að taka
helminginn fyrir í einu, svo
að alltaf sé þó öðrum1 megin
hægt að komast með bíla, án
þess að aka upp á gangstétt.
— Bílstjóri".
¥
Kaffið ennþá enn.
Eg benti á það í gær, hver
væri eina úrlausnin í kaffimál-
unum margumtöluðu. Einn bréf
ritarinn hefur eftirgreint ráð
til að knýja fram þá úrlausn:
,,.... Fólk úr öllum flokkum
ætti að beita áhrifum sínum til
að fá þingmenn sína til að sam-
þyklcja till. Áka Jakobssonar
um afnám kaffiskömmtunar-
innar. Því varla er það svo, að
kjósendur hafi alis engin. áhrif
lengur á gerðir þingmanna . • “
*
Hneyksli.
Loks nokkur orð um síldina.
Hún virðist nefnilega vera að
koma. En hvað þá um það nauð
synjamál, sem hér hefur verið
rætt æ ofan í æ. Hverjar ráð-
stafanir hafa verið gerðar til
að veita aðkomusjómönnum
sómasamlega aðhlynningu í
landi ? Eg held, að þær ráðstaf-
anir séu næsta óverulegar- Það
er hér á ferðinni hneykslismál.
Skallagrimur, Helgafell og Kefl
vikinguv kornu af, veiJum i gœr
og fóru áleiðis til iitlanda. Askur
og Karlsefni fóru á veiðar. Brúar-
foss kom frú útlöndum í gær.
ísfisksalan.
Þessir togarar seldu afla sinn
i Bretlandi 1. þ. m.: ísborg 3913
kits fyrir 11329 pund í Hull, Kári
3914 kits fyrir 8676 pund í' Grims-
by, Jón forseti 5770 vættir íyrir
13183 pund í Fieetwood, Fylkir
4725 kits íyrir 12138 pund í Grims-
by, Geir seldi 4282 kits fyrir 12576
pund í Hull, Goðanes 3292 lcits fyr-
ir 8605 pund í Grimsby. 2. þ. m.
seldi Marz 5019 kits fyrir 13565
pund í Grimsby. 30. f. m. seldi
mótorslcipið Ingólfur Arnarson
1003 vættir íyrir 2766 pund og
mótorskipið Auður 27. f. m. 1130
kits fyrir 4128 pund, bæði í Fleet-
wood.
RtKISSKIP:
Hekla er á Austfjörðum á suður-
leið. Esja er í Reykjavík. Herðu-
breið var á Akureyri í gser. Skjald
breið fer frá Reykjavik í dag til
Húnaflóa- Skagafjarðar- og Eyja-
fjarðarhafna. Þyrill er norðan-
lands.
EIMSKIP:
Brúarfoss kom til Reykjavíkur
kl. 13.30 i gær, 2.12. frá Ant’.verp-
en. Fjallfoss er í Reykjavík. Goða-
foss er i Kaupmannahöfn. Lagar-
foss kom til Kaupmannahafnar 1.
12. frá Gautaborg. Röykjafoss er i
Reykjavík. Selfoss fór frá Hjalt-
eyri 29.11. til Rotterdam. Tröllafoss
er í N. Y., fer þaðan væntanlega 4
12. til Halifax og Reykjavíkur.
Horsa cr í Reykjavík. Vatnajökull
er i N. Y. Halland er í N. Y.
Sklp Elnarssön & Zoega:
Foldin fór frá Amsterdam kl. 6
á mánudagskvöld, væntanleg til
Reykjavikur á laugardag. Linge-
stroom fór frá Vestmannaeyjum
kl. 3 á þriðjudag til Amsterdam.
Reykjanas er í Genúa.
Næturvörður er í Laugavega-
apóteki.
Fyrsta dosémþer
opinberuðu trúlpf'-
un sína, úngf-rú
Svanlaug Ermen-
reksdóttir og Kri3t
ján H. Benedikt.s-
son, íþróttakennari frá Stóra-
Múla. — Nýlega opinberuðu trú-
lofun sina, ungfrú Guðrún Sigurð-
ardóttir og Gunnar Þ. Hannesson.
— Nýlegn opinberuðu trúlofun
sina, ungfrú Svava l.i'.ja Valdi-
marsdóttir frá Bíldudal og Loftur
Jónsson, Mánagötu 12, Reykjavík.
•— Nýlega opinberuðu trúlofun
sina, ungfrú Kristbjörg Ólafsdótt-
ir og Jón Sigurjónsson, Nýlendu-
götu 22.
20.00 Fréttir 20.35
Útvarpssagan. 21.00
Strokkvartettinn
„Fjarkinn": Annar
kafli úr kvartett í
a-moll eftir Schu-
bert. 21.15 Frá útlöndum (Bene-
dikt Gröndal, blaöamaður). 21.30
Xslenzk tónlist: ,,Á lcrossgötum,“
svíta fyrir h'.jómsveit eftir Karl
O. Runólfsson (plötur frá norrænu
tónlistarhátíðinni í Osló). 21.45
Fjárhagsþáttur (Magnús Jónsson,
form. fjárhagsráðs). 22.00 Fréttir
og veðurfregnir. 22.05 Útvarp frá
Sjáifstæðishúsinu: Danslög. 23.00
Dagskrárlok.
Gullfaxi er í R-
vik. Næsta utan-
landsferð hans er
áætluð 14. þ. m.,
til Prestvíkur og
Kaupmannahafnar
Hestamannafélagið Fákur heldur
skemmtifund i kvöld kl. 8.30 i veit
ingahúsinu í Tivolí. Guðmundur
Einarsson sýnir kvikmynd og dr.
Broddi Jóhannesson les upp úr
nýrri bók eftir Ásgeir frd Gottorp.
Siðan dans.
Hjónunuin Kriot-
ínu Simonard. óg
J úiiusi Halldórs-
Þorfinnsgötu
8, fæddist 15 marfea
sonur i gær, 2. des-
embor. — Hjónunum Bergljótu
Sigríði og Bjarna Rafnar, lækni,
Leifsgötu 3, fæddist 16 marka son-
ur í fyrradag, 1. desember. —
Hjónunum Þorbjörgu Halldórs-
dóttur og Karli Gunnlaugssyni,
sjómanni, bragga við Bjarmaland,
fæddist 12 marka sonur 30. r.óv.
— Jljónunum Guðríði I-Ijaltested og
Friðriki V. Guðmundssyni, toil-
verði, Stórholti 22, fæddist 15
marka sonur 30. nóv.
syni,
immi.'iiDimimiiiiiiniHmijiiiiimfEO
Veðurspáiu í dag: Breytileg
átt og skúrir í nótt, en léttir
senni’.ega til með stinningskalda
í dag.
imiimgimiguiuiiiiiiiiimiHiiniisiititi
umiHmmuimmmmmimmiiiuEiii
Í feL A t J ' t . » ?■
ferinir í Antvverpea 5. deaeai-
ber.
fermir í Leith og Hui! T.—12.
de*secnber.
H. F. EIMSKIPAFÉJLAG
I S L ANDS.
iiDiiuuiuimmuuimiiiiiiHmuiitcmi