Þjóðviljinn - 14.12.1948, Qupperneq 6
6
ÞJ ÓÐVILJINN
Þriðjudagur 14. desember 1948.
IMÓÐVILIINN
ti^ctuuUl: Sa.meiningaiflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (ábj.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðia. Skólavörðu-
stíg 19 — Sími 7500 (þrjár línur)
Askriftarverð: kr. 12.00 á mánuði.—Lausasöluverð 50 aur. eint.
I’rentsmiöja Þjóðvlljans h. f.
Sóslalistaflokkurlnn, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur)
33.0Í3 aaiíisa fser
Hr. Guðbrandur Jónsson er sem kunnugt er einn ihelzti
andlegur leiðtogi Alþýðuflokksins, enda fékk hann gervi-
prófessorsnafnbót að launum leiðsagnar sinnar. Hér áður
var hann einn af forustumönnum flokksins út á við, fram-
bjóðandi hans o. s. frv., en síðustu árin hefur hann af henti-
semiástæðum verið látinn vinna störf sín í kyrrþey að
tjaldabaki. Hefur hann mótað mjög stefnu flokksins og
tekið forustumenn hans í tíma í drenglvndi, staðfestu 3g
heiðarleik, enda sýna verkin merkin. Einkum og sérílagi
hefur verið hlýtt milli hans og núverandi forsætisráð-
herra, sem ævinlega mun leita til þessa prófessors Al-
þýðuflokksins þegar mikilvægar ákvarðanir bíða úrlausnar.
Stúdentafélag Akraness lét þennan læriföður Alþýðu-
flokksins í fögrum dyggðum flytja ræðu 1. desember s.l.
Ræðan hefur nú verið birt í ruslakistu þeirri sem kennd
er við mánudag og er athyglisverð að því leyti að þar er
reifuð ein helzta hugsjón forsætisráðherrans: að gera ís-
land að herveldi. Prófessorinn tekur það að vísu fram af
þeirri háttvísi sem honum er eiginleg „að þetta mál hefur
aldrei borið á góma milli mín og ráðherrans“, en eins og
kunnugt er eru skriftafeður þagnarskyldir og sannleiksást
hefur aldrei verið talin öndvegisdyggð prófessorsins. Enda
er túlkun prófessorsins í algeru samræmi við annað sem
vitað er um stefnu Alþýðuflokksins í þessum málum.
En nú er bezt að gefa þessum læriföður Stefáns Jóhanns
Stefánssonar orðið. Hann telur að íslendingar eigi að taka
sér til fyrirmyndar „konungsríkið Montenegro, sem leið
undir lok 1918. Þar var hver vopnfær maður án tillits til
aldurs skyldur til herþjónustu. Xbúar landsins voru röskar
200.000 og herstyrkurinn var frá 36.000—50.000 manns. Með
þessum herstyrk fóru Montenegrobúar hvað eftir annað í ó-
frið á öldinni sem leið og fyrri 'hluta þessarar aldar, meira
að segja í árásarstríð við sér miklu sterkari ríki, og báru sig
ur úr býtum.... Ef við hervæðumst með sama hætti ættum
við að geta haft 24.000 til 33.000 manna her, eða sem svarar
tveim herfylkjum vopnfærra manna, en önnur störf hernum
samfara svo sem birgðastörf, hjúkrunar- og spítalastörf, skrif
stofustörf og annað gætu óvopnfærir menn og konur unnið
.... til stuðnings þyrfti að vera örlítill floti, aðallega fær um
að leggja tundurdufl.... Flugvélar þær er við eigum mundu
og geta fullnægt þörfum landvarnanna fyrir loftþjónustu.
Með þessu liði, sæmilega útbúnu, mætti verjast landgöngu
af sjó og úr lofti....Við gætum meira að segja þá að líkindum
valið við hverja við vildum helzt binda trúss .... og jafnvel
áskilið okkur yfirstjórn þess herafla, er færi með hina end-
anlega vörn landsins .... Hitt væri vitaskuld útilokað að nota
þennan her til annars en varna, það útilokar lega landsins.“
Eins og sjá má er þessi ráðgjafi Alþýðuflokksforustunnar ekki
lítið stórhuga. Menn höfðu ímyndað sé.r að Stefán Jóhann myndi
láta sér nægja 5000 manna lið, en prófessorinn telur sjálfsagt að
annarhver karlmaður hervæðist. Veitir það hæfileikum forsætis-
ráðherrans að sjálfsögðu stórum meiri möguleika og ekki er hitt
síðra ef hann getur „áskilið" sér „yfirstjóm þess herafla“ sem
J3andaríkin senda hingað. Yrði Stefán Jóhann þá einn álitlegasti
hershöfðingi heims. Um hlutverk prófessorsins sjálfs meðal hem
aðarþjóðarinnar íslenzku getur ekki, en væntanlega yrði hann
yfirmaður herleyniþjónustunnar, öndvegisspæjari, hann hefur
sem kunnugt er reynslu á því sviði.
Þannig er boðskapur þess manns sem telja má einn helzta
andlegan leiðtoga Alþýðuflokksins. Væntanlega lætur forsætis-
ráðherrann snara honum á bandarísku hið bráðasta til að sýna
yfirboðuranum mikilleik sinn og hefur hann með sér þegar hann
fer að taia við þúbræðurna á nýjaleik nna áraxnótin. .. . ; :
Athyglisverð
bók.
Merkilegar
þjóðlífs-
íýsingar.
Atvinnu-
saga.
Frásagnir af
i m ■
kunnustu
mönnum
þjóðarinnar.
Gunnar Olafsson
ENDURMINNINGAR
Um helgina kom í bókabúðir sjálfsævisaga hins kunna athafnamanns Gunnars
Ölafssonar kaupmanns og konsúls í Vestmannaeyjum.
Gunnar Ólafsson er nú kominn hátt á’85. aldursár og hefur því lifað tvenna
tímara, eins og hann minnist á sjálfur í eftirmála í bók sinni. Harðinda- og liaf-
ísur 19. aldar þegar fólk flúði landið í stórum hópum, sakir. bjargarskorts og
vonltysis um bættan hag, og svo nýju tímana, sem 20. öldin færði með batnandi
veðrittu, er mest af öllu glæddi framtíðarvonir þjóðarinnar og jók afl hennar
og áræði til framkvæmda á flestum eða öllum sviðum.
!v;w: wmrnmmMi
Gunnar hefur því lifað all viðburðaríka ævi. Hann lagði stund á skósmíðanám,
sjómennsiku og verzlunarnám. Hann var verzlunarmaður í Reykjavík á árun-
um 1896—1899, en fluttist þá til Víkur í Mýrdal og veitti þar forstöðu verzlun
J. P. Bryde. Árið 1909 fluttist hann til Vestmannaeyja og hefur rekið þar síðan
umfangsmikla útgerð og verzlun.
Á þessum langa lífsferli, við margvisleg störf kynntist hann mönnum og mál-
efnum betur en flestir aðrir, og segir hann frá þessu öllu í bók sinni á djarfan
og skemmtilegan hátt.
Mun óhætt að fullyrða, að bók þessi er eitt bezta innlegg, í
meltningarsögu þjóðarinnar.
Endurminningar Gunnars Ólafssonar er bók, sem vandlátustu
bókaunnendur kjósa sér til að lesa um jólin. —