Þjóðviljinn - 30.12.1948, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.12.1948, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. des. 1948. Þ JÓÐVIL JINN 3 Þegar þing kom saman 11. okt s. 1. vair -sannarlega all- mikil ástæða til að ætla að ríkis stjórnin hefði undirbúið til- lögur til að ráða fram úr þess- um málum, ekki sízt þar sem sýnt var að vélbátaflotinn þurfti aðstoðar við vegna síld- vaiðibrestsins. Að vísu voru á- ætlaðar 6 milij. kr. á fjárlaga- frumva'rpi næsta árs til að- stoðar vélbátaflotanum, en ann að ekki. Það er fyrst þegar komið er fram yfir miðjan des. og þingið búið að standa í meir en tvo mánuði, að fleygt er inn stjórnarfrumvarpi um ,,dýr- tíðarráðstiafanir vegna atvinnu veganna" sem ávo er kallað. Svo er þá einnig til ætlast, að þetta frumvarp sé afgreitt á tveim til þrem sólarhringum þvi komið var fast að jólum. Enda fór sú afgreiðsla fram á s. a. s samfelldum dag- og næturfundum. Virðist sú venja vera að verða föst regla í Al- þingi að afgreiðslu stórmála þeirra er mestu varða sé flaustr að mest af. og ráðsíöíim gjald- eyrisins Frumvarp þetta er í þremur köflum. Hinn ýyrsti um ríkis- ábyrgð á útflutningsvörum o. fl. þar sem tckin eru upp í stórum dráttum ákvæði. eldri laga um þau efni. Ánnar kafji um aðstoð til útvegsmanna et síldveiðar stunduðu stimarið 1948, þar sem jafnframt er gert ráð fyrir allsherjar skulda- skilum bátaútvegsins, og hihn þriðji um stofnun, dýrtíðar- sjóðs, er hafa' skal það hlut- verk, að standa' undir öllum greiðslum vegna dýrtíðafínnar er annars falla á ríkissjóð. Skal nú athugað hverskbnar dýrtíð- arráðstafanir hér er um að ræða. Oft hefur verið á það minnst hin síðari ár, hve óheilbrigt það sé, að ríkissjóður þurfi að gefa með aðalútflutnings- vörunni eða taka ábyrgð á að- alútflutningsatvinnuveginum. I sambandi við þessar umræður gætir oft óeðlilsgrar grunn- hyggni og skilningsleysis á eðli þess verzlunarfyrirkomulags sem við búum við. Það mun þeg ar liðið hátt á annan áratug síð an ríkið tók að sér að ráðstsiu öllum þeim gjaldeyri, sem þessi atvinnuvegur og aðrir gefa af srr. s.amþandi v.ið .þgð, yer^- ur einnig að, athuga, að síð.ari árin hefur- hið opinbera haft á hendi _..alla sölú ísíenzkra út- flutningsafurða. Þannig ; eru þeir sém aflá hins erlenda gjald" eyris ekki sjálfráðir um það hvernig framleiðslu þeirra er ráðstafað. Þar tekur hið opin- bera fram fyrir hendur þeirra, og þeir eru dæmdir til að sýna þann þegnskap, að sætta sig við þetta, vegna þess að sú skoðun hefur Vcrið ríkjandi, að þetta fyrirkomulag yrði þjóðar heildinnj heppilegra. . Mpti þess.u- , ber hinu Qpin- Ásmundur Sigurðssom Síðari grein Ríkisstjórnin og dýrtíðarmálin bera skylda til að tryggja at- vinnuveginum það verð, að hægt sé að reka hann viðunan- lega. Sé það ekki gert hlýtur afleiðingin að verða sú, að menn fást ekki til að stunda slíka atvinnu. Hins vegar orkar það mjög tvímælis, hvort ábyrgð sú og' aðstoð sem útveginum er ætl- uð s.amkvæmt tveim fyrstu köfl um þessara nýju laga er nægi- leg til þess að tryggja fullan rekstur hans á næsta ári. En hér er ekki rúm til að fara frekar út í þau atriði nú. Dýitíðarsjóðurinn í þriðja kafla þessara nýju dýrtíðarlaga birtist þá aðal- stefna ríkisstjórnarinnar í dýr- tiðarmálunum. Og hún birtist á þann hátt sem hér segir: 1. Tvöfaldá! skal söluskattinn og skal hann nú nema 34 millj. kr. í stað 17. millj. sl. ár.' 2. Af innflutnirtgsléyfum fyr ir kvikmyndum skál greiðá nýtt gjald 100% af ieyfisfjárhæð, ca> 1 millj. kr. 3. Af, gjaldeyrisleyfum til ut anferða öðrum en leyfum til námsmanna og 'sjúklinga skal greiða 75% af leyfisfjárhæð, á- ætlað 3 millj. kr. 4. Af innflutníhgsléýfum fyr- ir fólksbilum skal greiða 50% af leyfisfjárhæð; af jeppa og. vörubílum 25% af leyfisfjár- Ihæð. >. A i* < 5. Af innflutningsieyfum fyrir bifreiðávarahlutum og bifreiða- vélum 50% af' léýfisf járliáéS.' 6. Af innflutningsleyfum fyr- ir hjólbörðum og slöngum 25% af leyfisfjárhæð. Þessjr þrír síðasttöldu liðir eru áætlaðir 5 millj. kr. 7. A,f innflutningsleyfum fyr ir rafmagnstækjum öðrum en eldavélum og þvottavélum 100% af leyfisfjárhæð, áætiað 1 millj. kr. 8i Gjald af matsvarði bif- reiða sem ganga kaupum og sölum innanlands 20% af mats- verðinu áætlað 5 mi][ij. kr. Samtals verða þetta 32 millj kr. í nýjum sköttum sem lagðar verða á þjóðína samkvæmt þess um kafla hinna nýju dýrtíðar- laga. Auk þessa hefur þegar verið hæ/.kaður tollur á innlend um tollvöruteguiídum, úr 350 upp í 5,00%.,.og eiiri' fúemur ér .boðað að 1 jþþgar; k smur saman aftur skuli koma nýr benzínskattur er að öllum lik- indum nemi ekki minna en 10 millj. kr. Það er því ekki of mælt að hæstv. ríkisstjórn hef- ur lagt á þjóðina nýjar tollar cg skattaálögur upp á kr. 45 millj. kr. eða e. t. v. meir. Qg þetta mun vera gert til að lækka dýrtíðina. Er fróðlegt að athuga verkanir þeasara pósta ^ásaíyrir-sig. Því er marg yfirlýst að sölu- skatturinn sé ekkert annað en venjpiegur tollur, og leggst hann beint á vöruverðið. Er það óneitanlega broslegt þegar fulltrúar Framsóknarflokksins bæði á Alþingi og í ríkisstjórn eru að réttlæta hann með því að hann sé þó eitthvað betri en veltuskatturinn gamli. En eitthvað verður að segja, því svo mörg og stór orð var búið að hafa um veltuskattinn. En áreiðanlega eru eigendur verzl- unarfyrirtækjanna mjög þakk- látir fyrir að mega leggja skatt inn á viðskiptavinina í stað þess að þurfa að greiða hann af eigin tekjum eins og var um veltuskattinn. Sú millj. sem taka skal fyr- ir innflutningsleyfi á kvikmynd um verður áreiðanlega tekin aft ur af því fólki er kvAmynda- |húsin sækir. Þar sem þetta er 'einhver algengasta skemmtun fólks, sem ekki hefur efni á að ,j /l ’ r sækja að staðaldri aðrar og dýrari skemmtanir, s. s. leik- hús, tónleika o. fl. en hefur :aðstöðu til að sækja kvikmynda hús, þá er sýnt að hér er ráunvyrulega stefnt gegn al- menningi. Vitanlega væri hægt að ná þessu fé á annan hátt, án þess að þækka skemmtanagjöldin. . Með opinherum rekstri kyik- myndahúsanna rna^þti pá, þessu og vafalaupj; . meiyu, því .jVÍtgð er að relcstur kvikmyndahúsa er me$ „ariðyænlsgustu gróðra-, fýfirtækjupi sem rekin eru hér Ú- líllJÚÍ, Viðvíkjandi , skattinum á gjaldeyrisleyfu.m til utanlands- ferða má benda á það að hann mun sízt koma við þá sem helzt setfu að greiða hann. En það eru þeir, sem á undanförnum árum hafa komið undan gjald- eyri sem þeir eiga erlendis og ekki þurfa nema smáupphæð- ir til að komast yfir pollinn. Bifreiða- og benzínskattar komg vitanlega niður á flutn- ingatöxtum og verða þannig til að hækka vöruverð, og far- gjöld. Þannig má nefna livert dæmið af öðru um aðgerðir sem ahka dýrtíðina. Ááelidadækknn á vöm- nemur aSeins iiók'kriilh hluta áí fyr- irfram geröri hækkun Nú má vera, að ýmsum þeim, sem annars þykja þessar á- lögur illar, finnist það þó bót í máli, að þær eiga að fara í dýrtíðarsjóð, sem svo. á að npt- ast til að greiða niður dýrtíð- ina. 1 þennan sjóð eiga að koipa 70 millj. kr.; 48 millj. í nýjum sköttum og auk þess 22 millj. kr. af tolltekjum ríkisins. En hér komum við einmitt að að- alkjarnanum í baráttu ríkis- stjórnarinnar og flokka henn- ar gegn dýrtíðinni. Það er sú aðferð að hækka vöruverðið fyrst og afla með því tekna til þess að lækka það með aft- ur. Auðvitað nemur heildar- lækliun aldrei nema nokkrum hluta af fyrirfram garðri hækk- un. Þess vegna magnast dýr- tíðin sífellt, hvað sem reynt er til að fela það með falsaðri vísitölu. Og þótt sjóður sá sem á að inna af hendi greiðslurn- ar eigi nú að heita dýrtíðar- sjóður, í stað þess að áður voru þær greiddar beint úr ríkissjóði þá getur það engin áhrif haft á þessa staðreynd. Breytingin verður aðeins sú ein að hluti af hinum raunveru legu tekjum fer í aðra skúffu en áður til þess að vera aftur greitt úr henni til sömu út- gjalda og gert var meðan það var látið í hina skúffuna. Áfturganga Framsóknar Þá skal að lokum vikið pokkrum orðum að grein hæst- virts menntamálaráðherra, sem áður er getið. Fyrri hlúti greinarinnar er barlóm^söugur yfir því að dýr- tíðinni hafi verið sleppt lausri þyert ofan i ráðleggingar Fram sóknarmanna, sem hafi vilj- að stöðva hana strax 1942. ■Þetta \im vilja Framsóknar til að stöðva dýrtíðina 1942 hefur nú. veríð a. m. k. vikuleg aft- urganga í Tímanum á: 1. fjögur ár og stundum daglega. Eh aldrei er vikið að því einu orði hvernig átti að stöðva dýrtíð- ina þá, eða hvaða leiðir Fram- sókn vildi fara til þess. Þá má líka spyrja, hvers vegna var iýrtíðarskriðunni hleypt aí stað á árunum 1939—1942 þeg- ar Framsókn var í stjórn og Eysíeinn Jónsson meira að segja viðskiptamálaráðherra ? Enda mun hann eiga jafn erfitt irieð- svör við því, ,eins og hann: á érfitt. yim svör, þeg-. ar hann er. spurður hvaða leið- ir Framsókn vilji fara nú. Þá yill ráðherrann einnig sanna mál sitt rneð þvS áð benda á að útgerðarmenn telji að ekld hafi verið rekstrar- grundvöllur fyyir- bátaútyeginn síðan 1942. Þannig: hafi sjáv- arúty.cgurinn verið kominn und ir fyrrv. stjórn, Hins vegar hafi útgerðgrkostnaðurinn stað ið við í stað s. 1. ár og auð- vitað að þakka dýrtíðarstefnu núv. stjórnar. ,En hér gleymir bara ráðherr- ann að geta þess, að hinir sömu útgerðarmenn, serp hann þar vitnar í hafa nú á s. 1. hausti gefið út álit, þar sem þeir telja sig nú þurfa 88 aura fisk- verð í stað 165 aura í fyrra. Þannig er nú vitnisburður þeirra um árangurinn af stöðv- un núv. stjórnar. Framsókn vildi gaaga lengra í að velia byrðum dýrtíðarinnair yfir á bændur og launþega Þá kemur ráðherrann nokk- uð að þeim aðgerðum sem gerð ar voru með dýrtíðarlögunum i fyrra, og telur hið þarfasta spor að slíta kaupgjaldsgreiðsl , ur og verðlagningu landbúnað- arvara úr samhengi við fram- færsluvísitöluna. Eins og: áður er getið ' var hagstofan þegar búin að sanna • það að þessi leið lækkar-Ækki dýrtíðina sem neinu nemur, heldur veltir byrð- um hennar aðeins yfir á tvo aðila í þjóðfélaginu, bændur og launþsga. Ráðherrann er samt ekki feiminn að lýsa því yfir að Framsókn hefði viljað fara miklu lengra á þessari braut, ef hún hefði fengið að ráða, Jafnframt talar hann um það, að landbúnaðarvöruverði hafi verið haldið óeðlilega niðri af Búriaðarráði á sínum tima o. in. a. þess vegna hafi hinn hlut- lausi oddamaður i , verðlags- ■nefnd : landb.únaðarafurða orð,- ,ið , að ákveða hæþkun á því 1947, en það síðan kostað aukíi- ar greiðslur úr ríkissjóði. Sér er hú 'hvert sámræmið. Og fá-‘ úm -sétningum síðar segir, að . kommúnistar. hafi ski}jð „a.5 iþeim yar lífsppuðsyn að skrúf- an héldi íjfrai^ pð. sjjvjast og verðbólgan að vaxa“. Enn þá síðar segir að úýrtíðársjoífur sé stó^náðúr til þéss áð hafá á einum stað allar greiðsiúr i y^gna dýrtíðaripnar, svo þjóð- in sjái hve miklar þær eru og ög sjai héíVr hvé ’ dýrtíðiri ér, ægileg. Vöxtur dýr- 11 -sr i tíðargreiðslanna 1 Þetta er atriði sem vert er að gera nánari skil, því það sýnir betur en nokkuð annað hvert ríkisstjórnin er að stefna mál- efnum þjóðarinnar. ,Árið 1945 þurfti ríkissjóð- nir að greiða ca. 23 mjllj. í dýrtiðargr.eiðslur eða. niður- borganir, sem að mestu eða öilu voru á landbúnaðarvörrim. Þegar Búnaða'rráðið fékk- verð- ‘ iágsmaiin háustið 1945 vfir -hafl-i in stéfria að því marki að losa ríkissjóð i við þessa þyrði. Fyr- ir hönd þændanna var gefin eft ir;,í annað, ■ ginn sú verðhækk- un, ,sem Búnaðarþingið hafði gefið eftir árið áður, en neyt- endurnir gá,fu það eftir á móti að niðurgreiðslurnar næðu til nokkuð minna vörumagns en. áður, og auk þ:ss var fyrirkomu lr ginu breytt, Þannig að þær YO.ru greidúar beint. Um þet ’a náðjst samkomulag. Áhrif:,i urðu þau, að útgjöld ríkissjó% lækkuðu árið 1945 úr 23 mi ’ kr. niður í rúmar 16 millj. ár- Framhald á 7. síðý, ;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.