Þjóðviljinn - 13.01.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.01.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. janúar 1949. 105. Gordbn Schaffer: AIJSTUR- ÞYZKALAND er afleiðing þeirr&r óþolandi skriffinnsku, sem beitt er annaðhvort af rússnesku yfirvöldunum eða af eftirlits- nefnd Bandamanna, og eitthvað ætti að gera til að ráða bót á. Það er ekki ritskoðun, sem veldur þessu, heldur það, að ekki má senda þyngri bréf en 25 grömm frá Bretlandi til rússneska hemámssvæðisins). 1 Jena var haldið uppi kennslu í háskólanum allan kalda veturinn 1946—1947. Þegar of kalt var í sjálfri háskólabyggingunni, komu stúdentarnir sai^an í sjúkra- húsinu, sem var eitt af þeim fáu húsum í borginni, sem voru hituð upp. Stúdentarnir skiptast þannig milli deilda: guðfræðideild 27, hagfr. og lögfræðideild 484, læ.knisfræði 724, heimspekideild 398, stærðfræði og náttúruvísindi 574, og uppeldisfræði 237. Stjórn háskólans semur kennsluskrána í samráði við rússnesku og þýzku yfirvöldin, og kennsla í sögu, sem var sú námsgrein, er vandlegast átti að endurbæta kennslu í, hófst ekki á ný fyrr en sumarið 1947. _ Stjómmálaflokkarnir starfa mikið innan háskólans í Jena eins og innan annarra háskóla á hernámssvæðinu. S. E. D. hefur flesta meðlimi eða 705- L. D. P. hefur 281 og 'C. D. U. 167, en meirihluti stúdentanna eða 1133 standa utan við alla stjórnmálaflokka. Aðeins lítill hundr- aðshluti kvenstúdentanna hefur gengið í nokkurn stjóm- málaflokk. Merkileg tegund átthagaástar er að festa rætur meðal háskólastúdenta á hernámssvæði Sovétríkjanna. Það kom að miklu leyti upp vegna þess, að hinar fáránlegustu áróðurssögur um háskólana hafa gengið í blöðum á vest- ursvæðinum. Þessar sögur eru svo kjánalegar, að meira að segja hægrisinnuðu stúdentarnir eru gramir yfir þeim. Þegar stúdentasendinefnd frá Halle kom aftur úr heim- sókn til Heidelberg á bandaríska hernámssvæðinu, sögðu sendinefndarmeðlimirnir frá því með mikilli kátínu, að gestgjafar þeirra hefðu strax sakað þá um að vera njósn- arar fyrir Rússa. Ungur stúdent, sem var meðlimur Frjáls lynda lýðræðisflokksins, og alltaf hafði verið mjög andvígur Rússum, hafði ekki staðizt mátið og flutt langa og. nákvæma skýrslu um þær framfarir, sem höfðu átt sér stað á hernámssvæðinu- 10. kafli. AFNÁM JÚNKARAVALDSINS í hundruðum þúsunda heimila á rússneska hernáms- svæðinu hangir uppi á vegg innrammað skjal með mynd af bónda, sem plægir akur sinn um sólarupprás. Það ber undirskrift forseta þess „lands“ eða héraðs, þar sem býlið liggur. Þessi skjöl eru tákn hins nýja fíma og dauða- dómur yfir júnkaratéttinni, sem alltaf hefur verið stoð og stytta þýzkrar hernaðarstefnu. Á hvert skjal er skráð náfn bónda, sem hefur fengið jörð sina við skiptingu landeigna góssherranna, og skjalið er tryggingin, sem hann fæn fyrir því, að nafn hans hafi verið fært í hínar opinberu skrár og að land hans sé ekki framar hægt að taka frá honum og eigendurnir og fjölskyldur þeirra eru til samans næstum tvær milljónir manna. Louis Bromfield 136. DAGUR. 24 STIINÐIR þreyttust hvort á öðru, betra að þau gætu haldið áfram á sama hátt og síðustu nótt, vikur, mánuðum eða jafnvel árum saman. En hún sá að' slíkt var ó- hugsanlegt þegar Philip átti í hlut, og ef hún styngi upp á því eyðilegði hún þá draumamynd af Janie Fagan sem hann elskaði og kæmi upp um hina raunverulegu Janie Fagan í blygðunarlausri nekt hennar. Hún vissi að hann trúði því að þau yrðu gift alla ævi og myndu eldast saman og eignast börn og li'fa ánægjulegu lífi; og allan tímann vissi hún að ekkort þvílíkt myndi gerast og að sú Janie Fagan sem til var klukkutíma áður var þegar dáin. Hún var þreytt og lasin, og óskaði þess í fyrsta skipti á ævinni að hún ætti meiri tilfinningar og minna af kaldri skynsemi. Jafnvel þessi feita móðir hennar var hamingjusamari en hún. Þegar hún hugsaði um Philip, blíðu hans og virðingu, langaði hana allt I einu að gráta og fann til snöggrar óstýrilátrar hvatar að fara til hans og segja hon- um allt og biðja hann að fara með sig burt og bjarga’sér, en þessi hvöt hvarf skjótt og hún sá kaldranalega að ekkert gat bjargað henni. Þrátt fyrir allt sem hún gæti gert myndi hún giftast hon- um og gera hann ógæfusaman og að lokum losna ósnortin sjálf, vegna þess að _hún var orðin of gömul til að geta breytzt. Fortíðin var orðin samgróin henni- Janie Fagan var Janie Fagan og ekkert gat nú breytt henni. I eins konar örvæntingu hugsaði hún: „Eg ætla að gleyma því hvað hann er góður og elskulegur og elska hann eins og flest kvenfólk elskar vegna feg- urðar hans og líkama. Eg drep allt annað og ef til vill gerir það mig hamingjusamari." En jafnvel með því að gera þetta sá hún að hún var ef til vill að leggja gildru fyrir sjálfa sig sem kynni að tortíma henni að lokum. Og að lokum sá hún að jafnvel það að elska hann á holdlegasta hátt var ekki mögulegt fyrir hana, vegna þess að hún var köld og gleði holdsins skipti minna máli fyrir hana en framgirnin. Nú tók hún aftur eftir spegilmyndinni sinni og sá að hún var þreytt og slitin, og skeífingin greip hana. Hún sá að hún yrði g.ð gleyma öllu öðru og hugsa um sjálfa sig eina. Það var ekki þorandi að kvíða eða vera döpur, og hún yrði að fara reglu- legar til fegrunarsérfræðings. í huga hennar skaut áftur upp gulum ljósmyndum af móður hennar ungri, og hún sá allt í einu að hún var lík móður sinni, og að eftir tíu ár kynni hún sjálf að vera orðin feit og klunnaleg nema hún berðist gegn því af öllu afli. Hún lagfærði á sér hárið og fór síðan að sím- anum og hringdi í Mary Willets til þess að biðja hana að mæta sem vitni við brúðkaup hennar og Philip Champion. XVIII. Savína vaknaði seint og var ekki úthvild vegna þess að svefnró hennar hafði verið raskað af draumum og %artröð, en af þeim hafði aðeins ein verið raunveruleg. Hún mundi eftir því að hafa heyrt einhvern æpa — undarlegu, hryllilegu ópi, sem virtist ennþá hryllilegra nú þegar hún hugsaði um það með köldu blóði en þegar hún heyrði það. Hún mundi eftir því að hafa farið á fætur til þess að athuga hvort allt væri með felldu hjá Alídu, og hún mundi eg.ir því að hafa séð ljós á þriðju hæð hússins handan við St. Barts kirkjugarðinn. Hún minntist þessa alls einkennilega skýrt, þótt hún legði ekkert á sig til að raða atburðunum eða greina þá sundur. Fólk var alltaf að æpa. Stundum æpti kvenfólk af engu, og stundum æpti það af reiði þegar það var að deila við karlmenn, eða það æpti til þess eins að' fceina athyglinni að sjálfu sér. New York var full af ópum. Allskonar atburðir iiitiiiiiiiiiiiiiiniliiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiitiii Bogmennirnir Únglingasaga um Hróa hött og félaga hans — eftir ----- GEOFREY TREASE --------------------------- D A V i Ð irnir skemmtu læddust tíu menn, einn á fætur öðrum, inn í kapelluna. Einn þeirra var bóndi, sem flutt hafði egg til kastalans, annar förumunkur, hinir höfðu komizt inn með söngvurunum. Allir voru þeir í pönsurum innan klæða og földu sverð sín þar líka. Og unglingur einn, sem var krypplingur,. hafði rogazt með stóran viðarbagga inrí í kastalann. I byrgði sinni sem hann lézt ætla að selja til eldsneytis, fól hann boga og örvar. Aðeins tveim útlaganna hafði ekki tekist að sleppa inn. Þeir voru dulbúnir sem betlarar, og varðmennirnir vildu ekki hleypa þeim inn. Allan liðlangan daginn sátu útlagarnir flötum beinum eða lágu endilangir á bjálkunum undir kapelluþakinu. Fyrir neðan þá þuldi kapellupresturinn aftan- söng, án þess að hafa minnsta grun um þá, sem biðu uppi yfir honum. Iiávaði klukknanna ætlaði þá að æra. Og nóttin færðist yfir kastalann. Þeir fluttu sig niður, köstuðu tötrum sínum og yfirhöfnum og þreifuðu eftir bogum sínum. Dikon kastaði af sér kryppunni og varpaði öndinni léttilega, :svo tók hann á herðar sér örvamæli sinn í staðinn. - „Gott væri, að Ulrík og Gurt yrðu kyrr ir hér“, hvíslaði Alan. „Vera má, að Hrólfur riddari.reyni að búa um sig í kapellunn, þegar hann kemst ekki í turn inn. Lokið vandlega dyrunum á eftir ykkur. Þið getið skotið út um þakglugg- ana, og ef þeir kæmust í kapelluna, get-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.