Þjóðviljinn - 13.02.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.02.1949, Blaðsíða 4
4 „ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 13. febrúar 1&49 ÞlÓÐVILIINN tisefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurino Rltstjórar: Magnús Kjartanssos. Sigurður Guðmundsson (áb>. Fréttarltrtjóri: Jón Bjarnason. Biaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólaísson, Jónas Ámason. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðu- etíg 19 Sími 7500 (þrjár línur) Á&kriftarverð: kr. 12.00 .& mánuðl. — LausasCluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. BósisUstaflokkurimt, ÞórBgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) Gjaidþrot, gengisiækkun, hðíEæri „Fyrir Sjálfstæðisflokkiim er það nú vonlaust verk að ætla að koniast undan ábyrgð af f jármálastjórn sinni með því að kenna öðrum um, þar sem hann hafi þurft að semja um afgreiðslu f járlaga við aðra flokka. Enginn ábyrgur að- ili tekur að sér forustu, nema hann sé samþykkur stefn- urml, sem fjigt er og ráði me'Jtu um liana. Enginn skip- stjóri tekur að sér stjórn á skipi, nema hann ráði meiru en háseíarnir. Skipið er á ábyrgð hans, alveg eins og f jár- roálasteínan er á ábyrgð þess sem forustuna hefur . . . Þjóðin liefur nú reynsluna af fjármálastjórn Sjálfstæðis- flokksin.3. Ríkisgjaldþrot og gengislækkun blasir frain und- sn. Fyrstu úrræði þjóðarinnar til viðreísnar er að iosa sig við fjármálastjórnina, sem liefur leitt hana út í öngþveitið. Endir forustu hennar mun þjóðin aðeins sökkva dypra og dýpra í öngþveitið. Þjóðin verður að fá nýja forusíu í f jármálum sínum, ef forysta Sjálfstæðisflokksins á ekki að fullkomna það verk, seni hún er komin svo langt áleiðis rneð, — að eyðileggja fjárliagslegt sjálfstæði Iandsins.“ Slík er lýsing Tímans í fyrradag á fjármálastefnu Sjálf- stæðisflokksins, þeirri stefnu sem mótað hefur feril núver- andi stjórnar svo mjög að „ríkisgjaldþrot og gengislækk- un“ er á næsta leiti. Þessi dómur er harður, en hver skyldi efa að hann sé réttur, þegar annað stærsta stjórnarblaðið kveður hann upp. Vandamálið er síðan hitt, hver eða hverj- ir bera ábyrgðina. Morgunblaðið svarar í leiðara í gær og gerir enga tilraun til að hagga þeim dómi sem upp var kveðlnn, segir aðeins að þetta sé allt Framsókn að kenna!: „Sannleikurinn er sá að Framsókn má aldrei koma ná- lægt ríkisstjórn svo að ekki taki að halla undan fæti. Hall- ærið, erfiðleikarnir og skuldirnar fylgja alltaf 1 kjölfar hennar, það eru fylgikonur Framsóknarflokksins.“ Ríkisgjaldþrot, gengislækkun, glötun fjárhagslegs sjalf- stæðis, hallæri, erfiðleikar, skuldir: Þetta er sú lýsing sem tvö stærstu stuðningsblöð stjórnarinnar gefa á afrekum hennar; síðan hnakkrífast þau og æpa hvort til annars: Þetta er allt þér að kenna, þetta er allt þér að kenna! Og hverjum er það þá að kenna!? Það er engum efa bundið að fjármálastefna núverandi stjórnar er fjármála- stefna auðstéttarinnar á Islandi, þeirrar stéttar sem á Sjálfstæðisflokkinn með húð og hári. Sú staðreynd firrir þó Framsóknarflokkinn ekki neinni ábyrgð, og það er stór- hlægilegt að heyra hann lýsa sjálfum sér sem háseta á skútu íhaldsins eða attaníossa sem lafir í „forystu'* auð- stéttarinnar! Lítilþægir gerast þeir nú Framsóknarforkólf- arnir. Væri ekki reynandi. að minna þá örlítið á fyrri sjálfs lýsingar. 20. júlí 1946 sagði Tíminn t. d. í.forustugiein. „Framsóknarflokkurinn mun setia uppgjör stórgróðans og nýskipan verzlunarmála sem ófrávíkjanlegt skilyrði fyr- ir þátttöku í ríkisstjórn.“ Og þá var ekki síður reisn og sjálfsvirðing í oroum hans 25. jan. 1947, þegar verið var að ganga frá myndun nú- verandi stjórnar: „En hann (þ.e. Framsóknarflokkurinn) er sér þess líka fullkomlega meðvitandi að sú skylda hvílir þyngra á hon- um en hinum flokkunum, vegna fyrri baráttu hans og lof- orða, að berjast fyrir heilbrigðu f jármálalífi. Þessari sbyldu mun hann ekki bregðast fyrir nein stundarfríðindi.“ Kokhreystina vantaði ekki fremur þá en nú. Áður en stjórnin var mynduð átti allt að gera, eftir að hún er mynd- uð ber Framsóknarflokkurinn ekki ábyrgð á neinu sem er jgert! Slíkar aðfarir eru vissulega ekki til þess fallnar að BÆJARPOSTIKJM Kflocfe-ont. íslendingar eru ekki alltaf óstundvísir. Siðastliðið fimmtu- dagskvöld kom í ljós, að undir vissum kringumstæoum geta þeir orðið afskaplega stundvís- ir, já, hreint og beint háskalega stundvísir. Klukkan 11 átti að hefjast linefaleikamót í Aust- urbæjarbíó, en hana vantaði ennþá heilar 10 mínútur, þegar atgangurinn var orðinn slíkur í dyrum hússins, að helzt var svo að sjá sem væntanlegir á- horfendur ætluðu að afgreiða keppnina fyrirfram uppá eigin spýtur. Þetta var snaggaraleg viðureign niilli menningarlegs umgengnisháttar og reykvísks troðnings. Hinn fyrrnefndi steinlá. Reykvískur troðningur sigraði á knock-out. — * Alsherjar leiftursprettur. Áhugi manna að vera komnir tímanlega í fremstu sætin átti sér engin takmörk. Dyraverðir þeyttust í allar áttir. Ekkert eftirlit með sjálfsagðri kurteisi fékk staðizt stundvísinnar milclu sókn. Þegar inn var kom- ið, hófst alsherjar leifturspi’ett- ur frameftir salnum. AUir virt- ust haldnir sjúklegri þrá eftir fyrsta bekk i almennum. ■— Sá, sem séð hefur hungraðan sauð- fénað troðast ao garðanuni, get ur gert sér í hugarlund ástand- ið. —- Síðan er ég í vafa um, hvor beri minni keim menning- ar, íslenzk óstundvísi eða ís- lenzk stundvisi. ¥ Ádeilan á þá launalægstu. Bréfberi skrifar: — „Mjög tíðkast það nú að blöðin birti kvartanir og ákærur á ríkis- stofnanir og starfsmenn þeirra, en minna ber á svörum við þessum kvörtunum, sem marg- ar eru þó alvarlegs. eðlis, ef þær eru teknar sem heilagur sannleikur. — Póstmenn hafa sízt farið varhluta af þessari kynningastarfsemi og þó hefur, sennilega af hernaðarástæðum, sérstaklega verið ráðizt á garð- inn þar sem hann er lægstur og sízt andsvara að vænta, það er þar sem bréfberar eru fvrir. Blöðin virðast þá taka hverja sögu trúanlega og hirða ekki um heimildir, ef í þeim felst á- deila á þessa launalægstu starfs menn stofnunarinnar. Virðast málgögn stjórnarinnar ganga hvað lengst í þessu og er það undarlegt. * Fá minni þófenun en 10 ára börn. „Stundum eru þessar sögur sprottnar af því að einstakir menn reyna að koma afleiðing- um eigin vanrækslu yfir á bréf- berana og pósthúsið, eða þær eru tilhæfulausar með öllu. — Ekki verða hér tekin nein dæmi að þessu sinni, enda yrði það lengra mál en þessari grein er ætlað, en af nógu er að taka og verða þessu máski gerð betri skil seinna. En það á eitt- hvað skylt við það sem sumir kalla kaldhæðni örlaganna, og er það þó líka fyrir atbeina löggjafanna, að bréfberar og aðrir starfsmenn pósthússins skuli dreifa þessum sannleiks- kornum og öðrum álíka fyrir minni þóknun en 10 ára börn fá fyrir sama starf. ★ Heilbrigð gagnrýni nauðsyníeg, en . . . „Eg er ekki kunnugur rekst- ursreikningum póstsins, en tnér þætti ekki ótrúlegt að ef póst- urinn fengi hlutfallslega jafn- mikið fyrir dreifingu á prent- uðu máli og börnin, sem bera út blöð hér í bæ, að reksturs- halli pósthússins væri úr sög- unni og jafnvel hægt að hækka laun bréfbera. — Að lokum þetta: Heilbrigð gagnrýni er nauðsynleg og góðum bending- um ber að taka með þökkum, en það er unðarlegt og illa farið ef heilar stéttir og hópar manna verða að liggja undir álygum og rógburði, bótalaust. •— 9.2. 1949. — Bréíberi.“ HÖFNIN: Drottningin kom hingað kl. 11 í fyrralivöld. Askur og Akurey komu af veiðum í gær og fór.u á- ieiðis til Englands. Þyrill kom i gær. Goðafoss fór kl. 10 í gærkv. til útlanda. Hvalfeil kom frá Eng- landi í fyrrinótt og fór í slipp. RÍKISSKIP: Esja fór frá Reykjavik um há- degi í gær vestur um land í hring- ferð. Hekla er í Álaborg. Herðu- breið var á Seyðisfirði um hádegi í gær á leið til Bakkafjarðar. Skjaldbreið fór frá Reykjavík kl. 21.00 í gærkvöld til Húnaflóa- Skagafjarðar- og Eyjafjarðar- hafna. Súðin er á leið tii ftaliu. Þyrill er í Reykjavík. Hermóður er í Reykjavík. Sklp Einafsson & Zoega: Foldin er i Reykjavik. Linge- stroom er væntanlegur til Amster- dam á mánudaginn. Reykjanes er á leið til Grikklands frá Englandi. E I M S K I P : Brúarfoss kom til Hamborgar i gær 12.2. Dettifoss fór. væntanlega frá Alasundi í gær 12.2. til Djúpa- vigs og Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Reykjavík 6.2. til Halifax. Goða foss fór frá Reykjavík kl. 22.00 í gær 12.2. til Grimsby. Lagarfoss er í Reykjavík. Reykjafoss kom til Antvcrpen 7.2. frá Reykjavík. Sel- foss fór frá Reykjavík síðdegis í fyrradag 11.2. vestur ,og norður. Tröllafoss er í Reykjavík. Horsa kom tii Vestmannaeyja kl. 11 í gær morgun, 12.2. frá Álasundi. Vatna- jökull fór frá Kaupmannahöfn í auka traust almenniiigs á þessum flokki, sem heldur að hann geti bjargað sér með orðunum einum, þegar við blasir ríkisgjaldþrot, gengishrun, og glötun efnahagslegs sjálf- stæðis. gærkvöld, 12.2. til Menstad. Katla fer frá Reykjavik í dag. 13.2. til N.Y. Næturvörður er i Ingplfsapótekl. — Simi 1330. Helgida-gslæknir: Axel Blöndal, DrápuhlíS 11. — Eimi 3951. Næturakstur i nótt annast Litla bílstöðin., — Simi .1380. ■— Aðra nótt: B.S.R. — Simi 1720. 11.00 Messa í Hall- grimskirkju (séra Þorgrímur Sigurðs- son, prestur á Staðastað, prédik- ar. — *3éra Sigur- jón Árnason þjónar fyrir altari). 15.15 Útvarp til íslendinga er’end- is: Fréttir og erindi (Bjarni Guð- mundsson, blaðafulltrúi). 15.45 Mið de'ristónleikar a) Þættir úr kór- verkum eftir Havdn b) Konsert fyrir trompet og hljómsveit eftir Haydn. 16.30 Spilaþáttur (Árni M. Jónsson). 18.30 Barnatími (Svein- björn Jónsson): a) Leikrit: „Veiði fálki konungsins" (börn leika). b) Þula. e) Frá Noregi: Þórur.n og Hafsteinn (11 ára gömul) lesa norskar sögur, og Estei' (11 ára) leikur á píanó þrjú lög eftir Grieg. •19.30 Tónleikai: Fianósónata í Es- dúr eftir Haydn. 20.20 Einleikur á celló (Jóþanpes Eggertsson): a) Elegie eftir vón Bausznern b) Cantilena eftir Goltermann. 20.35 Erindi: Vafasamar kcnnisetningar í uppeldisfræði (dr. Símon Jchann Ágústsson). 21.00 Tónleikar. 21.10 Tónskáldakynning: Joseph Haydn (Róbert Abraham). 21.30 Tónleik- ar: Symfónía nr. 101 í d-moll („Klukkusymfónían") eftir Haydn (plötur; symfónían verður endur- tekin næstk. þriðjudag). 22.05 Dans lög. 23.30 Dagskrárlok. Gullfaxi er x Stokk hólmi; væntanleg- ur hingað í kvöld. Geysir og Hekla eru í Reykjavík. Ekkert flogið innanlands í gær vegna veðurs. Kvennadeild Slysavarnafx'Iagsíns í Reykjavík heldur fund mánudag- inn 14. þ. m., smbr. auglýsingu í félagslífsdálkinum. Deildin mun framvegis auglýsa fundi sína í fé- lagslífsdálkinum undir nýju merki er hún hefur látið gera. Hjónunum Krist- ínu Jónsdóttur og p. /I/ \ Ninari Braga Sig- j \ ' urðssyni, Vestm.eyj . t um, fæddist 18 marka dóttir í gær, 12. febrúar. — Hjómmum Eddu Vikar og Einari Einarssyni, Bar- ónsstíg 59, fæddist 15 mai’ka son- ur 8. febrúár; Kristilegt skólablað er nýkomið út. I blaðinu eru m. a. þessar grein ar: Fyrir fávísa, eftir Guðm. Óla Ólafsson; Perlan eftir Aðaiheiði Magnúsdóttur; „Gamall þulur kveð ur, “ eftir „Birkir;" Kristilegt skóla starf í Noregi eftir Einar Vestby; Skrafað við skólanemendur. — Út- gefandi er Kristileg skólasamtök. Dómkirkjan. Messa kl. 11 f. h. I lag. — Séra Jón Auðuns. — Messa kl. 5 e. h. í 3ag. — Séi'a Jó- hann Hlíðar. Hallgrímsklrkja. Guðsþjónustur í dag. Kl. 11 f. h. -— Séra Sigurjón Þ. Árnason. Ki. 1.30 e. h. Bai*haguðsþjónusta — Séra Sigurjón Þ. Árnason. Kl. 5 e. h. — Séra Jakob Jónsson. (Ræðuefni: Ábyrgð). Laugxxrnes- prestakall. — Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Messa i Laugai'neskirkju kl. 2 e. h. §éra Garðar Svavarsson. Messa í kapellunni í Fossvogi kl. 4 e. h. Séra Gai’ðar Svavarsson. Nesprestakall. Messa í kapellu Há- skólans kl. 2. Séra Jón Thoi’aren- sen. Fríkirkjan. Bamaguðsþjón- us. ta kl. 11 f. h. í dag. Messa kl. 2 e. h. — Séra Arni Sigui’ðsson. Veðurspáin í Kíerkvöld: Hvass undir Eyjafjöllum snýst ■ senni lega í suðyestanátt með hvöss- um skúrum eða éljum síðdegis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.