Þjóðviljinn - 17.02.1949, Qupperneq 4
4
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 17. febrúar 1B49.
ÞIÓÐVILIINN
liigeíandt: Samelnlngarfiokkur alþýðu — Sósíalistaílokkurinn
>
Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson (áb>
Fréttaritptjórl: Jón Bjarnason.
Biaðam.: Ari Kárason, Magnús Toríi Ólaisson, Jónas Ámason.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja. Skólavörðu-
stig 19 — Sími 7500 (þrjár línur)
Askríftarverð: kr. 12.00 á mánuðl. — Lausascluverð 50 aur. elnt.
Prentsiniðja Þjóðvlljans b. f.
Sósíalistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjár línur)
Leikslok jjsriija þáttar
Ba’idaríkjaagentarnir reyna nú að endurtaka leik sinn
frá árunum 1945—1946: stuðninginn við kröfur Bandaríkja-
manna, svardagana, svikin. Fyrsti þátturinn var leikinn
um síðustu áramót, þegar Ólafur Tliors og Stefán Jóhann
Stefánsson eggjuðu þjóðina á að láta hernema sig sem fyrst
og skríða í hæpið skjól morðtóla og vígvéla til sóknar og
árásar. Annar þátturinn stendur hú sem hæst, svardagarn-
ir: okkur hefur aldrei til hugar komið að hér yrði nerstöð
á friðartímum og munum berjast gegn því af alefli! Og
loddaraleikurinn er slíkur að sömu mennirnir, Ólafur Thors
og Stefán Jóhann Stefánsson, eru látnir leika aðalhlutverk
annars þáttar. Enginn efast um að þeir muni einnig leika
aðalhlutverk þriðja þáttar.
Það ber þó að veita því sérstaka athygli hvernig svar-
dagar Sjálfstæðisflokksins eru orðaðir. Það „ber að stefna
að því ... að liér verði ekki herstöð á friðartímum og ekki
herskylda." Ekki er nú reisnin mikil. Það er meira en
greinilegt að hinir ,,stefnuföstu“ Sjálfstæðisforsprakkar
gera ráð fyrir því að verða fyrir ó.vfirstíganlegri torfæru
á braut sinni. Og það er sérstaklega athyglisvert að tor-
færan er ekki aðeins herseta heldur einnig herskyída; það
ætti ekki sízt að vera umhugsunarefni fyrir íslenzka æsku.
Þótt leikur bandaríkjaagentanna heppnaðist 1946 mun
hann mistakast nú; því þeir hafa gert sig seka um örlaga-
rík mistök. Þeir komu upp um úrslit þriðja þáttar þegar í
fyrsta þætti, þannig að svardagaþátturinn blekkir engan.
Og það er sjálfur aðalleikandinn, Ólafur Thors, sem kom
upp um fyrirætlanirnar í áramótagrein sinni, og orð hans
ber íslenzku þjóðinni að meitla inn í hugskot sitt, til að vera
viðbúin því sem í vændum er.
31. desember 1948 sagði Ólafur Thors íslendingum að
hlutleysi væri „ó\'ita hjal“ og að
„ekkert sé til varnar annað en sterkustu víg\ælar og
öflugustu morðtæki, svo sterk og öflug tæki til varnar
og árásar að engir þori að ráðast á þá.“
Þessum tækjum yrði að koma upp liér, einmitt hér á
íslandi, og það sem fyrst:
„Við skulum hugsa okkur að varnarbandalag Atlanz-
hafsríkjanna sé myndað án þátttöku íslands. Setjum
svo að Vestur-Evrópa sé orðin ein vígvél. Norður-
Arneríka önnur helmingi sterkari. Hvar mundi sá, sern
slíka styrjöld hefur, byrja? Á hvern mundi hann fyrst
ráðast? — Er ekki a. m. k. ákaflega sennilegt að hann
sneri sér fyrst að þeim, sem hernaðarlega er mikil-
vægur, en jafnframt óvarinn.“
Og Ólafur Thors kemur upp um að það er ekki um-
hyggjan fyrir íslenzku þjóðinni sem stjórnar skrifum hans,
heldur stríðsæsingamönnum hins „vestræna heims“. Hann
segir svo um hernaðarbandalagið:
„Er þá röðin komin áð okkur íslendingum, því sagt er,
að eitt skilyrði þess sé, að Island og Portúgal gerist
meðlimir bandalagsins þegar í upphafi.“
Því eru þessar tilvitnanir endurteknar hér, að þær gefa
skýra mynd af því sem koma skal, svo skýra að hún verð-
ur ekki falin með neinum blekkingum. Þær eru í engu sam-
ræmi við hina nýju svardaga — en hinsvegar eru þær í
samræmi við þá atburði sem eiga að vera leikslok þriðja
þáttar.
Það er nú Ijóst hvernig landsölumenn hugsa sér þróun-
ána. Þjóðin á að ganga í hernaðarbandalag, sem sé sakleys-
IIÆ JAUP«S1IH!\\
Tíkin sem ruglaðist.
Á sveitabæ einum var fyrir
nokkrum árum öldruð tík, sem
allt í einu tók upp svo undar-
lega háttu, að slíks þekktust
ekki önnur dæmi. Birtist þetta
einkum í því, að hún réði sér
ekki fyrir flaðri utaní aðkomu-
menn, en sat sig hinsvegar
aldrei úr færi að urra framaní
heimilisfólkið. Einsog gefur að
skilja var mikið rætt um þessi
duiarfullu sinnaskipti tíkurinn-
ar; og hölluðust menn helzt
að þeirri skoðun, að einhver ó-
þrif hefðu búið um sig í heila
dýrsins, líklega bandormur.
Hlutleysi útvarpsins.
Sagan um þessa merkilegu
tík rifjaðist upp fyrir mér í sam
bandi við hlutleysi útvarpsins
nú að undanförnu. Þeir furðu-
legu hlutir hafa nefnilega gerzt,
að þetta margrómaða hlutleysi
gefur ekki lengur frá sér annað
en urr og gelt, þegar íslenzkur
málstaður er annarsvegar; ligg-
ur hinsvegar hundflatt og dillar
rófunni framaní málstað útlend-
inga. Örlög þess eru sem sé ná-
kvæmlega hin sömu og tíkurinn-
ar, sem missti vitið á efri árum.
— Og aftur verður skýring
flestra á fyrirbærinu svo til hin
sama: Illkynjuð óþrif hafi búið
um sig í sálarlífi útvarpsráðs, ó-
þrif sem að vísu séu ekki band-
ormur, en byrji þó á sömu bók-
stöfum.
• Blekkingaryfirlýsing
íhaldsins.
Nýjasta dæmið um viðbrögð
hins elliæra útvarpshlutleysis,
birtist almenningi í fyrrakvöld,
þegar fréttatíminn var að stór-
um hluta undirlagður þeirri
blekkingaryfirlýsingu, sem land
sölupartur íhaldsins hafði gert
til hvatningar þjóðinni að sam-
þykkja yfir sig ógnir hernaðar-
bandalags. — Hvað eftir annað
höfðu mikilhæfustu menn þjóð-
arinnar varað hana við þessum
ógnum, og öll fjölmennustu fé-
lagasamtök í landinu voru búin
að samþykkja mótmæli gegn
þeirri samningsgerð, er mundi
bjóða ógnunum heim. —
Þjóðin var risin einhuga til
andstöðu. En vilji hennar var
bannfærður í fréttaflutningi út-
varpsins. Hlutleysi þess urraði
framaní heimilisfólkið. — Síðan
var gerð samþykkt um málið
undir stjórn þeirra manna, sem
ganga með stærstan landráða-
átimpii á enninu; — og hlutleysi
útvarpsins varð himinlifandi.
Tíkin dillaði rófunni. Það voru
aðkomumenn á ferð.
*
En nú hafa þeir meðlimir iit-
varpsráðs, sem ala óþrifin í sál-
pgap
arlífi sinu, gengið einu skrefi
of langt. Það er ekki hægt að
trampa með fasistískum fóta-
burði þvert yfir íslenzka þjóð
án þess henni ofbjóði.
★
Hefur þjóðin frekar
ráð á því?
Gróa skrifar: „Það er kunnra
en frá þurfi að segja, að
ríkisstjórnin telur þjóðina ekki
hafa ráð að kaupa kvensokka. .
I verzlunum landsins finnast
ekki kvensokkar frekar en ull í
geitarhúsi... Samt hafa flestar
stúlkur ráð með að ná í reiting
af þessari vöru, sem sé á svarta
markaðinum ... Þær eru neyddar
til að kaupa sokkana okurveroi
á svarta markaðinum. Og nú
spyr ég í einfeldni: Hefur þá
þessi fátæka þjóð frekar ráð á
að láta viðskiptin færast æ meir
yfir á svartan markað, en að
flytja inn vörurnar og hafa þær
til sölu með lögíegu móti? —
Gróa.“
sundi og Vestmaimaeyjum. Vatna
jökull fór frá Menstad í fyrradag
til Austfjarua. Katla fór frá Rvík
13. 2. til N. Y.
Gullfaxi sneri við
til Pi'estvíkur í
gærkvöld, vegna
þess að ólendandi
var hér sökum
snjókomu og roks.
Hekla og Geysir voru í Reykjavík
í gær. Ekkert flogið innanlands
siðustu dagana vegna veðurs.
Hjónunum Svöfu
Sigurðardóttur og
Sigurði Ingimund-
arsyni, Vitastíg 7,
fæddist sonur (16>,i
mörk), 16. febrúar.
HÖFNIN:
Bjarni Ólafsson kom af veiðum
í fyrradag og fór í fyrrakvöld á-
leiðis til útlanda. Enskur togari
kom hingað í gær. Élliði, Siglufjarð
artogarinn kom af veiðum í gær og
fór áleiðis til Englands. Tröllafoss
fór í gærkvöld áleiðis tii útlanda.
Dettafoss var væntanlegur úr
strandferð í dag. *
ISFISKSALAN:
í fyrradag seldi Ingólfur Arnar-
son 4626 kits fyrir 14524 pund x
Grimsby.
BIKISSKIP:
Esja er á Austfjörðum á suður-
leið. Hekla er í Álaborg. Hei'ðu-
breið er á leið frá Austfjörðum til
Reykjavíkur. Skjaldbreið er vænt
anleg til Akureyrar i dag. Þyrill
er á leið fi-á Reykjavík til Dan-
merkur og Hollands. Súðin er á
leið til ítalíu. Hernióður fór frá
Reykjavík í gærmoi-gun til Djúpa-
víkui', Hvammstanga-, Blönduóss
og Skagastrandar.
Skip Einarsson & Zoega:
Foldin er í Reykjavík. Lingest-
room fermir í Amsterdam þann 18.
og Hull 21. þ. m. Reykjanes er á
leið til Grikklands.
E I M S K I P :
Brúarfoss fór frá Hamborg í
fyrradag til Leith og Reykjavíkur.
Dettifoss fór fi'á Djúpavogi kl.
18.00—19.00 í gær til Reykjavíkur.
Fjallfoss fór frá Rvik 6. 2. til Hali-
fax. Goðafoss kom til Grimsby í
gær fi'á Reykjavik. Lagarfoss er í
Reykjavík. Reykjafoss er í Ant-
wei'pen. Selfoss er á Akureyri.
Tröllafoss fór frá Reykjavík í gær
kvöld 1:1. 20.00 til N. Y. Horsa kom
til Rvíkur í fyi'i'adag, frá Ála-
islegt á yfirborðinu og þar sem minnzt er á að stefna beri
að því að firra íslendinga hersetu og herskyldu. Þegar f jöt-
ur hernaðarbandalagsins hefur síðan verið lagður á þjóðina
koma fyrir einhverjir „ófyrirsjáanlegir atburðir" sem gera
þessi atriði bæði óhjákvæmileg. — Það eru þessi Ieikslok
sem þjóðin sjálf verður að koma í veg fyrir. e
Endurskoðunarskrifstofu opnar í
dag Eyjóifur 1. Eyjólfsson, í Tún-
götu 8.
,/■ 18.30 Dönsku-
^ kennsla. — 19.00
Enskukennsla.
.25 Þingfréttir.
20.20 Útvarpshljóm
sveitin (Þórarinn
Guðmundsson stjórnar): a) For-
leikur að óperunni „Rakarinn i
Sevilla" eftir Rossini. b) La Part-
ida eftir Alvarez. c) „Souvenir" og
Serenade eftir Geehl. 20.45 Lestur
fornrita: Úr fornaldarsögum Norð-
urlanda (Andrés Björnsson). 21.10
Tónleikar (plötur). 21.15 Dagskrá
Kvenréttindafélags Islands. — Er-
indi: Konan og alþjóðamálin (frú
Ásthildur Jósefsdóttir). 21.45 Tón
leikar (plötur).21.45 Spurningar og
svör um islenzkt mál (Bjarni Vil-
hjálmsson 22.05 Passíusálmar
(Emil Björnsson cand theob).
22.15 Haýdn-tónleikar (plötur): a)
Tveir þættir úr symfóníu í B-dúr
nr 102. b) Harpsikordkonsei't í D-
dúr op. 21. c) Symfónía í G-dúr
(„Paukenschlag").
Flutningastöðin heitir nýtt fyrir-
tæki hér í bænum. Það annast
allskonar búslóðaflutninga o. þ. h.
Leikfélag Reykjavíkur byrjar sýn-
ingar að nýju á Galdra-Lofti annað
kvöld.
Leikfélag Hafnarfjarðar hefur
frumsýningu á „Gasljósum" eftir
Patrik Hamilton ,annað kvöld kl.
8,30 í Bæjarbíó.
Nýlega opinberuðu
trúlofun sína ung-
frú Gróa Bærings-
dóttir frá Bjarnar-
höfn á Snæfells-
nesi og Haraldur
Þórðarson, starfs-
maður hjá Agli Vilhjálmssyni. ___
Nýlega opinberuðu trúlofun sína,
ungfrú Margrét Björnsdóttir frá
Norðfirði og Aðalsteinn Jochums-
son sjómaður, Bergþórugötu 20,
Reykjavík.
Aimennur kvennafundur verður
haldinn i Iðnó í kvöld kl. 8,30 að
tilhlutan Kvenréttindafélags ls-
lands. Fjárhagsráði, viðskiptanefnd
og skömmtunarstjóra er boðið á
fundinn.
Nastun-örður er í Ingólfsapóteki,
-r- Simi 1330.
Næturaktsur í nótt annast Hreyf-
ill. Sími 6633.
Lönguhlíðaríbúðirnar.
Þjóðviljinn hefur verið beðinn
að geta þess í sambandi við grein-
ina um úthlutun Lönguhlíðaribúð-
anna sem birtist hér í blaðinu í
fyrradag að Steinar Kristjánsson,
sem þar er nefndur, búi ekki í
Þt'iggja herbergja íbúð heldur
tveggja og liafði áður búið með
fjölskyldu sinni í einu súðarher-
bergi. — 1 greininni misprentaðist
að tala umsækjenda hefði verið
108;hún var 180.
Níi'turheknlr er í læknavarðstof-
bnnl. A.usturbæjarskólanum-
Sími 603a
Veðurspáln í gærkvöld: Vestan
og suðaustanátt. Hvassviðri eða
stormur í nótt, hægari í dag.
Éljaveður.