Þjóðviljinn - 22.02.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.02.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÖÐVILJINN Þriðjudagur 22. febrrta.r 194&. Affurhald Indlands arffaki brezku kúgunarinnar jjjJTJÓRN Indlands fyrirskipar fjöldahandtökur ind- verskra kommúnista um land allt, fréttin er einmitt þessa dag ana símuð umheiminum, fréttin um ofsóknir indverska aftur- haldsins gegn þeim mönnum sem drengilegast börðust fyrir sjálfstæði landsins og mestu fórnuðu til að oki hins erlenda auðválds, kúgunaroki Bret- lands, yrði létt af þjóðinni, og áttu mikinn þátt í að sigur vannst í hinni pólitísku sjálf- stæðisbaráttu. * JglNS og í öðrum ófrjálsum löndum var flokkaskipt- ing Indlands að langmestu leyti miðuð við sjálfstæðisbaráttuna, þjóðin skiptist í flokka eftir því hve langt menn vildu og þorðu að ganga í þjóðfrelsiskröfunum. Aðalflokkurinn er loks safnaði meginþorra þjóðarinnar undir merlci sitt var Kongressflokkur inn, innan vébanda hans börð- ust afturhaldssinnar og sósíal- istar að sama marki, sjálfstæði Indlands. Kongressflokkurinn hélt 55. þing sitt í desemberlok s.I. .fyrsta þing eftir að hann tók völd, en það varð 15. ágúst 1947, þó raunar hejði flokkurinn tekið þátt í stjórn landsins frá því sumarið 1946, er bráða- birgðastjórn var mynduð. Fyrir valdatökuna prédikaði Kon- gressflokkurinn róttæka stefnu, ta’.di sig flokk allra stétta nema furstanna og landherr- anna. Flokkurinn barðist fyrir algeru sjálfstæði Indlands og útrýmingu lénskra leifa í þjóð- fólagsháttum. Hann hét afnámi hinna litlu lénsku furstadæma og endurskipulagningu stóru furstadæmanna eftir lýðræðis- ieiðum, tekið slcyldi jarðnæði landherranna og fengið bænd- um, aðaliðr.aðurinn skyldi þjóð nýttur og eínahagsstoðir brezka valdsins í Indlandi brotn ar .indversk alþýða skyldi leyst úr fátælct og hungri. Stefnuskrá þessi aflaði flokknum almenns fylgis og algers meirihluta á stjórnlagaþingi Indlands sem nú situr. En athafnir flokksins á valdatímanum benda í þá átt, að afturhaldsöflunum hafi í samvinnu við erlent auðvald, tckizt að hrifsa stjórnartaum- ana í hendur sér. W ÍTIÐ hefur orðið úr lýðræð- iskröfunum á hendur furst unum, er „eiga einræðisríki viðs vegar um Indland og halda flestir fólkinu í hinni mestu áþján og arðráni. 1 desember 1946 samþykkti Kongressflokk- urinn að einungis helmingur fulltrúa furstadæmanna á stjórnlagaþingi Indlands slcyldu kosnir, hinn helminginn áttu furstarnir að skipa. Nehrú lýsti yfir í þinginu að konungsstjórn í furstadæmunum og lýðveldis- stjórn sem æðsta stjórn Ind- lands gætu vel farið saman. Með samþykki sínu við skipt- ingu Indlands í tvö ríki, Ind- land og Pakistan, hvarf Kon- gressflokkurinn frá grundvall- aratriði í stefnu sinni að afnema skiptingu Indlands í ríki. Stjórnarfarsbreyting- ar hafa ekki orðið til að veikja vald furstanna. Þegar indversk- ur her tók furstadæmið Hyd- erabad á vald sitt í september 1948 var það fyrsta verkið að bæla niður bændauppreisn i Telenganafylki, en bændurnir höfðu risið gegn grimmdar- stjórn furstans og lénskúgun landherranna. Ástæða er til að ætla að aðgerðir Indlands- stjórnar gegn Hyderabad hafi ekki sízt verið til þess gerðar að hindra útbreiðslu bændaupp reisnarinnar í Telengana til næstu bændáhéraða. Furstinn í Hyderabad ríkir eftir sem áður þó landið sé hernumið. Furst- arnir virðast ætla að komast með einræðisstjórnir sínar inn í indverska lýðveldið. — Einn helzti foringi Kongressflokks- ins, dr. Ambedkar, dómsmála- ráðherra, hefur lýst yfir á þingi að ekki komi til mála að heimta að eitt verði látið yfir fursta- dæmin ganga og aðra hluta Indlands, stjórnlagaþingið væri bundið af loforðum er undir- búningsnefndir hefðu gefið furstunum um sérréttindi þeirra. Méð þvi hefur indverska auðvaldið gert bandalag við svörtustu afturhaldsöfl Ind- lands .furstana, x>g virðist ekki Hklegt til að draga úr völdum þeirra. Það stefnumál Kongress flokksins að skipta landinu i stjórnardeildir eftir kynþáttum og tungum, en af því hlyti að leiða upplausn hinna lénsku furstadæma, hefur verið dæmt „ótímabært". Jafnrétti er held- ur ekki meðal kynþáttanna. Ilindi hefur verið valið sem rik- ismál, en það mál sem yfirvöld- in nota mest er — enska! II' »OTTÆK indversk blöð telja að þvi fari fjarri að Kongressflokkurinn sé nú full- trúi indversku þjóðarinnar, held ur sé hann orðinn verkfæri í hendi stórauðvaldsins, og þó einkum auðvalds Gújrati- og Marvaríkynþáttanna. Það hafi gert bandalag við brezkt auð- vald og beýgt hné fyrir banka- kóngum Vollstríts, og hugsi sér ekki að deila forréttindum við hinar aflminni borgarastéttir ahnarra indverskra kynþátta. J^-ÆSTA grein verður um at- vinnuþróun Indlands frá því það varð sjálfstætt ríki og hina hörðu verkalýðsbaráttu scm þar er nú háð. W ndversk stjórnarvöld létu í gær halda áfram fjöldahand- lökum kommúnista um allt landið. 1 gær voru handteknir 140 menn og er þá tala hinna tandteknu í þessari seinustu ofsóknarlotu gegn indverskum kommúnistum komin yfir 500 á þrem dögum. Iaþuís Bromfield 164. DAGUR. STMJNDIR „Ef í það versta færi yrði hann að koma heim með góðu, finnst þér það ekki ?“ „Já, hvað annað gæti hann gert?“ „Þá hugsa ég að mætti þagga það niður.“ „Hvemig ?“ „Það hefur tekizt fyrr. Eg gæti sjálfsagt kom- ið því í kring bak við tjöldin.“ „Þessvegna Ieitaði ég til þín. Mér kom enginn annar í hug.“ „Ef þeir fyndu manninn sem gerði það, mann- inn sem skildi eftir húfuna, yrði allt auðveld- ara. Þá gæti ekki neitt gerzt annað en að hneykzl ið yrði uppvíst. En einnig því mætti afstýra. En þú verður að láta mig vita hvert þið farið og láta mig fylgjast með dvalarstað ykkar.“ „Eg veit ekki hvert við eigum að fara. Bara eitthvað burt frá New York. „Spánn er gott land. Já, ég færi til Spánar í ykkar sporum. Eg færi um borð eins fljótt og ég gæti og léti ekki sjá mig, segja engum að ég væri að fara. Spyrði einhver segðist ég vera að fara til Kaliforníu.“ Hann stóð upp og hún stóð einnig upp af sóf- anum og leit upp til hans. Tárin á vöngum henn- ar skiptu ekki máli því nú var þar eklcert andlits- duft að skemma. Það snart hann að honum fannst hún í fyrsta skipti sönn, ekki frekjuleg, tilgerðarleg kona sem honum leiddist, og aftur minnti hann sjálfan sig á að mýkjast ekki í henn ar garð. Því var öllu lokið og hann hafði fund- ið konu sem var hin rétta. „Eg verð að hlaupa, Fanney. Það er ekkert annað hægt að gera en það sem ég ráðlagðl, Hann tók hönd hennar eins og til að auka henni traust. ,,Eg skal gera allt sem hægt er að gera. Þú getur treyst mér. Mér þykir ekki ósennilegt að allt fari .... betur en liægt væri að búast við.“ Hann fann hönd hennar læsast um hönd sína, og tilfinningaákefð hennar fyllti hann ógeði. Hann losaði höndina eins mjúklega og hann gat og sagði: „Eg þarf að biðja þig eins.“ Hún leit undan og sagði dauflega: „Eg skal ekki ónáða þig. Eg veit að því er öllu lokið.“ „Það var ekki það.“ „Hvað þá?“ sagði hún lágri röddu, og eitthvað í rödd hennar sagði honum að vonarneisti hefði glæðzt í kulnandi ösku þess sem þau höfðu átt saman nokkra mánuði. Ef hann segði það sem hann ætlaði sæi hún að engin von var um fram- hald þess. Það hlyti að særa hana, en honum var sama þó hann særði hana ef það gat orðið til að losa hann. Hann sagði: „Þú verður að lofa mér því að núa Jim aldrei þessu um nasir þegar þið deilið.“ „Eg ætla mér ekki að deila við hann framar.“ Hún sagði það stillilega og dapurt. Hann brosti og sagði: „Þú ætlar þetta þessa stimdina, Fanney. Barmafull af góðum áformum. En þú brýtur í bág við þau, strax á morgun. Og ég er smeykur um að því auðveldar sem þú íllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllll Bogmennirnir tJnglingasaga um Hróa hött og félaga hans — eftir — GEOFREY TREASE — „Ekki eru þeir fáir í Barnesdals- skógi, sem fara sinna ferða, en eng- inn veitir þeim forustu“, skaut Gurt fram í. „En jafnskjótt sem þeir frétta, að Hrói Höttur sé á norður- leið, slást þeir í hóp með okkur. Við myndum nýja liðssveit, og innan árs höldum við aftur suður á við með nýjan, sigursælan her“. 'Hrói staulast á fætur; enn var hann lasburða, andlitið bar vott um þjáningu, en augun ljómuðu sem fyrr. „Eyðum engum tíma að óþörfu, félagar. Af stað norður eftir“. Þeir drógu af sér öll herklæði og létu þau eftir liggja. Hestarnir komu þeim að engu haldi á þeim slóðum, sem þeir yrðu að þræða. Þeir slepptu þeim því lausum. Og í síðasta sinn læddust grænklæddir menn eins og skugar um skóginn. Hvaírvetna var ^eftir þeim leltað. Allir vegir og skógargötur úðu og grúðu af (ríðandi! 'hermönnum, eins og mýbit að sumarlagi. Og gálgarn- ir meðfram vegunum svignuðu eins og ofhlaðin eplatré á síðsumarsdög- um. Þar dingluðu kvaðabændur og útlagar — fangarnir.- En Hrói og sú sveit, er honum fylgdi, komust undan. Þeir stefndu til norðvesturs, fóru að næturlagi um akra og bersvæði og komust loks á heiðarflákana nálægt æskustöðvum Litla-Jóns. DAVÍÐ %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.