Þjóðviljinn - 25.02.1949, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 25.02.1949, Qupperneq 1
Alþýðysambandsstjérnin á nndanhaldi fyrir kröfum verkaiýðsins Stjérn Alþýðusambandsins snýr sér fil allra sam- bandsfélaga og hvefur þiu fif yppsagnar á glfd- andi samningum Verkalýðsfélögin gefa ekki sætf sig viS að afsaia sér iveim þriðju af því er ftau fíafa verið rænd og verða að hafda fast við krefu sína um fulla uppbáf Alþýðusambandsstjórnin heíur nú loksins látið undan hinum eindregnu kröfum fjölda verkalýðsfé- laga að gera ráðstafanir til sameiginlegra aðgerða í launamálunum, og hefur sent sambandsfélögum bréf, þar sem þau eru hvött til að segja upp kaup- og kjarasamningum jafnskjótt og uppsagnarákvæði leyfa. Af bréfi Alþýðusambandsstjórnarinnar er ljóst að hún ætlar að halda opnum makkleiðunum við ík- isstjórnina og beinlínis gefið í skyn að sambands- stiórnin ætlist til þess að verkalýðurinn afsali sér 19 stiga uppbót sem hann var rændur með festingu vísitölunnar og baráttan standi aðeins um þá hækk- un sem orðið hefur á hinni opinberu vísitölu frá því hún var 319 stig. Hvert verkalýðsfélagið á fætur öðru — þeirra meðal stærstu verkalýðsfélögin — hafa skorað á sambandsstjórnina að endurskoða þessa afstöðu sína og krefjast fullra uppbóta fyrir kauprán vísi- tölulaganna. Samt skorar Alþýðusambandsstjórnin á verkalýðsfélögin að bíða unz séð verður hvort ekki tekst að semja við ríkisstjórnina um 10 stiga uppbót, ef verkalýðurinn afsali sér 19 stigum, eða Éveim þriðju ai því sem hann hefur verið rændur!! Verkalýðsfélögin geta vitanlega ekki sætt sig við slíkar hundsbætur, þau verða að fylgja fast eftir þeim kröfum er þau hafa gert til sambandsstjórnar- innar að krefjast fullra uppbóta. Franskir koramúnistar mimu ekki aðeins torvelda þátttöku Frakklands I áráaarstríði gegn Sovétríkjunum, þeir munu gera hana ómögulega, sagði Maurice Thorez, foringi Konimúnistaflokks Frakklands á þingi í gær. Þingheimur hafði einróma óskað eftir umræðum um þau ummæli Thorez, að ef ráðizt yrði á Sovétríkin og sovéther- inn elti árásarherina inn í Frakkland myndi franskur verkalýður taka því eins og verkalýður Póllands og annarra Austur-Evrópulanda. I ræðu sinni á þingi sagði Thores, að ummæli sín hefðu vakið heimsathygli, vegna þess að nú væru Vesturveldin að und irbúa nýja styrjöld á hinn kæn legasta hátt. væru þess fullvissir að banda- ríska þjóðin vildi frið eins og aðra'r þjóðir en þrátt fyrir það kynni bandarískum valdamönn- um að takast að teyma hana út í styrjöld. Með Atlanzhafs- bandalaginu ætti að binda Frakkl. í stríðsfylkinguna, við hlið Þýzkalands og Franco-Spán ar. Þessar svívirðilegu fyrirætl- anir væru kommúnistar stað- ráðnir í að gera að engu. Þing- menn hægriflokkanna kröfðust þess af stjórninni, að hún bann Kommúnistaflokk Frakk- faði Kommúnistar lands. Zilliacns settur í baini Miðstjórn Verkamannaflokks ins í Bretlandi hefur bannað flokksdeildinni í Gatesheadkjör dæmi að bjóða núverandi þing- mann kjördæmisins, Konni Zilliacus, fram við næstu kosn ingar. Zilliacus er skeleggasti gagnrýnandi utanríkisstefnu Bevins í þingflokki Verkamanna flokksins. Framhakl á 8. siðu MgésEavar falla frá Eandakröfnm Bebler, varautanríkisráðherra Júgóslavíu skýrði í gær fulltrú um utanríkisráðherra fjórveld- anna frá kröfum stjórnar sinn- ar á hendur Austurríki. Júgó- slavíustjórn hefur hingað til gert kröfu til þéss hluta Kárnt- enhéraðs, sem byggður er Króöt um og Slóvenum, en nú kvað Bebler hana gera sig ánægða með, að þessi landshluti fengi það mikla sjálfstjórn, að rétt- indi þessara þjóðarbrota séu trvggð. Auk þess gerði hann kröfu til verulegra stríðsskaða bóta. Á mánudaginn gerir Gru- ber utanríkisráðherra grein fyr ir sjónarmiðum Austurrikis- stjórnar. Friðarnefnd ræð- ir við Maó Tsetúng Óopinber samninganefnd frá Kuomintang-Kína hóf í gær við ræður við Maó Tsetúng, foringja kínverskra kommúnista, í aðal- stöðvum hans 250 km. vestur af Peiping, Markmið nefndarinn ar er að fá ákveðið stað og stund fyrir opinbera friðarsamn inga. Her kommúnista hefur tek ið tvær borgir í Sjensihéraði. Fulltrúar republikanaþing- manna á Bandaríkjaþingi ræddu í gær við Acheson utanríkisráð herra um Kína-stefnu stjórnar innar. Ekkert var látið uppi um viðræðurnar. Bréf Alþýðusambandsstjóm- arinnar til sambandsfélaganna fer hér á eftir: „Reykjavík, 22. febr. 1949. Heiðruðu félagar! Á fundi miðstjórnar Alþýðu sambandsins er haldinn var 21. þ. m. og hafði dýrtíðarmálin til umræðu, var gjörð eftirfar- andi samþykkt: „Þar sem enn hafa ekki feng ist breytingar þær á vísitöl- unni, sem miðstjórn A. S. í. gerði kröfur til í bréfi sinu til ríkisstjórnarinnar hinn 19. des. síðastliðinn, þá samþykkir mið stjórnin að beina því ti! sam- bandsfélaganna, að þau segi nú upp kaup- og kjarasamningum sínum jafnskjótt og uppsagn- arákvæði leyfa, en bíði með frekari ráðstafanir þar til séð verður hvað út úr þeim viðræð um kemur, er miðstjórnin á nú í við ríkisstjórnina um dýrtíðar og atvinnumálin." Eins og samþykktin ber mcð sér, hefur miðstjórnin átt við- ræður við ríkisstjórnina um dýrtíðarmálin almennt í fram haldi af bréfi sínu til ríkis- stjórnarinnar dags. 19. des. s. 1. og er þeim viðræðum ekki lok ið ennþá, en þar sem ríkisstjórn in hefur ekki séð sér fært að verða við tilmælum miðstjórn- arinnar um breytingu vísitöl- unnar, væntir miðstjórnin þess að sambandsfélögin verði við þeim tilmælum er felast í fram angreindri samþvkkt." Stríðsótti or- 1 sök hrottvísumr Ba.ndaríska blacakonan Anna Louise Strcng, sem var hand- ''.ekin í Sovétríkjunum nýlega, í sökuð um njósnir og ví-að úr landi, er nú komin til Pnrísáþ. Hún sagði blaðamönnum, að hún hefði verið að afla sér uppj lýsinga fyrir blaðamennsku-: starf sitt, en vegna stríðsótta [ í Sovétríkjunum hcfði verið lít ið á það sem njósnir. Lrt hún í ljós þá von, að ekki yrði reynt að nota þennan atburð til að ala á fjandskap í garð Sovétríkjanna. MJngir sósíalistm\ munið fiindinn um þátttöku Islands í hernaðarbandalagi Er í Austurbæjarbíó kl. 9 í kvöld Fundur æskulýðsfélaga stjórnmálaflokkanna um ÞÁTTTÖKU ISLANDS I IIERNAÐ- ARBANDALAGl er í kvöld kl. 1 9 í Austurbæjarbíó. Af hálfu Æskulýðsiylkingar- innar, félags ungra sósíalistaj tala þeir Magnús Kjartansson; ritstjóri og Bjarrá Benediktssois: frá Hofteigi. Fyrir Félag ungra Framsókn! armanna tala Stefán Jónsson, Ólafur Halldórssen og Skúli Benediktsson. Fyrir F. U. J. | tala Helgi Sæmundsson og Jón P. Emils og íyrir Heimdall þeir; Magnús Jónsson frá Mel og! Eyjólfur K. Jónsson. Ekki er að efa að æska j Reykjavíkur fjölmennir í Aust-J urbæjarbíó í kvöld þar sem rætt ! verður um örlagaríkustu ákvörð un fyrir landið sem hún á að. erfa. Bjarni Benediktsson Magnús Kjartansson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.