Þjóðviljinn - 30.03.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.03.1949, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. marz 1949. Það svar verður rnunað um ár og aldir Pramhald af 5.síðu. Bandaríkin hafa vitskuld engan áhuga á að fsland gangi í hernaðarbandalag nema til þess að nota landið í ófriði. Þess vegna verður hafizt hér handa um öflugan vígbúnað, •þegar búið er að gera samn- inginn, hversu sakleysislegt yf- irbragð sem hann er látinn hafa og hvernig sem hann er túlk- aður til þess að blekkja þjóð- ina. Fyrst verður hafizt handa á Keflavíkurflugvellinum, síðan annars staðar. Þegar búið er að afia ser óvina, þá ættu ,,rök“ Ólafs Thors, Stefáns Jóhanns og Jónasar Jónssonar um nauð- syn hinna öflugustu vigvéla og drápstækja að falla í betri jarð- veg, en meðan við vissum ekki til að við ættum neina óvini. Hver er afstaða þing- mamia til ógnunar- innar? Máigögn ameríkuagentanna hafa þrásinnis spurt okkur sósí- alista að því hvaða afstöðu við mundum taka til hernaðarað- gerða ákveðins stórveldis, nefnilega Sovétríkjann'a, á fs- landi. Þessi spurning er að vísu út í bláinn nema íslenzka ríkisstjórnin hafi þegar ákveð- ið að ísland sku’i fara í styrj- öld gegn Sovétríkjunum við hlið Bandaríkjanna. Það stend- ur engin rússnesk árás fyrir dyrum. þó eliki væri vegna ann- ars en þess að það er hernaðar- feg fjarstæoa eins og nú er á- statt i heiminum. En okkur er ógnað af öðru stórveldi. Það eru Bandaríki Norður-Ameríku. Þióðin á kröfu á að fá að vita afstöðu manna til innrásar IIMS 3C . hvaða stofveldis sem er, en þó fyrst og fremst til þeirrar inn- rásar, sem ógnar íslandi í dag. Og okkur sósíalistum er ljúft að svara þessu. Við tökum afstöðu gegn hernað- arinnrás hvaða stórveldis sem er. Við tökum afstöðu gegn hinni yfirvofandi árás Bandaríkjanna og við hveij- um þjóðina að rísa til varn- ar með öllu því afli og öllum þeim rátVum, sem hún á völ á. Það skiftir engu máli fyr- ir okkur hvert stórveldið er, hvort þjóð þess talar ensku, rússnesku eða eitthvert ann- að mál. Ef Rússland væri í sporum Bandáríkjanna og ógnaði Islandi eins og þau, mundum við taka nákvæm- lega sömu afstöðu til þess. Engin önnur afstaða er ís- lenzk, engin önnur afstaða er sæmandi íslendingi og þetta verður að vera afstaða íslenzku þjóðarinnar, ef húu vill halda rétti sínum sem sjálfstæð þjóð. Og nú spyr ég ykkur, háttvirtir alþingismenn: Hvaða afstöðu takið þið?| Hvaða afstöðu takið þið ti! þeirrar hernaðarlegu cgnun- ar gegn íslandi, sem er stað- reynd í dag, liinnar banda- rísku ógnunar? Vita skuluð þið, að við sósialistar og all- ir þeir, sem hugsa eins og íslendingar, munu Iíía á hvern þann, sem aðstoðar hið erlenda vald, til þess að ná heínaðarlegs fangstaðar á íslandi, sem landráða- mann og Iians munu engin önnur örlög bíða, en örlög quisIÍHgsins: bak aftur. Yrði þá byrjað á Sósíalistaflokknum í þeirri trú, að án hans mundi verkalýos- hreyfingin standa berskjölduð og leiðin opnuð til að svifta verkalýðinn þeim réttindum, sem hann hefur aflað' sér í ára- I tuga langri baráttu. Hótanir 1 gegn Sósíalistaflolcknum má lesa í blöðunum á hverjum degi. Það er því mjög áríðandi að allur almenningur geri sér ljóst, að með þátttöku Islands í árásarbandalaginu er ekki að- eins framtíðartilveru þjóðarinn- ar stofnað í hættu, heldur á verkalýðshreyfingin og íslenzk alþýða hendur sínar að verja nú i dag. Það er afkoma hvers alþýðuheimilis nú á næstu ár- um, sem um er barizt. Frum- stæðustu mannréttindi íslenzks lýðræðis eru í bráori hættu. í sfríði mun auðvaldið upp- skera ósigur Eg hefi nú sýnt fram á hvað fyrir Bandaríkjunum vakir, hvers vegna þau leggja kapp á. að leggja land vort undir sig, til þess að gera það að styrj- aldarvettvangi í komandi stríði. Þá er spurningin: Hvers vegna ■leggur hin fámenna klíka ís- lenzkrar yfirstéttar slíka meg- ináherzlu á að gera Island að herstöð fyrir Dandaríkin? Þeir segjast vera ofrahrædd- ir. Ólafur Thors segist vera hræddur, í áramótagrein sinni. Einn af fulltrúum Morgunblaðs manna byrjaði ræðu sína á stúdentafundi á þessa leið': Eg er hræddur, ég er ofsahrædd- ur. Já, þeir eru áreiðan’ega hræddir. En við hvað eru þeir bræddir? Ekki við Rússa. Svo skyni skroppnir eru þeir ekki. Enda mundu þeir þá ekki láta svona. Ef þeir væru hræddir við Rússa mundi völlurinn vera minni á þeim. Þeir mundu skriða fyrir þeim. Þeir vita vel, eins og allir aðrir, sem eru nokkurn veginn með réttu ráði. ac- af þeim stafar engin hætta meðan ísland heldur sér utan við styrjaldarátök. Hræddir við sína eigin þjóð Samt segja þeir það satt, ai’ þeir eru ofsahræddir. Þeir eru hræddir við sína eigin þjóð. Hæddir um auð sinn og vö’d Þeir hafa haft ofsagróða, þess vegna eru þeir ofsahræddir við íslenzka alþýðu, þess vegna ,kalla þeir á bandarískan her jnn í landið. Eg hefi hér á und- &n sýnt fram á hvernig ríkis- i stjórnin er að leiða hrun yfir íslenzkt atvinnulíf. Islenzkur þjóðarbúskapur þolir ekki það sníkjulíf, sem stórgróðastéttin lifir. Það er komið að þeim krossgotum, að annaðhvort verður íslenzkum atvinnuveg- um siglt í strand eða það verð- ur að skera á hnútinn. Það er hægt að gera á tvennan hátt. Með því að létta verzlunarok- inu og oki fjármálaspillingar- innar af þjóðinni, eða með því að lækka mjög stórkostlega lífskjör íslenzkrar alþýðu. Þessa treystir yfirstéttin og flokkar hennar sér ekki til af eigin rammleik. Þess vegna kasta þeir sér í fang' erlendra landræn- ingja og stríðsævintýramanna, þess vegna eru þeir reiðubúnir til þess að kasta landi og þjóð út í brjálað strícsævintýri. Það er gömul saga, sem oft hefur gerzt áður og er að gerast í ýmsum löndum enn i dag: j Gjaldþrota yfirstétt kallar á ; erlent hervald til aðstoðar gegn j sinni eigin þjóð. ! Amerískur vígbúnaður kallar j óhjákvæmilega á amerískan her I eða ameríska hervernd í ein- hverri mynd, hvernig sem hún kynni að vera dulbúin fvrst í stað. Og þegar svo er komið þá j mun verða snúið sár að því, að | þrýsta kjörum íslenzkrar al-j þýðu niður á stig nýlendubúans. J Til þess að gera sér grein fj’rir því, sem í vændum er, væri fróðlegt fyrir menn að kynna sér kjör fólks í amerískum ný- lendurn og hálfnýlendum (t. d. í Kóreu, Filippseyjum og Costa Rica). Til þess að geta komið þessu í framkvæmd þarf að brjóta verkalýðshreyfinguna áj Á móti eru 800 millj. ósigrandi fólks Þeir segjast vilja að Island gangi í hernaðarbandalag ný- lenduveldanna til þesr að verj- ast rússnesku hernámi. Við vit- urn að tilgangurinn er allt ann- ar; en hvað munu þeir uppskera ? Ef til styrjaldar kemur, sem hamingjan forði okkur frá, þá munu þeir uppskera ósigur. Og ef þeir segja Sovétríkjunum stríð á hendur, hverju geta þeir þá búizt við nema rússnesku hernámi á sigruðu landi? Ef stríðsæsingamönnum Banda- ríkjanna tekst að kasta heim- inum út í styrjöld, þá eiga þeir ósigur visan. Það er hverjum manni ljóst, sem fylgist með því, sem nú er að gerast í heim inum. Á móti sér munu þeir hafa ríki, sem telja 800 millj- ónir manna á samfelldu land- svæði, alla leið frá Berlín aust- ur að Kj’rrahafi og suður á Austur-Indland, búin hinum öflugustu vopnum nútímans og byggð þjóðum, sem allt eiga að verja og allt munu leggja í söl- urnar. Á móti sér hafa þeir al- þýðu Vestur-Evrópu og íbúa nýlendnanna og annarra undir- okaðra þjóða. Þeim tókst ekki að sigra kommúnistana í Kína þó þeir hefðu fátt annarra vopna, en þau sem þeir tóku frá Ameríkumönnum sjálfum. Þeim tekst ekki að sigra tutt- ugu þúsund tötrum klædda gríska skæruliða, sem hafa eng- in önnur vopn en þau, sem þeir taka frá Ameríkumönnum sjálf um. Því þessi stríð eru háð af Bandaríkjunum, með bandarísk um vopnum og bandarískri herstjórn, enda þótt þeir noti Grikki og Kínverja fyrir fall- byssufóður. Og svo þykjast i þeir herrar ætla að sigra allan| heiminn. Svo þykjast þeir ætla| að sigra hið mikla herveldi al-; þýðunnar frá Berlín til Kyrra-1 hafs. Eins og sakir standa vita; þeir sjálfir að það er f jarstæða.: En vonir þeirra verða minni j því fleiri ár Sem líða. Þegar ] Kína verður orðið að þróuðu: samvirku iðnaðarlandi verður það ósigrandi. Og á fáum árum j margfaldast framleiðslan í öðr- ( um löndum alþýðunnar. Sam-; tímis mun holskefla kreppunn-; ar ríða j’fir Anieríku og Vest- ur-Evrópu. Þá verða gerðar upp sakir við leppana Þegar Bandaríkin hafa bcðic ósigur i árásarstríffi sínu og al- þýða Evrópu hefur sigrað að fúllu mun hún ekki þola það, að henni sé ógnað af amerískri herstöð hér á iandi. Ameríku- menn munu verða hraktir héð- an og islenzka þjóðin mun gera upp sakirnar við leppa þeirra. Það, sem þeir herrar, ameríku- agentar, þykjast óttast mest, eru þeir sjálfir að kalla yfir sig. En sjálfsagt munu höfuð- forsprakkarnir hugsa sem svo: Þá koma tímar og þá koma ráð. Enn mun verða griðland í Ameríku. Þangað getum við flúið. Hvað varðar okkur þá um, þó við leiðum hættu tor- tímingarinnar yfir íslenzku þjóðina. Það er alveg víst, ac er- indrekar hins erlenda valds verða dregnir til ábyrgðar síðar meir. En er ekki rétt að gera það strax, áður en þeir leiða ógæfuna yfir þjóð- ina? Á hvern hátt getur varnar- laus, vopnlaus þjóð bezt tryggt friðhelgi sína? Víst er um það, að ef hún gengur í hernaðar- bandalag nýlenduríkja og segir öðrum stórveldum stríð á hend- ur fyrirfram, þá glatar hún sjálfstæði sínu. Og ef ófrið- ur verður í heiminum á annað borð, þá á hún ví~an ófrið. I þeim heimi, sem við lifum í, er að vísu engin algild trygging til. En eina vonin, sem bún á, er að kappkosta að halda frið við allar þjóðir, halda fast viö hlutleysi sitt og reyna að fá það viðurkennt. Þess vegna hefur Sósíalistaflokkurinn oft- ar en einu sinni borið fram þá tillögu, að Island leiti til Banda ríkjanna, Bretlands og Sovét- ríkjanna með tilmælum um, að þau taki sameiginlega ábyrgð á friðhelgi þess. Og þegar Bandaríkin báðu um hervernd- arsamninginn 1941, þá var tæki færið. En þjóðstjórnarflokk- arnir felldu þá i sameiningu til- lögu Sósíalistaflokksins. Það ætti nú að vera hverju barninu Ijóst að þetta var rétt stefna og að aðstaða Islands væri öll önnur nú, ef þetta hefði verið gert. Jafnvel Ólafur Thors hef- ur nú helzt við þessa tillögu að athuga að nú sc tækifærið lið- ið hjá. Nú liggur beint við frá ís- lenzku sjónarmiði að leita til Bandaríkjanna, Bretlands og Sovétríkjanna hvers um sig með fyrirspurn um það, hvort þau séu fús til þess að gefa yfirlýsingu um að þau vilji virða hlutleysi og friðhelgi Is- lands í stríði og friði, að því tilskildu að við veitum engu stórveldi hernaðarleg fríðindi. Við þessu er fyrst og fremst nauðsynlegt að fá svar til þess að geta ákveðið utanríkispóli- tík o.kkar. Og ef svarið verður jákvætt, þá er þsð bezta trygg- ingin, sem við getum fengið, eina tækifærið sem við kunn- um að eiga til þess að fú að vera í friffi. Með því að ganga í hernaðarbandalag glötum við þessu eina tækifæri. Þessa tillögu mun Sósíalista- flokkurinn leggja fram á Ál- þingi. Hvernig alþingismenn snúast við henni er prófsteinn á það, hvaða taugar til ís- lenzku þjóðarinnar eru enn eft- ir á því þingi. ®3 vera sta3reyndir Eg hefi nú rakið nokkrar staðreyndir, sem ekki verður á móti mælt. Hverju munu full- trúar stjórnarflokkanna svara? Eg get mér nærri um það, ef að líkum lætur. Þeir munu demba úr sér kynstrum af dæmum um það, lrvað komm- únistar séu vondir menn og svívirðiíegir. Enn á ný fáið þið að heyra býsn af marghröktum lygasögum bæði um íslenzka sósíalista og þjóðir í Austur- Evrópu. Þeir munu meðal ann- ars lesa upp hreinlega falsaðar og upplognar tilvitnanir, ef þeir bregða ekki vana sínum. Þið munuð meðal annars fá enn einu sinni að heyra lygascguna um að sósíalistar hafi viljað segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur, ásamt mörgum fleiri slíkum. En jafnvel þó þeir fái ein- hvern til að trúa þessum lyga- sögum, hvað gagnar það þeim ? Staðreyndirnar halda áfram að vera staðreyndir hvað vondir sem kommúnistar eru. Svo bil- lega sleppa þeir ekki undan á- byrgðinni. Þeir munu sannar- lega ekki sleppa uudan ábyrgð sinna eigin verkaý' Staðreyndirnar í stuttu máli Drögum nú saman helzíu staðreyndirnar. Þeir hafa eklci aðeins svik* ið ö!í atriK stefnuskrár sirni- ar, Iieidur Iiefnr breytni þeirr3 verið þveröfug viff loforð hennar og fyrirheit. Þcir hafa aukið dýrtíðina í landinu svo að rétt vísitala cr komin á fimmta hundrað stig og jafnframt skipulagt vönsskcrt svo að svarta- roa.rka/tsbrask og spákaup- mennska þróast og dafnar. Þeir hafa stöðvað hinar niiklu nýsköpunarfram- kvæmdir, atvinnuvegirnir hafa dregizf saman, veiga- miklar greinar atvinnulífsins Iiafa ýmist verið stöcvaðar eða lamaðar. Atvinnuleysi lærist í vöxt. Þeir hafa eyðilagt þá markaði, sem íslendinguni rcið mest á að haída. Öll þessi pólitík hefur Ieitt til þess, að undirstöðuat- vinnuvegum, eins og vélbáta flotanum, liggur við stöðvun svo að ekkert má út af bera. Þcir hafa .afsalað fjár- hagslegu sjáifstæði landsins í hendur erlends stórveldis, veitt þessu síórvekli aðstöðu til að búa hernaðarlega um sig í Iandinu, virða íslenzk lög að vettugi og haga scr cius og herraþjóð. Og að lokuin: Meöan land- ið er f járlagalaust og stór- virkustu atviiinutækin eru stöðvuð, flýgur hálf ríkis- stjórnin til annarrar heinis- áífu til þess að gera sanni- ing, sem iKnlimar Islaiicl í hernacarkeríi etlends stór- veldis, stofngr Iandinu í þá Iv.ettn að verða styrjaldar- vettvangur í geigvænlegustu styrjöld allra tíma og taka um lcið við mútum að upp- Iiæð tvæi* og hálf inilíjón doilara, sem þó er eiski nema nokkur Iihiti þelrrar gjald- eyrisupphæSar, sem tapazt hefur meS stöðvun togar- anna. Gengislækkuisi og aukinn vígbúnaður Nú telja stjcrnarflokkarnir Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.