Þjóðviljinn - 06.04.1949, Blaðsíða 6
ÞJÖÐV-ILJINN
Miðvikudagur 6. apríl 1949.
Fraœh&ld af 5. siðu,
tekið á lalþjóðavettvarígi
gegn ófriði sem og meðal
þjóða sinna og reynt að
beita sér fyrir almennum
samtökum fyrir friði. Þótt
íslenzka þjóðin sé fámenn
og máttlítil þá er það skvlda
hvers einstaklings hennar
menningarleg siðferðisleg
og mannleg eins og hvers
einstaklings í öllum öðrum
löndum að taka afstöðu til
þessa máls er varðar heill
mannkynsins alls. Og því
aðeins verður voðanum,
eyðingu alls, afstýrt að sem
almennust verði neitun ein-
s.taklinganna að stuðla að
því að stríð geti orðið. Þessi
afsfaða var sett fram á þann
veg að í umræddri ályktun
var skýrt tekið fram að
henni væri beint gegn
ihverjum samtökum hugsan-
legum til myndunar hernað-
arbandalags og væri and-
stætt siðferðisskoðunum
fundarmanna að gerast að-
iljar að nokkrum þeim samn-
ingi er hnigi í ná. átt.
Það er aðalinntak níð
greinarinnar að brigzla þeim
er samið hafa ályktunina um
alvariega bilun á sinni og
taugum. Óbarft ætti að vera
að taka fram að svipuðu
máli hlvtur að gegna um
þá alla er guldu henni já-
kvæði sitt og er af því að :
sjá sem íslenzka ríkið hafi
kosið miðsetur heimsmenn-
ingarinnar sem geymslustað
fyrir geðsjúklinga sína.
Greinár'nöfundur virðist
grunsamlega ofnæmur fvrir
geðsýki og meira en eðlilegt
og heilbrigt getur talizt
haldinn hvsteríu í sambandi |
við þá. Mér virðist nær
göngulla við höfund þess- j
arra strákslegu hróba en þá
sem þeim er stefnt gegn að i
ræða þau á þessum. vett- |
vangi og ætti höfundur að l
yera þakklátur fyrir að hann
er eicki sálgreindur sam-
kvæmt þeim upplýsingum
sem hann legeur heim í
hendur sem hirðir að sinna
því viðfangsefni. Ég nenni
ekki að gera bað að sinni
því að mér virðist höfundur
tilheyra of algengri tegund
smámenna og lítilsigldri ■ og
haldinn of hversdaiíslegri
tegund af ágengri og ofstopa-
fullri íheimsku sem gr al-
geng í dýraríkinu os g«ltir
jafnan hátt í hlaði þótt
höfðingar ríði um garð. Ég
vil aðeins minna hinn afma
mann á vísu þá eftir Jónas
Hallgrímsson sem rituð er
ofan þessarra lína og honum
ætluð til íhugunar og að-
vörunar..
Ein mjög meinleg prent-
villa hefur slæðzt inn í yf-
irlýsingu hinna ísienzku
nánismanna í París sem
greinarhöfundur tekur upp
og smjattar á með sinni
hungruðu heimsku svo að
ógeðslegt er að fylgast með
þarmahræringum hans en
hún er sú að prentazt hefur
sjálfeyðingu i stað sjálfs-
deyðingu þá er rætt er um
að þátttaka Íslands í her-
bandalagi myndi gera það
að „yfirlýstum sektaraðila
að blóðsaurgun og sjálfs-
deyðingu mannkynsins sem
sú styrjöld yrði.”. Að öðru
leyti ætti yfirlýsingin að
vera fullkomlega skiljanleg
hverjum manni sem hana
les óglámskyggnum huga.
í grein Mánudagsblaðsins
er þeim misskilningi haldið
fram að örlög heimsins hafi
verið ráðin í Chaillothöllinni
og er það vitni um vfirborðs
kennd höfundar og grunn-
sýni. Það er í sál hvers
manns sem þau verða ráðin,
hvort einstaklingarnir segja
já eða nei þegar sagt er við
þá: smíða þér sverð og rektu
það í bak náunga þíns svo
að hann drepi þig ekki. Og
einungis með því að einstak-
lingarnir, menn eins og Jón
•Jónsson, Joe Smith og
Vassilie Grigorievitsj hafi
þor til að hlusta á og hlýða
innri rödd sinni sem segir:
Þú skalt ekki mann deyða
leggja drápsmanni lið
hver, sem,.hann er og hvaðan
sem hann kemur, — ;þá verð-
ur sjálfsmorði beirrar teg-
undar sem MAÐUR nefnist
forðað.
París 30. marz 1949
Thor Vil'hjálmsson.
I dag hefst í biaí-uui ný
frar.’ihaitlssaga e.ftir hin-n-kpnns
brezlia höfund Eyelyn VVaugh
Þetta er st.utt skeimnti- oy
skppsaga og þýöandinn Ásmund
ur Jónsson á Húsavák hcfu
gefið Þjóðyiljanum þýðinguna
Segir hann í bréfi: „Sem örlíí
inn þakkiffitlsþott fyrir síari
og barátiu Þjóðyiljgus Iangar
mjg tii að seada þessa skemmti
Segu skáldsögu ... Eg sé ,ekk.
betnr en að .stjprain okka:
þrœði mokkurn veginn rijim
„nýsköpunar“-brautir og keis-
arinn af Azaníu gerði á súiurr
tjma, enda hef ég sterka liirtg-
un til a3 tiléinka „fyrstn stjórr
AlþýðuHokksins á lslandi“
þessa mjög svo ófufikompv
þýðingu- á þessu ágseía lista-
verfei.“
Aíþingi
Framhald af 1. síðu.
Sigurður Guðnason sýndi fram
á að cf frumv. um afnám vísi
tölubindingar yrði fellt,1 færu
samningsuppsagnir og kaup-
deilur eins og alda yfir landið.
Alþingismenn yrðu að gera það
upp við sig á hvern hátt þessi
kauphækkun færi fram, og beri
á því ábyrgð sein ekki verði
undan komizt.
Atkvæðagreiðslu var frestað.
1. DAGUK
ÁSM. JÖNSSON
þýddi.
I. KAFLI
„Vér, Seth, keisari af Azaníu, höfðingi allra
höfðingja Sakuva, herra yfir Wamda og drottn-
ari heimshafanna, kandídat í heiinspeki við Ox-
ford háskóla, á tuttugasta og fjórða ári voru
kvaddir af vísdómi almáttugs Guðs og einróma
samþykki fólksins tii hássetis feðra vors, gjör-
um kunnugt —“
Seth þagnaði í mið-ju kgfi og stgrði út yfir
höfnina, sem fyrsti andvari mprgungolunnar gár-
aoi um leið og síðasti dhov/inn vatt upp segl og
stefndi t.il hafs. „O -— rottpmar þær arna“, sagði
hann. „Bölvaðir ræflarnir. Þeir læðast allir sam-
an burtu.“
Indverski einkaritarinn hlustaði með athygii.
Hann sat reiðubúinn með lindarpennan á papp-
írnum og drap titlinga á bak við lonétturnar.
„Engar nýjar fréttir úr fjöliunum?“
„Engar, sem hægt er að treysta skilyrðislaust,
yðar hátign".
„Eg skipaði að láta gera við vjðtækjð — hvar
er Marx? Eg sagði, að hann ætti að sjá um það.“
H„ann yfirgaf borginaí gærkvöld."
„Yfirgaf ?“
„Já — í þraðbát yðar hátignar, Þeir voru
býsna margir — jámbrautarstöðvarstjórinn,
lögeglustjórinn, armenski erkibiskupinn, rit-
stjóri Azaníuhraðbqðans, og ameríski varakon-
súllinn — allir fínustu herramennirnir í Matodi.“
„Það var merkilegast, að þú skyldir ekki fara
líka,:A!í“.
, Það var ekkert rúm. Eg hafði hugboð um, að
bátnum mundi hvolfa, með svona marga og fína
herramenn iananborðs".
„Trúlyndi þitt skal launað —. hvert var ég
kominn?“
„Leyfist. mér að álykta svo, að níu síðustu
ásökunarorðin gega flóttamönnunum, séu inn-
skotsathpgasémd ?“
„Já, já, vitanlega".
„Þá ætla ég að strika þau út. Síðustu orð yðar
hátignar voru: gerum hér nieð kunnugt“.
„Gerum hér með kunnugt, að vér með þessari
vorri tiikynningu veitum fulla sakauppgjöf öllum
þeim undirsátum vorum, er nýlega voru afvega-
leidtiir í þegnlyndi sínu og drpttinholiustu. Þetta
nær til alíra .þcirra, er innan átta sólarhringa
frá birtingu þessarar tllkynningar hverfa aftur
til lögrega skylduverka sin-na. Ennfremur —“
'1 • ■ ;' •’!< ' ■ •• ■: ■ f' " : •' •• :<'t - -
Þeir voru staddir í ’hinu gamla Matodi-virki.
Hér var það, sem pprtúgalsþt setuliðið. hafði fyr-
irþrjú hundruð árum varizt. amsátri Omani-Arab
anna í átta mánuði. 'Úr þessum glugga höfðu
þeir skimað. eftir hjáiparflptanum, sem kcm tíu
dögum of s.eint.
Yfir virkishliðinu sáust ennþá leifarna’r af
skjaldarmerki. Það var hjáguðamerki, sem féll
ekki í kreddur sigurvegaranna.
Eftir þessa atburði höfðu Arabarnir verið
einráðir við ströndina í tvö hundruð ár. Uppi
í fjöllunum að. baki þeirra höfðu Sakuyarnir,
sem voru kolsvgrtar og berstrípaðar mannætur,
lifað sínu frumstæða lífi. Kynflokkurinn stund-
aði f járrækt og lifði á henni. Það var smávaxinn,
kyrkingslegur fjárstofn, en hver kind var ná-
kvæmlega og ríkulega húðflúruð. Lengra í burtu
var yfirráðasvæði Wandanna — þar bjuggu Ga.ll-
ar, sem upphaflega komu frá meginlandinu, ed
höfðu löngu fyrir komu Arabanna gengið í félag
við hina innfæddu á r.orðurhluta eyjarinnar, og
yrktu jörðina í félagi við þá. Arabarnir forðuð-
ust að skipta sér nokkuð af málum þessara kyn-
þátta, og létu þá afskiptalausa. Stundum heyrðu
þeir í stríðstrumbum þeirra, og einstaka sinnum
kom fyrir, að stórir flákar fjallahlíðanna stóðu
í björtu báli af brennandi þorpum. En við strönd-
ina óx upp auðug borg. Þar reistu arabísku
kaupmennirnir sér hús með haglega skreyttum
gluggaumgjörðum og koparslegnum dyraumbún-
aði, skrautgarða með mangótrjám, götur, sem
ilrnuðu af kryddnellikum og ananas. Þær voru
svo þröngar, að tvö múldýr gátu ekki mætzt þar,
svo rekstrarmennirnir lentu óhjákvæmilega í
rifrildi. Þar var bazar, þar sem víxlararnir sátu
á hæ.kjum. sínum við yogirnar og vógu myntir
heimsmarkaðsins — austurríska dali, mahratta-
gull og portúgalska dúkata. Frá MatodL sigldu
dhowarnir yfir til meginlandsins, til Tanga, Dar-
es-Salam, Malindi og Kismayu, til að komast í
samband við úlfaldalestirnar, sem komu frá hin-
um miklu vötnum með fílabein og þræla. Skraut-
lega klæddir arabískir herramenn reikuðu eftxr
strandvegunum og mösuðu á veitingahúsunum.
Snemma á vorin, þegar staðvindurinn var norð-
austlægur, komu stórir flotar skipa frá Pers-
neska flóanum til að verzla. Þeir voru ijósari á
hörund og töluðu hreina arabísku, svo þeim var
næstum ógjörningur að skilja eyjarbúa, því
eftir því sem árin liðu, auðgaðist mál þeirra að
tökuorðum — bantú frá meginlandinu, sakuyu
og galla frá hálendinu, og þrælamai’kaðirnir
hörðu orsakað það, að hið semíska blcð þeirra
þykknaði og dökknaði — siðvenjur mýrlendisins
og skóganna höfðu blandazt hinum ströngu
erfðavenjum eyðimerkurinnar.
Með einu þessara verzlunarskipa kqm Amur-
ath, afi Seths. Hann var í öllu ólíkur skipsfé-
lögum sínum — þrælssonur, negri að þrem
fjórðu, þrekvaxinn og hjólbeinóttur. Hann snap-
aði sér svolitlamenntu n hjá munkum 1 Basrá.
Síðan seldi hann dhowann sinn í Matodi og g«kk
í þjónustu súltansins.
Þetta var> á prlagaríkum tíma í sögu eyjarinn-
DAVÍÐ
ifflíí
r Pji
.© >2v________ i 11 •: 3