Þjóðviljinn - 08.05.1949, Síða 4

Þjóðviljinn - 08.05.1949, Síða 4
4 1-Cf — ÞJÓÐVILJINN Sunnuáagur 8. maí 1949. ÞlÓÐVILliHN UtKefanðJ: Sameiningarflokkur alþýSu — Sóaíalistaílokkurinn Rltatjórar: Magnús Kjartansson. Sigurður GuSmundason (6b>. Fréttarltstjórl: Jón Bjarnason. BlaOam.: Arl Kárason, Magnús Torfl Ólaísson, Jónaa Árnason, Ritstjóm, afgreiSsla, auglýsingar, prentsmiðja. SkólavörSU’ stíg 3.0 — Siml 7800 (þrjár Iínu r) Áakrií'arverS: kr. 12.00 & mánuSl.—LausasGiuvsrS 50 aur. eint. PrentsmlOja ÞjóðviIJans h. f. Sóalalistaf!okkurtim, Þórsgötu 1 — Sími 7510 (þrjár línur) Benzínhækkunin 1. maí s. 1. stóðu á Lækjartorgi á hallelújasamkomu rík- isstjórnarinnar tveir trúnaðarmenn bifreiðastjórastéttarinn- ar í Reykjavík, þeir Friðleifur Friðriksson, formaður Þrótt- ar, og Ingimundur Gestsson, formaður Hreyfils. Þessir sömu herrar mættu um kvöldið á einkasamkundu atvinnurekenda flokksins í Holsteini og fluttu þar báðir ræður. Þessir „verka lýðsleiðtogar“ evu báðir ímynd þeirrar manngerðar er held- úr, að beztum árangri verði náð í kjarabaráttunni með því að smjaðra fyrir atvinnurekendum og hanga í pilsfaldi rík- isstjórnarinnar. Og ef til vill færir það einnig þessum tveim herrum nokkurn árangur. En fyrsta maí þóttust þeir samt vera fulltrúar stéttar sinnar, og í nafni atvinnubílstjóra bar Friðleifur Friðriksson fram eftirfarandi kröfur á Lækjartorgssamkundunni: „Kröfur atvmnubílstjóra eru: 1) Að hætt verði við að leggja nýja tugmilljóna skatta á stéttina. 2) Að dregið verði verulega úr þeim sköttum og tollum, sem þegar hafa verið á hana lagðir. Hja bifreiðastjórastéttinni eru þessar kröfur ekki aðeins kröfur dagsins í dag, — heldur og kröfur, sem stéttinni er ifísnauðsyn á, að komist í framkvæmd”. Fimm dögum síðar svaraði ríkisstjórnin þessum kröfum síns auömjúkasta þjóns. Svar hennar var framlenging á öllum fyiri sköttum og tollum og í þokkabót 22 aura auka- skattur á benzínlítrann, þannig að hann kemst upp í 96 aura en v'ar 57 aurar þegar núverandi stjórn tók við völdum. Þetta er þakklæti ríkisstjórnarinnar fyrir þjónustusamlegt starf þeirra Friðleifs og Ingimundar 1. maí og jafnan endra- nær! En þessi stórvægilega benzínhækkun bitnar ekki aðeins á bifreiðastjórastéttinni þótt hún muni enn auka verulega á erfiðleika hennar. Öll bifreiðagjöld hljóta að hækka að miklum mun og þar með flutningskostnaður á allri vöru innanlands. Verðhækkanir hljóta að verða afleiðingin. Þetta á ekki sízt við um mjólk, en talsverður hluti af verði hennar er flutningskostnaður. Þá mun yfirvofandi 25% hækkun á fargjöldum á sérleyfisleiðum, og er sú hækkun ákveðin af Emil Jónssyni, manninum sem taldi grunnkaupshækkanir verkamanna glæp. Hvað skyldi verða næsti liðurinn í baráttu ríkisstjórnar- innar gegn dýrtíðinni? Morgunblaðið er svo seinheppið að minnast í gær á myndir í sambandinu við atburðina 30. marz og telur þær óvéfengjanleg sönnunargögn. Þetta er rétt, það eru til slíkar myndir sem „sýndu sannleikann, sögðu sögu atburðanna, sem gerzt höfðu, eins og hún raunverulega var,“ svo að notað sé orðalág Mbl. Þetta eru kvikmyndir sem ýmsir aðilar hafa tekið, og sýndar hafa verið nokkrum einstaklingum. En þau undur hafa gerzt að sjálfur lögreglustjórinn í Reykjavík hefur bannað að þessar myndir væru sýndar almenn- ingi af þeirri einföldu ástæðu að þær „sýndu sannleikann, sögðu sögu atburðanna, sem gerzt höfðu, eins og hún raunverulega var.“ — Vill nú ekki Mbl., sem hefur slíkar mætur á myndum, taka undir þá kröfu Þjóðviljans og alls almennings að banni lögreglustjórans verði aflétt og myndirnar, sem sýna sannleik- ann, birtar allri þjóðiahi.? BÆJ \HPOSTlUi\N „Hamlef“, afrekið mikla. Reykvíkingum gefst nú kost- ur á að kynnast einu stórkost- legasta leikverki sögunnar í hinum fullkomnasta búningi. Tjarnarbíó sýnir þeim kvik- myndina „Hamlet“. Snilli leikaranna, snilli leik- stjórans, snilli myndatöku- manna, snilli allra aðilja, er ótrúleg. Hvert smáatriði hefur á sér öll merki meistarans. Sjáðu þessa mynd, og þú munt aldrei gleyma henni. Hún er eitt af mestu afrekum aldar- innar. ★ Ibúar á bæjarbygglngun- um við Skúlagötu krefj- ast skýringa. Einn af íbúunum í bæjar- byggingunum við Skúlagötu vekur athygli á dularfullum reikningsskekkjum í sambandi við hreingerningar þar: Skömmu fyrir páska sendi skrifstofa sú, sem annast eftir- lit með húsum þessum, tvo menn til að gera hreina stiga- gangana. Mennirnir luku þessu verki á 12 tímum í hús- inu, þar sém heimildarmaður okkar býr. Kauptaxtinn við hreingerningar er kr. 13,50 á klukkustund. Fyrir þessar 12 sturidir ættu því laun mann- anna, beggja samanlagt, að vera kr. 324,00. í húsinu búa 8 fjölskyldur, og þegar upp- hæðin er deild með þessari tölu, kemur í ljós, að hveiyi fjöl- skyldu bar að greiða mönn- unum kr. 40,50 fyrir hrein- gerninguna á göngunum. W Hvað hefur orðið ura mismunlnn ? Svo koma reikningar frá skrifstofu þeirri, sem hefur með húsin að gera. Reikningur fyrir hreingerningarnar fylgir hitareikningi og húsaleigu, og hann hljóðar ekki upp á kr. 40,50 eins og íbúar höfðu búizt við, heldur kr. 46,20. Mismun- urinn er kr. 5,70 á hverja fjöl- skyldu, eða kr. 45,60 á allar hinar átta fjölskyldur hússins. Nú væri fróðlegt að vita, hvernig þetta er til komið, og hvað orðið hefur af peningum þeim, sem skrifstofan innheimt- ir itmfram hinn lögboðna taxta. En sú upphæð verður, fyrir all- ar byggingarnar þarna, (9 hús með 8 fjölskyldum hvert, sam- tals 72 fjölsk.) hvorki meira né minna en kr. 410,40. 'k Smyglvörur í Austur- stræti. Pl. skrifar: „Það mun hafa verið Víkar en ekki Víkverji, sem nýl sagði frá því í Morgun- blaðinu, hvernig ungur piltur hafði tekið sér stöðu í Austur- stræti til að bjóða vegfarendum tyggigúmmí til kaups. Ojú, skyldi það vera .... það þarf bara enginn að ímynda sér, að tyggigúmmí sé eina varan, sem smyglað er inn í landið..... Það vita aliir, að smyglvörur streyma inn í landið, enda sjást þess alstaðar merki. Hinsvegar er það gott dæmi um eftirlits- leysið í þessu efni, að svarta- markaðsverzlun skuli vera far- in að dafna á sjálfu Austur- stræti....“ ★ Gatigur á miííí hjóna. Loks fáein orð frá manni, sem fór í bíó nýlega, nánar tiltekið Nýja bíó...... Eg keypti sæti fyrir konuna mína og sjáifan mig, en þegar við komum í bíó- ið, reyndust sætin vera sitt hvoru megin við ganginn, sem skiptir bekkjunum á efri svölun um, og við gátum sem sé ekki setið saman .... Þannig á ekki að selja miða að mínum dómi.“ ur“ eftir Jón Laxdal. e) „Vald“ eftir Sig-valda Kaldalóns. 21.20 Er- indi: Um nýjungar í krabbameins- rannsóknum (Óiafur Bjarnason læknir). 21.40 Tónleikar. 21.45 Lönd og lýðir: Alaska (Ástvaldur Eydal licensiat). 22.05 Búnaðarþáttur: Meðferð landbúnaðarvéla (Harald- ur Árnason vélfræðingur). 22.30 Dagskrárlok. H Ö F N I N: Marz kom af veiðum í gær og fór áleiðis til útlanda. Eiliðaey fór á veiöar og Goðafoss kom frá út- löndum. EIMSKIP: Brúarfoss kom til Rvíkur 4.5. frá Antwerpen. Dettifoss væntanlegur til London í gær 7.5. frá Reykjav. Pjallfoss er í Antwerpen. Goðafoss kom til Ryíkur kl. 17.00 i gær 7.5. frá N. Y. Lagarfoss er í Kph., fer þaðan um miðja næstu viku til Gautaborgar og frá Gautaborg sennilega 14.5. til Rvíkur. Reykja- foss kom til Rvíkur í fyrradag 6.5. frá Kpli. Selfoss er í Rvik. Trölla- foss fór frá Rvík 3.5. til Halifax og N. Y. Vatnajökull kom til New- castle-on-Tyne 4.5. fer þaðan vænt anlega 9.5. til Leith og lestar vör- ur til Reykjavíkui'. Laura Dan er í Rcykjavík. 11.00 Messa í Hall- grímskirkju; ferm ingarguðsþjónusta (séra Sigurj. Árna son). 15.15 Miðdeg- istónleikar. 16.15 Útvarp til Islendinga erlendis: Préttir og erindi (Ólafur Björnss. prófessor). 18.30 Bafnatimi (Þor- steinn Ö. Stephensen). 19.30 Tón- leikar: „Foliés d’Espagnole" fyrir gitar eftir Ponce (plötur). 20.00 Einleikur á fiðiu (Josef lí’els- mann): a) „Draumsjónir" eftir Schumann. b) „Souvenir" eftir Felzmann. e) „I-Iora staccato" eftir Dinicu-Heifetz. 20.35 Erindi: Ilvað er að gerast í Kína? (Jóhann Hannesson kristniboði. — Helgi Hjörvar flytur). 21.00 Tónskáida- kvöld — Jón Leifs fimmtugur: Er- indi og tónleikar. 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. ÚTVARPIÐ Á DIOKGUN: 20.30 Útvarpshljómsveitin: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 20.45 Um dag- inn og veginn (Árni G. Eylands stjórnarráðsfulltrúi). 21.05 Einsöng ur (Jón Pálsson): a) Lofsöngur eftir Bjarna Böðvarsson. b) „Hrísl- an Ög lækurinn“'eftir Ingá T. Lár- usson. c) „Heyr mig“ eftir Inga T. Lárusson. d) „Ljúfar, ljósar næt- j j Hjónunum í>or- /■' gerði Magnúsd. og if /jj ^ Ingvari Jónassyni, í Jfi' ^ Blómsturvöllum, y .&' Garði, fæddist 14 marka sonur í fyrradag, 6. maí. — Hjónunum El- inu Bjarnadóttur og Jóhanni Jóns- syni, Selby Camp 22, fæddist 15 marka sonur 13. marz. Helgidagslæknir er Gunnar Cort- ez, Barmahlíð 27, simi 5995. Næturvörður er í Ingólfsapóteki, sími 1330. Guðsþjónustur í dag: Dómkirkjan. Messa kl. 11 f. h. séra Jón Auðuns. Messa kl. 5 e. h. Séra Bjarni Jóns- son. Fríkirkjan, Messa kl. 5 e. h. — Séra Árni Sig urðsson. Haligrímskirkja. Messa kl. 11 f. h. Ferming. — Séra Sigur jón Árnason. Messa kl. 2 e. h. Ferm ing. Séra Jakob Jónsson. (Kirkjan verður opnuð almenningi kl. 1.50 e. h.). Nesprestakail. Messa í Mýr- arhúsaskóla kl. 2.30 e. h. —• Séra Jón Thorarensen. Laugarnespresta kall. Messa kl. 11 f. h. (Ath. breytt an messutíma). —t— Séra C-arSar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. 1 fyrradag, 6. ma.i, opinberuðu trúlof- un sína, ungfrú Guðný Pálsdóttir frá Skagaiti önd og Hjalti Elíasson frá Saurbæ, Holtum. z Barnaskemmtunln í G. T.-húsinu jverður endurtekin með nokkuð “bi'eyttri dagskrá fyrir fullorðna kl. 5 e. h. í dag. Athygli skal vakin á því, að dreg ið verður í Happdrætti Háskólans kl. 1 á þriðjudag, og er því aðeins einn söiudagur eftir. Gullfaxi fór í gær- morgun til Kph. Kemur hingað í kvöld. Flugvélar F. 1. fóru í gær til Ak ureyrar, Vestmannaeyja, Fagur- hólsmýrar, Keflavikur og austur ó. firði. Hekla fór til London í morg un með um 20 farþega. Kemur hingað annað kvöld. Vélar Loft- leiða fóru í gær til Akureyrar og Vestmannaeyja. 1 gær voru gef in saman í hjónaband af séra Árna Sig- urðssyni, Sigríð ur Maríusdóttir, Kirkjuteig 17 og Ekhardt B. Thor- stensen, Granaskjól 7. — I gær voru gefin saman í hjónaband, af séra Jóni Auðuns, ungfrú Ólöf Fríða Gísladóttii', Öikeldu, Staðar- sveit og Sverrir Gunnarsson, Hverf isgötu 09. Heimili ungu hjónanna verðui' að Hrosshaga, Biskupstung um. — í gær voru gefin saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni ungfrú Helga Jónsdóttir, Berg- staðastræti 29 og Gunnar Þorvarð- arson, Miklubraut 26. — Heimili þeirra verður að Bergstaðastræti 27. —• 1 gær voru gefin saman í hjónaband, af séra Jóni Thoraren- sen, ungfrú Páiina Pálsdóttir, frá Sandvík, Eyrarbakka og Gunnar Bragi Salómonsson, Stóra-Ási, Sel- tjarnarnesi. Ungbarnavernd Uíknar, Templ- arasundi 3, er opin þriðjudaga og föstudaga kl. 3.15—4 e. h.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.