Þjóðviljinn - 08.05.1949, Qupperneq 6
6
ÞJÓÐVILJINN
Öunnudatgur 8. maí 1949.
Viðtal við Paul Robeson
Framhald a£ 5. síðu
um einstaklinganna). Það hefur
ekkert verið gert til að bæta
kjör þessara 10 milljóna. Þeir
lifa enn við sultarkjör og án
nokkurra réttinda. Það er öfl-
ugt mótstöðuafl og djúpar til-
finningar meðal þessa fólks.
Þegar lögreglan vernd-
aði Robeson
Hefur þú sjálfur orðið fyrir
persónulegri, áþreifanlegri
reynslu, sem gæti styrkt þessa
ályktun ?
— Eg gæti nefnt mörg dæmi
en ég ætla aðeins að minnast á
tvö frá kosningabaráttunni í
fyrra. Eg átti að tala í borg
í suðurríkjunum, þar sem negr-
ar eru enn réttdræpir og yfir-
stjórn lögreglunnar leit svo á,
að nú væri nóg komið af því að
ég gengi laus og héldi ræður ■—
nú átti að skjóta mig niður þeg
ar ég kæmi til borgarinnar. En
þessi ákvörðun barst út í tíma,
og verkamennirnir, bæði hvítir
og svartir, gerðu lögreglunni
skiljanlegt, að ef svo mikið sem
eitt hár yrði skert á höfði mínu,
skyldu þeir sjá um að innan sól-
arhrings yrði ekki mikið uppi-
standandi í borginni. Það dugði!
Robeson brosir:
— Mér hefur aldrei fundizt
ég vera eins öruggur í neinni
borg. Hvert sem ég fór og hvar
sem ég stóð var ég umkringdur
af fimmtíu lögregluþjónum! í
annarri borg í suðurríkjunum
hafði Ku-klux-klan tekið sér
aðsetur í húsinu andspænis því
sem ég átti að tala í. Meðan á
fundinum stóð voru negrarnir
í þéttum fylkingum kringum
húsið, og Ku-klux-klan mennirn
ir héldu sér í skefjum af góðum
og gildum ástæðum. Jú, alþýða
negranna er langt um framfara
sinnaðri en stjórnendur eins og
Richard White, sem hafa ekki
annað hlutverk en að halda
henni niðri.
Sögulegt hlutverk
■— Geta þeir það?
Að minnsta kosti ekki ef
okkur tekst að láta negrana
kynnast staðreyndunum, því þá
er óhugsandi að þeir styðji þá
sem halda þeim í þrældómi og
snúist gegn þeim þjóðum, sem
hafa gefið kynbræðrum þeirra
fullt jafnrétti.
En það er ekki eingöngu kyn-
þáttavandamá!. Öll ameríska
þjóðin stendur andspænis jafn
þýðingarmiklu vandamáli og
þýzka þjóðin 1914 eða franska
þjóðin 1939. Við verðum að
berjast gegn hinni gífurlegu
einbeitingu afturhaldsaflanna
— gífurlegri að áhrifum en ekki
að f jölda.
Gleymið ekki hinum 150
milljónum Afríku
Þú hefur áður við annað tæki
færi lagt áherzlu á þýðingu
Afríku í þessu sambandi?
| í Skandínavírr talið um negra,
hugsið þið einkum um þær 14
milljónir sem eru í Bandaríkj-
unum. En þið megið ekki
gléyma þeim 40 milljónum sem
eru í Vesturindlandi og 150
milljónum í Afríku. Megnið af
því sem framundan er veltur á
því sem gerist í Afríku og Vest
urindlandi. Asíuvandamálið horf
ir allt öðruvísi við eftir atburð-
ina í Kína — allir hljóta að sjá
þau miklu áhrif sem þeir munu
hafa og vissulega er Indland
geysilega mikilvægt fyrir
brezku heimsveldisstefnuna,
sem reynir að finna einhver úr-
ræði. Hin augljósa ágengni er
úr sögunni, og nú þarf að gera
samning við indversku þjóðina.
En Englendingar hafá sjálfir
viðurkennt að herstjórnarlist
þeirra sé ekki lengur undir Ind-
landi einu komin.
Þeir hafa sagt — og breyta
í samræmi við það — að vernd-
un brezka heimsveldisins bygg-
ist á verndun innsta hluta Af-
ríku ásamt amerískri aðstoð.
Afríka er orðin þýðingarmesta
athafnaistöð þeirra. Það sem ger
ist í Miðasíu er undir Afríku
komið. ■ Afríka er orðin að mið-
punkti og það er óhætt að full-
yrða að afstaða íbúa Afríku
geti haft úrslitaþýðingu í bar-
áttun'ni um stríð eða frið.
— Gera innbornir íbúar sér
þetta sjálfir ljóst?
— Þeir vita allir að kjörum
þeirra er þannig háttað, að
styrjöld fyrir heimsveldisstefn-
una, sem hefur þrælbundið þá
öldum saman, getur aðeins fært
þeim nýjan þrældóm. Og það
eru sterk framfaraöfl í Afríku,
einkum í Nigeríu, en einnig í
Kenyu, Rhödesíu, í námunum í
Suðurafríku og víða annars stað
ar. Þeir fylgjast með áhuga
i með mannréttindaskránni og
þeir hafa tekið eftir þeim skerf
sem Ráðstjórnarríkin hafa lagt
til þessara mála í Sameinuðu
þjóðunum. Negrarnir í Afríku
eru farnir að skilja það hlutverk
sem John Foster Dulles leikur,
þegar hann styður hinn fas-
istíska forsætisráðherra Suður-
afríku, Malan, í kröfunni um
innlimun Suðvesturafriku og
þegar hann styður kröfu hinnar
hálffasistísku ítalíu um Eritreu.
Svipað á sér stað í Vesturindí-
um, sem eru nú í dag ein bæki-
stöð amerísku heimsveldisstefn
unnar, að hinir innfæddu íbúar
vita dæmalaust vel hvað þræl-
dómur er.
Hámark fjarstæðnanna
— Voru það ekki þessi vanda
mál sem þú talaðir um á friðar-
þinginu í París ?
— Jú, einmitt. Eg ræddi ein-
mitt um öll þessi öfl, en orðum
mínum hefur verið umsnúið svo
að þau eru óþekkjanleg. Kvöld
ið áður en ég fór til Parísar tal-
aði ég í London hjá samvinnu-
nefnd nýlenduþjóðanna og þeir
fólu mér að flytja friðarþing-
þeirra að berjast fyrir friði.
I öllu, sem ég sagði í París,
Iagði ég aðalálierzlu á barátt-
una fyrir friði, en ekki hvort
einn eða annar færi I styrjöld.
Og það er áreiðanlega hámark
f jarstæðnanna þegar menn eins
og Dean Acheson, Churcliill og
blaðamilljónamæringurinn
Henry Luce segja þessum millj-
ónum nýlendubúa að þeir eigi
að fara í styrjöld til að vernda
eignarrétt sinn, persónulega
sæmd og heiiagt freisi — hluti,
sem þeir liafa auðvitað aldrei
átt. Ef menn gætu talað við þá
eins og ég og margir aðrir liafa
gert, gætu menn komizt að raun
um að hjá alþýðu negranna um
allan heim hefur hið svonefnda
frjálslynda lýðræði sannarlega
verið dregið fyrir dóm.
Afhjúpandi samlíking
— Og hjá sjálfum þér?
— Hvað sjálfan mig snertir
get ég sagt að það eru margar
leiðir til frelsis í þessum heimi,
heimi sem hlýtur og verður að
breytast. Það má ekki aðeins
hugsa um hina fáu, heldur frelsi
fyrir hina fjölmörgu. Þegar
þetta er tekið til hliðsjónar hlýt
ur maður að líta með mestu virð
ingu á það sem Ráðstjórnarrík-
in hafa framkvæmt á tíma einn-
ar kynslóðar: Meira en 200
milljónir manna geta ekki leng-
ur talizt „á lágu menningar-
stigi“. Þegar menn skilja hvað
hér hefur átt sér stað, skilja
menn einnig hvað við eigum við
með hinu „nýja lýðræði" sem
til er orðið í löndum austurev-
rópu. Það er eina haldgóða sam
líkingin á Ráðstjórnarríkjunum
og brezka heimsveldinu.
Látum okkur ekki nægja að
tala um frelsi fyrir fáeina í
London. Tölum um frelsi fyrir
fólkið í Nigeríu, Suðurafríku,
Vesturindíum — hvernig eru
lífskjör þess og hvað fær það
af þeim auðæfum sem það
skapar?
Eða berum saman Ráðstjórn-
arríkin og ameríska heimsveld-
ið, ekki aðeins negrana í New
York sem líður skár, enda þótt
kjör þeirra séu nógu ill og megn
ið af þeim lifi í fátækrahverf-
um, heldur einnig hvítu og
svörtu daglaunamennina á bóm-
ullarekrunum í suðurríkjunum.
Hvernig eru lífskjör þeirra?
Og hvað er að segja um nánm-
mennina af skandínavískum upp
runa I Minnesota og Miehigan,
sem búa enn í sömu kofunum
sem afar þeirra og ömmur
bjuggu í? Hvað um ]/3 ame-
rísku þjóðarinnar, sem — eins
og Roosevelt benti á — býr við
skort, er illa klædd og hefur
óviðunandi húsnæði? Allt þetta
umtal um hin góðu lífskjör í
Bandaríkjunum þolir ekki dags-
ins Ijós. Og hvað um þjóðimar
í þeim hlutum ameríska heims-
veldisins sem búa að vísu ekki
við hersetu en er stjórnað af
Bandaríkjunum: Puerto Rico,
— Það er rétt. Þegar þið
inu kveðju júna og. þá;gkyörðuní. Kúbu, Suður- og Miðameri
Við skulum bera saman frelsi
þeirra og lífskjör og þjóða Ráð-
stjórnarríkjanna.
Það verður að sameina
krafta okkar
Það er óþarfi að spyrja um
hverjum þessi samanburður
verður í hag. Þeirri spurningu
er sjálfsvarað. En það má ekki
láta vandamálið afskiptalaust.
Við verðum að halda áfram bar
áttunni til að breyta þessu ósam
ræmi. Og þá minnist Robeson á
mál sem hann álítur einn aðaltil
ganginn með heimsókn sinni:
— í þessum heimi, sem við
viðurkennum öll að er einn heim
ur, er það eftirtektarverð stað
reynd að öfl afturhaldsins með
Marshalláætlunum sínum, Tru-
mankenningum og Atlanzhafs-
samningum, eru í náinni sam-
vinnu, skiptast á upplýsingum
í mjög ríkum mæli og bera sam
an ráð sín um að stofna heim,
sem þau geti stjórnað, heim
sem grundvallaður er á hinu
svokallaða einstaklingsfram
taki, þar sem bæði sósíalismi og
samvinnustefna líða undir lok,
ef þau fá vilja sínum fram-
gengt. Við sjáum hvernig full-
trúar þeirra fljúga fram og aft-
ur, í’halda ráðstefnur annan
hvern dag til að reyna að
tryggja yfirráð þeirra.
En hvað gerum við í fram-
farahreyfingunni? Við erum á-
litnir þeir sem upprunalega
gerðu áætlanir — ættum við þá
ekki að geta gert áætlanir sam-
an? Við verðum einnig að skilja
að við verðum að sameina
krafta okkar, svo að við verðum
ekki oíurliði bornir, fet fyrir
fet.
— Þetta er einmitt hugsjón
maídagsins sem þú leggur á-
herzlu á ....
— Það er það, og það er gott
að hafa hana í huga á þeim
tíma sem stjórnir allra landa
segja okkur, að þegar við berj-
umst fyrir friði og vináttu við
hliðina á Ráðstjórnarríkjunum,
Kína og lýðræðisríkjunum, sé-
um við ekki lengur Ameríku-
menn eða Danir. Þetta er auð-
vitað helber vitleysa. Við, fram
farasinnar allra landa, berum
einmitt þá miklu ábyrgð að eiga
að taka upp baráttuna fyrir
hinu sanna lýðræði um allan
heim. Og um leið er ástandið
þannig að stjórnir landa okkar
segja að ef við fylgjum þeim
séum við ekki lengur Ameríku-
menn, eða bara Danir eða bara
Frakkar, því að við eru þegar
orðin hluti af fasistísku Vest-
urþýzkalandi, fasistísku Grikk-
landi, fasistísku Tyrklaadi og
við verðum bráðum hluti af hin
um fasistiska Franco-Spáni.
Við höfum ekki aðeins stjórn
arfarslegan rétt til að segja
þetta. Við berum þá heilögu á-
byrgð gagnvart okkur sjálíam,
börnum okkar og afkomendum
okkar að við verðum að krefj-
ast þess sem sannir Ameríku-
menn, sannir Frakkar, sannir
Danir, að við verðum hiuti af
sameinuðum heimi, þar sem
frelsi og framfarír eru fyrir allt
mannkynið. í heiminum í dag
veljum við ekki þessa fasistísku
„vini“ til að heyja neins konar
árásarstyrjökl. Við viljum held-
ur, eins og prófessor Joliot-
Curie tók til orða á friðarþing-
inu, neyða styrjaldaröflin til
friðar og byggja upp heim, þar
sein allir geta lifað og unnið við
jafnrétti og við full mannrétt-
indi.
Þetta var sá boðskapur sem
Paul Robeson bað okkur um að
flytja öllum vinum friðar og
framfara einmitt í dag, þann
1. maí. Það er ekki ástæða til
að f jölyrða um hann. Hann tal-
ar sínu máli, þótt ekki sé hægt
að sýna á prenti þá persónu-
legu hlýju, sannfæringarkraft
og það mikla mannvit sem ein-
kenndi hvert orð sem Paul
Robeson sagði.
Leif Gundel.
Aðalfundur
Verkalýðsfélags-
ins Jökuls,
Hornafirði
Verkalýðsfélagið Jökull, Höfn
í Hornafirði, hélt aðalfund sinn
28. jan. s.l. Stjóm félagsins var
öll endurkosin og skipa hana:
Benedikt St. Þorsteinsson, for-
maður, Óskar Guðnason, ritari
og Halldór Sverrisson gjaldkeri.
Þann 30. jan. s.l. var undir-
ritaður nýr samnirigur milli fé-
lagsins og útgerðarmanna í
Hornafirði, um kjör sjómanna,
en slíkur samningur hefur ekki
verið til þar áður. Hinn nýi
samningur er mjög í samræmi
við gildandi sjómannasamning
í Neskaupstað, að öðru leyti en
því, að hlutartrygging á bátum
er eng!tr, en dragnótakjör
hækka úr 39% í 42% til sjó-
manna.
Þvoffakðna
óskast. Upplýsingar hjá
hnsverðinum á mánudag.
Landssmiðjan.
minHHiiHiniinMnHnnHiHRRinttUHun -