Þjóðviljinn - 14.05.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.05.1949, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. maí 1949 ' tJÓÐVXLÍINN . Verk Shakespeares hafa aldrei orðið ahnenningseign á iandi hér, þótt nafn hans þekki allir. Fyrir löngu þýddu þjóð- skáldin Matthías og Steingrím- ur fimm af merkustu harmleik- um hans á okkar tungu, en eng- inn þeirra hefur verið sýndur á íslenzku sviði fyrr en nú. Leikfélag Reykjavíkur ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, það er sjálfur ,,Hamlet“ sem orðið hefur fyr- ír valinu, af fiestum talinn á- gætasti og djúpsæasti sjónleik- ur skáldsins, andlegt stórvirki sem vart á sinn líka. tJm ,,Hamlet“ hefur verið rætt og ritað meira en nokkurt skáldi'it annað, spekingar, fræði menn og skáld hafa áldrei þreytzt á að kanna það og skýra, og er svo enn í dag; •niðurstöður þeirra eru marg- víslegar og harla sundurleitar, oftlega eins ólikar og aagur og nótt, og mætti því ætla að leik- urinn sé lítt skiijanlegur venju- legum mönnum. En á meðan spekingarnir sveitast við að ráða gátu hans flykkjast menn í leikhúsin í hvert sinn sem ,,Hamlet“ er sýndur, lærðir jafnt sem leikir — þessi mátt- ugi harmleikur hefur notið mestra vinsælda allra leikrita urn víðan beim, allt frá þvi hann var sýndur í fyrsta sinn fyrir réttum 350 árum, enda viðburðaríkari, stórfenglegri og áhrifameiri öðrum leikritum Shakespeares, og er þá mikið sagt; og engin leilfhetja er jafntöfrandi og Hamlet Dana- prins, óskahlutverk allra leik- ara. Hann er óumbreytanlegur og þó aldrei hinn sami, hann er konungssonur frá löngu horfinni öid og liíir þó mitt á meðal vor, hann var aldrei til, en stendur mönnum þó skýrar fyrir sjón- um en nokkurt mikilmenni sögunnar. Áhorfendum hefur jafnan tekið sárt til hins harm- þrungna, svartltlædda kóngs- sonar, í raun og veru hafa þeir alltaf skilið hann. Hamlet er ungur maður, búinn óvenjulegum gáfum og atgervi, göfugur og hreinn í lund. Hann elskar og virðir foreldra sína, ber traust til allra manna og býr sig af kappi undir hið háleita lífsstarf sitt, konungdóminn; lífið virðist brosa við honum. En skyndi- lega syrtir í lofti, faðir lians, mikill og ágætur hofðingi, er Pólóníus (Haraldur Björnsson). I Þýðandi: MATTHlAS JOCHUMSSON Leikstjóri: EDVIN TIEMROTH \ Mamlet (Lárus Pálsson). myrtur á laun af bróður sín- um. Ekkjan móðir Hamlets giftist morðingjanum skömmu síðar, og þvi blygðunarlausa varmenni tekst að ræna Hamlet arfleifð sinni og setjast í kon- Ungsstól. Hamlet grunar hvern ig í öllu liggur og fyllist lífs- leiða og djúpum trega; vofa föður hans skýrir honum frá hinum hræðiiegu myrkraverk- um. Sannleikurinn þyrmir yfir Hamlet sem reiðarslag, hann fyllist bölsýni, mannhatri og biturlegum efa, sekkur sér nið- ur í heilabrot um hinnstu, rök filverunnar, glatar trú sinni á ásttna, mannlífið og heiminn, liggur við örvílnan. Hann hik- ar, og dregur hefndina á lang- inn, en skortir-þó .hvorki afl né vilja og stælist við hverja raun, Itekur örlögum sínum með karl- mennsku. Og befndunum kem- ur hann fram að lokum, en hnígur sjálfur í valinn. Gáfur Hamlets og skapgerð eru margþættari og víðfeðmari en orð fá lýst. Hann er snill- ingurinn sem örlögin banna að njóta sín; hann er æskumaður, fylltur djúpri og einlægri rétt- lætiskennd, og vill ekki þolá „kúgarans álög, ofsamannsins skapraun", hatar svik og hræsni, morð og lýgi; hann verður að berjast gegn var- mennskunni og svívirðunni þótt hann sé ekki til þess borinn og standi einn. Hann er ímynd hins nýja tíma, konungurinn og hirð hans fulltrúar hins úrelta og gerspillta þjóðfélags. Hann er hugsjónamaður og eldsál, heimurinn er bonum fangelsi. Allt hið stríðandi, hrjáða mann- kyn er í ætt við hann, og ef til vill hefur mynd hans aldrei orðið skýrari og nálægari en á eirri ógnaröld sem yfir heim- m hefur gengið á síðustu ára- jgum: „dreymt hefur Iiamlet >ies illa, náhljóð þau er nú ísta heiminn“, kvað Matthías rið 1916. Meðan kúgun og anglæti er til í heiminum mun [amlet lifa. Sýning Leikféiagsins hvílir á íerðum tveggja manna öðrum ’remur, leikstjórans Edvins riemroths og Lárusar Pálsson- ir sem fer með hlutverk Ham- ets; og þeim ber fyrstum að bakka að sýningin tókst vel og I raun og veru framar ítrustu vonum. Edvin Tieinroth er íafnkenndur leikari og leik- stjóri þótt ungur sé að árum og hefur starfað víða á Norður- löndum, hann hefur áður sett ,,Hamlet“ á lítið svið við góðan orðstír. Og betur er ekki hægt ið nota hið þrönga leiksyið^en hér cr gert, tjöld eru dregin frá eða fyrir ýmist framarlega eða aftarlega á sviðinu án þess hlé verði milli atriða, en pallar reistir út í salinn báðum meg- inn; eðlilegur og hraður er gangur leiksins. Öllu óþörfu skrauti og glysi er vísað á bug, en tjöld, búningar og ljósbreyd- ingar með ágætum engu að síð- ur, og sviðið oft hið fegursta. Það er sýnilega markmið leik- stjórans að flytja áhorfendum orð skáldsins eins skýrt og 'ljóst og kostur er á, festa þau oss í minni; það tekst máske ekki alltaf, og af þeirri ,,ein- földu ástæðu að félagið ræður yfir takmörkuðu úrvali leikara og framsögn þeirra sumra stendur til bóta. — Val leik- enda hefur ágætlega tekizt í höfuðatriðum, þó hlýtur mað- sigraði. Gagnhugsaðri og vand- aðri leik hef ég ekki séð á ís- ienzku sviði, framsögn hans, hreyfingar og skapbrigði vitna. um mikla þjálfun, dómgreind og örugga tækni. En með tækn inni einni saman er ekki hægt að gera sorgarsögu Hamlets lif- andi á sviðinu, til þess þarf annað og meira. Lárus Pálsson skilur hinn margfræga kóngs- son, sársauka hans og hryggð, hatur hans og örlögþrungna baráttu; órækust vitni þess eru eiritölin frægu er hann flutti svo að unun var á að hlýða: með ofsalegum krafti og kyngi þá er Hamlet beinir reiði sinní og fyrirlitningu að sjálfum sér; „að vera eða ekki“ með látleysi, en duldum krafti. Og Laertes (Gunnar Eyjólfsson) og Öfelía (Hildur Kalman). ur að sakna þess leikarans sem i trúa mætti flestum betur fyrirl 1 jóðlínum Shakespeares, Þor-1 steins Ö. Stephensens. Nokkuð er fellt úr leikritinu sem venja | er til, og virðist mér leiksl jóran | um hafa tekizt það prýðisvel; j mest oftirsjá er að 4. atriði 4. þáttar, þá er Harnlet mætir her Fortinbrasar á sléttunni, og orðið getur bæði ahrifamik- j' ið' og fagurt á sviði, en því erj eflaust sleppt af tæknilegumj ástæðum. Auðsætt ,er ao Edvinj Tiemroth gerþekkir viðfangs- efni >sitt, hefur kannað það út! í æsar. Hann gleymir engifj smáatriði og vandar verk sittj til fullrar hlítar, hugkvæmur, I dugandi og gáfaður leikstjóri. Lárus Pálsson leikur Ham-j let fyrstur Islendinga, og erj vel að þeim heiðri kominn. Sum j ir munu hafa spáð honum lít-, illar frægðar, útlit hans sam- rýmist ekki hinu stórfenglega -'i ■*'!•)} hlutverki, múnu menn segja; En Lárus Pálsson kcm, sá og andríki og fyndni Hamlets iúlkar Lárus með ágætum, og eigi sízt ljúfmennsku þá og; göfuglyndi sem honum er i blóð borin, og birtist svo meist- aralega þegar hann talar við leikarana eða fagnar skóla- bræðrum sinum. — Svo marg- slungið og stórbrotið er þetta. hlutyerk að sagt er að aðeins einum leikara á vorum dögum hafi tekizt að sýna Hamlét all- •an — John Gielgud. Sem vænta má tókst Lárusi ekki -ulltaf jafnvel, hann nær ekki ætíð stór- mennsku Hdmlets og krafti, en leikur hans var sterk og lifandr heild, og mikið og minnisvert afrek í leiklist Islendinga. Gestur Pálsson fer með hlut- verk konungs og mæ’ir orð vof- unnar að auki. Gesl ur er gervi- legur höfðingi frá endurreisn- artimanum, sællífur og skugga- legur á svip þegar að er gáð„ honum tekst vel að sýna þá eiginíeika þessa valdasjúka af- Framhald i 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.