Þjóðviljinn - 14.05.1949, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.05.1949, Blaðsíða 7
> II. v Laugardagur , 14. tnaí 1949; ;, . • iii.,.1 i„; 1 ■ ■ :■ ;■ »—>-i' '.ijiji j'. iiyX" m n iíihij mjmi::.-' ÞJÓÐVILJBSN ~i.í.i''-||<r-(ti'í-i'nlÍi><mTn'.. •f—Ti (KOSTA AÐEINS 50 AURA ORÐIÐ) Gítar til sölu á gullteig 4, niðri. Löguð fínpússning Sendum á vinnustað. Sími 6909. Bókfærsið Tek að mér bókhald og upp- gjör fyrir smærri fyrirtæki og einstaklinga. Jakob J. Jakobsson Sími 5630 og 1453 DÍYANAB allar stærðir fjrirliggjandi,. Hásgagnavinnustofan, Bergþórug. 11. — Sími 81830 Húsgögn, karlmannaföt Kaupum og seljum ný og notuð búsgögn, karlmanna- föt og margt fleira. Sækjum — sendum. SÖLUSKALINN Klapparstíg 11 — Sími 2926 Rýmingarsala. Seljum í dag og næstu daga mjög ódýran herra- fatnað og allskonar húsgögn. Fornverzlunin Grettisg. 45, sími 5691. Karlmannaföt. Greiðum hæsta verð fyrir lítið slitin karlmannaföt, gólf teppi, sportvörur, grammó- fónplötur o. m. fl. Kem samdægurs. VÖRUSALINN Skólavörðustíg 4. — SlMI 6682. E 6 6 Daglega ný egg soðin og hrá. BLAFFISTOFAN Hafnarstræti 16. Karlmannaföt — Húsgögn Kaupum og seljum ný og notuð húsgögn, karlmanna- föt og m. fl. Sækjum — Sendum. SÖLUSKÁLINN Laugaveg 57. — Sími 81870. Skrifstofn- O0,heimilis- vélaviðgeröir Syigja, Lanfásveg 19. Simi 2656. Fasteignasölnmiðstöðin Lækjargötu 10B. - Sími 6530 annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Ennfremur alls konar tryggingar o. fl. í um- boði Jóns Finnbogasonar fyrir Sjóvátryggingafélag Islands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, 4 öðr- um tímum eftir samkomu- iagi. í dag: Til sölu tveggja her- bergja íbúð í Kleppsholti. Ctborgun kr. 45 þásund. Blómasnlan Kirkjuteig 19. — Simi 5574. BIáni8tnkódi pottaMóm og ódýr afskorin blóm duglega. HVALUR! HVALUR! Nýtt rengi og sporður. — Múlacamp 1 B. Hringið í síma 5908. Kaupum flöskur flestar tegundir, einnig sultu- glös. Sækjum heim. Verzlunin VENUS, sími 4714 Teil leigu Góður skúr við Reykjanes- braut til leigu. — Sala getur komið til greina. Upplýsing- ar í síma 4652. iimimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiHitiit Bókband. Bind inn allskonar bækur og blöð í sikinn, rekín og shirting. Sendið tilboð til afgr. Þjóðviljans, merkt: „Bókband“. Bifreiðaraflagnir Ari Guðmundsson. — Sími 6064. x Hverfisgötu 94. Bagnar Olafsson hæstaréttarlögmaður og lög- giltur endurskoðandi. Von- arstræti 12. — Sími 5999. KÍTTA GLUGGA og geri við hús (Smærri og stærri viðgerðir) Upplýsingar í síma 4603. Ullartnsknr Kaupum hreinar ullartuskur Baldursgötu 30. HREIN GERNIN G AR Vanir og vandvirkir menn. Upplýsingar í síma 2597. Kaupið bókina eða tímaritið hjá okkur. Þér fáið kassakvitfun fyrir öllum viðskiptum í Bókabúð Hverfisgötu 8—10 liiiiiimiiimmiiiiiiimiimmiiiiiiiiin Vöruvelfan kaupir allskonar gagnlegar og eftirsóttar vörur. Borgum við móttöku. VÖRUVELTAN Hverfisgötu 59 — Sími 6922 — Kaffisala — Munið Kaffisöluna í Hafnar- stræti 16. Lögfræðingar Aki Jakobsson og Kristján Eiríkssonar, Laugavegi 27, I. hæð. — Sími 1453. Goðafoss fer héðan í kvöld (laugardag) til Norðurlandsins. Viðkomustaðir: Akureyri, Siglufjörður, Húsavík. H. F. EIMSKIPAFÉLAG I S L A N D S. Rýmingarsaia Næstu daga verða ýms húsgögn seld með afslætti svo sem: Stofuskápar Klæðaskápar Sængurfataskápar Bólcahillor Sófaborð Sófasett o. m. fl. Komlð á meðan úr nógu er að velja. Allt á að selj- ast sem tíl er í búðinni. Verziunin ELFA Hverfisgötu 82 Sími 3605 Athugið vörumerklð um lelð og þér KAUPIÐ Framhald af • bínotamanns sem mestu máli skifta, fláræði hans og skefja- lausa slægð. En leikur Gests er of lauslegur á st undum og fram- sögn hans ekki alltaf skýr eða viðfeldin. Regíná Þórðardóttir er drottningin, fríð, ástleitin og glæsileg en venjuleg kona, hún fer snoturlega með hlutverk sitt, en vnðist skorta sterkar og einlægar tilfinningar þegar mest á rf.ynir. Póloníus^, ráðgjafi konungs er einhver eftirminnilegasta persóna leiksins, í öllu sannur fulltrúi pólitískrar spillingar, gamalmenni sem heldur dauða- haldi í völdin en skilur ekkert sem gerist kringum hann. Leik- Ur Haralds Björnssonar er heilsteyptur, þróttmikill og mjög skemmtilegur, en gerfið hnittilegt með afbrigðum; þann og er PÓloníusi rett lýst, hann er kátbroslegur og ' óendanlega margorður, slunginn og grunn'- hygginn í senn, óvægur þeim sem eru minnimáttar, kaldgeðja og skilningslaus á ógæfu dóttur sinnar. Hildur Kaiman leikur Ófelíu, stúlkuna sem Hamlet elskar; hörmulegri og? sSéstæð- ari ástarsögu getur hvergi. Hildi skortir að vísu þá barns- legu einfeldni, æsku og fegurð sem venjulega er krafist af Ófelíu, en hún leikur af öruggri smekkvísi og þokka, lýsir átak- anlega einstæðingsskap hennar og sárum harmi; og í 4. þætti, þá er hin grimmu örlög eru búin að svifta Ófelíu vitinu, er leikur Hildar hrífandi, sannur og fagur. Gunnar Eyjólfsson er ungur leikari sem einnig er óhætt að fela vandasöm hlut- verk; í þetta sinn leikur hann Laertes bróður Ófelíu. Gunnar lýsir þessum vaska, slíapbráða en þó hversdagslega manni á látlausan og mjög geðfelldan hátt og fatast hvergi; og inni- lega og fallega mælir hann hin frægu orð við gröf Ófelíu. Hóraz er eflaust vanþakklát- asta hlutverk leiksins. Jón Sig- urbjörnsson er ungur og óreynd í FJARVERU minni í ca. 3 mánuði gegnir hr. læknir ÞÓRARINN GUÐNASON, Bankastræti 6, störfum mínum. Viðtalstími hans er kl. 4,30—5,30. Sími 5989. Jóhannes Björnsson læknir. ur léikari, sem hefur látlausa framkomu og fallega en ótamda rödd; en framsögn hans, gerfi og hreyfingar sæma þó Hórazi, hinum ágæta vini sem Hamlet getur euum treyzt, þessum æðrulausa, heil- brigða og jafnhugaða manni sem áreiðanlega stóð nærri hjarta Shakespeares sjálfs. Valur Gíslason er 1. leikari, myndarlegur, traustur og geð- þekkur maður. Brynjólfur Jó- hannesson sómir sér prýðilega í hlutverki grafarans, leikur hans er fyndinn, hnitmiðaður og skýr með afbrigðum. Róbert Arnfinnsson og Klemens Jóns- son leika lagsbræðuma Rósin- kranz og Gullinstjarna, þeir eru samvaldir og samtaka með ágætum, en óviðfeldin virðist mér framsögn Klemensar á stundum. Þorgrímur Einarsson er Ósrik, hofmannlegur og upp- skafningslegur sem vera ber, en tekst eklci til hlítar að ná þeim skoplegu áhrifum sem fel- ast í þessu bráðskemmtilega hlutverki. Einar Pálsson er Fortinbras, grár fyrir járnum og allur hinn hermannlegasti. 2. og 3. leikari eru Jón Aðils og Herdís Þorvaldsdóttir og fara vel með ljóðlínur sínar; Hauki Óskarssyni tekst miður í hlutverki Marsellusar. Aðrir leikendur eru þessir: Steindór Hjörleifsson, Lárus Ingólfsson, Hendrik Berndsen, Karl Ragn- arsson og Valdimar Helgason. Snilldarleg er þýðing Matt- híasax sem alkunnugt er, og furðulega nákvæm þegar alls er gætt; helzti þunglamalegt eða fornlegt er orðfæri skálds- ins á stöku stað, einkum þar sem þýtt er í óbundið mál. Sum- ir kaflar verksins eru magnaðir hreinni kyngi og þýðingin í heild hið mesta stórvirki. Áhorfendur hlýddu á leikinn með óvenjumikilli athygli og fögnuðu honum mjög að leiks- lokum. Þegar tjaldið var dregið frá blasti við glæsileg sjón: þrjár raðir leikenda stóðu á þrepunum uppi á sviðinu, skrýddir litklæðum; þá voru Lárus Pálsson og Edvin Tiem- roth. hylltir ákaft og innilega. Gestirnir skildu það og fnndu að þessi sýning er merkur at- burður, og áfangi í sögu ís- lenzkrar leiklistar. Og hún mun verða til þess að glæða áhuga okkar og þekkingu á meistara- verkum Shakespeares, konungs allra leikskálda. A. Hj. lllllllllllllltllllllllllllllllllHllllllllllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllll STOLKA ðSKAST til hreingeminga á skrifstofu í nýjum húsakynn- um. Stærð ca. 100 fermetra. Upplýsingar í síma 1765. miiiHifiiimmiminimmiHiiHiiiHiiiHniiiiimnniiHriiíHiiiiitiiHiiiiti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.