Þjóðviljinn - 19.06.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.06.1949, Blaðsíða 6
■•n' •fWíáá&Rí! 'vAi, WOÐVTLJINN ,-,»..■.-1^,111,llill» lil II. Wírt, Siuuuid^ir 10. júní -1040'-' -W—i- TT* .ýsvV^^.''- - hlenzkar nútíraabókmenntír Pránaiiald af 5, síðu. , aramenntaði bókmenntafræð- ingur og marxistinn hefðu ekki tii fulls komið sér sama.i, En ' það tekst i þessari bók. Hver kafli hennar vottar, að höfundur er þaulmenntaður bókmenntamaður, hæfileikarík- ur og þjálfaður i skynjun skáld skapar og hvers konar bók- menntagreina, maður sem ekki hefur til einskis setið við lista- og lærdómslindir borgaramenn- ingarinnar, en skarpur skiln- ingur marxistans á samhengi bókmennta og þjóðfélagsmála heimalands og heimsins bregð ur skæru ljósi á höfunda og rit þeirra, þannig að lesandi á hæg ar að greina hvað er mikils virði, hvers vegna einn höfund- ur rís úr hópi samtíðarmanna sinna, hvers vegna öðrum lán- ast aldrei að vinna þau afrek, er allt bendir til að hann gæti unnið, hvers vegna ljóð og saga eru lífhæf, heilbrigð og sönn — eða öfugt. Ekkert er fjær marxistískri lífsskoðun en sú bábilja að sösíalistar krefjist þess að höf undar séu steyptir í sama mót og velji sér svipuð yrkisefni, einmitt sósialistar eiga öðrum greiðari leið til skilnings á margbreytni skáldmennta, það sýna bókmenntarit marxista eins og Franz Mehrings og Georgs Luckacs. Þetta kemur einnig einkar vel fram í ,,ís- lenzkum nútímabókmenntum." Hinum gagnólíkustu höfundum eru gerð sanngjörn skil. Beitt- ur skilningur hins sósíalistíska bókmenntafræðings nær í þessu riti jafnt til sósíalistahöfunda og annarra, jafnt til Halldórs Kiljans Laxness og Tómasar Guðmundssonar, Steins Steinars og Guðmundar Hagalíns. Ein- mitt þetta að skrifa um sam- tímamenn, vini og andstæð- inga í rithöfundahóp og láta samt strangt bókmenntamat og heiðan skilning marxismans ríkja, er þraut sem Kristinn E. Andrésson hefur leyst ó- venjuvel. Ætla má, að megin- línur íslenzkrar bókmennta- sögu þetta tímabil verði ekki héldur i framtíðinni, er timinn hefur vinsað smælkið frá, á ann an veg en hér er sýnt, þó hinu beri ekki að neita að útkoma þessarar bókar sem Mál og menning leggur í hendur Is- iendingum allra stétta í hverri einustu byggð landsins, verði tii þess að skýra og meitia þær linur í vitund þjóðarinnar. „Islenzkar nútímabókmennt- ir“ er ekki tilviljunarbók, held ur dýrmætt, timabært, marít- visst rit, hin ágæt'asta jgjjöf þjóð inni á alvörutímum. En dýrmæt ust hygg ég hún verði ungum mönnum sem ætla að yrkja og rita. Hér ér ekki boðin upptaln ing’til fróðleiks, heldur er þessi bók eins og líf af þróttmiklum lífsmeiði, hún lýkur upp laun- helgum skáldlistarinnar, bregð ur fyrir undrandi augu ÍS- lenzkra ungmenna myndum hinna furðulegu fjölbreyttu bókmennta, sem höfundar þriggja áratuga hafa aukið við andlegt veganesti þeirra. Þar leiftra fordæmi og loga víti til varnaðar. Rithöfundur rís í ögr andi snilld, annar leggst í lág- kúru, þriðji flýr hafrót og ólg- andi líf þjóðfélagsins, flýr bar- áttima fyrir betra heimi, týnir sjálfum sér í fánýta umbúða- fágun. En kyrrstaða hvergi. Bókmenntirnar ekki einangrað ar í hólfi, heldur r einu spegil- mynd þjóðarinnar, göfugt starf og hvöt til dáða. ■' Úr dimmum dögum landráða og leppstjómar ljómaíf þessi * bók, af heitri trú á mátt ís- lenzks and^i og framtíð þjóðar innar, vekúr með ströngum kröfum um heiðarleik og reisn í hugsun og starfi, ögrar skáld- um og rithöfundum, bæði þeim sem þar eru nefndir og hinum ókomnu til afreka og trú- mennsku. S. G. ■ . - *•»**#$!* í-..tvíj.*?■' eveimn wAimm 46. DAGUR. ÁSM. JÖNSSON þýddi. Vegna þess, að þar hafa þeir fjöldasöng og sam- eiginlegar líkamsæfingar — og bólusótt og holds- veiki“. Heima í herberginu sínu opnaði Prudence Lífs- hringsjána sína og skrifaði: „Kona sem elskar „Kvenmaður", sagði hr. Youkoumian. „Það er kvenmaður, sem Seth þarfnast, til að stilla svo- lítið versta óróann i honum. Hann er með nefið niðri í allt of mörgum döllum, sem honum koma ekkert við. Sannið þér til, herra Seal — ef við gætum hnýtt honum saman við einhvern kven- Skógræktarfélag- ið Framhald af 8. síðu. en það hefur verið gert verður vitanlega ékki hægt að hefjast handa þar efra. Þess er þó vænzt, að ekki verði lang1f"að bíða, að, endan- lega verði'frá þessu géngið. Reitir féiaga og starfs- mannahópa. Hugmynd stjórnar Skógrækt- arfélags Reykjavíkur er að fé- lög, starfsmannahópar o. s. frv. sem þess óska, fái úthlutað spildum í Heiðmörk, mismun- andi stórum, eftir því hve marg ir þátttakendur verði í hverj- um hóp, til skógræktar og um- ráða. Plöntur gerir stjórnin ráð fyrir að verði látnar þessum að- iljum í té ókeypis. Spildur þær sem úthlutað verður verði af- markaðar, en ekki afgirtar. Þegar endanlega hefur verið gengið frá umræddum samning um og reglum, mun það verða tilkynnt, og mönnum þá um leið væntanlega gefinn kostur á að sækja um spildur í Heiðmörk til landnáms og skógræktar. Skógrækfardagur Reykvíkinga er í dag. mann, þá gengju nýsköpunarformin okkar betur og jafnar.“ „Það mætti reyna Fifi“. „Ó, herra Seal — hann hafði hana til afnota, þegar hann var svolítill drenghnokki. En þér skuluð ekkert vera að brjóta heilann um það — ég skal sjá um þá hlið málsins". Inngrip keisarans í störf stjórnarinnar voru orðin til þess að örvænta yfir upp á síðkastið, því fleiri sem hann las af bókunum, sem höfðu komið frá Evrópu með síðasta pósti. Verst af því öllu var samt getnaðarvarnaskrúðgangan. Hún olli meiri erviðleikum en hún verðskuldaði, og þrátt fyrir margvíslegustu mótbárur úr ólíkleg- ustu áttum var hún það áhugamálið sem keisar- inn fylgdi fastast eftir. Hann var þegar búinn að gefa Dómkirkjutorginu nýtt nafn — og kail- að það Marie Stopes-torg. „Guð almáttugur einn má vita hvað verður, ef hann skyldi einhverntíma uppgötva sálgreining- una“, sagði Seal, sem virti hryggur fyrir sér Kraft-Elbing-götu, og Ödipus-trjágöngin, skrýdd samfaraskrúðgöngum. „Hann snuðrar uppi hverja einustu bölvaða tízkuvitleysu", sagði herra Youkoumian, „ef við höfum ekki upp á kvenmanni handa honum í hvelli — Hér er bréf til hans frá kaþólska biskupnum. Ef ég væri ekki búinn að panta allt þetta drasl frá Marseille, hefði ég ekkert skipt mér af þessari hátíð. En það er ekki hægt að nota það til neins annars en það er ætlað — mér skilst, að það sé ekkert í líkingu við stígvél, sem hægt er að borða“. Andstaðan gegn hátiðinni var ákveðin og út- breidd. Afturhaldsöflin sameinuðust undir for- ustu jarlsins af Ngumos. Þessi aðalsmaður, sem var einn af. f jörutíu og átta systkinum, (er hann hafði orðið að láta myrða flest öll þegar hann varð jarl) átti rúma sextíu syni og óteljandi dætur. Þessi afkomendafjöldi var það sem hann var hreyknastur af, og hann hafði á föstum launum sjö söngvara, sem ekki höfðu annað að gera en syngja um þessi afrek undir borðum i veizlum jarlsins. Nú var hann orðinn aldinn að árum með alla þessa glæstu sigra að baki sér, og fannst hann eins og gamall stríðsklár um- kringdur friðarsinnum, og þessi árás hitti hann á viðkvæmasta stað, og honum fannst mestu afrek sín höfð að háði og spotti. Þessar nýu hugmyndir særðu allan góðan íþróttaheiður ólífissári, og hann lét í ljósi tilfinningar alls fjölda aðalsins í landinu, þegar hann hótaði undir dynjandi fagn aðarlátum, að láta gelda hverja einustu undir- tyllu sína, sem dirfðist að nota þessi nýju varn- arlyf vantrúarhundanna. Fylgjendur málsins innan yfirgtéttarinnar (undir forustu Boaz barons) voru negrar af ýms- um kynþáttum, hirðfólk og yngri sýúir hinnar fyrrverandi arabísku yfirstéttar. Þeir voru að /ísu ekki ákafir fylgismenn, en að minnsta kosti ekki f jandsamlegir málinu. Þeir ræddu málið á- hugalaust í salarkynnum Fifis. Aðalniðurstöður þeirra urðu þær, að auðvitað hefðu þeir þekkt þessa hluti lengi .En hvers vegna átti að fara að ganga í berhögg við almenningsálitið ? Það gat í bezta tilfelli orðið til þess, að stefnan yrði mót- uð oddborgarahætti. En þessi hópur var samt tortryggilegur í augum fólksins, og stuðningur hans gat tæplega orðið málstað keisarans að teljandi liði. Kirkjurnar litu málið mjög alvarlegum augup). Það gat enginn með nokkurri sanngimi ásakað noetriska kirkjuhöfðingjann um siðferðilegt stif- lyndi — raunverulega höfðu gerst þeir hlutir í starfsferli hans heilagleika, að hinum trúuðu þótti nóg um. En á hverju sem hafði oltið í einka- lífi hans, þá hafði guðfræði hans alltaf verið hrein og ómenguð. Hvenær sem þurfti að taka ákveðna afstöðu í trúarlegum efnum, hafði biskupinn verið reiðubúinn að fórna lystisemd- um sínum og láta álit sitt skírt og skorinort í iljós, til stuðnings hinni sönnu trú. Eins og t. d. í hinni ljótu sögu kirkjuhöfðingjans í Matodi, sem hafði lýst því yfir, að hann væri fjórði meðlimur heilagrar þrenningar, eða sóknarpresturinn, sem ekki var alveg á því hreina með spurninguna um frjálsan vilja, eða hin hlægilega villutrúarkenn- ing, sem skaut höfðinu upp í Mhomalahéraðinu, að Esaias spámaður hefði vængi og byggi í tré, eða hið leiðinlega atvik í sambandi við mannfórn- imar við jarðarför biskupsins af Popo — í öllum þessum og ýmsum fleirum vandasömum málum, hafði biskupinn tekið ákveðna og rökrétta af- stöðu. Og nú dró hans heiiagleiki enga dul á, hver væri skylda hinna trúuðu í afstöðu þeirra gagn- vart getnaðarvörnunum. Sem æðsti maður ríkis- kirkjunnar kvaddi hann til fundar, þar sem æðsti rabbíinn, aldursforseti mormónanna og helztu fulltrúar allra trúarbragðaflokka keisararíkisins voru sasamankomnir að undanskildum biskupi ensku kirkjunnar er bað að hafa sig afsakaðann, DAVÍÐ Farið verður frá Ferðaskrifstofu ríkisins kl. 13.30. Plöntun hefst í skógræktarstöðinni við Rauðavatn kl. 14.00. Ferð í bæinn’aftur kl. 16.30. . .. ■. > Gróðursettar verða birki-, greni- og furuplönt- ur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.