Þjóðviljinn - 03.07.1949, Side 3

Þjóðviljinn - 03.07.1949, Side 3
Sunnudagur 3. júlí 1949 ÞJÓÐVILJINN srvjf Eitt ár Ma I Mi •jrt* I dag er liðið eitt ár síðan Bjami Benediktsson undir- ritaði marsjallsamninginn og Bandaríkin tóku að sér yfir- stjóm á efnahagsmálum Islendinga. Manni finnst þetta furðuleg staðreynd, því í rauninni er heil eilífð liðin síðan þessi samningur var undirritaður, svo stórvægi- legar og örar breytingar hefur hann haft í för með sér og svo gerólíkir eru hag- ir þjóðarinnar því sem var fyrir réttu ári. Jafnvel við sem illspáastir vorum höfum reynzt litlir spámenn. Að skrifa stutta afmælisgrein uJh þessa eftirminnilegu samningsgerð er óvinnandi verk, til þess þarf að semja heila bók, —- og sú bók verður samin — en þó má ekki minna vera en þessa afmælis sé minnzt öðru vísi en með kokkteildrykkju hjá bandaríska sendiherranum. * Undirskrift marsjallsamn- ingsins átti sér nokkurn að- draganda. 14. október 1947 var málið rætt á Alþingi og þar hélt Bjarni Benedikts- son ræðu, þar sem hann mælti m.a. þessi eftirminni- legu orð: ,,Því miður er efna hagur margra Evrópuríkja svo slæmur eftir eyðilegg- ingar styrjaldarinnar að þeim er um megn að standa sjálf straum af endurreisn- arstarfinu. Þess vegna er það von þeirra, að áætlanir þessar . verði grundvöllur þess, að Bandaríkin veiti þeim fjárhagslegan tilstyrk. — ísland er hinsvegar ekki í hópi þeirra þjóða, sem hafa beðið um slíka aðstoð, og við skulum vona, að við berum gæfu til að haga svo málum okkar, að við þurfum ekki á henni að halda.“ Þessi orð ætti hver íslendingur að festa sér í minni, þau hafa að geyma harðan og óáfrýjanlegan dóm um þá þróun sem síðan hefur orðið, um verk Bjarna Benediktssonar og félaga hans. ★ íslendingar gerðust þann- ig ekki aðilar marsjallbanda lagsins sem þurfamenn, að sögn utanríkisráðherrans, heldur. þvert á móti til að „hafa samvinnu við aðrar þjóðir Evrópu um endurreisn álfunnar." Islendingar voru þannig ' veitendur en ekki þiggjendur og hugðu vissu- lega ekki á smátt að sögn ráðherrans. En, svo orð hans séu aftur tilgreind, „umfram allt beindist þó þátttaka Is- lands að því, að minna þær þjóðir, sem þarna voru sam- an komnar, á, að ísland hefði til sölu fisk, sem þær gætu notað. Mun það ölium vera augljóst, að það er lífsskilyrði fyrir Islendinga, UNDIR MARSJALLSTJORN að í áætlunum um endurreisn Norðurálfu sé hæfilegt tillit tekið til fiskveiðanna, og séð fyrir, að sem flestir geti orðið neytendur fiskjar, bæði sjálfum sér og framleiðend- unum til gagns.“ ★ Þessi orð voru einu skyn- samlegu ummælin í ræðu Bjarna Benediktssonar 14. okt. 1947. Vissulega hefði það verið íslendingum ómet- anleg hagsbót að geta gert sameiginlega áætlun með þjóðum Evrópu, tekið að sér að sjá þeim fyrir á- kveðnu magni af sjávaraf- urðum og tryggt sér þannig örugga markaði um ófyrir- sjáanlega framtíð. Ef ár- angur marsjallbandalagsins hefði orðið sá, hefði Bjarni Benediktsson vissulega haft þau rök á takteinum sem erfitt hefði reynzt að vé- fengja. En draumurinn stóð ekki lengi. 16. janúar 1948 birtist á forsíðu Alþýðu- blaðsins athyglisverð frétt, þar sem sagt var frá skýrslu sem marsjallsérfræðingur utanríkismálanefndar Banda- ríkjaþings hefði sent frá sér: „í kaflanum um Island í skýrslunni segir, að búizt sé við að um 1950 verði framboðið á fiski orðið meira en eftirspurnin, og gerir því skýrsla’n ekki ráð fyrir, að framlag íslendinga hafi mikla þýðingu eftir þann tíma.“ ★ Þarna fór draumurinn um markaðsöryggið veg allrar veraldar og vissulega hefpr reynzlan orðið í fullu sam- ræmi við spádóma hins bandaríska marsjallfræðings. íslendingar hafa ckki fengið markaðsöryggi hjá marsjall- þjóðunum heldur síversnandi aðstöðu og æ lakari kjör. Hin mikla samvinna þjóð- anna hefur orðið að sam- skiptum íslands við einn stærsta auðhring heims, ein- okunarhringinn Unilever. Og þeim samskiptum hefur í bili lyktað með því að verð á síldarlýsi hefur verið lækk- að úr 120—130 pundum í 90 pund, verð á freðfiski úr 12% pence í 10 pence og verð á síldarmjöli úr ca. 45 pundum í 33 pund. Og þar með er sú ömurlega saga þó enganveginn full- sögð. íslenzka ríkisstjórnin hefur orðið að betla fé í Bandaríkjunum til þess að geta yfirleitt losnað við af- urðir landsmanna, hún hef- ur orðið að betla 23 milljóna til að losna við hið dýrmæta síldarlýsi! Á sama tíma auka marsjallþjóðir Evrópu fiski- skipaflota sinn í sífellu, m.a. einokunarhringurinn Uni- lever sem hefur stórútgerð bæði í Þýzkalandi og Bret- landi, þannig að íslendingum fer vart að vera vært á sín- um eigin miðum fyrir ágangi útlendinga. Og að sjálfsögðu fást engin varðskip fyrir marsjallfé og þaðan af síður stækkun landhelginnar! það er sem sagt ekki gert „ráð fyrir, að framlag Islendinga hafi mikla þýðingu" að liðnu næsta ári, enda hafa 130 000 hræður sem eru að burðast við að lifa sjálfstæðu menn- ingarlífi á yzta hjara heims ekki „mikla þýðingu“ í aug- um auðmannanna og einok- unarhringa. . * Þannig fór um hinn já- kvæða tilgang með þátttöku íslands, en hvað um hitt sem við áttum að vona að við bærum gæfu til að var- ast? Viðvörun Bjarna Bene- diktssonar 14. okt. 1947 er ekki fullrakin enn. Hann sagði i sömu ræðu: „En jafnvel þó að miklu stærra lán væri fáanlegt (en 7—8 millj. króna) er greinilegt, að afleiðing þess yrði ein- ungis sú, meðan fjárhags- ástandið er ekki breytt frá því sem nú er, að við á skömmum tíma mundum festast í skuldafeni, sem við ættum erfitt með að losa okkur úr.“ Og ráðherrann hnykkti enn á og taldi „stór- hættulegt að taka lán, sem fyrirsjáanlega er ekki hægt að borga.“ Svo enn ein til- vitnun ríkisstjórnarmanna sé tilgreind sagði Vísir fjór- um dögum eftir að marsjall- samningurinn var undirrit- aður að lántaka samkvæmt honum myndi „spinna á þjóð ina þá fjötra, sem núltfandi kynslóð fær ekki leyst af hcndi.“ Varnarorðki skorti þannig ekki, en hverjar urðu efndir þeirra sem beittu þeim? ★ Efndirnar urðu þær að 16. júlí, tæpum hálfum mánuði eftir að samningurinn var undirritaður, var tilkynnt í Washington að fyrsta „við- reisnarláninu" hefði verið úthlutað — handa Islend- ingum! Og svo löng saga sé gerð stutt hefur áfram- haldið orðið það að íslend- ingum hefur á því ári sem nú er liðið verið úthlutað — ekki 7—8 milljónum sem ■**■ »*** króna „aðstoð" til að ' Bjarni Benediktsson taldi losna við freðfisk og meira festa okkur i skuldafeni 14. að segja 11 milljónir króna okt. 1947 — héldur 65 millj- ■ rt i i n'» wirt" <'»»*' ónrnn króna. Skiptist sú upphæð þannig að 15 millj. eru lán, 23 millj. „aðstoð“ til að losna við freðfisk, 11 millj. „aðstoð“ til að losna við síldarlýsi og 16 millj. mútur fyrir að ganga í norð- uratlanzhafsbándalag. Hafa Islendingar fengið mest fé allra marsjallþjóða miðað við fólksfjölda, aðeins hin hrjáða borg Trieste er ör- lítið hærri! ★ Þannig voru stóru orðin gleypt eitt af öðru, en ævin- lega eru til önnur orð í skarðið. Þegar fyrsta lánið var tekið var hörfað i nýja vígstöðu. Morgunblaðið sagði í forustugrein 25. júlí 1948: „I þessu sambandi ber að minnast á það, að á því er meginmunur, hvort tekin eru eyðslulán til kaupa á al- mennum neyzluvörum, sem þjóðin etur upp, eða lán til kaupa á tækjum, sem síðan skapa erlendan gjaldeyri og efla framleiðslustarfsemi landsmanna.. . íslendingar vilja ekki taka eyðslulán nema þá reki nauð til. En þeir vona að slíkt ástand skapist ekki í gjaldeyrismál- um þeirra.“ Efndir þessa síðasta fyrirheits eru þær, að af þeim 65 milljónum, sem Islendingar hafa fengið á einu ári hafa Bandaríkin þegar „veitt heimild til inn- kaupa“ fyrir 49 milljónir króna. Þessi innflutningur hefur að langmestu leytí verið neyzluvörur og fékstr- arvörur, eða svo að einn heimildarlistinn gé að nokkru rakinn: „hveiti, hrisgrjón, fóðurmjöl, sáðvörur, baunir, tóbaksblöð, lyfjavörur, timb- ur, pappír, smurningsolíur, brennsluolía, ryðfrrtt stál og dósablikk, niðursuðudósir“ o.s.frv. o.s.frv. Islendingar hafa þannig í bókstaflegasta skilningi „etið upp“ veru- legan hluta fjárins, svo að notuð séu viðvörunarorð Morgunblaðsins 25 júlí 1948. ★ Ekki skal þó gleymt marsjallnýsköpuninni. Hún er aðallega bundin tveim fyrirtækjum. Annað er Hær- ingur, hið aldna skip, sem hefur það helzt til síns á- gætis að hafa fært Jóni Gunnarssyni sem bæði var seljandi og kaupandi, ríflega fúlgu í bandarískum umboðs launum. Það þarf ekki að lýsa fleytunni fyrir Reyk- víkingum, sem hafa haft hana fyrir augunum nægi- lega lengi. Rétt ofan við yfirborð sjávar umlykur all- breitt ryðbelti allt skipið og hefur á einmn stað étizt ■W" i»ip»rt»'*l>* gat á skrokkinn. Miklar vél- ar eru komnar í skipið, og er enn verið að leita að sild sem sett var í vélarnar nokkru eftir áramót og hvergi hefur gert vart við sig eftir það. Fróðir menn telja það mikið lán hversu traustlega skipið hefur verið njörvað við bryggju, og lá þó einu sinni við að það kollsteyptist. Nú mun ætlun- in að flytja það til Seyðis- fjarðar og er vonandi að það viti á gott. Kostnaður við skipið hefur orðið um 100 000 kr. á mánuði. ★ Hin marsjallnýsköpunin er hraðpressa sem Morgun- blaðið hefur fengið sam- kvæmt 8. grein samningsins, sem fjallar um áróður og „víðtæka útbreiðslu upplýs- inga um framgang áætlun- arinnar.“ Hraðpressa þessi kostaði tæplega 200 000 kr. og með henni er hægt að stækka Morgunblaðið upp í bandaríska stærð og auka upplag þess þannig að hægt sé að senda það inn á hvert heimili í landinu með marsj- allhjálp ef þörf gerist. Þess- ari marsjallnýsköpun er ætl- að að vega upp öll önnur áhrif samningsins. Ef áróð- urinn er nægilega magnað- ur, ef tekst að trylla og villa meirihluta íslenzku þjóðar- innar, skiptir hitt engu máli í bili þótt öllu því sé fargað sem þjóðinni hefur verið helgast í þúsund ár. ★ Auk þess sem hér hefur verið talið fjdgdu marsjall- samningnum fjölmörg „skil- yrði“ sem almenningi munu í fersku minni. Þau eru öll komin til framkvæmda, og allt atvinnulíf Islendinga er nú undir bandarískri yfir- stjórn. Sendiráð Bandaríkj- anna sér um eftirlitið, en auk þess er nýlega kominn hingað bandarískur embætt- ismaður af íslenzkum ættum, hefur fengið skrifstofur hjá stjórnarráðinu í Arnarhvoli og er að semja áætlun um gengislækkun samkvæmt 2. grein marsjallsamningsins þar sem Islendingar eru skuldbundnir til „að koma gjaldmiðli sínum í öruggt horf, að koma á eða við- halda réttu gengi, afnema halla á fjárlögum“ o.s.frv. Gengislækkunin er næsta blessunin sem marsjallsamn- ingurinn á að færa íslenzku þjóðinni. ★ Hér skal verða brotið blað um sinn og er þó fátt eitt rakið og aðeins stiklað á því stærsta. Island hefur ekki fengið það markaðs- öryggi sem átti að vera stærsti kostur marsjallsamn- ingsins heldur þvert á móti lent í klóm eins harðsvírað- Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.