Þjóðviljinn - 12.07.1949, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.07.1949, Blaðsíða 8
Hafnarverkamenn I London vlrða að :/ vetfuil héfanlr stjérnarinnar Þegar ekkert haf$i c/reg/3 úr verkfallinu i gœr* lýsti stjórnin yfir neySarástandi 1 von um að geta hrakið verkamenn til undan-! halds í haínarverkfallinu í London, tilkynnti brezka stjómin síðastliðinn föstudag, að hún mundi lýsa yfir neyðarástandi strax eftir helgina, ef verkfallinu yrði þá ekki lokið Þessar vonir stjórnarinnar brugð- ust, verkamenn hopuðu ekki á hæl fyrir hótunum stjórnarinnar heldur skipuðu sér enn þéttar saman til varnar réttindum sínum, og í gær lýsti stjórnin yfir neyðarástandi í London. Attlee, forsætisráðherra, las yfirlýsúiguaa um neyðarástand- ið í báðum deildum brezka þingsins í gær, en áðúr hafði Georg konungur undirrit- að hana. — Yfirlýsingin veitir stjórninni mjög víðtækt vald til aðgerða gegn verkfaUsmönnum. Hún getur látið herlið vinna öll störf þeirra; f jöldi ákvæða sem heyra til styrjaldarástandi ganga í gildi; lögreglan fær umboð til að handtaka menn formálalaust á götum úti án sérstakrar tilskipunar; í fáum orðum sagt: brezka stjórnin ihefur tekið sér vald til að beita verkalýðinn hverjum þeim of- beldisaðgerðum sem. henni sýn- Í3t. Siðferðisiegt áfall fyrir stjórnina En allt þetta upphlaup hefur orðið hið ægílegasta áfall fyrir istjórnina í pólitísku og siðferð- islegu tilliti. Þrátt fyrir allar. hótanir hefur henni ekki tekizt að beygja verkameruina til hlýðni. Þeir 3tanda ennþá ó- sundraðir í verkfallinu, stað- ráðnir i að halda því áfram hvað sem á dynur. í gær var tala verkfallsmannanna enn hin sama, yfir 10:>þúsund, og á fjöldafundi þeirra vár einróma felld tillaga um að hætta verk- fallinu. — Um 115 skip lágu þá óafgreidd í höfninni; en 2Ö00 hermenn unnu við uppskipun, og var tilkyant að þetta lið yrði allmikið aukið í dag. r Gert í samúðarskyni kanadiska sjómenn við Sem kunnugt er hófst verk- fall þetta þannig, að hafnar- verkamennirnir neituðu að af- greiða tvö kanadísk skip, og. var sú ákvörðun gerð í samúð- arskyni við kanadíska sjómenn sem eiga nú í kjaradeilu við kanadíska útgerðarvaldið. (Sjá grein á 6. síðu blaðsins í dag). Þessari ákvörðmi svöruðu hafn aryfirvöldin svo með því að baana verkfallsmönnum vinnu Framhald á 7. síðu. Bíbíl Candidu vel tekið Leikflokkurinn 6 í bíl, sem er nýlagður af stað í leikför út um land og sýnir Candidu o. fl. hafði aðalæfingu í Borgar- nesi síðdegis á laugardag s.l. og frumsýningu um kvöldið. Húsfyllir var og leiknum mjög vel tekið. Borgnesingum þótti samleikur góður og leikið af ó- venjulegum áhuga. Að sýning- unni á Candidu lokinni lék flokk urinn 2 gamanþætti við óhemju fagnaðarlæíi og voru leikendur hvað eftir annað kallaðir fram. Halldór Sigurðsson þakkaði leik endunum komuna fyrir hönd' leikhúsgesta. Á sunnudagsmorgunn fór leikflokkurinn til Stykkishólms og hafði sýningu þar síðdegis og aðra um kvöldið, var hús- fyllir bæði skiptin og móttökur ágætar. — Leikflokkurinn fór í gær áleiðis til Sauðárkróks og sýnir þar í ikvöld og annað kvöld, en fer á föstudaginn til Akureyrar. ÞIÓÐVILIINN Truman óttast að víðskiptí JMarshall-landanna beinist frá Bandaríkjunum t Truman. forseti flutti I gær bandaríska þinginu skýrslu um efnahagsástand Bandaríkjanna á undangengnu hálfu ári. Viðurkenndi hann í því sambaridi að atvinnuleysi færi ört vaxandi í landinu, en sagði að aJlt tal um kreppu væri ástæðulaust! , Það var athyglisvert við ræðu forsetans, að hann gat ekki leynt þeim ótta sínum, að Marshall-löndin mundu fara að beina viðskiptum sínum meir og meir frá Bandaríkjunum og að hinum kreppulausu ríkjmn sósíalismans í Austurevrópu. Lagði hann mikla áherzlu á nauðsyn þess. að efla dollara- getu þessara I.anda, ella mundu viðskiptasamninga, sem ekki væru „þóknanlegir Bandarikj- unum.“ Yfirleitt má segja um þessa ræðu forsetans, að þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli skein allstaðar í gegn óttinn við hina óhjákvæmilegu efnahagssjúk- dóma kapítalismans og sigur hinna sósíalistísku landa í iðn- þau .fara inn á þábraut að gera. aðarsamkeppninni Brezkir þingmenn í heimsókn . Tyeir: brezkir • þingmenn eru nú í heimsókn hér, þeir Mr, Alexander Anderson úr Verkamannaflokknum og Sir Basil Ham- ilton-Hebden Neven-Spenee úr Ihaldsflokknum. Báðir hafa þeir átt sæti í neðri málstofu brezka þings- ins frá 1935. Mr. Anderson er Skoti, fæddur á stað þeim er í fomsögunum nefnist Katanes. Fram—Víkingur unnu Ajax 5:2 Ríkhazðisr Jóissan setti öll mözkm Mönnum mun hafa komið á óvart úrslitin í þessum leik og vissulega gefur þessi markatala ekki rétta mynd af leiknum. Ajax átti samleikinn og listir knattspyrnunnar úti á vellin- um, en heppnaðist ékkert upp við markið. Hins vegar setti samsteypan Fram—Víkingur mörkin, það er að segja Ríkharður setti öll mörkin, þrjú í fyrri hálfleik en tvö í þeim síðari. Mörk Ajax komu sitt í hvorum hálfleik. Framherjar Ajax sýndu oft sérlega Iagleg áhlaup og góðan samleik, vel studdur sérstak- lega af vinstri framverði þeirra, en þegar upp að marki kom voru þeir alltof seinir eða skot- in ónákvæm og yfirleitt lá knötturinn meira á vallarheim- ingi Fram—Víkings, en áhlaup þeirra, það er að segja Ríkharð ur, var alltof hættulegur og skotin föst og nákvæm. Sam- leikurinn var aftur á .móti nokk uð í molum þótt oft sæist þó knöttúr ganga frá tnanni til manns. Tilviljun réði en alit liðið lék af dugnaðL og krafti og vörnin gaf ekki eftir, sérstaklega þegar leið á leik- inn. Óneitanléga var heppni með vörninni, sérstaklega fyrri hluta leiksins. Fyrsta markið kom eftir 10 mín., annað eftir 20 mín. Mark Ajax kom eftir 30 mín., þriðja markið kom er 35 mín. voru Frakki désent í íslenzku við háskólann í Lundi Dr. Pierre Naert er staddur hér í bæuum um þessar mund- ir. Hann er mörgum íslendingum að góðu kunnur frá fyfri árum. Hann var hér um sumartíma árin 1936 og 1938. Auk þess var hann sendikennari hér við haskólann 1937. Dr. Naert átti viðtal við blaða menn á heimili Bjarna Guð- mundssonar, fulltrúa, í gær. Við spurðum, hvað á daga hans hefði drifið, síðan hann fór héðan. Hann kvaðst hafa verið kallaður í herinn 1939, en svo verið leystur frá her- þjónustu og sendur til Svíþjóð- ar sem sendikennari. Þar varð hann svo innlyksa, þegar Þjóð- verjar lögðu Frakkiand undir sig og hefur dvalið í Svíþjóð að mestu leyti síðan. Hann hefur fyrir skömmu varið doktorsrit- Framhald á 7. síðu. ( gerð um sænska skáldið Vil- Sumazleyfisferð Æ.F.R. Nú er hver síðastur að tilkynna þáfttöku Nú eru síðustu forvöð að tilkyiuia þátttöku í sumar- leyfisferð Æ.F.E. Lagt verður af stað á laugardaginn kemur frá Þórsgötu 1. Farið verður á bílum alla leið í Þórsmörk. Þar verður dvalið í tjöldum í viku. Fegnrstu staðir í Þórsmörk verða skoðaðir. Sumarleyfisferðir Æ.F.R. hafa undanfarið ekki aðeins verið þær skemmtilegustu, heldur einnig þær ódýrustu sem alþýðuæskan hefur átt um að velja. Dragið því ekki að tilkyuua þátttöku í skrifstofu ÆÆJB. Þórsgötu 1. helm Eklund. Nú er hann ráð- inn dósant við háskólann í Lnndi og á að kenna íslenzku og f æreysku. Hann hef ur einn,- ig dvalið litilsháttar I Færeyj- um. Dr. Naert kvartaði mjög um það, hvað íslenzkar nútímabók- menntir væru litt kunnar í hin- um Norðurlöndunum. Hann kvað það algengt að hitta há- skólalærða menn, sem e. t. v. könnuðust eitthvað við 't. d. Laxness og Tómas Guðmunds- son og síðan ekki söguna meir. Hann sagði, að þetta ætti m. a. rót sína að rekja til þess, hvers lítið væri til af nýjum ís- lenzkum bókum á Norðurlönd- um. Sérstaklega væri lítið um bækur, sem út hefðu komið hér á landi eftir að stríðið hófst. Hann taldi nauðsynlegt, að rík- ið eða aðrir aðilar gerðu ráð- stafanir til þess að gera Norð- urlandabúum auðveldara að fá íslenzkar bækur til lesturs, t. d. með þvi að senda háskólabóka- söfnum íslenzkar bæknr. Hann sagði marga, sem lærðu eitt- hvað í norrænu hafa lesíð fom- sögumar og annað ekki á ís- lenzku. Það leynir sér ekki að dr. lendinga. Framhaid á 6, síðu. Hann hefur auk þess að vera þingmaður verið skólastjóri og bæjarfulltrúL Sir Basil er óð- alsbóndi frá Orkneyjum, en hann er þingmaður Orkneyja og Shetlands. Hann er bakteríu fræðingur og doktor í læknis- fræði. Báðir útskrifuðust þeir frá háskólanum í Edinborg. Þeir ræddu báðir við blaða- menn í gær. Shetlandseyjabúar leggja mesta stund á fiskiveiðar og siglingar. Síldveiðar eru mik ill þáttur í veiðum þeirra og veiða þeir í reknet. Sagði Sir Basil að fyrir stríð hefðu marg- ir stundað veiðamar aðeins nokkum hluta úr árinu, en nú væri þetta að breytast þannig að menn stunduðu þær allt árið. Nú er mikið af síldinni hrað- fryst í stað þess að áður var hún söltuð og lét Sir Basil mjög | vel yfir þeirri breytingu. Þeir létu báðir mjög vel yfir kynningunni af landi og þjóð hér. 1 gær sátu þeir boð forseta Alþingis. Síðar munu þeir ferð- ast eitthvað um landið. Þeir höfðu meðferðis bréf frá fcrseta neðri málstofu brezka þingsins þar sem segir svo: „Fyrir hönd neðri málstofu brezka þingsins er mér ánægja að senda yður öllum hjartan- legustu kveðjur í tilefni af heimsókn þingnefndar vorrar til Islands. f Þingræði stendur á gömlu um merg í báðum löndum og bæði Bretland og Island meta öðrum betur þingræðisstjóm. Fyrir því leyfi ég mér að vænta að þessi heimsókn leiði af sér meiri persónuleg samskipti milli þingmanna beggja þjóð- anna, því mér er Ijóst að slífc samvinna getur orðið áhrifarífc innan samstarfs þjóða í milli. Eg vænti þess sérstaklega að mér veitist sú ánægja að taka, fyrir hönd brezka þingsins, á móti sendinefnd frá Alþingi Í3- D. Clifton Brown.**

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.