Þjóðviljinn - 22.07.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.07.1949, Blaðsíða 4
*"*«*»• ÞJÓÐVILJINN • sr Föstudagur 22. ' júlí ■ 1943.’ (IIÓÐVIillNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu —. Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónás Ámason Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stig 19 — Sími 7500 (þrjár línur) Áskxiftarverð: kr. 12.00 á mánuði — Lausasöluverð 50 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sósíaiistafiokkurínn, Þórsgötu 1 — Simi 7510 (þrjár línur) 1- Sjávarútvepr og stériðja Það fer ekki hjá því að þjóðin átti sig á því nú, að hún má ekki í framtíðinni treysta á sjávarútveginn einvörðtmgu til öflunar á. gjaideyri, Það hefur réttilega verið gert hið mikla og árangursríka átak í sjávarút- veginum og það þarf að halda áfram á því sv.ði, ekki sízt með alhliða nýtingu. alls sjávaraflans á ailan; hugs- anlegan hátt. En tvennt ber einkum til að ekki dugar að treysta- á sjávarútveginn einvörðungu: 1. Aflinn er svo stopuil og þá fyrst og fremst síld- veiðin, að það er óhugsandi að eiga allan innflutning þjóðarinnar undir því hvernig aflast. Það er því eftir- sókharvert að geta að meira leyti en hingað til byggt á útflutningi iðnaðarvöru, sem hægt er að framleioa jafnt og þétt allt árið. 2. Fiskimiðin eru óviss sem framtíðarauðlind fyr- ir oss íslendinga með þeirri rányrkju, sem fiskveiðarn- ar eru reknar með og einkennandi eru fyrir búskapar- hætti auðvaldsins, þar sem allt miðast við skjótfenginn gróða augnabliksins án tillits til heildarhagsmuna maan- félagsins í framtíð og nútíð. Það er því nauðsynlegt fyrir oss íslendinga að nota þanii auð, sem enn er hægt að ausa upp með hinum stórvirku, nýiu tækjum, til þess m. a. að stiga fyrstu sporin til stóriðju . á Is- landi cg skapa þannig- nýja atvinnugrein við hlið sjáv- arú'ívegs, landbúnaðar og iðnaðar. Sósíalistaflpkkurinn hefur áðiír lagt mikla áherzlu á nauðsyn þessa stórmáls, þótt dauflega hafi gengið að fá undirtektir annarra flokka undir það mál, líkt og undir nýsköpunarhugmyndina, er flokkurinn fyrst hóf baráttu fyrir henni hér í Þióoviljanum. Einar 01- geirsson hafði ritað ýtarlega grein í síðasta árgang j,R.éttar“ um þróun hugmyndanna um stóriðju. á ís- lancli, allt frá þeim tíma, er djörfustu hugsuðir íslend- inga um aldamótin brugðu þeirri dramnsýn upp fyrir þjóðinni og fram til þess að Sósíalistaflokkurinn tók áð beita sér fyrir framkvæmd þessarar hugsjónar. Sigurður Guðnason alþingismaður flutti í vetur á Alþingi tillögur um að koma upp 30 þúsund tonna áburð- arverksmiðju. Kom það fram sem breytingartillaga við tillögu ríkisstjórnarinnar um 5-7500 to.nna verksmiðju. T'iilogur Sigurðar voru felldar af stjórnarflokkunum. I umræðunum um þau mál kom það greinilega fram að erlent vald lagðist mjög gegn þvi að íslendingar færu að koma upp slíkri stóriðju. Síðan hefur þessi anöstaða við málið verið viðurkennd af utanríkisráð- herra. Og enginn gengur gruflandi að því hver reyn- ir að banna íslendingum þessar lífsnauðsynlegu framfar- .ir, reynir að hindra hagnýtingu auðlinda þjóðariunar í eigin þágu. Það eru einokunarhriugir Marshallíandanna. Enn er það einokunin, hinn forni fiandi íslendinga, sem reyn- ir að hindra uppkomu og eflingu stórfeldrar iðju og iðnaðar í landi voru. Ennþá hafa íslendingar til Iítils fþarizt fyrir þjóðfrelsi og skapað sér lýðveldi, ef nú á að hlýca boði og banni erlendra einokunarhringa í mestu hagsmunamáium þjóðarinnar. Gjaldeyrisöflun. í krafti stóriðju snertir hvert heim- Jli á iandinu. .Méð skÖpún stóriðjunnar má fá vöru, sem Tóbaksmenn bafa orðifí. 1 dag eru fyrst tvö bréf frá tóba.ksr/iönnum. Hið fyrra hljóð ar svo: — „Mér virðist það> ekkj einleikið þetta með síga- retturnar sem nú eru fluttar inn. Vinsælustu sortirnar eru alveg hættar að fást. Raleigh sést t. d. ekki lengur. Hinsveg- ar eru búðimar orðnar fullar af allskyns sortum, sem áður voru óþekktar og þykja alls ekki góð- ar .... Þetta verður þeim mun óskiljanlegra sem það er vitað mál að ágætar sortir eins og t. d. Raleigh, hafa, jafnt og hinar nýju sortir, verið keyptar frá Englandi. Það er m. ö. o. ekki neitt venjulegt gjaldeyrisatriði sem veldur því .að Raleigh fæst ekki lengur. Ástæðan er einhver önnur. Hvað veldur? Sumir segja að þetta standi í sambandi við forstjóraskipti hjá tóbakseinkasölunni. Og fleiri tilgátur hefur maður heyrt. — Svo mikið er víst að fólk undrast mjög þetta fyrir- komulag sígarettuinnflutnings- ins, og væri vissulega ekki van- þörf á að hlutaðeigandi aðilar gerðu grein fyrir málinu. — Sömuleiðis væri gott að heyra skýringu stjórnarvaldanna á því furðulega fyrírbrigði að hin ir og aðrif éinstaklingar skuli fá að hafa einkaumboð fyrir hin ýmsu tóbaksfirmu. Því allir hljóta að sjá, að þau umboðs- laun, sem þessir einstaklingar taka, eiga ekki svo lítinn þátt í hinu éheyrilega háa verðlagi sem nú er á öllu tóbaki hér hjá okkur. — Virðist hér feng- ið upplagt ráð til að lækka dýr tíðina að allverulegu leyti. Rík- isstjórm'n taki umboðin af prív- atmönnum, sem græða of f jár á þeim, fyrirhafnarlaust að mestu, og annist um þau sjálf..“ □ Ekkert nenaa lélegar pípnr. Höfundur seinna bréfsins um þessi efni er pípureykinga- maður .. ,,..Já, mikið er nú langt síðan hægt var að fá sæmilega góðar pípur í búðum bæjarins. Mörg seinustu árin hafa nær eingöngu verið á boð- stólum pípur af lélegustu gerð... Það er hreinasta þrekvirki að tilreykja þær og í sundur fara þær við allra minnsta högg. Munnstykkin þola það varla að maður bíti í þau. Já, vel á minnzt munnstykkin. Maður getur yfirleitt ekki fengið þau keypt sér 5 lagi. Ef munnstykki brotnar hjá manni, þá verður maður að kaupa heila pípu og nota munnstykkið úr henni..“ Síðan bætir bréfritarinn rétti- lega á, að fyrirkomulag þessara mála virðist sízt til þess fallið að spara gjaldeyri. Það væri miklu lík- legra til' gjaldeyrisspamaðar að fiytja inn góðar. pipur ogmunn stykki, sem entust vel og lengi, en að flytja inn öll þessi kynst- ur af lélegum pípum, sem end- ast; skammt og illa. □ Meö Heklu tíl Skctlands. Eg hef rætt við mann einn, sem fór með Heklu seinustu för ina til Skotlands. — „Þetta var ágæt ferð,“ sagði hann. „Sér- staklega er vert að róma allan aðbúnað um borð í skipinu. Framkoma þjónustufólksins var óaðfinnanleg, og sama má raun ar segja um alla skipshöfnina. Ferðaskrifstofan og Skipaút- gerðin sáu í sameiningu um skipulag fararinnar, og lagði hvort fyrirtækið um sig til einn fararstjóra. Fararstjóri Skipa- útgerðarinnar leysti hlutverk sitt af hendr með hinni mestu prýðí.' Hinn fararstjórinn var ekki eins vel heppnaíur, en það er önnur saga.“ ■_ □ Ódýrar ferðir. Og maðurinn hélt áfram: — „Þessar ferðir eru merkilega ó- dýrar, þegar tekið er tillit til •alls. Þær kosta allt í allt 12— 1300 krónur á mann. Sú upphæð mun vera allmiklu minni en kostnaðurinn' við það t. d. að fara í 8 dag túr norður á Akur- eyri, sé gert ráð fyrir að maður verði að gista á hóteli óg kaupa lausafæði. — Virðist mér vera verkefni fyrir samtök vinnandi fólks að skipuleggja svona hóp- ferðir fyrir meðlimi sína.“ Nýlcg'a hafa ' opin- bcrað trúlofun sína ungfrú Ebba A.nd- ersen, Ránarg ötu 1B og Kristinn Ein arsson, Einholti 11. ISFISKSALAN: Þann 20. þ. m. seldi. Röðull 232,S smál. í Hamborg. ■ Hjónunum Ás- laugu.Þórhallsd. og Ólafi Xngvárssýni, Nesvegi 60, fæddist 16 marka sonui 15. júlí. — Hjónuuum Guðrúnu Sigfússdóttur og Erlingi: Ingvarssyni, Nesvegi 62, fæddist 12 marka sonur 10. júlí. Hjónunum Hönnu og Niels Rasmussen, Lauf- ásvegi 20, iæddist 14 marka sonur 10. júlí. Hinn heimsfrægi veiðimaður, Cpt. T. L. Edwards, sem hér er í boði Stangarveiðif élags Reykjavíkur, mun í dag gefa bæjarbúum^ sem- áhuga hafa fyrir veiðiskap, tæki- færi til að sjá hvernig ber að kasta flugunni. Sýningin fer fram við Árbæjarstiflu. EIMSKIP: Brúarfoss fór frá Gautaborg 18.7. til Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Reykjavík 18.7. til Cardiff. Fjallfoss fór frá Wismar 19.7. til Akureyrar og Siglufjarðar og R- víkur. Goðafoss kom til Reykjavík ur 18.7. frá Gautaborg. Lagarfoss kom til Reykjavíkur kl. 07.00 i gær morgun, 21.7. frá Hull. Selfoss er væntanlega á Akureyri. Tröllafoss fór frá Reykjavik 16.7. til N. Y. Vatnajökull fermir í Huli 18—20.7. til Reykjavíkur. BIKISSKIP: Hekla er i Reykjavik og- fer héð- an annað kvöld kl. 20.00 til Glas- gow. Esja er á Vestfjörðum á norS urleið: Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið er á Húnaflóa á norðurleið. Þyrill er i Reykjavík. 19.20 Tónleikar: óperulög. 20.30 Út- varpssagan: ,,Cata- lína“, eftir Somer- set Maugham; XVII. lestur (A. Björnsson). 21.00 Tónleikar: Björn Ólafsson leikur á fiðlu. 21.15 Frá útlöndum (Axel Thorsteinsson). 21.30 Tónleikar: „Suite Algérienne“ . éftir Saint-Saéns. 22.05 Vinsæl lög 22.30 Dagskrárlok. Slysavarnafélagi Ísíands hefur borizt bréf frá skrifstöfustjóra brezka samgöngumálaráðuneytis- ins, þar. sem færðar eru þakkir brezku stjórnarinnar fyrir aðstoð sfem félagar í Slysavarnafélagi Is- lands hafi veitt við björgun sex skipverja af brezka togaranum . Sargoon, sem .strandaði við Pat- reksfjörð 1. des. s. I. í dag1, föstu- daginn 22. júlí, verða gefin sam . an x hjónaband- í Dómkirkjunni af. séra Bjarpa vígslubiskiipi, ungírú - - Jóna Ragnarsdóttir (Guðmundssönar, útgm.) og Har- aldur Gislason, (Jónssonax-, alþm.) — Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn á Laugarnesvegi 36. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband, að Breiðabólstað í Fljótshlið af séra Sveinbirni Högnasyni, ungfrú Ragnhildur Jónsdóttir (Högnasonar) og Sigur jón Stefánsson, stýrimaður. ______ Heimili þeirra er á Hofteig 22. LoftleiSir h. f. 1 dag er áætlað PjP a? fijúga til: Vest- vrí'. Jónssyhi Guðbjörg ella, kæmj til með að vera skattur á. En það krefst fram- sýni a'ð tryggja nú nýja gjaldeyrissköpun banda þjóð- inni 1955 og þar eftir, eins og það! krafðist framsýni 1944 að tryggja kaup nýsköpunartogara, sem komu í gagn 1948. Nú reynir á þjóöiaa. sjálfa, bvort hún hefur slika íramsjcnj. til ,a.ð bera. •• mannaeyja, Isafj., Ákureýrai’, Þingeyr ar og Flateyrar. Á morgun er áætlað nð‘ fljúga til: Yestmannaeyia, ísafjax’ðar, Alcur- eýrar, Patreksfjarðar, Siglufjarðar Kix-kjubæjax’kiaustui’s og Fagur- hólsmýrar. Geysir íór kl. 08.00 í morgun til Prestvíkur og Kaup- mannahafnar með 12 farþega. Meö al þeirrá var Halvard Lange utan- rikisráðherrá Noregs. Geysir er væntanlegur aftur um kl. 18.00 á morgun með 40 farþega. Plugféiag islands: 1 dag verða flognar áætlunarferð- ir til Akureyrar (2 ferðir), Vest- mannaeyja, Kefiavikur, Kirkjubæj- arklausturs, Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar og Siglufjarðar. Á morgun eru átælaðar ferðir til Ak- ureyrar (2 fer'ðir), Vestmannaeyja, Keflavikur (2 ferðir), Isafjarðar og Siglufjarðar. 1 gær var flogið til Akureyrar (2 ferðir), Vestmanna- eyja, Keflavíkur, Austfjarða, (4 ferðir), Fagurhólsmýrar, Siglufjarð ar og 'Ólafsfjarðar. Gullfaxi fer í fyrramálið kl. 8,30 tii Raupma.nna- ■baCnarfuHekipaðui 'farþegum. ___

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.