Þjóðviljinn - 07.08.1949, Side 6

Þjóðviljinn - 07.08.1949, Side 6
fnrsrsti 6 " ÞJÖÐVXLJINN . Sunnudagur 7. ágúst 1949. (■ ■ " ......... • ■ - .............. •'•■■'M'.'-StlJZV'f ..............—-H-rr—■ 1"T-' [• ■ Efnahagssamvlnna i ausfri og vesfri : "M^IN versta plágan sem þjak- i aði atvinnulíf Evrópu fyrir !:síðustu styrjöld voru tilraunir ihvers lands um sig til að verða |sjálfu sér nægt í sem flestum ..framleiðslugreinum. Vegna ! þessarar stefnu eyddL) . þjóðirn- ar stórfé í að framleiðá vörur„, sem hægt var að framleiða k' langtum hagkvæmari hátt ann- í'arsstaðar. Þessi einangyunar-f j: stefna dró úr velmegun í allri ; álfunni, í stað þess að fást yið á þau verkefni, sem náttúruáuð- J æfi og f ramleiðslukunnátta -i gerðu hverja þjóð hæfasta tiíj rembdust þær við framleiðslu 'i varnings, sem öllum hefði ,ver- ið fyrir beztu, að keyptur hefði ; verið af öðrum, sem framleitt ' gátu hann á hagkvæmari hátt. Margir sáu, um hvílíkt öfug- streymi hér var að ræða og er heimsstyrjöldinni síðari lauk stóðu vönir til að lífsnauðsyn- leg endurreisnarverkefni fengju því áorkað að knýja rikin til að taka fyrstu skrefin á braut skynsamlegrar verkaskipting- ar. Eitt helzta verkefni efna- ' hagsnefndar SÞ fyrir Evrópu átti að vera að stuðla að slíkri þróun. Forsendá þess, að verka skipting komist á, var auðvit- að fullt jafnrétti þjóðanna. Fyrir styrjöldina voru lönd Austur- og Suðaustur-Evrópu hálfnýlendur, sem seldu þýzka landi, Frakklandi og Bretlandi hráefni og matvæli og keyptu fullunnar neyzluvörur í stað- inn. Er alþýða þessara landa i lok styrjaldarinnar gerði enda á yfirráðum spilltra ráða •istétta og tók sjálf völdin, var eitt aðalmarkmið hennar, að gera enda á nýlenduafstöðu landa sinna gagnvart hinum iðnþróaðri ríkjum. rw«IL þess að nýta sjálfar náttúruauðæfi landa sinna þurftu þessar þjóðir vélar og tæki, sem eðlilegt hefði verið, að þær fengju frá iðnaðarlönd unum í vestri. Greiðslu gátu ! þær innt af hendi í matvælum og hráefnum. Hefðu hagsmun- . ir Evrópuþjóðanna sem heildar ráðið hefðu hér tekizt hin blómlegustu viðskipti, öllum þjóðum Evrópu til gagns. Af því varð þó ekki. Auðhringar Vesturlanda og Bandarikja- stjórn skriðu saman í banda- lag gegn iðnþróun Austur-Evr- ópu, sem auk þess áð skerða arðránssvið auðhringanna átti að framkvæmast á sósíalistisk um grundvelli og var fyrir þá sölc enn forkastanlegri. 1 stað þess að taka upp samstarf við Austur-Evrópu, sem þarfnaðist framleiðslu þeirra, gekk Vest- ur-Evrópa í Marshalláætlunina, er batt viðskipti hennar við Bandarikin. I Bandaríkjunum er mjög takmarkaður markað- ur fyrir framleiðsluvörur Vest ur-Evrópu, sem þar af leiðandi verður æ fastar tjóðruð á bandariskan skuldaklafa. I stað þess að þyggja atvinnulíf sitt á framleiðslu véla og verk færa fyrir Austur-Evrópu hafa núverandi ráðamenn Vestur- Evrópu kosið að setja traust sitt á framleiðslu whiskís og ilmvatna. Hversu traustan grundvþll að velmegun þar er um að ræða, er kreppan 1 Bandaríkjunum að leiða í ljós. Minnkandi íkaupgeta í Banda- ríkjunum bitnar fyrst á lux- usvörum frá Evrdpu með þeim ■ 'VT tí3>. iidltvú'ii II afleiðingum t. d. að . greiðslu- ' tíaflí' Breta' við ‘ dollaralöndin hefur tvöfaldazt á nokkrum : , mánuðum. 'V.;.i WWEGAR Marshalláætlunin var sett á laggirnar var látið i veðri vaka, að hún , ætti að tryggja eðlilega verka- skiptíngu miíli þátttökuþjóð- anna. Úr þvi hefur þó ekkert ; órðið. Fjögra ára áætlanir Marshalllandanna hafa að vísu verið samdar, en samvinnu- stofnunin í París hefur gefizt upp við að samræma þær. Hagsmunaárekstrar auðvalds- skipulagsins eru yfirsterkari heildarhagsmunum. Þegar við Islendingar viljum fá að reisa áburðarverksmiðju rísa aðrir aðilar í Marshallfjölskyldunni öndverðjr gegn þvi, eins og Bjarni Benediktsson utanríkis- ráðherra hefur orðið að viður- kenná., Unileverauðhringurinn bannar okkur að reisa lýsis- herz)uverksmiðju. Svona er Marshallsamvinnan bak við froðumælgina.. W Austur-Evrópu starfar einnig samvinnustofnun. Þar eru engír auðhringar og engir auðvaldshagsmunir til að hindra þjóðirnar í að nýta nátt \ úrugæðin á hagkvæmastan hátt. Aldagömul tortryggni og úlfúð milli þjóðanna hefur horf ið, er sérdrægar valdaklíkur voru ekki lengur tllr að halda henni við og tryggja með því yfirdróttnunaraðstöðu sina. Bretinn Basil Davidson, sem var einn þeirra liðsforingja, sem á stríðsárunum störfuðu með skæruliðum í Júgóslaviu, lýsir þessu nýlega í grein í „New Statesmann & Nation." Hann segir samvinnuna milli Póllands og Tékkóslóvakíu lenget á veg komna. Ákveðið hefur verið að hefja sameigin- lega rafvirkjun, sameiginlegt kolanám og sameiginleg sam- göngukerfi,. gasstöðvarkerfi og símakerfi, á iðnaðarsvæðinu, sem nær yfir Slésíu í Póllandi og Mæri í Tékkóslóvakiu. Tékk ar hafa fengið fríhöfn í pólsku borginni Szczecin (fyrrum Stett in) og ætla að koma sér upp hafskipaflota, Gera á skipa- skurð milli Oder og Dónár og gera þarmeð skipaleið fyrir allt að 1000 tonna skip, þvert yfir Evrópu frá Eystrasalti til Svartahafs. Þótt Tékkar og Pólverjar séu lengst á veg komnir er svipuð samvinna á uppsiglingu um alla Austur- Evrópu, segir Davidson. Tak- markið er samræmt fram- leiðslukerfi frá Eystrasalti til Svartahafs, þar sem náftúru- auðæfi efu notuð á hagkvæm- asta hátt, skaðleg samkeppni útilokuð og séð fyrir markaði, sem getur staðið undir stóriðn- aði sem er fær um að hagnýta fullkomnustu tækni. M. T. Ó. •■■■■■■■■■■■■JF®*«MMlialilss*i||si2 ■■■■■■■■■■■; ] HDS STORMSINS fiigmon G. Eherhart j Spennandi ÁSTARSAGA. — Fylgist með frá byrjnn! ?■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! 4- DAGUR. . . . ■■■■■■■■■■■BD3 augunum. ,t,Eg held i þú,. hafir -ekki ætlað ai5 gpyrja mig þessa. Eg: kynni að segja þér það.“ Nei, hún hafði ekki ætlað að spyrja. Hún horfði á hendur sér, og .Tim sagði: „Brúðkaupið er á miðvikudaginn, ] er það ekki? Roy er heppinn." Önnur löng alda rann inn eftir fcletttmum og seig hægt til baka, svo að jafnvel þó hún hefði sagt eitthvað, þá var ekki víst að Jim mundi hafa heyrt það. En hann hélt áfram og talaði fremur hratt: „Þú ert líka heppin. Roy er fínn náungi. Hann hefur svo sannarleg reynzt mér góður vinur. Eg hef verið héma næstum ár, eins og þú veizt, og beðið eftir því að Hermione ákvæði eitthvað varðandi plantekruna og mig.“ Þá leit hún á hann, og hann horfði út til hafs- ins, og hún varð rórri og sagði: „Ákvæði eitthvað? Eg hélt hún hugsaði sér að afhenda þér alla stjóm plantekmnnar.“ Hið harða, kalda augnatillit kom aftur. „Það hélt ég líka. Eg hef alltaf elskað staðinn. Og Hertnione veit það.“ „En — en af hverju þá —“ „Það er þar sem hún hefur yfirtökin,“ sagöi Jim snöggt. „Yfirtökin." Hann sneri sér þannig að hann horfði beint á hana. „Þú þekkir ekki Hermione, er það ? „Hann beið ekki eftir svari, heldur hélt áfram. „Eg þekki hana, og þess vegna vissi ég hvaða áhættu ég tók á mig þegar ég kom til Middle Road.“ „Eg hélt að hún ætlaði að hætta að vasast í stjórninni sjálf. Eg hélt að þessvegna hefði hún viljað fá þig til að koma. Roy sagði að hún þyrfti á þér að halda. Hann fullyrðir að hún fái ekki þann afrakstur af plantekrunni sem mögulegur er.“ „Roy hefur á réttu að standa. Að minnsta kosti held ég það. En ég get ekki hangið svona lengur án þess að gera nokkuð, án þess að læra nokkuð, með hendurnar bundnar í hvert sinn sem ég sný mér við. Eg hef verið hérna eitt ár, og eftir annað ár í viðbót mundi ég verða nokk- urskonar sendisveinn fyrir hana, ómagi á eign hennar, frændi hennar, bíðandi þess að hún dæi. Nei, ég fer núna, áður en það er orðið um seinan.“ „En þig langar ekki að fara, Jim. Það er heim ili þitt. Þú kemur til með að eignast það.“ Hann sat og reykti augnablik og dró augun eilítið saman. Síðan sagði hann rólega, og kaldi reiðitónninn var horfinn. „Mér leiddist að fara, auðvitað. Eg sé hvaða möguleikar eru á Middle Road. Roy mundi hjálpa mér. Við höfðum hugs- að okkur að slá öllu saman, nota sömu vélarn- ii ijku'. --- . r ».i< ar, beita nýtízku jaðferðum, rækta meira land- syæði fyrir sykurreyrinn. Roy þekkir alla þessa! hlutí — bg ég ýil verða sykurrækíarmáður. Eg — manni líður ; vel af að rækta jörðina og fá hana til að gefa eitthvað af sér; á bak við þáð er eittbvað; sem liggur djúpt ög er (ekta • <. Eg, get ekki komið orðum að því, en þetta vildi ég gera. Og ég elska Middle Road. En ég verð líka að bjarga sálu minni. Eg get ekki komið aftur meðan Hermione er þar ennþá, og þegar ég eignast jörðina, þá verður það um seinan. Svo ég verð að gleyma því.“ Hann leit snöggt á hana, og bætti við, „Eg blaðra einhver ósköp. En þetta er allt og sumt. Nú m segi ég ekki meira .... Mér þykir leiðinlegt að ég skuli ekki geta verið við brúðkaupið á miðvikudaginn." Allt í einu varð loftið á milli þeirra ein- hvernveginn þvingað. Rödd hennar hafði lika þvingaðan hljóm. „Mér þykir það líka leiðin- legt.“. ' : En henni þótti það ekki leiðinlegt. Hún var fegin því. Hún var fegin því að hann mundi ekki sitja þarna og horfa á hana í hvíta kjóln- um, þegar hún væri að verða kona Roys. Hún var fegin því og þakklát yfir að hann mundi ekki verða þarna. Þakklætiskenndin var eins óvænt og sterk eins og ein aldan í sjónum fyrir neðan, og eins og alda hreif hún hana burt af hnjápúð- anum og yfir herbergið. Hún stanzaði við borð- ið, sneri bakinu að Jim. Um hvað var hún að hugsa. Hvaða fjarstæða hafði gerzt. Hendur hennar færðust út að borðbrúninni og hún horfði á þær með skelf- ingu, -— því að þær titruðu. Jim var að fara burt. Hann ætlaði aldrei að koma aftur með- an Hermione væri á lífi og stjórnaði Middle Road. Og hún, Nonie Hovénden, sem átti svo bráðlega að verða Nonie Beadon, hún var þakk- lát. Þessvegna mátti hjarta hennar ekki slá svona ört. Bíll kom á hraðri ferð upp akbrautina, stanz- aði, og Jim sagði, „Þetta er Roy.“ Þetta var ekki það, sem hann ætlaði að segja. Og hann hafði ekki ætlað sér, hugsaði hún, að færa sig bara yfir að öðrum stól og halla sér upp að honum. „Já,“ sagði hún. „Já, þetta hlýtur að vera Roy.“ Rödd hennar var þanin eins og fiðlu- strengur, en hún var ekki rétt stemd. Hún var í raun og sannleika alveg komin út af laginu, og Jim vissi það. Hún skyldi ekki horfa á hann. Og samt — svo undarlegt sem það var — samt gat hún séð hvert einkenni, hvern drátt og hvem skugga á andliti hans. Og svo kom Roy, hlaupandi upp DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.