Þjóðviljinn - 11.09.1949, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 11.09.1949, Qupperneq 4
4 ÞJÓÐVIUTNN Sunnudagur 11. september 1949 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíaiistaflokkurinn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason Biaðam.: Arl Kárason, Magnús Toríl ólafsson, Jónas Arnason Anglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson Ritstjórn, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stig 19 — Sími 7600 (þrjár linur) AakriftarverC: kr. 12.00 á mánuði — Lausasöluverð 60 aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Sósi&iistaf!okkurinn, Þórsgötu 1 — Síml 7610 (þrjár Iinur) Hverjir vilja Stefáns Jóhanns-stjdrn Það er þetta, sem barist verður um í kosr.irsgunuin: Hverjir vilja Stefáns J.óhanns-stjórn áfram ? — Þeir greiði atkvæði með Stefáns Jóhamis-flokkunum: Ihaldi, Alþýðu- flokk eða Framsókn. — Þeir, sem vilja nýja og betri stjóm, greiða atkvæði með Sósíalistaflokknum. Getur þetta. verið satt? — munu margir spyrja. Er hugsanlegt að stjóraarflokkamir ætli að bjóða þjóðinni upp á svona lélega stjórn eftir öll kosningaloforðin, sem nú dynja yfir? — Svarið er: Ekki aðeins svona lélega, beldur enn verri en hún hefur verið. Við skulum athuga staðreyndimar: Það var borið fram vantraust á stjórn Stefáns Jó- hanns 28. marz. AUir þessir þrir fokkar greiddu henni at- kvæði þá. Engixm þingmaður úr þeim greiddi atkvæði gegn henni. — Þeir voru sammála stefnu hennar þá. Hvaða Jíkindi eru til að þeir verði andstæðir slíkri stefnu eftir kosningar, ef þjóðin ekki fordæmir þá í kosningum ? Svo skulrnn við athuga hvað þessir, stjóraarflokkar ætla að gera eftir kosningar. Þeir hafa á undanfömu stjórnartímabili sínu sýnt vilja sinn í verki til þess að rýra kjör almennings. Þeir bundu vísitöluna við 300 með lögum. Þeir lækkuðu raunverulegt gengi krónunnar með tollum og álögum og svarta markaði. Þeir lýstu því yfir að það væri glæpur að hækka launin. Og þá vantaði ekki viljann til að hindrta launahækkanir. En þá skorti hugrekkið og valdið. Þeir voru hræddir, af því það var komið of nærri kosningum. Þess vegna hækkuðii þeir við starfsmenn ríkisins og létu undan síga gágnvart verkalýðsfélögunum. Nú reyna þeir að ná sér niðri méð hækkunum á mjólk og öðrum nauðsynjum, með aukningu dýrtíðarinnar. Hvað gera nú þeir flokkar, sem svona haga sér milli kosninga, þegar þær eru liðnar hjá? Þeir verða margfalt verri. Þeir lækka gengið á krón- unni miklu meir en orðið er. Þeir banna kauphækkánir með lögum og refsa fyrir þær sem glæp. Og þeir verja þetta með því að komin sé kreppa „allir verði að fóma" o.s.frv. (Þess vegna þegja þeir svo vendilega um kreppu nú og eru reiðir, ef á hana er minnst, því hún á að koma á eftir sem afsökun fyrir kosningasvikunum). Verður það þá virkilega Stefáns Jóhanns-stjómin, sem verður látin framkvæma þessar svívinMngar ? Engum manni blandast hugur um að Stefán Jóhann vill vera forsætisráðherra áfram, bara ef hann fær það, hvað sem stjórnin gerir. Engum, sem þekkir klókindi íhalds ins, blandast hugur um að íhaldið vill nota hann og Al- þýðuflokkinn til skítverkanna, — láta hann veita forustu stjórn, sem yrði eins hötuð eins og þessi er fyrirlitin, — og geta svo á eftir þvegið hendurnar með því hve forustan hafi vefiö ómöguleg. Framsókn verður ekki spurð, ef stóra og litla íhaldið eru í meirihluta. Eysteinn fær bara að skriða í ráðherrastóliim eins og 1947, með því að strika yfir allar kröfur, eins og Framsókn líka býr sig undir með yfirlýsingu miðstjórnarinnar. Stefáns Jóhanns-stjórain heldur áfram eftir kosnihg- a.r, aðeins verri og svívirðilegri en nú, — ef hún aðeins hefur vald og hugrekki til þess. Og eina. ráðið til ,þess að svifta hana valdinu og draga úir henni kj^irkinn.tiþ óhæfu- verkamia, er að gera Sósíalistaflolckinn svo síerkap.að þeir ifari ekki í nýja árásarstjóm á alþýðu landsins. BÆ J ARP® ÍlÍRINN iHÍihÍHilÍi iliÍlÍHiÍii liíiÍfiHui Hvernig ríbisstjórnin býr að þeim sem erfiðast eiga. Maður, sem legið hefur rúm- fastur í mörg ár, gefur í eftir- farandi bréfi ófagra lýsingu á því hvemig ríkisstjórn aftur- haldsflokkanna býr að því fólki sem erfiðast á í lífsbaráttunni, örkumla fólki: — „Kæri bæjarpóstur. — Það hefur mikið verið rætt og ritað um dýrtíðina að undanfömu og ekki að ástæðulausu, þar sem hún hefur aukizt svo að segja dag frá degi síðan núverandi ríkisstjóm tók við völdum í fe- brúarmánuði 1947. Og til að reyna að vega eitthvað á móti hraðvaxandi dýrtíð hafa laun- þegasamtökin orðið að grípa til þess ráðs að hækka grunnkaup sitt. En þetta hefur gerzt í harðri andstöðu við núverandi ríkisstjórn, sem hefur aldrei séð annað ráð gegn dýrtíðinni en kauplækkanir og nýjar og nýjar skatta- og tollaálögur. En alveg sérstaklega hefur þessi stjóm verið hrifin af nef sköttum, enda er Alþýðublaðs- flokkurinn hér æðsti koppur í búri. ★ Hvemig er búið að þeim sem erfiðast eiga? „Já, ég sagði áðan að launþeg amir hefðu neyðzt til að hækka kaup sitt, og við það hefði ríkis stjórnin ekkert getað ráðið. En hvernig hefur svo „fyrsta ríkis- stjórnin sem Alþýðuflokkurina myndar á Islandi" búið að því fólki, sem erfiðast á uppdráttar í lífinu, og sem ekki getur bor- ið hönd fyrir höfuð sér, því fólki, sem lögin um almanna- tryggingar átti fyrst og fremst að hjálpa í lífsbaráttunni. Því er fljótsvarað: Skammarlega, svo ekki sé meira sagt, enda hefur þessi alræmda ríkisstjórn ætíð og ævinlega ráðizt á garð- inn þar sem hann er lægstur, en það er algengur háttur lítil- menna. „Lífeyrir“ þessa fólks hefur ekki hækkað í tíð núver- andi stjórnar heldur lækkað og það er víst áreiðanlega það eina sem hefur lækkað hér inn- anlands undanfarinn 31 mánuð, enda er þetta eini sigurinn, sem fyrsta stjóm Alþýðuflokksins hefur unnið gegn verðbólgu og dýrtíð. Hitt er svo aftur annað mál, hvort þjóðin sér ástæðu til að óska ríkisstjórniani til ham- ingju með þennan sigur sinn. 1k 105 brónur á mánuði! „Eg, sem þessar línur rita, varð fyrir því mikla óláni að missa heilsuna á bezta aldri og hef legið rúmfastur í mörg löng ár. Það má nærri því heita merkilegt, að ég og mínir líkar skuli vera til frásagnar, eins og búið hefur verið að svona fólki undanfarin ár. Allur minn lífeyrir frá almanr.atryggingun- um er 75 krónur í grunn á mán uði, plús 40 prósent hækkun líf- eyris, af því að ég er algerlega rúmfagtur og þarf þar af leið- andi sérstakrar ummöQnunar við. Svo minn mánaðarlífeyrir er 75 krónur + 30 kr. =105 krónur í grunn. Segi og skrifa 105 krónur í grunn á mánuði. En það geta allir séð hvað 105 krónur í grunn á mánuði muni segja mikið til lífsframfæris rúmliggjandi manni í þeirri ægi legu dýrtíð sem nú er. ★ Sósíalistar vildu 25% hæhbcn. „Þegar lögin um almanna- tryggingarnar voru til umræðu á Alþingi vildu sósíalistar hafa lífeyrisgreiðslurnar 25 prósent hærri en þær voru ákveðnar við lokaafgreiðslu málsins, en afturhalds- og auðvaldsöflin á Alþingi töldu slíkt fáheyröa f jaratæðu. Þetta væri lireinrækt aður kommúnismi og ekkert ann að og gott ef þeir nefndu ekki Stalín og Moskva í því sam- bandi. Gamall kunningi minn úr Reykjavík, sem heimsótti mig í sumar, spurði mig hvort ég hefði ekki sæmilegan lífeyrir frá almannatryggingunum, þar sem ég væri svona illa kominn. Eg sagði honum hvað ég fengi. Hann ætlaði lengi vel ekki að trúa mér, en sagði svo: „Þetta eru bara vasapeningar." Ólík- legt er að félagsmálaráðherrann okkar sé á sama máli og Reyk- víkingurinn, sem heimsótti mig síðla sumars 1949. — Noiðlendingur." fjarðar, Vestmannaeyja og Isa- fjarðar. Frá Akureyri verður flog ið til Siglufjarðár og Ólafsfjarðar. 1 gær var fiogið til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Siglufjarð ar, Blönduóss, Keflavíkur, Djúpa- vikur og Isafjarðar. Gullfaxi er væntanlegur í dag kl. 17.45, fer á þriðjudagsmorgun til Prestvíkur og London. jys 11.00 Messa í Dóm kirkjunni (séra Jón Auðuns). 15.15 Miðdegistónleikar (plötur). 16.15 Út- varp til Islendinga erlendis: Fréttir og erindi (Thor olf Smith biaðamaður). 18.30 Barnatími, helgaður Steingrími Arasyni kennara (Þorsteinn Ö. Stephensen): a) Ávarp (Helgi Elíasson fræðslumálastjóri). b) Steingrimur Arason les úr minn- ingum sínum. c) Kvæði og leik- þáttur eftir Steingrím Arason. 19.30 Tónleikar: „Amorikumaður í París," hljómsveitarverk eftir Ger shwin (plötur). 20.20 Einleikur á fiðlu (Björn Ólafsson): a) Rondó eftir Hummel-Heifetz b) „Á vængj um söngsins" eftir Mendelssohn- Achron c) ,;Sólarljóð“ eftir Rimsky-Korsakov. d) Caprice nr. 13 eftir Paganini. 20.40 Erindi Ævaforn Gamlatestamentis-hand- rit fundin (Ásmundur Guðmunds- son prófessor). 20.55 Upplestur: „Rauða snekkjan," smásaga eftir Antonio Beltramelti (Ævar Kvar- an leikari). 22.05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. Næturakstur í nótt annast Hreyfill, sími 6633. Helgidagslæknir er Stefán Ólafs- son. Sími 3181. l Sjötugsafmæli. Nsestkomandi mánudag 12. þ. m. verður sjötugur Sveinn Teits- son Laugaveg 57. ferðir), Innritun í Gagnfræðaskólana fer 1 dag er áætlun- fram þriðjudaginn 13. og miðviku arflug til Vestm,- daginn 14. þ. m. Aðstandendur eyj, Siglufjarðar og væntanlegra nemenda ættú að at- Keflav. Á morgun huga auglýsingar um þetta, en. til Akureyrar (2 þær verða birtar í þriðjudagsbiöð Neskaupstdðar, Seýðis- unum. Smurningsstöð vor í Hafnarstr. 23 (gamla Zimsensportinu) er nú þegar tekin til staría. Ny og mjög íullkomin smurningstæki. Vönduð vimia Fljót og góð afgréiðsla. Hið íslenzka steinolíuhlutafélag. i K.R.R. I.S.Í. K.S.I. KNftlTSFYi Nú heíst Kalstaðmótið í dag kl. 2. Fyrst leika Fram og Valur og strax á eítir K.R. og Vkkingur. titniiniiiiimiiiiiHiufiiiiiiKiiiiiiiiiiitiiiniriiiriiiiii

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.